Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLl 1976
100 ár síðan Blönduós
fékk verzlunarréttindi:
Texti og myndir: Tryggvi Gunnarsson.
Byggðin á Blönduósi hefur
stækkað með hverju árinu
en hér sjáum við fremst á
myndinni yfir elzta hluta
kauptúnsins og austur yfir
Blöndu. Efst til hægri á
myndinni sjáum við stál-
gripaskemmuna stðru,
sem hreppsfélagið er að
láta reisa.
Jón tsberg.
mm
— Rætt við Jón
Isberg, oddvita
Barnaheimili er starfrækt
á lóð barnaskólans og þar
dvelja dag hvern um 50
börn.
»
Það var sumarið 1875, sem
Tómas Thomsen, lausakaupmað-
ur, kom á skipi sínu í Blönduós og
hóf hann þar verzlun við nær-
liggjandi sveitir. Thomsen reisti
verzlunarhús sín á syðri bakka
árinnar og þar stendur enn elzti
hluti kauptúnsíns. Blönduós var
löggilt sem höfn árið 1875, en sem
verzlunarstaður 1. janúar 1876.
Við síðustu áramót voru því eitt
hundrað ár liðin frá því að
Blönduós fékk verzlunarréttindi.
Á þessa ieið fórust Jóni Isberg,
sýslumanni, orð þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins hitti hann að
máli á sýsluskrifstofunni á
Blönduósi fyrir skömmu en Jón
er oddviti Blönduósshrepps og
hefur verið það frá árinu 1970.
Erindi okkar á fund Jóns var að
fræðast lítillega um sögu Blöndu-
óss og hvað væri efst á baugi í
málefnum hreppsfélagsins um
þessar mundir. En gefum Jóni
orðið á ný.
— Kauptúnið hefur á þessum
hundrað árum sinnt því hlutverki
að vera miðstöð þjónustu fyrir
sveitir A-Húnavatnssýlu. Verzlun-
in hefur lengst af verið miðpunkt-
ur þessarar þjónustu og svo er
enn þó nýjar greinar hafi komið
til sögunnar s.s. heilbrigðisþjón-
usta, viðgerðarverkstæði og
banki. Það má því með sanni
segja að Blönduós fái lífsmátt
sinn úr sveitunum og sveitirnar
lifsmátt sinn héðan. En allri þjón-
ustu eru takmörk sett og við hljót-
um því að róa á önnur mið sam-
hliða. Þar eigum við að mínum
dómi að leggja allt kapp á að
koma upp iðnaði, enda hefur það
sýnt sig hvað snertir þau iðnfyrir-
tæki, sem þegar starfa hér að með
þeim hefur verið stigið spor í
rétta átt. Iðnaður skapar ekki
bara atvinnu, heldur einnig
trygga atvinnu, ef rétt er á málum
haldið.
BRYGGJAN EKKI Á
ÓSKALISTA HJA
ÞVÍ OPINBERA
— En þegar við erum að tala
um atvinnumöguleika get ég ekki
látið hjá líða að nefna lítið dæmi
um hringlandahátt hins opinbera
í atvinnuuppbyggingunni. Við er-
um hér með bryggju, sem um fara
milli 11.000 og 13.000 tonn af vör-
um á ári hverju en bryggjuna er
ekki hægt að nota nema f sæmi-
legu veðri. Þessi bryggja er ekki á
óskalista hjá þvi opinbera. Þeir
segja að við þurfum enga höfn því
við höfum ekki útgerð og þegar
rækjan kom sögðu þeir að það
þýddi ekkert fyrir okkur að
stunda útgerð, hér væri engin
höfn. Og þau eru fleiri dæmin,
sem mætti nefna eins og þegar
verið var að koma prjónastofunni
Pólarprjón á fót.
ÍBÚUNUM FJÖLGAR
UM 3% Á ÁRI
— íbúum Blönduóss hefur
fjölgað nokkuð jafnt á síðustu ár-
um og lætur nærri að fjölgunin
hafi verið um 3% á ári. íbúarnir
hér voru 1. desember sl. 813 tals-
ins. Þú spyrð hvort íbúarnir séu
aðallega úr nágrannasveitunum.
Þó ég hafi ekki skoðað þáð sér-
staklega, þá held ég að megi segja
að stærstur hlutinn sé héðan úr
sveitunum en það hefur verið
mikil hreyfing á fólki til og frá
kauptúninu.
FJÖLBREYTNI
í ATVINNULÍFINU
FERVAXANDI
— Atvinnuástand hefur verið
með ágætum hér á síðustu árum
enda hefur fjölbreytni í atvinnu-
lífinu hér farið vaxandi með ári
hverju. Sem dæmi um einstaka
vinnustaði má nefna að milli 40
og 50 manns starfa við sjúkra-
húsið á staðnum, hér eru þrjú
bifreiðaverkstæði, þar af tvö véla-
verkstæði. Þá má nefna fyrirtæk-
ið Pólarprjón, sem rekur sauma-
stofu og prjónastofu en þar vinna
um 35 manns. Sölufélag A-
Húnvetninga er hér með sínar
aðalstöðvar en það starfrækir
sláturhús og mjólkurstöð, sem
meðal annars framleiðir þurr-
mjólkurduft auk nýmjólkur og
rjóma. Sölufélagið er systurfyrir-
tæki Kaupfélags A-Húnvetninga
en kaupfélagið er aðalverzlunar-
fyrirtækið á staðnum. Ég minntist
áðan á fjölbreytni í atvinnulífinu
hér og það sakar þá ekki að nefna
að tvær heildverzlanir starfa hér
á Blönduósi. Mikil gróska hefur
einnig verið hér í byggingar-
iðnaði og á haustin og veturna
veitir rækjuvinnslan hópi fólks
atvinnu. Má í raun segja að
rækjuvinnslan veiti því fólki a1;
vinnu sem að öðrum kosti feng1
ekki atvinnu hér i kauptúninu
yfir þennan tíma.
— Sveitarsjóður er nú að láta
reisa 4200 fermetra stálgrinda-
skemmu og er ætlunin að þ®f
verði aðstaða fyrir iðnfyrirtæk1
Þegar hafa tvö fyrirtæki feng1^
þarna inni en aðstaða er fyrlf
fleiri. Áður en við skiljum vi^
atvinnumál staðarins er ekki nr
vegi að nefna að hér starfar
brauðgerð, Brauðgerðin Krútt
fyrirtækið Trefjaplast, sem frad1'
leiðir meðal annars kappróðraf'
báta og þrjár trésmiðjur.
FRAMTÍÐIN
BYGGISTÁFRAM-
TAKSEMI ÍBU-
ANNA SJÁLFRA
— Hvað snertir framtíð staðaf'
ins hlýt ég að horfa björtum aug'
um á hana. Við erum hér í þjóá'
braut og að okkur liggur gróská'
mikið og gjöfult landbúnaðaf
hérað. Fyrir þremur árum vaf
Hátíðahöld í tilefni afmælisins um helgina
I TILEFNI af aldarafmæli
verzlunarréttinda Blöndu-
óss verður efnt til sérstakr-
ar afmælisdagskrár nú um
helgina. Á morgun, laugar-
daginn 3. júlí, verður úti-
hátíð í Kvenfélagsgarðin-
um við Blöndu og hefst há-
tíðin kl. 13.30. Meðal dag-
skráratriða verður lúðra-
blástur, hátíðarfundur
hreppsnefndar Biönduóss,
sr. Árni Sigurðsson rekur
sögu Blönduóss og afhjúp-
aður verður minnisvarði af
fyrsta Blönduósingnum,
Tómasi Thomsen, en minn-
isvarðann gerði Jónas Jak-
obsson.
Klukkan 15 á morgun
býður hreppsnefnd
Blönduósshrepps til kaffi-
drykkju í Félagsheimil-
inu. Síðar um daginn verð-
ur sérstök skemmtun fyrir
börn og fram fer knatt-
spyrnuleikur. Um kvöldið
verður leiksýning í Félags-
heimilinu en þá sýnir
Leikfélag -Blönduóss Þið
munið hann Jörund eftir
Jónas Árnason undir leik-
Ír___
stjórn Magnúsar Axelsso^'
ar. Þá verður dansað v*.
Félagsheimilið en haiö’
veður verður dansleikdr
inn í Félagsheimilinu.
Á sunnudag, 4. júlí,
rð-
ur guðþjónusta í hvam
in**1'