Morgunblaðið - 23.06.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976
13
Að loknum kosningum á Ítalíu:
Stjörnarkreppa,
nýjar kosningar
eða leynisamn-
ingur kristilegra
demökrata og kommúnista?
Amintore Fanfani, formaSur
Kristilega demókrataf lokksins.
Róm — 22. júní — Reuter
LJÓST er, að þrátt fyrir verulega
fylgisaukningu kommunista á
Ítalíu, hefur kristilegum demó-
krötum tekizt að hrinda alvarleg-
ustu atlögu hinna fyrrnefndu allt
frá strlðslokum. Úrslit kosning-
anna hafa þó ekki orðið til þess að
skýra Knurnar í stjórnmálum
landsins, heldur er búizt við langri
og erfiðri stjórnarkreppu í kjölfar
þeirra. Telja sumir stjórnmálaskýr-
endur jafnvel, að ekki takist að
mynda starfhæfa stjórn t samræmi
við þau úrslit, sem nú liggja fyrir,
heldur reynist nauðsynlegt að
efna til nýrra kpsninga.
Hvorki vinstri flokkarnir né mið-
flokkarnir hafa fengið meirihluta á
þingi, og bendir þvt ýmislegt til
þess, að verði ekki efnt til nýrra
kosninga á næstunni, sé einhvers
konar samkomulag kommúnista
og kristilegra demókrata eina
hugsanlega lausnin, ef takast á að
binda enda á óvissuástandið t
ttölskum stjórnmálum.
Það. sem hefur komið mest á
óvart, er hinn ótvíræði stuðningur
ítalskra kjósenda við kristilega
demókrata, þrátt fyrir klofning innan
flokksins og það, að ýmsir leiðtoga
hans hafa verið bendlaðir við
hneykslismál að undanförnu Þá var
einnig búizt við að erfiðleikar í efna-
hagsmálum landsins undir stjórn
kristilegra demókrata hefðu veruleg
áhrif á úrslit kosninganna Þótt
kristilegir demókratar hafi haldið
hlut sinum hefur allt þetta þó áreið-
anlega haft sin áhrif á hina miklu
fylgisaukningu kommúnista, sem
hafa bætt við sig 49 þingsætum í
fulltrúadeild þingsins og 23 i öld-
ungadeildinni Kommúnistar höfðu
þó gert sér vonir um enn meiri
atkvæðaaukningu, þannig að þeir
yrðu stærsti flokkur landsins
Fylgisaukning kommúnista kemur
bersýnilega frá öðrum vinstriflokk-
um, þar á meðal Sósialistaflokknum,
sem hefur tapað fjórum þingsætum
i hvorri þingdeild. Flokkurinn fékk
tæp 10% atkvæða, en i sveitar-
stjórnarkosningunum I fyrra fékk
hann 12%. Sósíalistaflokkurinn hef-
ur ætlað sér mikið hlutverk að lokn-
um kosningum, og þrátt fyrir það
afhroð, sem þeir hafa nú beðið, er
staðreynd, að kristilegir demókratar
geta ekki myndað meirihlutastjórn
án stuðnings sósialista Leiðtogar
flokksins hafa lýst þvi yfir hvað eftir
annað, að þeir muni ekki styðja
stjórnarmyndun kristilegra demó-
krata nema kommúnistar fái einnig
aðild að stjórninni. Manchini, leið-
togi sósialista, hefur reyndar ítrekað
þessa afstöðu flokksins eftir að úrslit
kosninganna voru kunn. Þegar úr-
Enrico Berlinguer, formaSur
Kommúnistaflokks italiu.
slitin lágu fyrir í megindráttum sagði
vararitari flokksins, Giovanni
Mosca, af sér, og skoraði á aðra
leiðtoga sósíalista að gera slíkt hið
sama.
Fámennu miðflokkarnir á ítalíu
biðu ósigur í kosningunum og er
talið að kristilegir demókratar eigi
þessu að verulegu leyti velgengni
sina að þakka. Linurnar hafa skýrzt
verulega að þvi leyti, að italskir
kjósendur hafa flykkst um stóru
flokkana Meðal smáflokkanna, sem
töpuðu verulegu fylgi, er flokkur
sósialdemókrata, og sagði formaður
hans, Giuseppe Saragat, af sér þeg-
ar úrslit voru kunn, en Saragat er
fyrrverandi forseti Ítalíu.
Fyrir kosningarnar lýstu leiðtogar
kristilegra demókrata þvi yfir, að
ekki kæmi til greina, að flokkurinn
myndaði samsteypustjórn með
kommúnistum eða styddi stjórn,
sem kommúnistar ættu aðild að
Nú, þegar úrslit eru Ijós, hafa þeir
enn itrekað þessa afstöðu, en þeir
hafa ekki viljað tjá sig um hugsan-
lega stjórnarmyndun að öðru leyti
en því, að flokkurinn haldi fast við
fyrri yfirlýsingar
Því getur virzt svo sem hér standi
hnifurinn i kúnni, en i Róm eru nú
uppi getgátur um að kristilegir
demókratar og kommúnistar kunni
að gera með sér einhvers konar
leynisamning, sem leiða mundi til
myndunar meirihlutastjórnar sósial-
ista og kristilegra demókrata, — þó
þannig að kommúnistar hefðu viss
áhrif á stefnu stjórnarinnar i gegn-
um sósialista.
Þannig yrðu kristilegir demókratar
áfram við völd án þess að fara i
stjórn með kommúnistum, sósíalist-
ar þyrftu ekki að bregðast kommún-
istum, og kommúnistar fengju aðild
að stjórn landsins, þótt óbein yrði
Danir f æra
út í 200 míl
ur 1. janúar
Kaupmannahöfn 22. jtínl.
Frá fréttaritara Mbl. Lars Olsen:
ÖRUGGT má nú telja að Dan-
mörk færi út fiskveiðimörk sfn f
Norður-Atlantshafi f 200 mflur.
„Þetta mun gerast innan nokk-
urra mánaða," segir Jörgen Peder
Hansen, Grænlandsmálaráðherra,
og dregur ekki dul á að „nokkrir
mánuðir" merki 1. janúar 1977.
„Kanadamenn hafa ákveðið þessa
dagsetningu," segir Hansen. „En
enn hefur málið ekki verið
endanlega afgreitt. Meðal annars
þarf að fjalla um það innan Efna-
hagsbandalagsins, þar sem Bret-
land heldur uppi áköfum þrýst-
ingi til að lausn finnist. Einnig
Norðmenn, sem standa utan við
Efnahagsbandalagið, hafa
áætlanir um að færa út f 200
mflur.“
Þá leggur Jörgen Peder Hansen
Grænlandsmálaráðherra áherzlu
á að takmarkanir verði settar á
rækjuveiðar i Norður-
Atlantshafi. „Við munum m.a.
hefja viðræður við Sovétrikin um
takmörkun rækjuveiðanna," segir
hann. Rækjuveiðarnar eru nánast
einu veiðarnar sem unnt er að
stunda enn þá undan Vestur-
Grænlandi, og takmörkun þeirra
yrði einnig liður í uppbyggingu
rækjuveiða Grænlendinga sjálfra.
Ársfundur Alþjóðahvalveiðinefndarinnar:
Seinagangur tef-
ur fundarstörfin
SEINAGANGUR mikill er á árs-
fundi Alþjóðahvalveiðinefndar-
innar í London, að þvf er Þórður
Asgeirsson, skrifstofustjóri f
sjávarútvegsráðuneytinu sagði f
samtali við Morgunblaðið f gær,
en hann er einn af þremur full-
trúum Islendinga á fundinum.
Sagði Þórður að raunar væri allt á
byrjunarstigi ennþá vegna þess
seinagangs, m.a. vegna þess að
enn hefði ekki borizt skýrsla vfs-
indamanna sem framgangur
fundarins byggist mjög á. Væru
fslenzku fulltrúarnir jafnvel all-
áhyggjufullir vegna þessa hæga-
gangs á málum þar eð fundinum
á að ljúka á föstudag, og ekki
væri þvf mikill tfmi til stefnu.
I AP—frétt frá London í gær
sagði að- náttúruverndarmenn
hefðu haldið mótmælafund fyrir
utan fundarstað nefndarinnar í
dag, þar sem haldið var á loft
skutli með 12 feta löngum gervi-
hval. Eru fundirnir haldnir f
Waldorf—hótelinu og á skiltum
mótmælenda stóð m.a.. “Hvalir
eru drepnir á Waldorf í þessari
viku“. Sir Peter Scott, einn af
kunnustu náttúruverndarmönn-
um heims, sagði f ávarpi á fundin-
um í dag. “Við verðum að ítreka
það, að hvalir eiga ekki fulltrúa f
þessari nefnd". Hann sagði að
þrátt fyrir betra ástand hval-
stofnanna væri enn hætta á því að
tegundin dæi út. Scott hvatti til
þess að algjört bann yrði sett við
hvalveiðum til að gefa stofnunum
tóm til að rétta við. Fyrir fjórum
árum lögðu Bandaríkjamenn til
slíkt bann í nefndinni en tillög-
unni var hafnað.
Kúrdar berjast á ný í N-írak
arar áskorunar í fslpn;
Umfangsmiklir nauðungarflutningar eiga sér stað,
segii' dr. Erlendur Haraldsson
KURDÍSKIR uppreisnarmenn
I Norður-trak haf byrjað að
nýju skæruhernað í landinu til
að knýja fram sjálfstjórn eftir
15 mán. hlé og hafa 90 frask-
ir hermenn beðið bana f bar-
dögunum, að þvf er Reuter-
fréttastofan hefur eftir tals-
manni Kúrdfska lýðræðis-
flokksins f London. Hins vegar
er haft eftir talsmanni sendi-
ráðs traks f London að þessi
staðhæfing Kúrda sé tilhæfu-
laus með öllu. „Ekki einu eín-
asta skoti hefur verið hleypt af
f Kúrdistan frá þvf f marz
1975,“ sagði hann. Talsmaður
Kúrda sagði hins vegar að bar-
dagarnir hefðu hafizt snemma f
maf er fbúar Haj Omran-héraðs
hefðu allir sem einn gripið til
vopna til þess að veita viðnám
brottflutningum Kúrda til Suð-
ur-traks. Þetta eru fyrstu átök-
in f Kúrdistan frá þvf trans-
keisari hætti stuðningi við
Kúrda gegn þvf að fá tilslakan-
ir frð Iraksstjórn f landamæra-
deilum landanna tveggja.
Dr. Erlendur Haraldsson
lektor og talsmaður Kúrda á
tslandi sagði í sámtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann hefði
haft spurnir af skærum á þessu
svæði, en ekki vitað til að slíkt
mannfall hefði orðið. „En það
hafa staðið yfir hreinir nauð-
ungarflutningar mjög umfangs-
miklir, á Kúrdum,“ sagði Er-
lendur, „frá Norður-Irak, þar
sem þeir hafa búið öldum, ef
ekki þúsundum ára saman, suð-
ur á sléttur Suður'traks, þar
sem Kúrdar hafa aldrei búið.“
Erlendur sagði að þessir flutn-
ingar væru liður í viðleitni
Iraksstjórnar við að lama við-
námsþrótt Kúrda með því að
flytja stóran hluta þeirra til
fjarlægra landshluta. Er styrj-
öld Kúrda lauk var þeim heitið
griðum, en Erlendur sagði að
loforð hefðu öll verið svikin og
yfir hundrað manns hefðu ver-
ið líflátnir. Reyndar hefði tr-
aksstjórn aldrei staðið við nein
loforð gagnvart Kúrdum. „Hér
er um að ræða tvímælalaus brot
á reglugerðum Sameinuðu
þjóðanna um meðferð þjóðar-
brota, og varðar jafnvel við lög
um þjóðarmorð," sagði hann.
Þá minnti Erlendur á að Kúrda-
nefndir tslands og Svíþjóðar
hefðu 4. marz sent Islenzku rfk-
isstjórninni áskorun um að
reyna að veita málstað Kúrda
aðstoð á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, en ekki virtist enn
hafa verið tekin afstaða til þess-
arar áskorunar i fslenzka utan-
rikisráðuneytinu. Sagði Erlend-
ur að um þessar mundir reyndu
Kúrdar og stuðningssamtök
þeirra viða um lönd mjög að
koma málum Kúrda á framfæri
við undirnefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna sem fjallar
um meðferð þjóðarbrota.
Getur
Kanada
ekki var-
ið 200
mílurnar?
AKVÖRÐUN Kanadamanna
um að færa út fiskveiðilögsögu
sfna úr 12 I 200 mílur hefur
vakið deilur um það hvort þeir
hafi getu til að framfvlgja og
fylgja eftir framkvæmd út-
færslunnar, að þvf er brezka
blaðið The Times segir nýlega.
Hafi floti Kanadamanna drabb-
azt niður á undanförnum árum
og margir efuðust um að hann
hefði bolmagn til að hafa gott
eftirlit með hinni vlðáttumiklu
lögsögu.
Allan MacEachen, utanrikis-
ráðherra Kanada, tilkynnti um
útfærsluna fyrr f júnimánuði,
og mun hún taka gildi um árs-
lok. Kanadamenn hafa lengi
búið sig og aðra undir útfærsl-
una og gert samninga við ýmsar
þjóðir um veiðiheimildir. Hins
vegar leikur vafi á þvi hvort
Kanadamenn geta haldið uppi
nægu eftirliti á þeim milljón
fermílum sem falla undir hina
nýju lögsögu.
Segir Breta og Bandaríkjamenn
stuðla að framsökn kommúnista
Salisbury — 22. júni — Reuter.
JOHN J. Wrathall, forseti Rhodesíu,
sagði á þingi I dag, að Bretar og
Bandarikjamenn styddu þjóðernis-
sinnaða skæruliða i Rhcdesiu í þeirri
trú, að kæmist meirihluti blökku-
manna til valda I landinu á næst-
unni, yrði með þvi móti komið i veg
fyrir frekari áhríf kommúnista i suð-
urhluta Afríku.
Forsetinn lagði áherzlu á að þessi
skilningur Breta oa Bandarikiamanna
væri rangur. — þvert á móti mundi
slik uppgjöf Rhodesiustjórnar, eins og
hann tók til orða, leiða til sundrungar
og innanlandsátaka, sem Rússar
mundu ekki verða seinir að notfæra
sér
Hann ítrekaði, að stjórn hans
hefði ekki i huga að láta fórna
Rhodesíu i þvi skyni áð friða kommún-
ista, — þvert á móti liti stjórnin svo á
að forsenda þess að friður kæmist á I
landinu væri að brjóta hryðjuverka
menn á bak aftur