Morgunblaðið - 23.06.1976, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1976
Strákurinn og
einbúinn
Eftir E.V. LUCAS
— Þar sem ég má engan tíma missa,
vildi ég gjarna að við byrjuðum undir
eins, sagði gamli maðurinn. Ég vona að
það sé ekki óþægilegt fyrir þig?
— Nei, alls ekki, sagði Kjammi. En nú
skalt þú kalla mig Kjamma, og ég kalla
þig Geitarskegg, vegna þess hvað þú hef-
ir mikið skegg. Strákar kalla alltaf hverj-
ir aðra einhverjum skrítnum nöfnum.
()g þannig byrjaði námstími einsetu-
mannsins.
— Við skulum fara í fótbolta, sagði
Kjammi, eftir að hann hafði hugsað sig
dálítið um. Fótbolti, sagði hann, er besta
skemmtun í heiminum. Það er ieikur. Þú
ættir að sjá hann Hróa. Æ, auðvitað
veistu ekki hver Hrói er. ()g mikið skelf-
ing hefurðu misst vió að sjá hann ekki.
Hrói er alskæðasti miðframherjinn, sem
til er.
— Já, ójá, sagði gamli maðurinn vand-
ræðalega, þvi hann skildi ekkert hvað
Kjammi var að fara.
COSPER-----------------------\
Ég er búinn að setja upp neyðarflaggið — Ég
vona að þú sért þá ánægð?
Kjammi hélt áfram eins og sá sem hefir
vald þekkingarinnar. — Meðan ég er að
troða mosa í þennan sokk, til þess að gera
bolta, en þú getur tálgað spýtur til þess
að hafa í markstengur. Þú hefir líklega á
þér hníf?
Einsetumaðurinn viðurkenndi að það
hefði hann ekki.
Hvað segirðu, hrópaði Kjammi. Þú get-
ur aldrei orðið almennilegur strákur,
nema því aðeins að þú hafir hníf. Lof mér
gá í vasa þina.
Einsetumaðurinn hafði aðeins einn
vasa og allt sem í honum var, var vasa-
klútur.
Þetta getur ekki gengið, sagði Kjammi.
Líttu bara á minn hníf, bætti hann við og
tók upp úr vasa sínum ægilega, tvíblaða
sveðju, sem hafði þar að auki til sins
ágætis ýmis merkileg verkfæri, svo sem
tappatogara og fleira. Einnig var í vasa
hans væn snærishönk, úr fjöður, 20—30
högl, buxnatala, blýantur, eldspýtustokk-
ur, blístra, fimmeyringur með gati og
umslag með frímerkjum, öllum klesstum
saman af sjávarseltunni.
— Eru allir þessir hlutir bráðnauðsyn-
legir, spurði einbúinn hikandi.
— Nei, sagði Kjammi, nei, ekki allir.
Hnífurinn og snærið eru það auðvitað og
svo er fremur gaman að safna frímerkj-
um, en þess þarf maður ekki nema mann
langi til þess. Líka getur maður safnað
fiðrildum og eggjaskurn. Hitt er allt nyt-
samlegt. Og þeim mun meira sem maður
hefir af svona hlutum, því betra fyrir
mann.
— Ég á snæri, sagði einsetumaðurinn,
en engan hníf. En með þínu leyfi ætla ég
að bera á mér borðhnífinn minn í fram-
tíðinni. Það er að vísu ómerkilegt vopn,
það veit ég, en ég get ekki séð að mikil
þörf sé á þessari eyju fyrir tappatogara.
— Ætli borðhnífurinn geti ekki dugað,
sagði Kjammi nokkuð efablöndnum
rómi. En eitthvað meira verðurðu að
hafa, annars getum við ekki farið í nein
kaup. Drengir eru alltaf að skipta hinu og
þessu, eins og þú veist.
— Fara í kaup? hvað er það, sagði
öldungurinn.
— Já, ef þig langar í etthvað sem annar
strákur á, þá læturðu hann hafa eitthvað
fyrir það sem þú átt. Til dæmis, ef þú
ættir hvíta rottu (hér fór hrollur um -
einsetumanninn) og ég léti þig hafa
Hinn kunni bandaríski prest-
ur Beecher var eitt sinn á fundi
þar sem guðleysinginn Inger-
soll hélt aðalræðuna. Ingersoll
hélt fram guðsafneitun af
hinni mestu mælsku, en enginn
varð til andsvara. Þá spurði
fundarstjórinn Beecher hvort
hann ætlaði ekki að verja trú
sfna, því að henni hefði verið
höggvið.
— Önei, svaraði Beeeher, ég
tók lítið eftir því sem ræðu-
maður sagði. Ég var að hugsa
um það, sem ég sá á leiðinni
hingað.
— Nú, hvað var það?, spurði
Ingersoll.
— Þegar ég var á leið hingað
gekk ég eftir götu, sem ekki var
steinlögð og því ákaflega forug,
enda rigning. Þá sá ég
aumingja mann, sem studdist
við tvær hækjur. Hann ætlaði
að fara þvert yfir götuna en
festist I forinni og datt. Þegar
hann ætlaði að staulast á fætur
aftur, kom þar að maður og tók
báðar hækjurnar frá honum og
fór burtu með þær — en
maðurinn lá ósjálfbjarga eftir I
forinni.
— Það var illa get, sagði
Ingersoll.
— Sama gerið þér, sagði
Beecher. Þér takið daglega frá
mönnum, sem haltra I trúnni,
trúarstafinn, sem þeir ætluðu
að styðja sig við, en liggja nú
eftir I for synda og
örvæntingar. Engir aðrir en
meistarar geta reist mikla höll,
en að kveikja í þeirri höll og
brenna hana til ösku þarf ekki
að vanda meira en svo, að hægt
er að fá til þess óbótamann eða
aumasta vesalmenni.
X
Rithöfundurinn les fyrir:
— Rut, elskan mfn, ég elska
þig, viltu verða konan mfn.
Einkaritarinn (stúlka): —
Er þetta skáldskapur eða
alvara?
X
Það er öl bezt drukkið, að
óskert hafi geð sitt gumar.
Hóskadraumar
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
8
Persónurnar f söxunni:
Andreas llalimann
BjörK — kona hans
Kári
Jón
Ylva
hörn hans
Cirilia — tengdadóttir Andreas Haiimanns
Greiíor Isander — læknir fjölskyldunnar og
náinn vinur
Malin Skog — hráóabirgóaeinkaritari
Andreas Hallmanns
Lars Petrus Turesson — ókunnugur traust-
vekjandi maóur
ásami meóí'hrister Wíjk
hergið er nákvæmlega eins og það
var í tfð föður mfns.
Bækur þöktu veggi frá gólfi og
til lofts. Skuggamyndir trjánna
voru eins og hljóðlátir skuggar f
kvöldhúminu. Það var hiyiegt
þarna inni og Malin hugsaði
ósjálfrátt með sér að allir litir í
þessu herbergi væru í svo full-
komnu samræmi hver við annan
að það væri nánast sérstakt og
áhrifin af þessu samnemi komu
fram f þvf að hún fann hugarró
gagntaka sig. Evrir innan bóka-
herbergið sá hún svo inn f svefn-
herbergi Andreas.
Malin hvarflaði augum á flygil-
inn sem stóð á miðju gólfi f þessu
gevsilega stóra herbergi og hún
spurði fcimnislega:
— Leikíð þér á hljóðfæri, dr.
Ilallmann?
— Já, við gerum það öll f fjöl-
skyldunni. Engir snillingar þó.
En Kári hefur numið tónlist í
Uppsulum. Ég bf’st við að Jón sé
sá sem mesta hæfileikana hefur
frá náttúrunnar hendi.
Hann hafði gefið henni bend-
ingu um að fá sér sæti á einum af
stóru sófunum, en sjálfur tók
hann aftur að ganga fram og aflur
um gólfið. Hann hrukkaði auga-
hrýrnar og var erfitt að segja til
um hvort það var af óróa eða af
hcilahrotum. Malin sat þögul og
uppskar laun fyrir þögn sfna von
bráðar.
— Jón er einkasonur minn af
fyrra hjónahandi. Móðir hans lézt
þegar drengurinn fæddist og Jón
er einnig ... mjög heilsuveill.
Ilann hefur of stórt hjarta ... ég
veit ekki hvort vður er kunnugt
um hvað slfkt hefur f för með sér.
Beizkjan f rómnum var svo mik-
il að henni hnvkkti við. Svo hristi
hún höfuðið.
— Ne.. .ei ciginlega ekki.
— Hann var hraustur og frískur
þangað til hann var þriggja ára
gamall. Þá fékk hann skarlatsótt
— sem f flestum tilfellum er
ósköp meinlftill barnasjúkdómur
eins og þér sjálfsagt vitið. En ég
komst á snoðir um annað þegar
Jón átti í hlut. Það leiddi til að
meðfæddur hjartagalli hans
vernsaði og leiddi smám saman
til að hjartað stækkaði og stækk-
aði svo að það fvllir nú út mest
allan brjóstkassann. Það slær
óreglulega og ef hann re.vnir hið
minnsta á sig fa-r hann öndunar-
erfiðleika. Hann hefur einnig
óeðlilega stóra lifur og fæturnir
eru þrútnir ... ég get ekki nóg-
samlega lýst hvað þetta er stór-
hættulcgt. Með jöfnu millibili
verður að leggja hann inn á
sjúkrahús til að losa hann við
vatn sem safnast fvrir í Ifkama
hans. Og sem stcndur ... er hann
mikið veikur og má ekki við
neinu.
Malin vissi ekki hvernig hún
átti að láta hluttekningu sfna f
Ijósi, en hann vírtist heldur ekki'
búast við neinum undirtektum
frá henni og sagði:
— Auðvitað er ekki viðkunnar-
legt að faðir játi að honum þvki
vænna 'um eitt harna sinna en
annað. En samt sem áður verð ég
víst að horfast f augu við að þann-
ig er mér innanhrjósts. Og það
stafar ekki aðeins af þvf hvernig
Jón er til heilsunnar. Það var
hann sem stóð mér nær þegar
hann var drengur ... — og skildi
mig betur ... og ég hann. Auk
þess hcfur hann verið mér ómet-
anleg hjálparhella við ritstörf
mfn ... En auðvitað þreytir þetta
áhyggjuraus mitt vður. fröken
Skog.
— Alls ekki, sagði Malin alvar-
lega. — En ég skil ekki. Hvernig
getur hann verið yður til aðstoðar
við ritstörf yðar?
Andreas Ilallmann nam staðar
og stóð eins og á báðum áttum á
miðju gólfi nokkra stund, en kast-
aði sér sfðan niður í djúpan hæg-
indastól.
— Hafið þér lesið bækurnar
mfnar. fröken Skog?
Spurningin var alveg hlutlaus
og á honum var að heyra að það
skipti hann engu máli í sjálfu sér
hverju hún svaraði.
— Maður les þær f skóla.
Hún sagði þetta þurrlegar en
ætlun liennar hafði veriö.
— Væntanlega ekki allar?
— Nei. Við lásum fvrstu bókina
yðar. „Eiisabet" og síðan bóka-
fiokkinn um Dfsu. „Dóttirin",
„Eiginkonan" og „Móðirin“ og
við lásum Ifka hókina sem gerðist
f Vesterás ... hvað hét hún nú
aftur ... Myrkrafurstinn .. .
— Svo að þér vitið þá að þær
eru margar sögulegar. Mér líöur
alltaf bezt þegar égget fengizt við
aö skrifa um fortíöina og fmvnd-