Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1000,00
í lausasölu 50
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100
Aðalstræti 6, simi 22480.
kr. á mánuði innanlands.
,00 kr. eintakið.
Ljóst er, að flokkur
kristilegra demókrata
á Italíu hefur haldið hlut
sínum meðal kjósenda. I
Kosningum þeim, sem
fram fóru á sunnudag og
mánudag, hlutu kristilegir
demókratar svipað fylgi og
í síðustu þingkosningum og
nokkuð meira fylgi en í síð-
ustu sveitarstjórnakosn-
ingum. Ef tölurnar einar
eru skoðaðar út af fyrir sig,
verður útkomu kosning-
anna á Ítalíu bezt lýst sem
varnarsigri kristilegra
demókrata. Þeir halda
stöðu sinni sem stærsti
flokkur á Ítalíu og kjósend-
ur veita kommúnistum og
sósíalistum ekki slíkt
brautargengi, að vinstri
stjórn á ítalíu geti komið
til greina. En í raun og
veru er hér ekki aðeins um
varnarsigur kristilegra
demókrata að ræða, heldur
eru þeir hinir raunveru-
legu sigurvegarar þessara
kosninga á Ítalíu, sem sagt
hefur verið, að séu hinar
mikilvægustu er fram hafa
farið frá stríðslokum.
Eftir síðustu sveitar-
stjórnakosningar, sem
leiddu í ljós mjög verulega
stefnu, sem ítalir hafa
markað i utanríkismálum
frá stríðslokum og m.a.
byggist á aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, í þriðja
lagi, að ítalski kommúnista-
flokkurinn væri gersam-
lega óháður sovézka komm-
únistaflokknum og í fjgrða
lagi, að útilokað væri að
stjórna landinu án aðildar
ítalska kommúnistaflokks-
ins að ríkisstjórn beint eða
óbeint.
Jafnframt hefur verið
haldið uppi mikilli herferð
gegn flokki kristilegra
demókrata, sem sagður
hefur verið spilltur og úr-
kynjaður undir forystu
gamalla manna. Vafalaust
er sitthvað til í þeim ásök-
stærri flokkur kristilegum
demókrötum, og að jafnvel
mundi koma til myndunar
vinstri stjórnar á Ítalíu að
kosningum loknum. Það er
í þessu samhengi, sem líta
verður á úrslit ítölsku
kosninganna sem sigur
fyrir flokk kristilegra
demókrata.
ítalir, sem hafa átt við
margvísleg vandamál að
etja á undanförnum árum
og hafa alls ekki náð því
lífskjarastigi, sem þekkist í
norðurhluta Evrópu, stóðu
í þessum kosningum
frammi fyrir því að taka
ákvörðun um, hvort þeir
ættu að veita kommúnista-
flokknum aðild að ríkis-
stjórn landsins og forystu í
Kosningar á Ítalíu
fylgisaukningu kommún-
ista, hefur kommúnista-
flokkurinn á Ítalíu hafið
einhverja stórfelldustu
áróðursherferð síðari tíma
stjórnmálasögu í Evrópu
til þess að sannfæra ítalska
kjósendur um, í fyrsta lagi,
að kommúnistaflokkurinn
væri lýðræðissinnaður
stjórnmálaflokkur, í öðru
lagi, að flokkurinn mundi í
engu hvika frá þeirri
unum, sem bornar hafa
verið fram á hendur þess-
um höfuðflokki Itala frá
stríðslokum.
Allavega er ljóst, að
flokkurinn hefur ekki
fengið þá endurnýjun, sem
hverjum stjórnmálaflokki
er nauðsynleg. Þess vegna
hafa allir spádómar um úr-
slit þessara kosninga
hneigzt að því, að kommún-
istar yrðu jafnstór, ef ekki
málefnum þjóðarinnar eða
ekki og ekki verður annað
sagt en að úrskurður
þeirra sé ótvíræður. Þeir
hafa hafnað kommúnískri
forystu í landsmálum,
þrátt fyrir öll vandamál og
alla þá galla, sem auðveld-
lega má sjá hjá flokki
kristilegra demókrata.
Þess vegna eru úrslit
ítölsku kosninganna fyrst
og fremst sigur heilbrigðr-
ar skynsemi almennings í
þessu suðlæga Evrópu-
landi. Úrslitin eru jafn-
framt áminning til stjórn-
málamanna og fjölmiðla
um, að þrátt fyrir allt það
gjörningaveður, sem
stundum er þyrlað upp á
hinum pólitíska vettvangi,
sér hinn almenni kjósandi
furðuvel í gegnum þá
blindhríð. Almenningur á
Ítalíu hefur bersýnilega
ekki látið blekkjast af
fagurgala kommúnista. Úr-
slitin sýna einnig, að styrk-
ur lýðræðisins í Vestur-
Evrópu er meiri en margur
hefur viljað halda fram nú
hin síðari ár, þegar menn
hafa verið gripnir vonleysi
um, að lýðræðisþjóðfélögin
gætu staðizt stöðuga ásókn
einræðisaflanna, sem hafa
komið sér upp fimmtu her-
deildum í öllum Vestur-
Evrópulöndum, mismun-
andi sterkum, og vinna
leynt og ljóst, bæði utan
frá og innan, að því að
brjóta þessi þjóðfélög
niður.
Úrslit ítölsku kosning-
anna eru mál, sem varðar
ekki aðeins Itali, heldur
allan hinn lýðræðissinnaða
heim og lýðræðisinnar
hvar í flokki, sem þeir
standa, hljóta að fagna því,
að ítalskir kjósendur hafa
kveðið upp svo ótvíræðan
úrskurð, sem raun ber
vitni um.
Milliríkja
viðskipti og alþjöða-
t stjörnmöl a
b
Það rfkir vissulega ekki ein-
skær ánægja með árangur af
fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins f
Kingston á Jamaica f.vrstu dag-
ana í janúar sfðastliðnum.
Hans Apel f jármálaráðherra
Vestur-Þýskalands sagði eftir
fundina, að nú hefði verið opnað-
ur sjálfsafgreiðslumarkaður fyrir
alþjóðleg lán. En margir fundar-
manna voru mjög ánægðir með
árangurinn og segja hann marka
tfmamót.
Miðað við grunnmúrað sam-
komulag eins og Bretton Woods
samningana 1944 er þetta raunar
engin framtfðarskipan, sem um
var samið. Það samkomulag
stóðst ekki breyttar aðstæður og
ný vægi og stærðarhlutföll f
heimsviðskiptunum — auk þess
var það ekki tryggt gegn óvænt-
um efnahags hamförum.
Hugm.vndir manna um gagn-
gera umsköpun tóku Ifka mið af
atburðunum sem skullu yfir 1973,
þ.e. svokallaðri olfukreppu og sf-
vaxandi verðbólgu. Og þessvegna
gætti ekki óraunsærrar bjartsýni
við mótun þeirra hugmynda sem
nú eru smám saman að koma til
framkvæmda.
í janúar 1974 hafði áformunum
um varanlegar endurbætur á
gjaldeyrismálakerfi heimsins ver-
ið skotið á frest, en menn settust á
rökstóla og leystu til bráðabirgða
úr þeim vandamálum, sem lágu
þá fyrir til tafarlausrar úrlausn-
ar.
A fundinum á Jamaica voru
ekki birtar neinar endanlegar
hugmyndir eða tröllsleg áform.
En samt eru flestir bankamenn og
aðiljar fjármálaheimsins mjög
ánægðir með þann árangur sem
þar náðist. Og ánægjan ríkir helst
með það, að nú sér fyrir endann á
tímabili frumskógahernaðarins í
alþjóðlegum fjármálaskiptum.
Ný viðhorf
Hinar nýju samþykktir og við-
horf, sem gera má ráð fyrir að
duga muni um nokkurt árabil eru
í stuttu máli þessi:
— Ef ekki hefði tekist samkomu-
lag í Kingston — næstum sama
um hvað — hefðu hin 128 lönd
Alþjóðagjaideyrissjóðsins áfram
þurft að búa við reglur sem fá
þeirra virtu í raun. Það hefði
skapað hættulegt sálfræðilegt
andrúmsloft, þar sem hver og
einn hefði ráðskast með gjald-
eyrismál sín sjálfur. Og þar hefðu
lög frumskógarins gilt áfram.
— Nú hafa verið samþykkt nokk-
ur höfuðatriði, t.d. viðurkennt
fljótandi gengi gjaldmiðlanna. Og
með þvi að samræma starfsreglur
þjóðanna um þessi nýju viðhorf
eru möguleikar á því að þjóðirnar
séu ekki að pukrast með gengis-
skráningu miðla sinna í þvi skyni
að hagnast á annarra kostnað,
eins og oft hefur verið hin siðustu
ár.
— Samtímis að viðurkennt er að
fljótandi gengi er staðreynd sem
búa verður við um hríð, alveg í
mótsetningu við grundvallarhug-
myndirnar i Bretton Woods sam-
komulaginu, er það nær einróma
skoðun meðlimaþjóðanna, að hið
sameiginlega takmark sé stöðugra
gengi gjaldmiðlanna og stefnt
verði á því áfram.
Vandamálið um hlutverk gulls í
SAMANTEKT EFIR BRAGA KRISTJÓNSSON
l.GREIN
Siðvæðingin
Straumhvörf
í gjaldeyris-
málum heimsins
gjaldeyrisskiptunum er nú loks
afgreitt og er ekki lengur ásteyt-
ingarsteinn betra samstarfs í
gjaldeyrismálum. En þetta vanda-
mál var lengi til fyrirstöðu öllum
raunhæfum framförum í þessu
samstarfi.
Með stórauknum möguleikum
meðlimaþjóðanna til lántöku hjá
sjóðnum og sanngjarnri skiptingu
þessara dráttarréttinda milli olíu-
landa, þróunarrikja og iðnríkja
hafa skapast auknir möguleikar
til lána fyrir þjóðir sem búa við
tímabundinn hallarekstur og
Alþjóóagjaldeyrissjóðurinn gegn-
ir lykilhlutverki f þeirri mikils-
verðu siðvæðingu, sem orðið
hefur f gjaldeyrismálum heims-
byggðarinnar.
„þriðji" og „fjórði" heimurinn
hafa fengið uppfylltar óskir sínar
um aukin áhrif á ákvarðanatöku
Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.
En Jamaica-samkomulagið
leggur rikjunum jafnframt á
herðar víðtækar skuldbindingar
sem stefna að því að koma i veg
fyrir og bregðast við vandamál-
um, sem upp koma i gjaldeyris-
málum heimsins. Og þar sem
heldur slæm reynsla liggur fyrir
um efndir samninga á þessu sviði,
mun á næstunni allmjög reyna á
raúnverulegan vilja þjóðanna til
að fylgja hinni mörkuðu stefnu í
gjaldeyris- og efnahagsmálum:
nokkurnveginn í takt við um-
hverfið. Það er t.a.m. mjög
óheppilegt, ef meðlimaríkin
áskilja sér rétt til að ráða sjálf
vexti verðbólgu í viðkomandi
löndum. Og nauðsynlegt er talið
að almennt verði stefnt að
greiðslujöfnuði í sem flestum
löndum og pólitískar og efnahags-
legar ráðstafanir gerðar í því
skyni. Og þetta gildir ekki bara
um þau lönd sem hafa halla á
viðskiptajöfnuði sínum, heldur
einnig hin, sem betur standa.
Aðdragandinn
Það er sannarlega mikið stór-
mál að koma á breytingum á sam-
komulagi meðlimaríkja Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Nær öll ríkin
þurfa samhliða að gera breyting-
ar á eigin löggjöf eða öðrum opin-
berum ákvæðum. En þó er það oft
svo, að raunveruleikinn hefur
ekki tíma til að bíða eftir lyktum
tímafrekra formsatriða.
Því var á sínum tíma sett á
stofn 20 manna starfsnefnd, sem
skyldi undirbúa þessa endurskoð-
un. Sú starfsnefnd var siðar leyst
af hólmi af fjölmennri ráðherra-
nefnd. Það var gert, þegar starf
hinnar fyrri var nokkuð vel á veg
komið og þörf var á valdameiri
aðiljum til mótunar og ákvarðana-
töku.
Erfiðasta vafningsmálið var
fljótandi gengi gjaldmiðlanna.
Ýmsar þjóðir notuðu fljótandi
gengi af ásettu ráði til að bæta
stöðu útflutningsatvinnugreina
sinna og létu verðbólguna ráðast,
en höfuðáherslan var lögð á að
tryggja fulla atvinnu. Þetta hafði
verðbólgu- og atvinnuleysisauk-
andi áhrif í för með sér i þeim
viðskiptalöndum þessara landa
sem á hinn bóginn reyndu að
halda gengi gjaldmiðla sinna stöð-
ugu.
Því var það, að sumarið 1974
sendi Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn
meðlimaríkjunum tilmæli um
fljótandi gengi, og hvernig haga
skyldi. Þar voru ríkin hvött til að
vinna gegn verulegu „rokki“
gjaldmiðla sinna. Mælt var með,
að unnið yrði gegn þvi að miklar
daglegar sveiflur yrðu á gengi
gjaldmiðlanna og þannig m.a.
unnið gegn talsverðri spákaup-
mennsku sem borið hafði á; þann-
ig að daggengi gjaldmiðils væri
ekki fjarri jafnvægisgenginu. En
það er einskonar raungengi byggt
á öllum staðreyndaþáttum efna-
hagslífs viðkomandi lands; og eru
menn þó ekki á eitt sáttir, hvernig
eigi að reikna það út — eða hvort
stefna beri að því.
Framhald á bls. 21