Morgunblaðið - 29.05.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976
19
— Listahátíð
Framhald af bls. 10
una milli landa. Og sýníngin,
sem nú er verið að skapa i Iðnó,
er mjög vel til þess fallin að
fara með hana i ferðalög, út á
landsbyggðina.
Engin leiktjöld eru,
leikararnir túlka sviðsbúnað-
inn í látbragðsleik. Hægt er að
færa verkið upp á hvaða sviði
sem er, i minnstu samkomuhús-
um. Og þó ljósabúnaður sé all
flókinn á sýningunni i Iðnó,
sögðu leikendur að auðveldlega
mætti einfalda hann. Og síðast
en ekki sizt, þarna er um að
ræða flutning á einni af perlum
heimslistarinnar, sem samræm-
ir mörg listform, og sem fengur
er að því að kynna hvar sem er.
Listafólkið, sem að þessari
sýningu stendur, leggur mikið
til listahátiðar, en æfingar
allar, bæði hljóðfæraleikara og
leikara, eru sjálfboðavinna.
Kammerhljómsveit Reykja-
víkur byggir raunar á sjálf-
boðavinnu hljóðfæraleik-
aranna. Hún var stofnuð til að
standa fyrir reglubundnum
flutningi á kammertónlist og fá
reglubundna samæfingu, en
áður höfðu menn myndað hópa
til að flytja ákveðin verk, og
hóparnir svo leystst upp. Flytur
hljómsveitin 4 reglulega tón-
leika yfir árið í sal Hamra-
hliðarskóla fyrir áskrifendur.
— Minning
Gísli
Framhald af bls. 23
æviár sin áttu þau heima i
Reykjavík. Gtsli var elstur sex
barna þeirra en tvö voru áður
látin. Kristján faðir Gísla var son-
ur Gísla Gfslasonar, Björnssonar
bónda i Grundarkoti og viðar i
Skagafirði og konu hans Kristínar
Jónsdóttur, Pálssonar. Aðalbjörg
móðir Gísla var af hinni þekktu
Djúpadalsætt í Skagafirði, dóttir
Vagns bónda i Miðhúsum Eiríks-
sonar, hreppstjóra í Djúpadal,
Eirikssonar, Bjarnasonar prests á
Staðarbakka. Kona Vagns var
Þrúður Jónsdóttir, Björnssonar
bónda í Miðhúsum. Gisli ólst upp
hjá foreldrum sínum við almenn
sveitastörf þeirra tima. Árið 1948
kvæntist Gísli eftirlifandi konu
sinni Jóhönnu Freyju Jónsdóttur
bónda Sigurðssonar í Réttarholti
og konu hans Sigríðar Rögnvalds-
dóttur. Settist hann þá i bú
tengdaforeldra sinna og hafa þau
hjón búio þar siðan.
Gísli og Jóhanna eignuðust þrjú
börn: Elstur er Jón, sem nú býr í
Réttarholti, kvæntur Auði Frið-
riksdóttur. Þrúður Aðalbjörg. trú-
lofuð Eggert Sigurjónssyni, þau
eru búsett á Akureyri. og Sigurð-
ur. sem er í heimahúsum. Fjórða
barn Gísla er Birgir, sem á heima
á Torfastöðum i Grafningi.
Gisli var afar vel gefin maður
og minnugur. las mikið er tími
var til frá daglegunt störfum
bóndans. Hann varfróðurum ís-
í Hellubíó í kvöld
Ath. Þetta er síðasti dansleikurinn m
fyrir Spánarferðina Mætum
öll og segjum biess
lenska byggð og öræfi þó ekki
gerði hann víðreist utan sinnar
heimabyggðar. Er við hjónin
dvöldum i Réttarholti í sumar-
leyfum. sem oft var og nutum
frábærrar gestrisni þeirra hjóna,
átti ég því láni að fagna að kynn-
ast mági minum náið. Hann var
afar glaðlyndur og geðprúður
maður og hafði þá hlýju og ljúfu
kímnigáfu til að bera. sem laðaði
fólk að honum, einkum börn og
unglinga. Systkinabörn hans, sem
voru svo gæfusöm að eiga ógle.vm-
anleg sumur i Réttarholti með
frænda sínum. minnist allra
stunda «r hann sagði þeim sögur,
kenndi þeim visur og spjallaði við
þau og fyrir það veganesti þökk-
um við foreldrar þeirra.
Gisli var svo gæfusamur að
eignast góða konu, sem stóð við
hlið hans alla tið og nú siðast við
banabeð hans í erfiðri sjúkralegu.
Er við í dag, vinir hans og vensla-
fólk, kveðjum Gísla í Réttarholti
hinstu kveðju og þökkum sant-
fylgdina. sendum við Jóhönnu
konu hans og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa þau.
Ó.B.
HLÉGARÐUR
EIK
Stórdansleikur meö Eik
frá 9 — 2 í kvöld
Hin frábæra
nektardansmær
EflMIbbfl
Ath.
20% afsláttur
fyrir þá sem
sýna skírteini úr
Verzlunarskólanum
og Menntaskólunum.
kemur
fram
Sætaferöir
frá B.S.Í.
Stapi
Stapi
I fyrsta
skipti
á íslandi
The
Kerbstone
Rudoif
ásamt
Lindu Taylor
Sætaferðir frá
Grindavík, Hafnarfirði og B.S.Í.
Munið nafnskírteinin.
Ofsalegt
fjor
í kvöld
JIEXICD
og
Linda Taylor
RUDOLF
ásamt
LINDU TAYLOR