Morgunblaðið - 23.06.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 23.06.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNl 1976 5 Börn skráð á biðlista dagvistunarstofnana frá fæðingu Yfir helmingur undir 3ja ára t SKVRSLU innritunardeildar, sem Barnavinafélagið Sumargjöf gaf út á sumardaginn fvrsta, kem- ur m.a. fram að á biðlistum sl. áramót um dagvistunarrými í Reykjavík voru 357 börn og hefur fjölgað um 61 frá árinu á undan. Þar kemur jafnframt fram, að af þessum 357 börnum eru 260 fædd 1974 og 1975 og þvl ekki orðin tveggja ára gömul. 68 eru fædd 1973 eða þriggja ára gömul. Hjá leikskólunum voru um áramót á skráðum biðlista 1043 börn. Er I skýrslunni bent á hinn mikla fjölda ungra barna á biðlista, en það eru 566 börn undir 3 ára aldri eða 54,27% af heildarfjölda. Hér eru börn fyrst tekin á leikskóla tveggja ára gömul, sem er yngra en i nágrannalöndum okkar, t.d. á Norðurlöndum og I Þýzkalandi, þar sem þau eru ekki tekin fyrr en 3ja ára í leikskóla. Yfir helm- ingur barnanna á biðlista leik- skóla er þvf undir þeim aldri, sem tekinn er á heimili I nágranna- löndum okkar, og stór hluti of ungur samkvæmt okkar reglum. Fer það mjög vaxandi að fólk láti skrá börn sfn til á dagvistunar- heimili skömmu eftir fæðingu eða á fyrsta og öðru ári. Fækkun vegna nýrrar reglugerðar Sumargjöf hafði til ráðstöfunar 814 rými á dagheimilum um sl. áramót. Bættust við 2 heimili, Múlaborg með 58 og Hlíðarendi með 26 og Völvuborg bætti við 21 barni. En þá kom til framkvæmda senni hluti breytingar, þ.e. áframhald- andi fækkun á heimilunúm vegna nýrrar reglugerðar, sem sett var. Fjöldi rýma eftir þá fækkun er 779, fækkað hefur á dagheimilun- um samtals um 71 barn. Leikskól- unum var eftir sömu reglugerð gert að fækka börnum um 21, úr 1.457 á árinu 1975 i 1.434 eftir breytinguna. Fækkað var þvi alls um 94 börn. Var fækkunin á barnaheimilum látin ganga í gildi á hálfu öðru ári, en samskonar aðlögunartimi I Svíþjóð var nær áratugur. Er þar ein skýringin á auknum biðlistum. Heildaraukn- ing rýma í dagheimilum varð á árinu 1975—6 70 rými, en á því ári varð fækkunin 35 rými, fækk- að um 3 börn í Bakkaborg, 2 í Efrihlíð, 7 börn i Hagaborg, 4 börn í Hamraborg, 10 börn i Lauf- ásborg, 3 börn í Laugaborg, 1 í Selásborg, 2 börn í Steinahlíð, 3 börn í Sunnuborg. 1 skýrslunni er að finna yfirlit yfir meðalbiðtíma á dagheitnilum, Framhald á bls. 27 Þjóðhagsstofnun: Breyta verður reglum um útfhitningsuppbætur Ferðanefnd Varðar — Unnið að undirbúningi ferðarinnar. Sumarferð Varðar á sunnudaginn Hin árlega sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verður að þessu sinni farin um Þingvelli, Þjórsárdal, Sigöldu og Landsveit sunnudaginn 27. júní n.k. Varðarferðirnar hafa notið mikilla vinsælda á undanförn- um árum og eru nú orðnar fast- ur liður hjá fjölda fólks á hverju sumri og hafa þátttak- endur skipt hundruðum. Ferð- irnar hafa enda verið vel skipu- lagðar og jafnan hefur verið lögð áherzla á að fá beztu leið- sögumenn sem völ er á hverju sinni. Aðalleiðsögumaður i ferðinni á sunnudaginn verður hinn kunni ferðagarpur Einar Guðjohnsen. Verður komið víða við og staðir skoðaðir sem þekktir eru bæði fyrir náttúru- fegurð og sögufrægð. Ferðin er öllum opin og er raunar ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna þar sem ferðin býður upp á mikla yfirsýn á einum degi og auk þess sem hún hefur það fram yfir sam- svarandi ferð á einkabílum að menn geta ferðazt áhyggjulaust og fyrirhafnarlaust í glöðum hópi. Verð farmiða er mjög i hóf stillt eins og ávallt áður, en fyrir fullorðna kostar ferðin 2.500,- en fyrir börn 1.500,- og er innifalið i fargjaldinu hádeg- is- og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu, Bolholti 7, klukk- an átta árdegis. Miðasala fer fram I Sjálfstæðishúsinu alla daga til klukkan 21:00. Til að auðvelda undirbúning óskast þátttaka tilkynnt sem fyrst í síma 82900. ef komast á hjá greiðsluhalla hjá ríkissjóði Gott vor á Norðausturlandi t nýútkominni skýrslu Þjóðhags- stofnunar um ástand og horfur 1 efnahagsmálum segir, að fram- vinda rfkisf jármála á fyrstu mán- uðum ársins bendi til þess, að sá Tveir nýir hæsta- réttarlögmenn DÓMSMALARÁÐUNEYTIÐ hef- ur veitt tveimur héraðsdómslög- mönnum leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti, þeim Helga V. Jónssyni og Grétari Haraldssyni. bati geti náðst á þessu ári f fjár- málum ríkisins, sem að var stefnt með fjárlögunum. Hins vegar seg- ir Þjóðhagsstofnun, að verði regl- um um greiðslu útflutningsupp- bóta á landbúnaðarafurðir ekki breytt, stefni í greiðsluhalla hjá rfkissjóði. 1 greinargerð fjárlaga- frv. og í fjárlögum var reiknað með breytingum á þessum regl- um, sem draga áttu úr greiðslum um allt að 900 milljónir króna. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram, að á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs námu inn- heimtar tekjur ríkissjóðs 17,3 milljörðum króna en útgjöld 20,8 milljörðum og voru því um 3,5 milljarðar umfram tekjur. Lán- tökur umfram veitt lán og greidd- ar afborganir námu 1.2 milljörð- um króna og var því 2,3 milljarða greiðsluhalli hjá ríkissjóði fyrsta þriðjung ársins samanborið við 2,7 milljarða greiðsluhalla á sama tfma í fyrra. Fyrri hluta árs eru útgjöld jafnan umfram tekjur. Þá segir í skýrslunni, að ástæða sé til að ætla að lyktir landhelgisdeil- unnar valdi þvi, að útgjöld til Landhelgisgæzlunnar og tengdra viðfangsefna verði ekki eins mikil og talið var og mun það hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Skinnastað 12. júní. VORVEÐRÁTTA hefur verið góð og áfallalaus f öllum sveitum Öxnafjarðar. Nokkrar frostnætur komu snemma f maf og nokkrum sinnum gránaði jörð um nætur. Sfðast varð grátt f rót 21. maf. Gróðri'hefur farið vel fram; skógur er nú skrýddur, lyngmóar algrænir og tún fyrir nokkru. Flflar og sóleyjar eru farnar að skarta undir húsveggjum. Annasamt var um sauðburð að venju, en ær bera hér allar i hús- um. Yfirleitt gekk sauðburður vel og láta bændur heldur vel yfir honum. A.m.k. 70—80% áa eru tvílembd. Sums staðar bar þó á smitandi Iambaláti og hjá einum bónda í Öxarfirði létu u.þ.b. 60 ær lömbum af þeim sökum. Óviða bar þó á þessu. Dálitið svellakal er sums staðar i túnum. Bændur í Skógum á Austursandi hafa að mestu haft frið fyrir flóðum og vatnagangi siðan um sumarmál. Sr. Sigurður. Ahugi og alvara LEIKFÉLAG ÓLAFSFJARÐ- AR 1 IÐNÓ: □ TOBACCO ROAD. □ Sjónleikur f þremur þáttum eftir Jack Kirkland □ Saminn eftir skáldsögu Ersk- ine Caldwell. □ Þýðandi: Jök- ull Jakobsson. □ Leikstjóri og leikmynd: Kristinn G. Jóhanns- son. Af hálfu Leikfélags Reykja- víkur mun sýning Leikfélags Ólafsfjarðar á Tobacco Road vera hugsuð sem þáttur í fyrir- hugaðri Leikviku Iandsbyggð- arinnar. Ætlunin var að hafa nýja sýningu á hverju kvöldi í vikutíma svo að fólk gæti kynnst leikstarfsemi úti á landi. Að þessu sinni er Leikfé- lag Ólafsfjarðar eitt mætt til leiks. I leikskrá er yfirlit yfir verk- efni Leikfélags Ólafsfjarðar frá 1961—1976. Ljóst er að Ólafs- firðingar hafa óhræddir glimt við vandasöm verkefni og svo er enn. Tobacco Road muna reykvískir leikhúsgestir frá sýningu Leikfélagsins, einkum er minnisstæður leikur Sigrfð- ar Hagalin í hlutverki ödu Lester. Samanburður milli Leikfélags Reykjavíkur og Leikfélags Ólafsfjarðar er að vísu ekki hagstæður fyrir þá siðarnefndu, en um Leikfélag Ólafsfjarðar verður að segja að eftir sýningu Tobacco Road að dæma er það þróttmikið og hef- ur góðum áhugaleikurum á að skipa. Leikgerð Jack Kirklands eft- ir skáldsögu Erskine Caldwells Tobacco Road er vel heppnuð þótt ekki jafnist hún á við sög- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON una. Caldwell hefur í skáldsög- um sínum lýst afburðavel frum- stæðu fólki, einkum fátæku bændafólki í Suðurríkjunum. 1 Tobacco Road kynnumst við Lester fjölskyldunni sem á tím- um kreppunnar miklu er að flosna upp á hcörlegu koti. Jeeter gamli Leáter er letingi og syndaselur, en haldinn þeirri þrákelkni að vilja ekki yfirgefa jörðina þar sem hann hefur alið aldur sinn. Börn hans eru flest horfin til borgar- innar i atvinnuleit, aðeins Duddi og Ella Maja eru eftir. Duddi er hálfgerður bjálfi og auðnuleysingi eins og faðir hans, Ella Maja er með skarð í vör og gengur ekki út. Eigin- konan Ada Lester er svipmesta persónan á heimilinu. Einnig koma við sögu tengdasonur þeirra hjóna Lov Bensey sem er kvæntur dótturinni Pearl sem ekki vill þýðast mann sinn, far- lama amma, predikarinn Systir Bessie Rice sem klófestir Dudda og fleira fólk. Þrátt fyrir einfalda sviðs- mynd er hér sýnt inn í furðu litríkan heim. Þetta fólk er kjarnyrt og lætur tilfinningar sínar óspart i ljós. Guðbjörn Arngrímsson leikur Dudda og gerir það mjög skemmtilega þótt ekki hafi hann útlit fyrir að vera kvalinn af hungri eins og hinir i fjölskyldunni. Elín Haraldsdóttir er töluverð skap- gerðarleikkona og leikur hennar i heild er góður þótt ef til vill hefði mátt leggja enn ríkari áherslu á þjáningu Odu. Jón Ólafsson er sannarlega hæfileikamaður, enda fær hann tækifæri til að sýna hvað í honum býr í hlutverki Jeeter Lester. Ólafsfirðingar geta ver- ið stoltir af þessum leikara. Eðlilega er leikur hans misjafn. En einkum í fyrra hluta leiks- ins og þegar dregur nær lokum tekst honum að gera eftir- minnilega persónu úr Jeeter Lester. Lov Bensey Sigurðar Björnssonar vinnur á eftir því sem líður á leikinn. Hanna Maronsdóttir er aðsópsmikil Systir Bessie Rice. Aðrir leikar- ar eru Hanna B. Axelsdóttir, Guðrún Víglundsdóttir, Rík- harður Sigurðsson, Guðlaug Jónsdóttir, Grétar Magnússon og Jóhann Freyr Pálsson. Sigmundur Jónsson skrifar 1 leikskrá um hlut leikstjórans Kristins G. Jóhannssonar í þágu leiklistar i Ólafsfirði og segir m.a.: „Ég vona að enginn móðgist þó ég segi, að það sé Kristni að þakka, að L.Ó. hefur starfað með jafn miklum þrótti og raun ber vitni.“ Með komu sinni til Reykja- vikur sýndu Ólafsfirðingar að hin gamla hefð áhugaleikhúss- ins er enn í fullu gildi. Áhuga- leikhús á heldur ekki að vera bundið við áreynslulitil verk- efni. Þegar unnið er af áhuga og alvöru í senn lætur árangur- inn ekki á sér standa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.