Morgunblaðið - 02.07.1976, Síða 5
Spænski gftarleikarinn sem
skemmta mun f Eden.
Gítarleikur
og tízkusýn-
ingar í Eden
NC 1 sumar, eða frá 1. júlf, mun
"Eden f Hveragerði bjóða kaffi-
gestum sfnum upp á ókeypis
skemmtun, en þar mun kom a
fram spænskur gftarleikari,
Miguel Balaguer að nafni. Miguel
mun skemmta gestum á hverju
kvöldi fyrst um sinn og Ieikur
hann aðallega þekkt lög frá Spáni
og Suður-Amerfku.
Hann hefur á undanförnum ár-
um starfað sem skemmtikraftur á
ýmsum þekktum stöðum á Mall-
orca. I fyrra var í Eden annar
söngvari frá Spáni við miklar vin-
sældir og má gera ráð fyrir að
þessi standi honum ekki að baki.
Auk þessa eru tízkusýningar í
Eden alla fimmtudaga, en það er
Karon, samtök sýningafólks, sem
sér um þær.
LEIÐRÉTTING
í minningargrein um Sigurð
Jónsson í Morgunblaðinu s.l. mið-
vikudag var faðir hans sagður
Sigurðsson, en hann var Jón
Tómasson skipstjóri, alkunnur á
sinni tíð.
Borgar-
stjóra stefnt
BORGARSTJÓRANUM í
Reykjavík, Birgi ísleifi
Gunnarssyni, hefur f.h.
borgarsjóðs Reykjavíkur
verið stefnt fyrir bæjar-
þing Reykjavíkur til
greiðslu skaðabóta að fjár-
hæð 8 milljónir króna
ásamt 14% ársvöxtum frá
1. júlí 1976.
Stefnandi er Reynir Þórðarson,
Safamýri 83, Reykjavík. 1 stefn-
unni segir að stefnt sé „vegna
tilefnislausra og allt of víðtækra
rar.nsóknaraðgerða starfsmanna
borgarsjóðs Reykjavfkur á
meintu misferli stefnanda i starfi
hjá trésmiðju Áhaldahúss Reykja-
vikur, vegna rangra og mjög
meiðandi upplýsinga starfsmanna
Reykjavíkurborgar til fjölmiðla
um meint misferli og alvarlegt
brot stefnanda i starfi, umfangs-
mikilla og tilefnislausra kæru-
aðgerða borgaryfirvalda á hendur
stefnanda bæði fyrir borgarráði
og sakadómsyfirvöldum og
kostnaði þeim tengdum, einnig
bóta vegna fyrirvaralausrar og
óréttmætrar frávikningar úr
starfi yfitverkstjóra við trésmiðju
Áhaldahúss Reykjavíkur.“
Einnig er áskilinn réttur til að
gera siðar kröfur um bætur vegna
skertra lifeyrissjóðsréttinda
vegna uppsagnar stefnanda úr
starfi yfirverkstjóra.
Borgarstjóri, Birgir Isleifur
Gunnarsson, vildi ekkert láta
hafa eftir sér um mál þetta, þegar
Mbl. bar málið undir hann.
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚLl 1976
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155
AUSTURSTRÆTI 22