Morgunblaðið - 23.06.1976, Page 28

Morgunblaðið - 23.06.1976, Page 28
AI GI.YSINC,ASÍMINN ER: 22480 JflorgimbUtbiti AL'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JSorjounblaliiti MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976 Grindavík: Rússneskt hlustunardufl við Krísuvík Sams konar dufl fyrir ári á sama stað Grindavík 22. júní RÚSSNESKT hlustunar- dufl fannst á floti í sjónum skammt úti af Krísuvíkur- bjargi í dag og var það vél- báturinn Kári GK 146 sem fann duflið og tóku skip- verjar það um borð og fluttu til lands. Skipstjéii á Kára er Óskar Gíslason, en þess má geta að það var einmitt vélbáturinn Kári sem fann sams konar dufl á floti í sjónum á svipuðum slóðum fyrir svo til ná- kvæmlega ári eða þann 20. júní 1975. Duflið sem Kári kom meö nú er nákvæmlega eins og duflið sem skipverjar fundu í fyrra, en þetta dufl er mjög heillegt og yfir hlustunartækjum þess er sérstök hlíf. Duflið var flutt til Keflavíkurflugvall- ar í kvöld til frekari athug- unar. — Guðfinnur. Þessi mynd var tekin af rússneska hlustunarduflinu eftir að búið var að koma þvf ð land f gær. Á því eru þangdræsur, en þang vex skjótt á flestum hlutum f sjó. Ljósmvnd Mbl. Guðfinnur. Þj ó ðhagss tofnun: Geirfinnsmálið: Rannsókn- armönnum fjölgað ÓLAFUR Jóhannesson dóms- málaráðherra átti f gærmorg- un fund með þeim Þórði Björnssyni rfkissaksóknara og Halldóri Þorbjörnssyni yfir- sakadómara í Reykjavfk um Geirfinnsmálið. ólafur Jó- hannesson sagði eftir fundinn, að allt kapp yrði að leggja á að leysa þetta mál og til stæði að f jölga rannsóknarmönnum. 7% bati viðskiptakjara í ár — eftir 25% rýrnun síðustu 2ja ára ÞJÓÐHAGSSTOFNUN birti f gær nvja skýrslu um ástand og horfur í efnahagsmálum Islendinga. I skýrslu þessari kemur fram, að umtalsverð batamerki má nú sjá f framvindu efnahagsmála. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru viðskiptakjör landsmanna gagn- vart útlöndum um 3H% betri en að meðaltali 1975 og þvf er spáð, að viðskiptakjörin muni batna um 7% á þessu ári eftir að hafa rýrnað um nær 25% á síðustu tveimur árum. Verðhækkun á útfluttum sjáv- arafurðum veldur mestu um þessa þróun og þannig var út- flutningsverðlag rúmlega 5% hærra á fyrsta ársfjórðungi í ár en á sama tíma í fyrra og nær 7% hærra en meðaltal síðasta árs. Nú er gert ráð fyrir, að útflutnings- verðlag hækki að meðaltali í ár um 13—14% i erlendri mynt en um 28—29% í krónum talið. Hins vegar var almennt verð á inn- flutningi aðeins 4—5% hærra á fyrsta ársfjórðungi 1976 en á sama tíma í fyrra og hafði þá hækkað um rúmlega 3% frá árs- meðaltali 1975. Er nú talið líklegt, að innflutningsverðlag hækki um 7% að meðaltali á þessu ári reikn- Akranesbátar: 40 tonn úr færaróðri FÆRASKAK hjá fjórum Akra- nesbátum hefur gengið mjög vel og er aflahæsti færabáturinn, Haraldur. kominn með tæplega 300 tonn á einum mánuði. Bátarn- ir sem stunda færaveiðarnar eru Haraldur, sem er 200 tonn að stærð, Skfrnir, sem er 260 tonn, Reynir, sem er 70 tonn að stærð, og Sæfari, sem er 150 tonn. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri á Akranesi sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að bátarnir hefðu komizt upp í allt að 40 tonn eftir tvo daga, „en það er líka unnið grimrnt", sagði hann, „þeir standa 15—20 tíma á sólarhring. Mest er þetta ufsi, sem þeir hafa fengið djúpt af Eld ey, en þeir eru 12 á okkar bátum með jafn margar handfærarúllur og þeir nota gamla lagið, þ.e. ekki rafmagnsrúllur. Þetta hefur gengið ágætlega hjá bátunum og t.d. kom Haraldur inn með 33 tonn á laugardag og síðan 35 tonn á mánudag". „Þetta verða ævin- týralega skemmti- leg málaferli” Björn Löngumýrarbóndi kærir sýslu- mann vegna „böðunarmálsins” JÓN E. Ragnarsson hrl. hefur ’ sent Jóni lsberg sýslumanni á Blönduósi kæruskeyti fyrir hönd Björns Pálssonar bónda á Ytri-Löngumýri f Húnavatns- sýslu vegna böðunarmálsins svonefnda, sem upp kom í vor. 1 skeytinu er krafizt rann- sóknar á aðför sýslumanns og valdböðun á Ytri-Löngumýri á s.l. vori, sem fram hafi farið þrátt fyrir þann dóm Hæsta- réttar, að slík valdböðun væri ólögmæt. Þess er krafizt af hálfu Björns bónda, að sýslu- maður verði látinn sæta viður- lögum fyrir þetta meinta lög- brot. Ennfremur eru gerðar skaðabótakröfur bæði vegna hinnar meintu ólögmætu vald- böðunar svo og vegna þess að valdböðunin hafi verið fram- kvæmd með harkalegum hætti þannig að hlotizt hafi af lamba- lát. í skeytinu segir: Krafið er um opinbera rann- sókn vegna meintrar aðfarar og refsilagabrota vegna valdböð- Framhald á bls. 27 Með 36 afbrotamál að baki en aldrei afplánað refsingu: „Orðnir þreyttir á því að vinna mál í ruslakörfuna” - segir rannsóknarlögreglumaður í samtali við Mbl. „VIÐ rannsóknarlögreglumenn erum orðnir þreyttir á þvf að vinna mál fyrir ruslakörfuna,“ sagði Magnús Magnússon rann- sóknarlögreglumaður f rann- sóknarlögreglunni f Reykjavfk í samtali við Morgunblaðið f gær. Tilefni samtalsins var óánægja, sem er rfkjandi meðal lögreglumanna með refsingar síbrotamanna og framkvæmd á dómum. „Það er sama fólkið, sem við erum að eltast við aftur og aftur, og það virðist ekki þurfa að taka út neina refs- ingu,“ sagði Magnús. „Eg veit dæmi um tvo unga menn, sem hafa hlotið 3 og 4 dóma á und- anförnum 2—3 árum og þeir eru allir skilorðsbundnir. Þess- ir menn hafa aldrei farið f fangelsi fyrir afbrot sfn, jafn- vel þótt annar þeirra sé með bókuð á sig 36 afbrotamál frá 1973 til sfðustu áramóta og hinn hafi bókuð á sig 23 af- brotamál frá 1974 til áramóta. Þarna er gat á dómskerfinu, sem hefur það f för með sér að sfbrotamenn ganga lausir og svfkja og stela frá almenningi, sem sfðan kennir okkur lög- reglumönnunum um allt sam- an.“ Framhald á bls. 27 að i erlendri mynt en um 20% i krónum. Helztu atriði önnur, sem fram koma i skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar eru m.a. þessi: 0 Viðskiptajöfnuður á þessu ári verður óhagstæður um 12.4—13.4 milljarða eða um 5!ó % af þjóðarframleiðslu samanborið við 11.5% 1975 og 11.3% 1974. 0 Vöruskiptahallinn á þessu ári verður um helmingi minni en f fyrra, nam þá um 23 milljörð- um en nú væntanlega 12—13 milljörðum. 0 Gjaldeyrisstaðan versnaði um 2100 milljónir á fyrstu fjórum mánuðum ársins en um 5200 milljónir á sama tíma í fyrra. 0 Talið er, að almennur vöruinn- flutningur verði um 6—7% minni í ár en í fyrra. Fyrstu 4 mánuði ársins var innflutning- ur um 10% minni en á sama tíma í fyrra. 0 Talið er, að vöruflutningur Framhald á bls. 27 Spánarmálið: Fleiri komnir í gæzlu UNGUR maður var f gærkvöldi úrskurðaður f allt að 20 daga gæzluvarðhald vegna hassmálsins á Spáni. Þá var annar ungur maður f yfirheyrslum vegna sama máls, og var óvfst hvort hann yrði úrskurðaður f gæzluvarðhald. Menn þessir voru, að sögn Arnars Guðmundssonar fulltrúa við Ffkniefnadómstólinn, sóttir „austur fyrir Fjall“, eins og hann orðaði það. Maðurinn, sem fyrst var settur inn vegna Spánarmálsins, situr enn í gæzluvarðhaldi. Þá situr einnig inni ungur maður vegna hasssmyglsins, sem komst upp um nokkru síðar, þegar reynt var að smygla 3 kg af hassi sjóleiðis. í Keflavík hafa 3 menn setið í gæzluvarðhaldi vegna hassmáls, en tveimur þeirra hefur nú verið sleppt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.