Morgunblaðið - 02.07.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULl 1976
Gunnar Bjarnason frá Öndverdarnesi hefur opnað málverkasýningu í
veitingaskálanum f Þrastarlundi við Sog. Gunnar sýnir olíu- og vatns-
litamyndir, vframyndir og sðlir úr hóffjöðrum, og er þetta hans fyrsta
sýning. Sýningin er opin til 9. júlí.
„Endurnýjunarþörf
flotans nægileg til
skipasmíðastöðvum
AÐALFUNDUR Félags dráttar-
brauta og skipasmiðja var hald-
inn á Akureyri 12. júní s.l. Var
m.a. rætt um stefnumörkun f
skipasmfðum og viðgerðum f ljósi
þeirra viðhorfa sem skapazt hafa
f kjölfar spádóma um framtfð
fiskistofnanna. Var lögð áherzla á
að endurnýjunarþörf fiskiskipa-
flotans væri nægileg hér á landi
til þess að skapa innlendum
skipasmfðastöðvum verkefni á
næstunni, jafnvel þótt flotinn
yrði minnkaður f samræmi við
spár þeirra, sem lengst vilja
ganga f þessu efni. Voru f þessu
sambandi kynntar athuganir sem
starfsmenn Landssambands iðn-
aðarmanna hafa unnið fyrir fé-
lagið og sýna þetta svo ekki verð-
ur um villzt.
Aðalfundurinn fagnaði við-
Banlcastræti 9 • Sími 11811
fiskiskipa-
að skapa
verkefni”
leitni og yfirlýsingum stjórnvalda
í þá átt að koma á skipulagi um
nýsmíði fiskiskipa. Jafnari endur-
nýjun flotans sé forsendan fyrir
þvf að innlendar skipasmíðastöðv-
ar nýtist til fulls og þar af leið-
andi að þörfin fyrir innflutning
skipa fari minnkandi á næstu ár-
um. Fundurinn varaði við þeirri
skoðun að hætta beri smfði fiski-
skipa innanlands, jafnframt því
að takmarkaður hefur verið inn-
flutningur fiskiskipa, þar sem
fiskiskipaflotinn sé nú þegar orð-
inn of stór. Aðalfundur F.D.S.
benti á að jafnvel þó spár mestu
bölsýnismanna um nauðsynlegan
niðurskurð flotans rættust yrði
samkvæmt þeim könnunutn sem
félagið hefur látið gera eitir sem
áður um meíri endurnýjunarþörf
en innlendar skipasmíðastöðvar
geta annað.
Fundurinn bendir á að f stað
þess að verja árlega háum upp-
hæðum til viðgerða skípa erlendis
mætti bæta með þ\ t og efla ís-
lenzkar viðgerðarstöðvar. Þá
þurfti að bæta aðstöðu til við-
gerða hér á landi, bæði innan
fyrirtækjanna sjálfra og í höfn-
um. Unnið er nú að undirbúningi
sérstaks hagræðingaverkefnis í
viðgerðum, sem að mati fundarins
er mjög nauðsynlegt að ráðast í til
þess að auka afkastagetuna og
minnka kostnað við viðgerðir.
Fundurinn ályktaði um lánsfjár-
fyrirgreiðslu fyrir skipaviðgerðir
og benti á, að ein afleiðing skut-
togarakaupanna að undanförnu
verði óhjákvæmilega sú að við-
gerðarmarkaðurinn stóraukist og
haldi áfram að vaxa á næstu ár-
um. Þó væri ljóst að verulegt
átak yrði aó gera i aðstöðumálum
þessarar greinar. Fundurinn
vakti athygli á því að á sama tíma
sem mikil hætta væri á að veruleg
aukning yrði á því að skip sigldu
til útlanda til viðgerða er lánafyr-
irgreiðsla til þessara mála mjög
bágborin hér á landi, og veikir
það samkeppnisaðstöðuna veru-
lega.
Aðalfundur F.D.S. taldi að alvar-
Framhald á bls. 21
50-70%
Hljóma^^Fálkinr^uglýsg^^r
afsláttur
Mesti markaður á íslenzkum hljómplötum
og kassettum fyrr og síðar
VENDIÐ YKKUR í
VÖRUMARKAÐINN, i ÁRMÚLA 3,
| HÉROGNÚ