Morgunblaðið - 23.06.1976, Side 12

Morgunblaðið - 23.06.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNl 1976 Stefán Pétursson skipstjóri frá Húsavík - Sjötugur Stefán Pétursson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Húsavík, sem nú býr að Hörgshlíð 4 i Reykjavík, hefur í meira en þrjá áratugi ver- ið meðal kunnustu útvegsmanna í landinu. Faðir Stefáns var Pétur Jóns- son, búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal í skólastjóratíð Jósefs J. Björnssonar, er tekið hafði við skólastjórn þar öðru sinni, þegar Hermann Jónasson flutti búferl- um frá Hólum að Þingeyrum árið 1896. Pétur var stálminnugur og fróð- leiksmaður mikill. Hann var fæddur að Breiðuvík á Tjörnesi hinn 11. júlí 1871, d. 21. febrúar 1953. Þaðan fluttist hann að Rauf á Tjörnesi (nú Eyvík) næsta bæ við Héðinshöfða. Þar bjó þá Benedikt sýslumaður og stjórn- málaskörungur Sveinsson, faðir skáldjöfursins Einars Benedikts- sonar. XXX Á Héðinshöfða bjó Benedikt raunsnarbúi. Jafnhliða sýslu- mannsstarfinu rak hann þar búskap og útgerð á áraskipum til fiskveiða og hákarlaskip á vertíð- um. Sótt var á sjóinn frá Héðins- vík í landi jarðarinnar Héðins- höfða, sem var um 20 mínútna gang frá bænum. Reru sjómenn Benedikts þaðan til fiskjar á 6 manna fari. Segir Stefán eftir Pétri föður sínum, að það hafi aldrei brugðizt, að Benedikt sýslumaður hafi verið kominn niður að lendingunni í Héðinsvík, er bát- urinn lenti. Hafi Benedikt ætið haft meðferðis stóran ketil með heitu kaffi og eina könnu, sem skipverjar drukku úr hver eftir annan, en drykknum úr könnunni fylgdi í hvert sinn, að Benedikt bauð í nefið úr stórum tóbaks- pung, sem hann hafði meðferðis. Þegar allir höfðu drukkið úr könnunni, drakk sýslumaður sjálfur vænan sopa og tók duglega í nefið. Ekki var kannan þvegin fyrr en allir höfðu fengið sinn skammt. Lék karl þá við hvern sinn fingur. Hann var mjög vinsæll meðal manna sinna. Pétur faðir Stefáns sagði frá því, að hann og þrír piltar aðrir úr nágrenninu hafi komið að Héðins- höfða skv. umtali. Skyldu þeir fá almenna fræðslu hjá sýslu-manni. Er þeir komu blés illa í bólið hans. Eftir stundarkorn segir sýslumaður höstuglega, að svona tossum geti hann ekkí kennt neitt og skuli þeir halda heimleiðis á morgun og kvaddi þá síðan í styttingi. Mun þetta hafa verið á árunum 1888—1890. Einar Benediktsson var þá heima á Héðinshöfða, sér til heilsubótar vegna sullaveiki. Var hann 6—7 árum eldri en námspiltarnir, sem voru í öngum sínum. Birtist Einar þeim von bráðar og sagði, að ekk- ert myndi að óttast, þeir skyldu mæta hjá Benedikt föður sínum daginn eftir á sama tima eins og ekkert hefði í skorizt. Það gerðu þeir og fór hið bezta á með þeim og karli æ slðan. Að lokinni náms- dvölinni héldu þeir heim hinir ánægðustu. XXX Pétur Jónsson var 4. ættliður frá Semingi föður Marsibilar móður Bólu-Hjálmars, en Semingur bjó að Ytri-Tungu á Tjörnesi. Pétur átti fjölmennt frændlið víða á Tjörnesi og í Húsavík. Móðir Stefáns var Hólmfríður Eiríksdóttir af Djúpadalsætt í Skagafirði í föðurætt sína. Er sú ætt mjög kunn og fjölmenn og fjöldi þjóðkunnra manna af henni kominn. Þeir eru systrasynir Stefán Pétursson og Stefán Jónsson, bóndi og fræðimaður á Höskulds- stöðum i Blönduhlíð, og á Stefán Pétursson fjölda skyldmenna úr móðurætt sinni í Skagafirði. Móðir Hólmfríðar var Guðrún Klemenzdóttir. Meðal systkina hennar var Guðbjörg, sem gift var Jóni föður Gunnars bónda að Blöndubakka og Yzta-Gili I Langadal í Austur- Húnavatnssýslu, föður Jóns Gunnarssonar verkfræðings, framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja rikisins, brautryðjanda í sölumálum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og stofnanda dótturfélags þess, Coldwater i Bandaríkjunum. Systkini Jóns Gunnarssonar eru: Margrét ekkja Gunnars Sigurðssonar I Von, Þrúður gift Eggert Gíslasyni, kaupmanni í Reykjavík, Guðbjörg gift Agli Jónassyni í Winnipeg og Hólm- fríður gift Wayne Selles stór- bónda vestur i Klettafjöllum í Kanada. Bróðir Gunnars var Jón Jóns- son og voru þeir bræður giftir systrum, Halldóru og Guðríði Einarsdætrum Andréssonar ákvæðaskálds í Bólu, sem orti hina alkunnu visu um stórbokka einn í Akrahreppi: Auðs þótt beinan akir veg ævin treinist medan þú flytur á einum eins og eg allra seinast héðan. Kvæðasafn Einars Andréssonar hafði verið sent til Akureyrar til prentunar, en handritið brann í einum af þeim stórbrunum, sem urðu á Akureyri um aldamótin síðustu. XXX Finnur Sigmundsson, fyrrum Landsbókavörður, ritaði í safni sínu „Menn og minjar" VI. hefti allítarlega um Einar Andrésson I Bólu, að mestu eftir Halldóru dóttur hans. Börn Jóns og Halldóru voru Gunnfríður heitin listakona, Jóninna, var gift Eggert Sölva- syni óðalsbónda að Skúfi í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu. Hann er nú látin fyrir nokkrum árum, en hún er enn á lifi. Einara kona Hjartar Kristmundssonar skólastjóra, bróður Steins Steinars skálds og Þóra kona Jó- hanns Fr. Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra, áður verksmiðju- stjóra i Síldarverksmiðjunni á Seyðisfirði. Þau hjón fórust í bíl- slysi. Börn þeirra eru Brynhildur, kona hins alkunna Alberts Guðmundssonar, stórkaupmanns í Reykjavík og Álfþór giftur Björgu Bjarnadóttur, Björns- sonar leikara og Torfhildar Dal- hoff pianóleikara. Börn Péturs og Hólmfriðar eru Guðrún, fædd 21. des. 1897, þrjú systkini fæddust andvana, Þór, fæddur 21. maí 1904, og Stefán, fæddur 23. júní 1906, og Anna, fædd 12. júní 1907, d. 21. febrúar 1936. Hólmfríður móðir Stefáns var fædd 11. júlí 1874 og d. 11. sept. 1958. Stefán kvæntist Katrinu Júlíus- dóttur 28. janúar 1939 og eru syn- ir þeirra Júlíus framkvæmda- stjóri við útgerð Stefáns og Pétur skipstjóri á m.s. Pétri Jónssyni. XXX Pétur búfræðingur Jónsson fluttist með fjölskyldu sinni til Húsavíkur árið 1904. Var þá út- gerð á opnum bátum að aukast á Húsavik. Töldu Pétur og Bene- dikt Björnsson, skólastjóri — faðir Guðmundar ráðuneytis- stjóra og þeirra systkina, sonur Björns frá Víkingavatni, Magnús- sonar trésmiðs Erlendssonar skálds og alþingismanns í Ási í Kelduhverfi Gottskálkssonar í Fjöllum, sem Gottskálksætt er við kennd — mikla þörf á því að auka grasnyt á Húsavík fyrir þurrabúðarmenn. Fengu þeir því framgengt að útmæld væru úr Húsavíkurlandi erfðafestulönd til ræktunar fyrir þurrabúðar- menn. Þá var ræktunin framkvæmd á Húsavik með þökuristu að vori, þegar orðið var þökuþítt og að hausti meðan vinnuljós var. Unnu þeir bræður með föður sínum að þökuristu og sléttun með spöðum, oft myrkranna á milli. Stundum var þröngt í búi hjá fjölskyldunni á uppvaxtarárum barnanna, en þó aldrei soltið. Éta varð allt sem ætt var, þótt ekki væri það gómsætt. Aldrei var leit- að styrks af neinu tagi. Þrifust börnin af geitamjólk. Eitt sinn minnkaði nytin úr geit- inni um tíma. Kröfðust þá synirn- ir ungu að fá sinn skammt engu að síður. Hafði Hólmfríður móðir þeirra ekki önnur ráð en þynna mjólkina með vatni. Taldi Stefán það síðar hliðstæða ráðstöfun við gengisfellingu, þegar krónum væri fjölgað, án þess að verðmæti sköpuðust, en misræmi kæmist i allan þjóðarbúskapinn. XXX Pétur Jónsson keypti lítinn ára- bát frá Ketilsstöðum á Tjörnesi, sem bar aðeins 800 pund af haus- uðum og slægðum fiski. Húsvík- ingar nefndu bátinn HÁSKA. Fiskaði báturinn sæmilega, eftir því sem efni stóðu til. Næst fengu þeir feðgar lánaðan bát, sem bar 1200 pund. Síðan kaupa þeir sex- æring árið 1922 og róa á honum í 2 ár og öfluðu oft mjög vel. For- maðurinn á bátnum var Gísli Friðbjarnarson, sem átti hlut í bátnum. Fram til ársins 1930 voru þeir feðgar ýmist á mótorbátum (þil- farsbátum) hjá öðrum eða reru á sexæringnum á haustin. Var Stefán þá oftast formaður á bátn- um. Árið 1930 var Stefán formaður á m.b. „Skallagrími", sem gerður var út af Bjarna Benediktssyni, kaupmanni og útgerðarmanni, á Húsavík, en Þór bróðir Stefáns var vélstjóri á öðrum báti. Á þessu ári hafði Pétri Jónssyni og fjölskyldu hans tekizt að endur- greiða að fullu skuld sína við verzlunina, sem myndazthafði við vöruúttekt til framfærslu barn- anna. XXX Þeir bræður létu byggja m.b. BARÐANN í Siglufirði árið 1939, og var báturinn 21 tonn að stærð. Verðið var um 30.000 krónur. Gerðu þeir bræður út Barðann sem tvílembing á sildveiðum til ársins 1946 í félagsútgerð við Þór- hall Karlsson, eiganda m.b. Vísis, og var mjög góð samvinna um útgerð bátanna. XXX Þeir Stefán og Þór keyptu árið 1946 m.b. PÉTUR JÓNSSON frá Svíþjóð og gerðu hann út á sild- veiðar á sumrin og frá Sandgerði á þorskveiðar á vetrum. Tók nú fyrir alvöru að koma skriður á útgerð þeirra bræðra. Alls reri Stefán sem skipstjóri frá Sandgerði 24 vertíðir. Sótti hann sjóinn um 45 ár á ýmsum vélbátum og vélskipum, þar af sem formaður og skipstjóri í 35 ár: Árið 1962 keyptu þeir bræður m.s. Náttfara, 180 tónna stálskip og var Stefán skipstjóri á honum i 2 sumur á síldveiðum. Árið 1964 keyptu þeir Ljósfara, 260 tonna skip og 1966 m.s. Náttfara og seldu hinn fyrri. Náttfari seinni og Dagfari, er þeir létu smíða, voru hvor um sig 264 tonn. Var Stefán skipstjóri á þessum skip- um á sumrin, allt til ársins 1967,1 afleysingum. Árið 1946 byggðu þeir bræður fiskverkunarhús i Sandgerði og höfðu þar umsjón með verkuninni. Síðar reistu þeir þar til viðbótar tveggja hæða steinsteypt fiskverkunarhús, að grunnfleti 630 fermetrar. Er það hús vélvætt til saltfisks- og skreið- arverkunar. Árið 1970 keypti Barðinn h.f. hraðfrystihús í Kópa- vogi og rekur húsið og er Stefán framkvæmdastjóri þess. Árið 1972 keypti Barðinn h.f. fiski- mjölsverksmiðjuna í Sandgerði af Guðmundi Jónssyni á Rafnkels- stöðum. XXX Þeir bræður Stefán og Þór hafa um sína daga verið hinir mestu dugnaðarmenn, sem aldrei hafa látið sér verk úr hendi falla. Þeir hafa af eigin rammleik brotizt úr sárri fátækt til mikilla efna. Mikil fátækt í uppvextinum hefur sett mark sitt á margan manninn, eigi síður á Islandi en annars staðar i veröldinni. Menn, sem komizt hafa til ára sinna, læra svo lengi sem þeir lifa, a.m.k. þegar saman fer gæfa og gjörvileiki. Svo sem nærri má geta, hefur Stefán átt sæti í mörgum stjórn- um I félagsmálum útvegsmanna, sem of langt yrði upp að telja. Þess skal þó getið, að hann hefur átt sæti í stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmannasíðan 1967. Að endingu óska ég Stefáni Pét- urssyni skipstjóra og fjölskyldu hans allra heilla á ókomnum ár- um. Þakka ég honum og frændliði hans samskipti á farinni ævi- braut. Sveinn Benediktsson. Þeystu Keflavíkiirveg- inn á 190 km hraða TÖLUVERT bar á ölvun á höfuð- borgarsvæðinu um helgina en slíkt gerist oft á fögrum sumar- dögum að sögn lögreglunnar. í Reykjavík voru 14 ökumenn tekn- ir ölvaðir við akstur um helgina og 5 í Hafnarfirði. Lentu sumir þeirra í óhöppum og skemmdu bfla sfna en meiðsli urðu lítilfjör- leg. Nokkuð bar á ofsaakstri ölvaðra ökumanna. Þannig voru tveir 14 ára piltar handsamaðir ölvaðir á stolnum bíl, sem þeir höfðu ekið út af nálægt Straumsvík. Piltarn- ir eru úr Hafnarfirði: þeir voru í Grindavík á laugardagskvöldið og neyttu þá áfengis. Um nóttina stálu þeir Chevrolet-bíl frá varn- arliðsmanni í Keflavík og lögðu af stað til Hafnarfjarðar. Óku þeir eins og bíllinn komst og fóru að eigin sögn hraðast á 190 km hraða og stafaði af þeim mikil hætta fyrir aðra vegfarendur. Lögregl- an var kölluð til og hirti hún drengina, þar sem þeir höfðu ekið bílnum útaf nálægt Straums- vík. Sluppu þeir án meiðsla og bíllinn er ótrúlega litið skemmd- ur. Báðir þessir piltar hafa marg- sinns komizt í kast við lögin, og annar þeirra var t.d. tekinn ölvað- ur við akstur á 17. júni. Þeir dveljast nú báðir á upptökuheim- ilinu í Kópavogi. I Reykjavík gerðist það einnig aðfaranótt sunnudagsins, að tveir ungir piltar stálu Fiatbíl við Um- ferðarmiðstöðina. Sást til þeirra og var lögreglunni gert viðvart. Elti hún bílinn á Reykjanes- braut niður Fossvog, en bílstjór- inn sinnti engum stöðvunar- merkjum. Til marks um hraðann má nefna, að milli Fossvogskirkju og Sléttuvegar ók lögreglan á 140 km hraða, en þrátt fyrir það dró í sundur með bilunum. Um síðir kom að því að bilstjóranum fipað- ist, bíllinn lenti á ljósastaur og hafnaði loks ofan i skurði, stór- skemmdur, en piltarnir sluppu án teljandí meiðsla. Þeir voru báðir undir áhrifum áfengis. Þessa sömu nótt voru lögreglu- menn á ferð á Tryggvagötu og sáu jeppabíl og virtist honum ekið heldur skrykkjótt. Var bílnum veitt eftirför og stöðvunarmerki gefin, en þeim ekki sinnt. Barst leikurinn upp Laugaveg og siðan upp Frakkastíg á móti umferð- inni, en þarna er einstefna, og mátti minnstu muna að jeppinn æki þar á tvo bíla. Upp á Þórsgötu tókst lögreglunni að þrengja svo að jeppanum að náðist að stöðva hann, en hann stöðvaðist þó ekki alveg, fyrr en hann hafnaði á bárujárnsgirðingu. ökumaðurinn var ölvaður og réttindalaus og hafði tekið bilinn í óleyfi. Rauðáta nálægt meðallagi Bjarni Sæmundsson nýkominn úr rannsóknaleiðangri UNDANFARIN ár hefur Hafrannsóknastofnunin gert út leiðangur til að kanna ýmsa þætti sjávar hér við land að vorlagi, s.s. hita, seltu, strauma, plöntu- og dýrasvif, fisktegundir o.fl. Einum slfkum leiðangri er nú nýlokið á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og var Ingvar Hallgrfmsson fiskifræð- ingur leiðangursstjóri. Athuganir þessar leiddu ýtriis- legt markvert í Ijós og má þar m.a. nefna, að is var almennt mun fjær landi en á sama tíma í fyrra. Hiti í yfirborðslögum sjávar var þó nálægt meðallagi, en hins veg- ar nær upphitun sjávarins nú styttra niður en venjulegt er. Einnig kom i ljós, að hin svokall- aða kalda tunga i hafinu milli íslands og Jan Mayen virtist liggja norðar en undanfarin ár. Athuganir sýndu að vestur af landinu er mjög næringarríkur sjór og mikill þörungagróður en undan Austurlandi hafa plöntur sjávarins hins vegar að mestu' urið upp næringarefnin. Rauðáta virtist vera nálægt meðallagi og sums staðar nokkru meira og víða má búast við auk- inni rauðátu. Jafnframt þessum athugunum var fylgzt með fiskileitartækjum skipsins. Varð vart eins árs garri- allar loðnu út af vestanverðu Norðurlandi, en veiðanleg loðna fannst ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.