Morgunblaðið - 02.07.1976, Side 1
36 SÍÐUR
141. tbl. 63. árg.
FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Madrid 1. júlf AP-Reuter.
ÖVtST er hver tekur við
embætti forsætisráðherra
Spánar, eftir óvænta afsögn
Carlosar Ariasar Navarros f
dag, en stjórnmálafréttaritarar
telja að helzt komi til greina
þeir Jose Maria de Areilza
utanrfkisráðherra eða Manuel
Fraga innanrfkisráðherra sem
báðir eru framarlega f flokki
umbótasinna.
Afsögn Navárros kom óvænt
Övíst er um eftir
mann Navarros
einmitt er Spánverjar takast á
við mikinn stjórnmálalegan og
efnahagslegan vanda. Engin
opinber skýring hefur verið
gefin á ákvörðun forsætisráð-
herrans, en talsmaður hans
sagði að konungur hefði sam-
þykkt lausnarbeiðnina. Einnig
sagði talsmaðurinn að forsætis-
ráðherrann teldi að hann hefði
nú leitt Spánverja gegnum
breytingartimabilið frá ein-
ræðisstjórn Francos til tíma, er
banni við starfsemi stjórnmála-
flokka hefði verið aflétt og
kosningar ákveðnar á næsta
ári. Aðstoðarmenn forsætisráð-
herrans sögðu að hann væri
orðinn þreyttur maður, 69 ára
Framhald á bls. 20
Portúgal:
Greiðsluhallinn er um
460 milljónir kr. á dag
Lissabon 1. júlí AP.
PORTÚGALSKA stjórnin til-
kynnti í dag um harðar efnahags-
ráðstafanir, sem fela m.a. f sér
hækkun á sköttum fyrirtækja og
einstaklinga og hærri viðurlögum
og jafnvel fangelsisdómum fyrir
þá, sem reyna að koma sér undan
að greiða skatta.
Tilkynning þessi var gefin út að
loknum rikisstjórnarfundi í gær-
kvöldi, þar sem fjármálaráðherra
landsins, Francisco Salgado
Zenha, skýrði frá því að greiðslu
halli landsmanna væri óhagstæð
ur um 460 milljónir ísl. króna
dag. Sagði hann að þessu hefð
hingað tii verið mætt með erlend
Enn verða Bretar
að herða sultarólina
London 1. júlf Reuter.
BREZKA Verkamannafiokks-
stjórnin skýrði frá þvf f gær-
kvöldi að þjóðin yrði enn að
herða ólina áður en hægt verður
að leysa efnahagsvandamál henn-
ar. I stefnuyfirlýsingu um
baráttu þjóðarinnar gegn verð-
bólgunni sagði Denis Heaiey fjár-
málaráðherra Bretlands, að Bret-
ar yrðu að taka á sig enn eina
iækkun í útborguðum launum, ef
takast ætti að draga úr atvinnu-
ieysi. 1250 þúsund Bretar eru nú
atvinnulausir.
Jafnframt tilkynnti ráðherrann
að i lok þessa mánaðar yrði rýmk-
að aðeins um verðstöðvunarlögin,
með þvi að leyfa 1% hækkun, en
gert er ráð fyrir að sú hækkun
muni færa atvinnufyrirtækjum
um 1 milljarð sterlingspunda á
ársgrundvelli, sem þau myndu
væntanlega nota til fjárfestingar
og þar með skapa meiri atvinnu.
Callaghan forsætisráðherra lét
fyrr í vikunni að því liggja að
stjórnin myndi enn draga úr áætl-
uðum opinberum útgjöldum á
fjárlögum fyrir 1977—78. Þessi
tilkynning svo og skýr merki um
að efnahagsástandið i landinu sé
á batavegi, urðu til þess að pundið
Framhald á bls. 20
SIGURÐÚR BJARNASON SENDIHERRA Islands í Bretlandi
afhenti í gær Elísabetu II. Bretadrottningu trúnaðarbréf sitt við
hátíðlega athöfn i Buckinghamhöli. Með sendiherranum við at-
höfnina voru eiginkona hans, frú Ölöf Pálsdóttir, Helgi Ágústsson
og Eiríkur Bendikz. Myndin var tekin fyrir utan sendiráðið er
Sigurður lagði af stað i fylgd Michaels Fitzalans Howards lávarð-
ar og hershöfðingja og marskálks diplómatasamfélagsins í
London.
um lántökum, nú yrði að verða
róttæk breyting á. Þjóðin gæti
ekki haldið áfram að neyta meira
en hún aflaði. Portúgalar hafa
fengið um 1 milljarð dollara í lán
og efnahagsaðstoð frá V-
Evrópulöndum og Bandaríkjun-
um á undanförnum mánuðum.
Um 20% atvinnuleysi er í land-
inu, 50% verðbólga og vöru-
skiptajöfnuðurinn á sl. ári var
óhagstæður um 1,5 milljarð doll-
ara. Stjórnmálafréttaritarar i
Portúgal telja að þessar ráðstaf-
anir séu aðeins upphafið að mikl-
um efnahagsaðgerðum, nú er for-
setakosningarnar i landinu eru
afstaðnar.
..Hefði horft öðru vlsi við
ef vélin hefði verið í ísrael”
sagði Rabin er hann féllst á að hefja samn-
ingaviðræður við flugræningjana í Uganda
Kampala Uganda 1. júlí AP
Reuter — NTB
STJÓRN Israels hefur látið
Lending á
Mars 17. júlí
Pasadena Kalifornfu 1. júlf AP.
EFTIR umfangsmiklar rannsókn-
ir hafa bandarískir vísindamenn
nú valið nýjan lendingarstað á
Mars fyrir geimfarið Víking I. Er
nýi staðurinn á NV-hluta Mars, i
eins konar þurri gjá. Ekki verður
hægt að láta geimfarið lenda fyrr
en i fyrsta lagi 17. júlí, en sem
kunnugt er átti það að lenda á
þjóðhátiðarafmælinu á sunnudag,
en myndir sýndu að fyrirhugaður
lendingarstaður var of grófur. Er
nýi staðurinn um 500 km frá þeim
upphaflega.
undan miklum þrýstingi ættingja
gfslanna 98, sem eftir eru I haldi
hjá flugræningjunum á Entebbe-
flugvelli í Uganda og fallizt á að
verða að einhverju leyti við kröfu
ræningjanna um að sleppa úr
haldi 53 skæruliðum og hryðju-
verkamönnum af ýmsum þjóðern-
um, sem eru I fangelsum í tsrael
V-Þýzkalandi, Kenya, Sviss og
Frakklandi. Flugræningjarnir
slepptu ( morgun 101 gfsl úr haldi
til viðbótar þeim 47 konum og
börnum, sem sleppt var I fyrra-
dag og veittu tsraelsmönnum
frest til 11.00 á sunnudags-
morgun að verða við kröfum
þeirra. Nú eru 98 tsraelsmenn
eða Gyðingar af ýmsum þjóðern-
um f haldi hjá flugræningjunum
ásamt 12 manna áhöfn breiðþot-'
unnar, sem ræningjarnir rændu
tim sl. helgi.
Akvörðun ísraelsstjórnar um
að semja við flugræningjana er
alger stefnubreyting af hennar
hálfu, þvi að það hefur verið yfir-
lýst stefna hennar undanfarin 7
ár að semja ekki við hryðjuverka-
menn eða flugræningja. Hins
vegar sagði Rabin forsætisráð-
herra ísraels, sem fekk i morgun
umboð þingsins í tsrael ásamt 6 af
ráðherrum sínum til að semja við
ræningjanna, að ef flugvélin
hefði verið á ísraelsku yfirráða-
svæði hefðu málin horft öðru visi
við, en hér væri um að ræða
franska flugvél í Uganda og
ísraelsmenn gætu ekki treyst á
Framhald á bls. 20
Falli Tal
Zaatar er
útium
vopnahlé
Beirút 1. júli AP.
EKKERT lát er á bardögum í
Lfbanon og engar horfur á að
vopnahlé komist þar á ( bráð
þrátt fvrir áskorun allra utan-
rfkisráðherra Arababanda-
lagsins f dag. Harðir bardagar
geisa um Tal Zaatar flótta-
mannabúðir Palestfnumanna
og tugir manna hafa fallið þar
f stórskotaliðsárásum
kristinna hægri manna, að
sögn talsmanna Frelsis-
fylkingar Paiestfnu-araba.
Skæruliðar Palestinumanna
og Múhameðstrúarmanna
gerðu i dag örvæntingarfulla
tilraun til að brjóta á bak aftur
sókn hægri manna, en það mis-
tókst. Frestur utanrikisráð-
herra Arababandalagsins til að
koma á vopnahléi rann út I
kvöld án þess að nokkur deilu-
aðili gæfi til kynna að hann
hygðist virða það. Talsmaður
Falangistaflokksins, Pierre
Gemayel, sem ræður yfir
stærstum hópi kristinna
hermanna, sagði: „Við viljum
vopnahlé en ekki heimskulegt
vopnahlé. 50 slik hafa þegar
farið út um þúfur og það er
alveg nóg fyrir okkur.
Framhald á bls. 20
Stjórn Póllands skipulegg-
fundi til stuðningssér
ur
Varsjá 1. júlí AP.
DAGBLAÐ pólska kommunista-
flokksins, Trybuna Lubu, skýrði
frá þvf í dag, að 2 menn hefðu
fallið og 75 lögreglumenn særzt f
mótmælaaðgerðunum f landinu f
sl. viku f kjölfar tilkynningar
stjórnvalda um allt að 100%
hækkun á matvælaverði. Eru
þetta fyrstu fréttir sem berast
af mannfalli og átökum f sam-
bandi við mótmæiin. Mennirnir
tveir voru að sögn blaðsins þjófar,
sem skotnir voru af félögum
sfnum, er þeir voru að reyna að
komast undan með vagn fuilan af
þýfi, sem þeir höfðu rænt úr
verzlunum f borginni Radom,
sem er 200 þúsund manna borg
um 90 km fyrir sunnan Varsjá.
Blaðið hafði eftir borgarstjóra
Radom, Tadeusz Karwicki, að
tjón f óeirðunum hefði numið um
4 milljónum dollara, einkum
vegna gripdeilda verkfallsmanna
og skemmda f átökunum.
Framhald á bls. 20