Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 23 Sigurður F. Ólafsson forstjóri — Kveðja SIGURÐUR F. Ölafsson, forstjóri Fálkans h.f., lézt í Reykjavík 21. maí sl. 62 ára að aldri, af völdum sjúkdóms, sem hann hafði gengið með um langt skeið, og vitað var að hann mundi naumast fá staðizt öllu lengur. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa góðvinar míns, sem var samstarfsmaður minn og fé- lagi hátt á þriðja áratug, að nokkru sérstöku málefni, sem þó lá utan þess sviðs, sem taldist eiginlegur starfsvettvangur hans eftir venjulegum mælikvarða. Sigurður var vel kunnur maður á sviði athafna og viðskipta sem forstjóri Fálkans h.f., en vöxtur og viðgangur þess fyrirtækis á liðnum árum Sýnir bezt, hvernig þar hefur verið á málum haldið af þeim bræðrum Haraldi, Sigurði og Braga. En að því fráteknu sem ég veitti því athygli, hve skipu- lega og örugglega Sigurður fór með þau mál sem hann þurfti stundum að leysa, þegar ég var hjá honum staddur — og þvi hve samskipti hans við starfsfólkið voru vinsamleg og eðlileg — kynntist ég Sigurði á þessu sviði furðu lítið, eins og langvinn og náin kynni okkar voru orðin. En þetta var af því að við áttum sam- eiginlegt áhugamál, sem við sett- um öðru ofar. Og þetta hugsjóna- mál var málefni Nýals. Sigurður var Nýaissinni og dró enga dul á það. Um áratuga skeið starfaði hann að því máli, og hefur mér oft dottið í hug, að þetta hafi verið því betur af sér vikið af honum, sem hann var að vissu leyti hærra og betur settur í þjóðfélaginu en flestir okkar hinna sem gáfum okkur þar að. Því enginn þarf að halda. að þar hafi verið til fljót- fenginnar viðurkenningar eða virðingar að ætla sem það málefni var, heldur var það drengskapur Sigurðar og rik sannfæring hans sem réð þvi, hvernig hann studdi það mál. Eg gleymi ekki þeim degi þegar við fórum tveir úr nýstofnuðum félagsskap Nýalssinna af stað til þess að leita eftir því við Sigurð að hann gæfi kost á sér sem stjórnarmaður. Okkur hafði borizt sú ábending ofan úr sveit, að mikið ylti á að fá Sigurð til starfa, ef fjármál félagsins ættu að komast á traustan grundvöll. Og þó að við værum óreyndir menn í mörgu, skildum við að þetta var rétt, og fórum að finna Sigurð. Hann hugsaði sig um dálitla stund, og sagði svo að ætlunin hefði aðeins verið sú að verða styrktarmaður þessa félags. En þegar hann skildi að þetta var félaginu nauðsyn, sagðist hann ekki vilja skorast undan. Ég held ég hafi þá þegar skilið, af þvf hvernig hann brást við, hvern mann hann hafði að geyma — eins og hann reyndist mér líka eftir því alla tíð. Þannig atvikaðist það, að sam- hliða hinni ört vaxandi starfsemi Fálkans, þar sem straumur fjöld- ans lá út og inn, var löngum dálít- ill aukastraumur inn á litlu skrif- stofuna hans Sigurðar i gamla húsinu við Laugaveg 24, þar sem saman kom heimspekilega hugs- andi fólk, eða fylgjendur Nýals- stefnu til þess að ræða mál sín. Sigurður var að eðlisfari starfs- maður og framkvæmda eins og saga hans sýnir. Snjöll orð og góð- ar hugmyndir kunni hann vel að meta, en orðin tóm voru honum ekki næg, og þegar ég lft yfir farinn veg, þá sé ég það bezt að hvenær sem starf og framkvæmd náði að þróast hjá okkur, þá var Sigurður þar nærri og sá sem mest valt á. Ætla ég ekki að f.jöl- yrða um þau verkefni, en vil þó ekki sleppa þvi að minnast á tvennt. sem vera má að einhvern tíma verði talið til merkra við- burða sinnar tíðar, en það var endurútgáfa Nýalsritanna eftir dr. Helga Pjeturss árið 1955 og bygging þess sem kallað hefur verið félagsheimili eða sambands- stöð í Kópavogi 1969. Eg er ekki í vafa um að báðar þessar fram- kvæmdir hafa markað þau spor, sem ýmsum mun þykja gott að stíga í síðar. Svo nauðsynlegar sem réttar framkvæmdir eru, þá er þó annað undanfari þeirra, og þar er komið að þvi sem mér verður jafnan minnisstæðast um Sigurð og und- ir eins gerði okkur að góðum fé- lögum og samstarfsmönnum. En það var það sem ég get með góðri samvizku kallað hið vísindalega viðhorf hans. Þegar Þorsteinn Jónsson ávarpaði samankominn hóp Nýalssinna vestur á Stýri- mannastig haustið 1948 og hvatti til visindalegrar hugsunar og raunsæis, segir hann mér að Sig- urður Ölafsson hefði orðið f.vrstur til að taka þar undir. Sigurður var þannig gerður, að hann gat ekki sætt sig við þokukenndar og óraunverulegar hugmyndir. ..Dul- ræn reynsla" og allt sem þar að lýtur. var honum áhugaefni. en hinar dulrænu eða andlegu skýr- ingar voru honum jafn framandi og hann kunni vel að meta það sem stefndi til náttúrufræði og rökrétts skilnings. — Varla er hægt að hugsa sér betra og far- sælla hjónaband en þeirra Svan- laugar, en þó var það svo að henni þótti í fyrstu sem kenning sú, er maður hennar aðhylltist, væri eitthvað öðruvísi en það sem hún hugsaði sér. Sigurði var mikið í mun að geta sannað mál sitt og óskaði þess eindregið að eitthvað það bæri fyrir konu sina. sem hún gæti sjálf dregið ályktanir af. Þá sömu nótt dreymdi Svanlaugu draum, sem sýndi henni svo glögglega að ekki varð um villzt. að draumvitund hennar var vöku- vitund annarrar konu (af öðrum kynstofni). Eg segi frá þessu dæmi af því að það sýnir svo vel, hver fjarri Sigurði var öll ráð- ríkni gagnvart skoðunum ann- arra, einnig sinna nánustu. Það voru rökin og sannindin. sem hann tre.vsti á. Sigurður var heimilisrækinn og áreiðanlega mjög umh.vggjusam- ur fjölskyldufaðir. Hann var yfir- leitt umhyggjusamur um allt sem hann tók að sér. Hann var kátur maður og glettinn í hófi. en eng- um þó til meins, og hann var skilningsgóður á ástæður rnanna. — Nú er hann horfinn á braut. og það er mikil eftirsjá að slíkum manni. Mig langar til að votta frú Svanlaugu og dætrum hennar samúð mína. En eftirsjáin verður þó á allan hátt léttbærari þegar vitað er það, sem Sigurður vissi. um líf eftir þetta Iíf og hvers eðlis það er. Þorsteinn Guðjónsson. Osvald Wathne — Minningarorð Þegar ég átti samtal við Ósvald Wathne á siðastliðnu hausti var hann á förum til Bandarikjanna. Ætlaði hann til dóttur sinnar, sem þar er búsett, og hugðist dvelja þar um hrið jafnframt því sem hann ætlaði að leita sér lækninga. Osvald var trúaður á að læknar þar vestrá gætu ráðið bót á veikindum þeim sem hann hafði átt við að stríða undanfarin ár. Því var hann glaður og ánægður þegar við kvöddumst og horfði vongóður til framtíðarinnar. En þessi ferð fór öðruvísi en ætlað var. Þann 24. marz s.l. varð Ós- vald bráðkvaddur að heimili Berglindar dóttur sinnar á Long Island. Ösvald var fæddur á Seyðisfirði 2. janúar 1920 og var því 56 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Þórunn Jónsdóttir Wathne og Kristján Wathne, sem bæði voru af merkum austfirzkum ætt- um, en bjuggu um langt skeið í Reykjavík, og hér ólst Ósvald upp. Við Osvald kynntumst fyrst ár- ið 1937 í Menntaskólanum í Reykjavík, er við settumst í 4. bekk. Hann hafði verið 1 skólan- um undanfarin ár og hafði þegar getið sér góðan orðstír sem náms- maður. I lærdómsdeild voru uppáhalds- námsgreinar hans saga og erlend tungumál, einkum enska og Framhald á bls. 18 Minning: Gísli Kristjánsson bóndi Réttarholti Árla morguns hinn 17. maí s.l. andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri mágur minn og vinur, Gísli Kristjánsson bóndi í Réttarholti, Skagafirði, eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Er ég með nokkrum fátæklegum orðum reyni að minnast þessa hógværa og mæta manns mun ég fyrst greina lítillega frá ætt hans og fjölskyldu. Gísli var Skagfirðingur langt fram í ættir og í Skagafirðinum átti hann heima alla tíð. Hann fæddist að Minni-Ökrum 4. maí 1913 og var nýlega orðinn 63 ára er hann lést. Gísli var sonur hjón- anna Kristjáns Gíslasonar og konu haríS Aðalbjargar Vagns- dóttur. Þau hjón bjuggu á Minni- ökrum og Sauðárkróki en síðustu Framhald á bls. 19 — Hafa kommúnistar Framhald af bls. 8 flokkar í V-Evrópu fylgdust með fram- vindu mála og létu sér vel líka, en höfð- ust þó lítt að lengi framan af. Smám saman kom i ljós, að stefna Togliattis var t vimælalaust til farsældar, þvi að fylgi hans fór stöðugt vaxandi. Aðrir flokkar fóru að dæmi hans einn af öðrum, og fjarlægðust lærifeðurna í Kreml. EPLIÐOG EIKIN Það er náttúrulögmál, að eplið fellur til jarðar i fyllingu timans og rennur frá eikinni, en hversu langt? Þeim kommúnistaleiðtogum á Vestur- löndum, sem fyrir aðeins rúmum áratug studdu miðstöðina i Moskvu með ráðum og dáð, hefur nú lærzt, að i löndum þeirra er einfaldlega ekki jarðvegur fyrir kenningar um blóðuga byltingu, einsflokkskerfi, alræði öreiganna og alhliða forsjá rikisvaldsins. Á undan- förnum árum hafa þessir flokkar þvi keppzt við að þvo af sér kommúnista- stimpilinn, skipta um nöfn, viðurkenna lýðræðislegt fyrirkomulag kosninga og fjölflokkakerfi, en halda sér þó jafnan við kenninguna um miðstýringu og áætlunarbúskap á öllum sviðum þjóð- lífsins. Vestrænir kommúnistaflokkar, hverju nafni svo sem þeir kjósa að nefna sig, hafa flestir það einkenni að stefna að umönnun — sifellt aukinni „félags- legri aðstoð“, sem i raun þýðir aðeins það, að umráð borgaranna yfir eigin aflafé eru takmörkuð í sifellt auknum mæli. Þeir stefna að því, að sem mest fjármagn fari um hendur ríkisvaldsins — að einstaklingurinn hafi sem minnst svigrúm. Vera má að tilgangur þessara flokka, a.m.k. sumra, sé heiðarlegur og raunverulegt takmark þeirra sé jöfn- uður, en þeir eiga það sameiginlegt að vantreysta einstaklingnum og telja hann lftt til sjálfsforræðis fallinn. Þessi stefna, sem á orðið furðu mikil ítök í vestrænum þjóðfélögum, leiðir m.a. til þess, að einstaklingurinn hættir að treysta á mátt sinn og megin, — lítur á RÍKIÐ eins og einhvem heilagan anda, sem kann ráð við öllu og er óþrjótandi uppspretta fjármuna. Nægir i þessu sam- bandi að benda á Sviþjóð og Danmörku, sem lengst __ nágrannalandanna hafa gengið i þessum efnum. Þar ber mjög á þvi, að kerfið sé komið út í öfgar, — t.d. telja Danir atvinnuleysistryggingar hættar að gegna hlutverki sinu i núver- andi mynd, þar sem fjöldi fólks láti skrá sig atvinnulaust að ástæðulausu og lifi síðan góðu lifi af tryggingabótum. Kerfið er sem sé orðið svo háþróað, að yfirvöld hafa misst á þvi tökin, og þegar við bætist svo víðtækt alvöruatvinnu- leysi er von, að mönnum blöskri, eins og bezt kemur í ljós með makalausum vinsældum Glistrups. — ÁR. TOYOTA-B ÍLASÝNIN G í dag og á morgun, laugardag og sunnudag að Nýbýlavegi 10, frá kl. 10 f.h. til kl. 6. e.h. báða dagana Sýnum: Toyota Corolla — Toyota Corona MK2 og Toyota Crown Toyota-umboðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.