Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 Fyrri grein Styrkur kommúnistaflokka í V-Evrópu förnum þingkosningum undan- Hundraðshluti atkvæða kommúnistaflokka af heildaratkvæðamagni í síðustu kosningum ■i 20% og meira EMl 0- 20% WÆ 5— 1 0% Atkvæðaaukning kommúnista looolTala þingsæta ' Kommúnistar tóku þátt í kosningabandalögum valdinu. Sérstakt apparat i Moskvu fór meö málefni kommúnistaflokka í fjöl- mörgum löndum, og nefndist það Komintern. Þeir flokkar, sem ekki sættu sig við íhlutun Komintern, áttu á hættu að verða leystir upp. Slík urðu örlög pólska kommúnistaflokksins árið 1938. Hann var leystur upp í bókstaflegri merkingu, en af leiðtogum flokksins hefur ekkert spurzt síðan. Komintern var lagt niður árið 1943, en um svipað leyti fór traust á leiðtogum kommúnista í vestri vaxandi vegna eindreginnar andstöðu þeirra við nazista. Árangurinn varð sá, að kommúnistar tóku sæti í ríkisstjórnum margra landa V-Evrópu í striðslok. Einn helzti leiðtogi danskra kommúnista, Aksel Larsen, var með flokksskirteinið upp á vasann þegar hann settist í ráðherrastól árið 1945, og árið 1947 varð kommúnisti varnarmála- ráðherra Frakklands. Árið 1947 tók Stalin til við að herða tökin að nýju og stofnaði þá Kominform. Tilgangur þeirrar stofnunar var að efla hina alþjóðlegu stéttabaráttu gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Evrópu, eins og það var látið heita. Kominform gaf fyrirmæli til kommúnistaflokka í V-Evrópu, svo og launþegasamtaka, sem flokkarnir höfðu tögl og hagldir í. Smátt og smátt kom í ljós, að slíkar ráðstafanir báru ekki til- ætlaðan árangur og megnuðu ekki að hindra endurreisn i anda lýðræðis. Þetta olli auðvitað vonbrigðum í aðalvíginu í Kreml. Gripið var til örþrifaráða, og Hafa kommúnlslar I V-Evrðpu teklð slnnasklptum % I sambúð jafnaðarmannaflokka og kommúnistaflokka í V-Evrópu er kyn- legt tómarúm um þessar mundir. I ára- tugi hafa þessar stjórnmálahreyfíngar skipað sér í tvær andstæðar fylkingar í lýðræðisríkjum. Mör '.dn hafa verið skýr og fylgismenn þeirra hafa ekki átt neina samleið. Jafnaðarmenn aðhyllast lýð- ræðislega stjórnarhætti, blandað hag- kerfi og þjóðnýtingu að ákveðnu marki, en kommúnistar í V-Evrópu sem annars staðar hafa hafnað þvi að hægt sé að reka sósíalistískt þjóðfélag með öðrum hætti ei. yfirstjórn ríkisvaldsins á flestum ef ekki öllum sviðum, að undan- genginni byltingu. Frelsi og lýðræði, í þeim skilningi, sem hinn dæmigerði borgari á Vesturlöndum leggur í þau hugtök, hafa verið skotspónn fyrirlítn- ingar kommúnista, en nú eru kommún- istar í ýmsum löndum austan járntjalds farnir að tala um þessar hugsjónir af virðingu ogskilningi. Bylgja endurskoðunarstefnu gengur nú yfír kommúnistahreyfinguna í Frakklandi, A Italíu og Spáni, og vekur þetta óhjákvæmilega þá spurningu hvort byltingarkommúnistar séu i þann veginn að samlagast lýðræðisöflun hinna rótgrónu frjálsu ríkja í Evrópu á sama hátt og róttæk sósíalistisk öfl gerðu fyrir og eftir fyrrí heímsstyrjöldina. Þótt spurningin um það hvað raun- verulega vaki fyrir kommúnistaflokkum V-Evrópu í þessu efni kunni að vefjast fyrir mörgum í þessum löndum, er greinilegt, að hún leitar ekki siður á harðsvíruðustu stalínista og kerfismeist- ara i Moskvu og A-Berlin annars vegar og ráðamenn í Washington hins vegar. Bandaríkjastjórn, sem lengi hefur verið nokkurs konar tákn og trygging Vestur- landa fyrir öryggi, er reyndar ekki í vafa um svarið. Kissinger utanríkisráðherra segir, að hér sé um að ræða ginningu. Kommúnistaflokkar í V-Evrópu muni ekki frekar en kommúnistaflokkar annars staðar viðurkenna grundvallar- reglur lýðræðislegs stjórnarfars, nái þeir völdum og séu þar af leiðandi ekki hlut- gengir þátttakendur í stjórn lýðræðis- legs þjóðfélags. Þessa skoðun hefur Henry Kissinger ista i ríkisstjórnum lýðræðisríkja. Við- mælendur Kissingers hafa viljað ræða málið, en eru honum ekki sammála að öllu leyti. Þetta á einkum við um Hol- lendinga, V-Þjóðverja og Austurríkis- menn, en hinir síðastnefndu eru reyndar ekki i NATO. Sums staðar hafa þær raddir heyrzt, að afstaða Kissingers og afskiptasemi hans minni óþægilega á Breahnev-kenninguna, sem i aðalatrið- um felst í því, að Sovétríkin geti tekið í taumana i þeim A-Evrópuríkjum, þar sem vikið er frá hinni viðurkenndu stefnu kommúnistaflokks Sovétrikj- anna. 1 samræmi við Brezhnev- kenninguna var innrásin í Tékkóslóvakíu árið 1968. I Evrópu eru 23 kommúnistaflokkar vestan Saxelfur. Þar búa 377 milljónir manna, en þar af eru 2 milljónir flokksbundnir kommún- istar. Þar af er tala kommúnista á Italíu einni 1.7 milljón. Næststærsti kommún- um skiptingu Evrópu hefur það veríð likast yfirnáttúrlegri lífsreynslu að rök- ræða frelsi og lýðræði við kommúnista. Þetta fengu þeir Churchill og Roosevelt að reyna á áþreifanlegan hátt þegar þeir hittu Stalín í Potsdam og ræddu við hann um lýðræði í sambandi við framtíð Póllands. I austri og vestri er merking . þessara tveggja orða — frelsi og lýðræði — tvennt algjörlega óskylt. Lengst af héldu valdhafarnir austan tjalds því fram, að hið eina sanna lýðræði væri það lýðræði, sem þjónaði þjóðarheildinni, og hið fullkomna kerfi mundi að lokum leiða af sér hið fullkomna frelsi i þágu kerfisins. Þetta er að sjálfsögðu rök- semdafærsla, sem Vesturlandabúar skilja ekki. Churchill hélt því ekki fram, að vestrænt lýðræði væri fullkomið, en hann staðhæfði, að það væri skásta þjóð- félagskerfi, sem völ væri á. Kommúnistar halda sér enn við sams kommúnistar tóku sér alræðisvald í rikj- um A-Evrópu. Ef til vill varð þó stjórnar- bylting kommúnista i Tékkóslóvakíu árið 1948 sá atburður, sem mestu olli um það, að kommúnistar fyrirgerðu trausti kjósenda á Vesturlöndum. Önnur ástæða fyrir því, að almenningur í þessum lönd- um hafnaði kommúnismanum, var sú, að i Ijós kom, að hagfræðikenningar kommúnista voru algjörlega mis- heppnaðar. I kommúnistalöndunum bjó almenningur við rýran kost, en í ríkjum, sem bjuggu við „auðvaldsskipulag", fór almenn velmegun sívaxandi eftir því sem styrjaldarsárin greru. Þá varð uppreisn í Póllandi og Ung- verjalandi til þess, að enn syrti í álinn fyrir kommúnistum í V-Evrópu og jafn- vel leit svo út, að þeir mundu ekki bera sitt barr framar. Ymsir kommúnista- flokkar í þessum löndum klofnuðu, og upp úr þeim voru stofnaðir jafnaðar- mannaflokkar og sósílistaflokkar sem visuðu á bug hugmyndafræði og stjórnaraðferðum kommúnismans í veigamiklum atriðum, en sniðu stefnu- skrár sinar í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti. Flokkar þessir aðhyllast flestir blandað hagkerfi, stefna ekki að - eða er saml grautur I sðmu skál? istaflokkur V-Evrópu er í Frakkiandi, og telur hann um 260 þúsund félaga. Italski kommúnistaflokkurinn fékk þriðjung atkvæða i byggðakosningum á Italíu á s.l. sumri, og nú eru horfur á, að hann verði stærsti stjórnmálafiokkur landsins í næstu kosningum. Eina V- Evrópulandið, þar sem kommúnistar hafa átt hliðstæðu fylgi að fagna er Kýpur. Þar fékk kommúnistaflokkurinn 38% atkvæða i kosningum árið 1970 þegar Makarías erkibiskup var þar enn víð völd, en talið er að nú hafi dregið verulega úr þessu mikla fylgi. I Norður- Evrópu, sérstaklega í V-Þýzkalandi og Bretlandi, er fylgi kommúnista óveru- legt, en meðalstórir kommúnistaflokkar i Finnlandi, Portúgal og á Islandi hafa fengið nægilegt fylgi til þátttöku í sam- steypustjórnum á síðustu árum. Allir kommúnistaflokkar V-Evrópu starfa frjálsir og óáreittir, nema konar skilgreiningar, en það er óhrekjanleg staðreynd, að þremur ára- tugum eftir lok styrjaldarinnar er frelsið í forysturíki kommúnismans, Sovétríkjunum, af svo skornum skammti, að þar er mönnum ekki einu sinni frjálst að skipta um íverustað innan borgar eða byggðarlags, hvað þá að flytjast búferlum milli landa, lands- hluta eða byggðarlaga. I „alþýðulýðveldum“ A-Evrópu virðast borgararnir hafa meira svigrúm en í Sovétríkjunum, en samt sem áður er rekin þar umfangsmikil njósnastarf- semi, sem hefur það hlutverk að fylgjast með óbreyttum borgurum. Harðstjórn af þessu tagi hefur ef til vill einn kost — hún tryggir stöðugleika í rikisrekstri, en að nefna orðið frelsi í þessu sambandi, getur aldrei orðið annað en fjarstaða. byltingu og telja kommúnista jafnan sína svörnustu óvini, enda eru þeir víða helztu keppinautar þeirra um hylli kjós- enda. Sem dæmi um slika flokka má nefna flokka Hannibals Valdimarssonar og Aksels Larsen, sem báðir voru stofnaðir upp úr væringum innan kommúnistaflokka. hv3ó eftlr snnsö láti'á í !*ós i sv um einkaviðræðum við útvalda, virta blaðamenn, og sama kemur líka fram í svokölluðum trúnaðarupplýsingum, sem hann og samstarfsmenn hans hafa látið ýmsum aðilum i té. Kissinger hefur einnig reifað málið við marga ráðamenn innan Atlantshafshandalagsins, og varað pá við afleiðingunum af aðild kommún- nirniiMÁ. kn mm i|i n i «♦ af 1 nlr R Uf Spán2r, berst fyrir því að hljóta viðurkenningu stjórnar Juans Carlosar. HNAPPHELDAN AUSTAN SAXELFAR Allar götur síðan bandamenn í síðari heimsstyrjöldinni áttu annálaða fundi HVERJIR TÖPUÐU KALDA STRÍÐINU? Fleiri en kommúnistaleiðtogar í A- Evrópu hafa orðið að hlýða boðum og bönnum flokksforingjanna i Kreml. Sú var tíðin, að leiðtogar kommúnistaflokka á Vesturlöndum lutu einnig Moskvu- RAUNSÆI TOGLIATTI Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, kaus að fara aðra leið en þeir Hannibal og Aksel Larsen. Hann einbeitti sér að þvi að breyta flokknum innan frá og varð vel ágengt í því að koma áformum sínum í framkvæmd á friðsamlegan hátt. Hann sætti þó jafnan harðri gagnrýni, ekki sízt „félaganna" í Kreml, sem þótti skepnan hafa risið gegn skapara sínum. Italskir ivGmITícirnóiui 101 u |j\j 1/101 au ivma iauo* um hala svo um munaði þegar bera tók á þeirri misklið Rússa og Kínverja, sem síðar leiddu til magnaðrar úlfúðar með alkunnum afleiðingum, og enn óx þeim ásmegin er Albanir, Júgóslavar og Rúmenar fóru að losa sig úr greipum Moskvuvaldsins. Aðrir kommúnista- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.