Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAt 1976 Saga dátans eftir Stravinsky: A æfingu (Iðnó. Kammerhljómsveitin niðri I sal og á sviðinu dansa Nanna Ólafsdóttir og Haraldur G. Haraldsson, sögumaður Jón Sigurbjörnsson bfður eftir að grfpa inn f og látbragðsleikararnir Valgerður Dan og Daniel Willamson túlka leikmuni. Sigrfður Hagalfn, sem leikur djöfulinn, var veik þennan dag. Ljósm. Rax. Kammerhljómsveitin stanzaði andartak meðan Ijósmyndarinn smellti mynd. Fremst er hljómsveitarstjórinn Páll P. Pálsson og Rut Ingðlfsdóttir, sem leikur á fiðluna. en hún er í rauninni annar sögumaðurinn f verkinu. Listahðtíð 1976 Þar blandast saman tónlist, Nanna. sem leikur prinsessuna, æfir dansinn. dans bragðsleikur þeirra Valgerðar Dan og Daniels Williamsonar. Þau eru tré, borð og allt annað. En sögumaðurinn er þarna Jón Sigurbjörnsson leikari, sem fer með sögutextann í ljóðum, þýddum af Þorsteini Valdimarssyni. í rauninni er í verki Stravinskys annar sögumaður. Það er fiðlan f hljómsveitinni. Og þar á Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari ákaflega stórt og erfitt viðfangsefni. Raunar bar hljómlistarmönnunum, sem við ræddum við, saman um að þetta verk Stravinskys væri allt mjög erfitt. Þarna væri einhver flóknasti taktur, sem hægt væri að fá. Hljómsveitin er búin að æfa þetta verk i heilt ár, en þetta var önnur samæfingin með leikurunum. Þetta verk Stravinskys er svo þekkt að varla þarf að kynna það. Stravinsky fór til Sviss og lokaðist þar inni i stríðinu. Þar hitti hann svissneska skáldið Ramuz og þeir sömdu þetta verk í stríðslok undir áhrifum frá nýafstaðinri heimsstyrjöld, Stravinsky tónlistina, en Ram- uz ljóðatextann. En Ramuz trúði því þá, að bókin væri að líða undir lok og þvi þyrfti að finna nýjan tjáningarmáta til að koma hugmyndum á fram- færi. Höfundarnir sómdu verkið með það fyrir augum að hægt væri að fara með uppsetning- Framhald á bls. 19 ljóð, leikur, látbragðslist og KAMMERHLJÓMSVEIT Reykjavfkur og Leikfélag Reykjavfkur ætla að leggja til listahátfðar 1976 merkilega sýningu. Það er Saga dátans eftir Stravinsky. Uppfærslan er all sérstæð, þvf þar blandast saman tónlist, Ijóðaflutningur, leikur, látbragðslist og dans. Þetta er sýnilega mjög vand- meðfarið og erfitt listform, sem leikarar og hljómsveitarmenn voru að samhæfa, er frétta- maður leit inn á æfingu f Iðnó f vikunni. Þetta tón- og Ijóðaverk hefur verið flutt hér áður f Austur- bæjarbíói og er mörgum minnisstætt. Þá léku f hljóm- sveitinni þrfr af hljómlistar- mönnunum, sem nú eru með Kammerhljómsveitinni og Þor- steinn Ö. Stephensen var sögu- maður. Kammerhljómsveit Revkjavíkur, sem stofnuð var fyrir tveimur árum, með 14 hljóðfæraleikurum, langaði til að flytja þetta merkilega verk og stakk upp á því við Leik- félagsmenn, sem tóku þvf strax vel. Páll Pampiehler Pálsson stjórnar hljómsveitinni og Kjartan Ragnarsson leiknum. Þegar við komum inn í Iðnó voru Nanna Ólafsdóttir, ballet- dansari, og Harald G. Haralds- son að dansa á sviðinu og hljómsveitin lék hina mögnuðu músik Stravinskys. Nanna leik ur prinsessuna, sem dátinn (Harald) vekur upp með fiðiu- leik sinum. Þau bæði leika og dansa þennan kafla, enda sagði Harald okkur að þetta væri það erfiðasta sem hann hefði kom- izt í, þar sem túlka þarf ljóð, leik. látbragð og dans. Djöful- inn. andstæðuna við hann, leik- ur Sigríður Hagalín. Leikstjórinn Kjartan Ragn- arsson sagði okkur, að ástæðan til þess að hann valdi konu í hlutverk djöfulsins, væri sú að hann vildi nota sam- band karls og konu til að magna upp sambandið milli mannsins og djöfulsins. Þegar maðurinn hefur selt sig djöflinum, þá er sambandið ákaflega sterkt, sagði hann. Og þegar blandað er inn í látbragðsleikinn eggjandi hreyfingum, er hægt að gera þetta samband sterkara. Andstæðan, samband- ið milli prinsessunnar og djöfulsins, getur líka orðið stíl- lega hreinna, þegar þau eru leikin af tveimur konum. Öll önnur hlutverk eru lát- Harald leikur dátann og v aigeruui ug izamei sy na leiKtjuium ug andrumsloftið með látbragðsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.