Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 31 vísaó rakleiðis til baka. Var leikurinn látinn byrja að nýju, en Atli lá enn í valnum. Eftir að ,'eikið hafði verið í 2—3 mínútur stöðvaði dómarinn leikinn að nýju og nú fékk Ilytchev að koma inn á völlinn, aðstoða sinn mann og loksins gat leikurinn hafizt að nýju án truflana. Hefði ekki verið einfaldast fyrir Þorvarð dómara að skamma Ilytchev ærlega fyrir þá ósvífni að æða inn á völlinn án leyfis. Biðja hann síðan að fara með manninn sem var meiddur út fyrir hlíðarlínu fyrst Þorvarður hélt hann væri ekki alvarlega slasaður og leyfa þjálfaranum að hlynna þar að honum? Skömmu eftir þetta atvik komst Árni Guðmundsson innfyrir Vals- vörnina og var kominn i mjög gott marktækifæri. Ekki varð þó úr því að hann skyti að marki, Dýri Guðmundsson renndi sér fyrir hann og Árni féll við. Vildu marg- ir álíta að þarna hefði verið víta- spyrna, en Þorvarður dómari var ekki á sama máli og dæmdi ekkert. Ekki verður þessum þætti um dómgæzluna lokið án þess að hrósa Þorvarði fyrir eitt atriði og það er hve strangt hann tók á bakhrindingum leikmanna. Tvo fastamenn vantaði i liðin í þessum leik. Albert Guðmunds- son lék ekki með Val vegna ferð- ar unglingalandsliðsins til Ungverjalands og Halldór Björns- son ekki með KR þar sem hann er í sumarfríi erlendis. Hafði Halldór tilkynnt þjálfurum sínum í upphafi keppnistímabilsins að hann myndi fara í ieyfi á þessum tíma og yrðu þeir að finna nýjan mann í sinn stað. Sá maður var í leiknum við Val Birgir Guðjóns- son og stóð hann sig allvei í sínum fyrsta leik í 1. deild. deild í dag Islandsmótið 1. deild: Sunnudagur — Kópavogsvöllur kl. 14, UBK — KR Sunnudagur — Laugardalsvöllur kl. 20, VALUR — IBK Mánudagur — Laugardalsvöllur kl. 20, FRAM — í A 2. deild: Laugardagur — Húsavík kl. 14, VÖLSUNGUR — ÞÓR Laugardagur — Isafjörður kl. 14, IBÍ — IBV 3. deild: Flateyri, laugardag kl. 16, GRETTIR — REYNIR Bolungarvik, laugardag kl. 16, BOLUNGARVÍK — AFTURELDING Stjörnuvöllur, laugardag kl. 14, STJARNAN — VlÐIR Árbæjarvöllur, mánudag kl. 20, FYLKIR — Meistaramót- ið byrjar í dag FYRSTI hluti meistaramóts íslands í frjálsum fþróttum fer fram nú um helgina Keppt verður í fjölþrautum karla og kvenna og i 4x800 metra boðhlaupi, 300 m hlaupi kvenna og 1 0 km hlaupi. Þar sem ekki er hægt að hlaupa hringhlaup á Laugardalsvellinum vegna framkvæmdanna sem þar standa yfir fara þau fram á Melavellinum. Í öðrum greinum verður keppt i Laugardalnum og hefst keppnin báða dagana klukkan 14.00. í tugþrautinni eru skráðir 14 keppendur og 5 i fimmtarþrautinni. Elfas Sveinsson ætti að vera nokkuð öruggur með sigur í tugþrautinni og spurningin er hvort honum tekst að bæta íslandsmet Stefáns Hallgrímsson ar. Til að svo megi verða þarf hann að bæta sig talsvert, en Elias hefur sagt að hann ætli sér að bæta metið og ná ólympiulágmarkinu fyrr en seinna. llþrótllrl Blakþingi frestað ARSÞINGI Blaksambands Is- lands sem fram átti að fara um þessa helgi hefur verið frestað um eina viku og fer fram laugar- daginn 5. júnf nk. Hefst þingið klukkan 13.30 i Leifsbúð Hótels Loftleiða. Rólegtíl. EKKERT verður um að vera í 1. deildinni f knatt- spvrnu f dag, en á morgun fara fram tveir leikir og einn á mánudaginn. Valur mætir Keflvíkingum á I.augardalsvellinum á sunnudagskvöldið og gæti þar orðið um góðan leik að ræða, því bæði þessi lið hafa komið sterk til lslandsmótsins. Þá mætast lslandsmeistarar IA og Framarar — liðið sem veitti þeim harðasta keppni í fyrra — á Laugar- dalsvellinum á mánudagskvöldið. Verður fróðlegt að sjá hvort framlínumönnum þessara liða tekst að skora á mánudaginn, en það hafa þeir ekki gert það sem af er Islandsmótinu. Þriðji leikurinn f 1. deildinni er leikur Breiðabliks og KR f Kópavog- inum á morgun. 1 2. deildinni gæti leikur IBV og IBÍ orðið skemmtilegur, en bæði þessi Iið eru ný í 2. deild- inni. Vestmanneyingar duttu úr þeirri fyrstu, en tsfirðingar skutust upp úr ,,kjallaranum“ í fyrra- haust. Marklaust jafntefli í fyrsta leik unglinganna ÍSLENZKA unglingalandsliðið gerði jafntefli gegn því sviss- neska f fyrsta leik liðanna f úrslit- um Evrópukeppni unglinga f knattspvrnu í Ungverjalandi í gærkvöldi. Hvorugu liðinu tókst að skora mark, en íslcnzka liðið átti mun meira í leiknum og verð- skuldaði bæði stigin f lciknum að sögn Helga Daníelssonar varafor- manns KSl f gærkvöldi. Fvrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, en Iftið var um marktæki- færi. í sfðari hálfleiknum sótti íslenzka liðið nær látlaust, en gekk illa að skapa sér marktæki- færi. Nokkur góð skot af löngu færi varði svissneski markvörður- inn mjög vel. Bezta tækifæri hálf- leiksins áttu Svisslendingar, en miðframherji þeirra hitti ekki knöttinn í dauðafæri. íslending- arnir létu þetta þó ekki á sig fá og léku betur og betur eftir þvf sem leið á leikinn. Beztu menn liðsins að sögn Helga Danfelssonar voru þeir Róbert Agnarsson, Ágúst Karls- son, Pétur Pétursson og Albert Guðmundsson. Allir stóðu leik- menn liðsins sig þó vel og eru Framhald á bls. 18 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardals- völlur 27. mai. KR — Valur 1:1 (1:1). Mark KR: Björn Pétursson á 15. mínútu. Mark Vals: Guðmundur Þor- björnsson á 5. mínútu. Róbert Jónsson dómari hafði góð tök á leiknum. Hann leyfði mikið, kannski fullmikið, en var samkvæmur sjálfum sér í STUTTU MÁLI: islandsmótið, 1 deild, Keflavikur- völlur 27 mai ÍBK--Fram 0:1 (0:0) Mark Fram: Ásgeir Eliasson á 65 mínútu Áhorfendur: 1 1 79 Áminning: Engin LYMPÍULEIKAR s£ n l /H/OMCí THCtro, /JAJ,1/1/ MÓS, /ff/i ftoo' J/1AJr,< /T///A TOa/tJ SoACAAmJAA //A/t'fAA JAA//O/Jja, T/croLJc/ffA At/t/SfcO e? /yVvV f-psr/fh/m . /n»A«p/0A/frjM/to/Ar/ /SWT/ZJC e'r/TOrf, Us/). Coai í/ÍAStc/æ / /rtA/t//. /Jedrod<//ítYA.r/ Aj> /f+**t //<<P/ T/íf/f /ZDAjfTj /f /»/*A/ Lf/p 06 T/tct/ r//C*ro //ACA JOT/fi péiM/A/CJ S//TA a urz/i/CAfc/m vr/jve/f ■f/L. /f/> T/sJA ST/TTA/ l€/» /'sHAtr. T/C//1 nfrr róuj 04ATT ACCfA. - ■frf/A r//CATo OS cAUf>, ' cjAmp/oj ^ /oJAJm JoaJ /jt eiSr j jjff/j C/o/ys- //aSaajm ■ffufsT Jfsr PfA f/, />SOD . /J9C/A/S S~ //i>A//t CJ<J //JA J/O/a/J. Volkswagen ■ wm æ m - Au6i bilasýmng Kynnum sérstaklega hinn nýja LT - SENDIBÍL A AKUREYRI sunnudaginn 30.maí kl. 1—6 eh. hjá BAUG hf Noröurgötu 62 vcoro'8' o9 re sk°ð'®,ns'°®VÍð Auói -GOLF-oq LT-sendibílinn Volkswagen Q30O Auói HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.