Morgunblaðið - 02.07.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 02.07.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLl 1976 ......" _ wtm | I l S 11 sii*Bisa»ii ; ■ Matterhorn, fjallið sem sexmenningarnir ætla að klífa I næstu viku. Þeir hyggjast fara upp eftir hryggnum sem á myndinni er á miðjum tindinum. Sex skátar ætla að klífa Matterhorn í nœstu viku Fjallgöngukapparnir úr Hjálparsveit skáta sem halda til Sviss I dag, frá vinstri: Arngrlmur Blöndal, Sighvatur Blöndal, Ágúst Jóhannsson, Ágúst Guðmundsson, Helgi Benediktsson og Pétur Ásbjörns- SOIl. (Ljósm. Friðþjófur). — Nei, það er nú ekki meiningin að skilja ís- lenzkan fána eftir á toppi Matterhorns ef við kom- umst þangað, en eftir- vænting okkar er mikil eftir að komast á þennan víðfræga fjallstind. Það getur enginn ímyndað sér hversu stórfenglegt það er að hafa sigrað slík- an tind og hafa allt víð- feðmið og stórbrotna náttúrufegurðina fyrir framan sig. Sex piltar úr Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík hafa orðið, en í dag halda þeir til Sviss þar sem þeir ætla sér að klífa hæsta tind Matterhorns í næstu viku. Nokkrir þeirra ætla sér síðan að verða eftir í Sviss og m.a. klífa Mont Blanc, Eiger Tind og „Ungfrúartind". Þeir hafa allir æft fjallgöngur af kappi undanfarið og klifið fleít fjöll suðvest- anlands og sömuleiðis marga jöklanna. Auk þess voru tveir þeirra, Sighvatur Blöndal og Helgi Benediktsson, á sérstökum klifurskóla í Austurríki í hitteðfyrra. Alls eru þeir sex i hópnum eins og áður sagði og auk Helga og Sighvats þeir Arngrímur Blöndal, bróðir Sighvats, Pétur Ásbjörnsson og nafnarnir Ág- úst Jóhannsson og Ágúst Guð- mundsson. Sá elzti í hópnum er þrítugur, en sá yngsti 17 ára. — Við fljúgum til Luxem- borgar a í dag og höldum þaðan beint til Sviss, sögðu þeir félag- ar er við ræddum við þá í gær. — Síðan er ætlunin að dvelja í tvo daga í hlíðum Matterhorns I um 3000 metra hæð til að venj- ast þunna loftinu. Upp ætlum við síðan aðfararnótt mánudags og ef allt gengur að óskum verðum við varla lengur en 12 tíma í ferðinni fram og til baka. Hæsti tindur Matterhorns er 4477 metrar á hæð og klifu hann fyrst brezkir fjallgöngu-' kappar árið 1865, en aðeins tveim dögum síðar komust Ital- ir, sem höfðu haft samflot með Bretunum, einnig á toppinn. Matterhorn er eitt vinsælasta fjallið meðal fjallgöngumanna í Evrópu, en enginn Islendingur hefur enn komizt á topp fjalls- ins. Þó kleif Þórður Guðjohn- sen tind fjallsins árið 1911, en hann var iæknir f Danmörku og danskur ríkisborgari. Matterhorn er i ölpunum á landamærum Sviss og Ítalíu og fara sexmenningarnir upp þá leið Svissmegin, sem vinsælust er af fjallgöngumönnum. Þeir félagarnir eru ekki neinir ný- græðingar í fjallgöngum, þó svo að sú iþrótt sé ekki mikið stunduð hér á landi. Þeir Helgi og Sighvatur hafa t.d. tvö síð- astliðin sumur lagt á Mount Blanc, en Sighvatur varð að snúa við á miðri leið í fyrra með veika ferðafélaga. Að lokinni ferðinni á Matter- horn ætla þeir sér að klifa fjöll- in Eiger og Jungfrau. Fyrr- nefnda fjallið er eflaust minn- isstætt úr kvikmynd, sem sýnd var hér i vetur og fjallaði að verulegu leyti um uppgöngu á Eiger-tind. Eiger-tindur er 3970 m á hæð, en Jungfrau 4150 m. Helgi og Sighvatur voru staddir í Sviss er upptaka þeirrar myndar fór fram og fylgdust að nokkru leyti með töku myndar- innar. — I myndinni leit svo út að verið væri að klífa norður- vegg tindsins, en það er nátt- úrulega bara svindl eins og svo margt annað í myndinni, segja þeir Helgi og Sighvatur. — Norðurhlið Eiger er ein alerfið- asta leið, sem fjallgöngumaður getur valið sér og ekki»nema afburðamenn sem geta farið þar udd. Að lokinni ferðinni á þessa tinda ætla þeir Ágúst Guð- mundsson og Arngrímur sér að klífa Mount Blanc, en Helgi ætlar að flakka um svissnesku fjöllin í einn mánuð. Við spyrj- um þá hvað sé svo spennandi við fjallgöngur. — Þetta er eins og í öðrum íþróttum, því hærra eða lengra sem þú kemst því mun æstari verðurðu í að gera enn betur segja þeir. — Svo er þetta að sjálfsögðu mjög spenn- andi og býður upp á stórkost- legt útsýni og náttúrufegurð. I dag halda þeir til Sviss styrktir af Skátabúðinni, Isal, Sveini Egilssyni og Flugleiðum. Farangur þeirra verður ekki líkur farangri annarra farþega sem fara í sumarleyfi til út- landa þessa dagana, heldur hlífðarföt, mannbroddar, ís- axir, hjámar og fleira nauðsyn- legt fyrir fjallgöngumenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.