Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAC’.UR 2. JÚLI 1976
20
In memoriam:
Viðar Thorsteins-
son framkvœmdast
Þar var sjálfsagt engin tilviljun
að Viðar Thorsteinsson dróst að
íþrótt á borð við skákina, marg-
slungnir valkostir bundnir
ströngum kröfum um einbeitingu
hæfileikanna, svo og höfðun til
óvæntrar og skyndilegrar
athurðarásar samræmdust mjög
skapgerð og gáfum Viðars. Skák-
byrjanir hans voru oftast nær
nýtískulegar og viðurkenndar en
vel kannaðar. Honum var vel ljóst
hversu mjög skákin hjó að skipu-
legri og öruggri byrjun en jafn-
framt var heimsborgarinn og
framkvæmdamaðurinn ofarlega i
þeirri hugsun sem upphafið
byggðist af. -
Við tefldum saman nokkrir
félagar Viðars í 25 ár á vetrum.
Segir það nokkuð um manninn að
ávallt hlökkuðum við mjög til
þessara kvölda, því alitaf var von
um einhverja nýjung frá Viðari
T. En þó að byrjanir hans hafí
verið sem fyrr segir og hann gæfi
sig óskiptur miðtaflinu með sömu
vandvirkni og annað sem hann
gerði og byggði upp sína þunga-
miðju með óvenjulegri natni og
krossvöldun, með næmu auga fyr-
ir veikleika okkar hinna á
stöðunni, þá var það þó ekki fyrr
en eftir uppskipti og snyrtingu
stöðunnar að Viðar fór að njóta
sín og hafa verulega ánægju af
skákinni. Endataflið var hans
sterka hlið. Það er táknrænt að þá
voru það peðin, veikustu
mennirnir, sem í höndum hans
urðu að þeim banafleygum, sem
gengu á hol inn í stöðuna og
sprengdu hana upp. Hugmynda-
flug hans, jafnframt nákvæmri
taflmennsku, naut sín þar hvað
bezt, þegar teflt var á yztu nöf og
ekki var lengur hægt að bjarga
neinu ef út af skeikaði, þraut-
— Hefði horft
öðru vísi við
Framhald af bls. 1
aðgerðir annarra þjóða, sem í hlut
ættu.
Idi Amin forseti Uganda, sem
unnið hefur að samkomulags-
viðræðum við flugræningjana
ásamt Pierre Renard sendiherra
Frakka i Uganda sagði að hugsan-
legt væri að leysa málið áður en
frestur ræningjanna til ísraels-
manna rynni út á sunnudags-
morgun. ísraelsmenn hafa hins
vegar ekki sagt hve mörgum föng-
um af þeim 40, sem sitja í fangelsi
i israel þeir séu tilbúnir að sleppa
úr haldi og ekki hægt að gera sér
grein fyrir hvort skæruliðar sætta
sig við nokkuð annað en að gengið
verði að öllum þeirra kröfum.
Þeir hafa hótað að sprengja flug-
vélina og flugstöðvarbygginguna,
þar sem þeír halda til, í loft upp
og myrða alla gíslana ef ekki
verður orðið við kröfum þeirra.
Útvarpið í Uganda sagði í dag,
að Valery Giscard D'Estaing
Frakklandsforseti hefði í samtali
við Amin lagt til að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu milligöngu um
samninga, þar sem svo margar
þjóðir ættu í hlut. Sagði útvarpið
að Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóra S.Þ. hefði verið skýrt frá
— Minning
Ingiríður
Framhald af bls. 23
Þau ungu hjón reyndust Ingi-
ríði sérstaklega vel, sýndu henni
bæði umhyggju og nærgætni. Það
er auðlegð að bera gæfu til þess
að reynast þeim vel sem þess
þurfa með.
Fyrir mörgum árum, eftir að ég
flutti hingað til Reykjavikur,
skrifaði Ingiríður mér bréf og bað
mig að gera sér smágreiða, sem ég
og gerði eftir bestu vitund og
hafði gaman af, því alltaf hef ég
staðið i þakkarskuld við þá góðu
konu.
Bréfið geymi ég enn vel og
seigja og skörp dómgreind
héldust hér í hendur á óvenjulega
skemmtilegan hátt. Endatafl við
hann var því hlutur sem vitað var
fyrirfram að myndi krefjast
fyllstu athygli og aðgæzlu hvers
sem var, en jafnframt ánægjuleg,
ekki sízt fyrir hnyttilegar athuga-
semdir hans sjálfs. Skyndiárásir
og fórnartafl var ekki algengt hjá
Viðari, þó hann ætti það til. Hin
rökrétta og óstöðvandi framvinda
veluppbyggðrar áætlunar var
honum greinilega mest að skapi.
Að notfæra sér smávægilega
ávinninga til meiri hluta, stig af
stigi, átti vel við hann.
Eins og Viðar birtist manni sem
skákmaður, þannig var hann
einnig í lífi sínu, i tafli lífsins og í
samskiptum sínum við samferða-
menn eldri sem yngri. Viðar vildi
aldrei hagnast á kostnað annarra,
heldur eingöngu fyrir góðar og
skynsamar athafnir sjálfs sín, að
vinna að því að auka hag sinn og
þeirra sem hjá honum störfuðu
var honum æðsta boðorð. Fáir
menn sem ég hefi kynnzt á lífs-
liðinni hafa virzt mér eins
vakandi fyrir þessu og Viðar
Thorsteinsson. Hjálpsemi hans
við sína minni bræður og sam-
kennd hans við aðra sem erfitt
áttu, var svo fáguð að fæstir þeir
er hann gerði greiða, og tala
þeirra er legíó, tóku eftir því hve
mikið hafði verið fyrir þá gert,
svo ljúfmannlega var að því
staðið; aldrei vildi hann kannast
við að hafa gert neinum greiða.
Viðar var vinmargur maður,
brosmildur og hæglátur yfirlætis-
laus vinur barna og smælingja.
Hann var mikið snyrtimeni í allri
umgengni, húsbóndi svo sérstak-
ur að sjaldgæft var hve starfsfólk
þessari tillögu. Amin svaraði því
til að hægt yrði að leysa málið
fyrir sunnudag, ef israelsmenn
létu fanganna lausa. Amin neitaði
þvi að hann ynni með ræningjun-
um, og sagði að fyrir sér vekti
aðeins að tryggja öryggi allra
gíslanna.
Gíslarnir munu hafa sætt góðri
meðferð ræningjanna og
konurnar og börnin 47, sem komu
til Parísar i gær, sögðu að þau
hefðu sætt góðri meðferð. Frétta-
menn segja að gislarnir 101, sem
fóru áleiðis til Parísar í kvöld,
hefðu einnig virzt vera vel á sig
komnir.
Ekki er ljóst hvaða fólk það er,
sem stendur að flugráninu, en
haft er eftir diplómötum í
Uganda, að um sé að ræða þrjá
hópa, 2 Araba, 2 V-Þjóðverja og
er annar kona, og 3 Palestínu-
araba, sem virðast vera foringjar
hópsins. Flugræningjarnir
segjast vera félagar í Alþýðu-
fylkingunni til frelsunar
Palestínu, en diplómatar segja að
það kunni aðeins að vera hentugt
sameiginlegt gervi þessara
þriggja hópa. Meðal fanganna í
ísrael er japanski hryðjuverka-
maðurinn Kozo Okamoto, sem var
einn af þremur Japönum, sem
myrtu 26 manns og særðu 70 á
vandlega, það er fagurlega
skrífað, því hún hafði mjög góða
rithönd, þá er það ekki síður vel
orðað og hlýja og þakklæti endur-
speglast á bak við það sem sagt er.
Eftir að heilsa hennar var þrot-
in, flutti Jónmundur mágur minn
kveðju hennar til mín á þann
hátt, að hún hefði sagt: ég bið að
heilsa Jakob, hann hefur alltaf
verið svo góður við mig. Hvort ég
hef átt þessa góðu kveðju skilið er
ekki mitt að dæma, en hitt er víst
að hún er mér mikils virði.
Nú eru liðin tvö ár frá því ég sá
hana síðast, þá kom ég að Auð-
kúlu og við spjölluðum lengi sam-
an i litla snotra herberginu
hennar, en þar bar allt fyrri ein-
kenni um reglu og hirðusemi.
hans virti hann og mat, vildi allt
fyrir hann gera ótilkvatt. Yfirleitt
var sama starfsfólk hjá honum
árum saman. Einn þáttur í skap-
höfn Viðars ber þó sennilega hæst
í minningu félaga hans: Frá-
sagnahæfileiki og kímnigáfa
hans, svo sérstæð, óvenjuleg að
enginn sem kynntist í vinahóp
getur gleymt því, hversu langt
sem liður. Mörg af hnittyrðum
hans lifa enn með vinum og félög-
um sum áratugum eftir að þau
urðu til.
Viðar var meðalmaður á hæð,
ljóshærður og bláeygður nokkuð
hnellinn, en vel á sig kominn.
Ævi hans var margbreytileg eins
og skákin sem hann iðkaði svo
vel, en hann óx við hverja raun,
en einnig í meðlæti sem er sjald-
gæfara.
Það fýkur fljótt í sporin, jafn-
vel þótt fast sé til jarðar stigið á
stundum svo skelfur jörðin. Það
er trú min að þau spor sem þessi
elskulegi féiagi okkar skildi eftir
sig meðan hann gekk hér um
meðal vor á sinn friðsamlega og
hljóðláta hátt muni geymast lengi
í krafti þess hreina og tæra lífs-
anda sem ávallt barst til okkar
með honum.
Úlfar Þórðarson
Ben-Gurionflugvelli i ísrael 1972
og grísk-kaþólski erkibiskupinn
Hilarion Capudji, sem afplánar 12
ára fangelsi fyrir vopnasmygl.
— Navarro
Framhald af bls. 1
að aldri, og að hann hefði enga
löngun til að halda í embættið,
sem P’ranco skipaði hann i í
janúar 1974, eftir að fyrirenn-
ari hans, Luis Carrero Blanco,
var myrtur í sprengjutilræði í
desember 1973. Stóðu skæru-
liðasamtök Baska, ETA, að baki
tilræðinu.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að Navarro hafi verið vonsvik-
inn yfir þeirri gagnrýni sem
hann sætti og efnahagserfið-
leikum, en vinstri mönnum á
Spáni þótti hann fara of hægt í
að koma á umbótum, og hægri
mönnum hann fara of geyst.
Verðbólgan i maí sl. jókst um
4,58%, og er hún nú orðin 12%
á ársgrundvelli. Mikill greiðslu-
halli undanfarnar vikur hefur
knúið stjórnina til að taka stór
erlend lán. Navarro kvaddi
stjórn sína á aukafund í kvöld,
en skv. spænsku stjórnar-
skránni verða allir ráðherrarn-
ir að segja af sér með forsætis-
ráðherranum.
Hún veitti mér af rausn af því
sem hún hafði fram að færa,
fræddi mig um margt frá liðinni
tíð, minnið virtist óskert og frá-
sögn hennar öll skýr og skilmerki-
leg. Heyrnin var orðin sljó en þó'
var enginn vandi að ræða við
hana í einrúmi.
Að heimsókn lokinni kvaddi ég
hana klökkur í huga, en heitt um
hjarta, þetta var okkar hinsta
kveðja.
Þeir eru orðnir margir í Svína-
dal á síðustu áratugum sem ég hef
kvatt þar í síðasta sinn. Ingiríður
átti alla sína ævi heima í Svína-
dal, æskudalnum sínum sem hún
unni svo mjög, og naut vináttu
fólksins sem dalinn hefur byggt.
Ingiríður var glöð og kát í góð-
— Blönduós
Framhald af bls. 13
með það í huga að það geti rúmað
héraðssamkomur. Hér hefur risið
bókhlaða en auk bókasafns og
héraðsskjalasafns eru þar til húsa
sýsluskrifstofan og lögreglan á
staðrum. Þessi bókhlaða er að
vísu nokkuð við vöxt og ætti hún
því að geta mætt þörfum framtíð-
arinnar. Þá má geta þess að fýrir-
hugað er að byggja nýja kirkju og
á hún að rísa á hólnum ofan við
barnaskólann.
MINNISVARÐI
UM FYRSTA
BLÖNDUÓSINGINN
— í tilefni af aldarafmæli kaup-
túnsins sem verzlunarstaðar hef-
ur ýmsu verið hrundið í fram-
kvæmd til að minnast þessara
tímamóta. Hreppsnefndin ákvað
að vinna að uppgræðslu meianna
umhverfis Blönduós og hefur þeg-
ar verið hafizt handa um það
verkefni en þetta er um langtíma-
verkefni. Gert hefur verið merki
fyrir kauptúnið og stofnuð hefur
verið lúðrasveit. Þá hefur verið
gerður minnisvarði um Tómas
Thomsen, kaupmann, sem fyrsta
Blönduósinginn og verður hann
afhjúpaður í Kvenfélagsgarðin-
um við Blöndu við hátíðarhöldin
3. júlí nk.
— Eins og ég hef áður sagt er
ég bjartsýnn á framtíð Blönduóss
og hér á eftir að koma kaupstaður
og þegar fram líða stundir verður
hér ekki kauptún eða kaupstaður
heldur borg.
— Neita að greiða
Framhald af bls. 2
auk 3% menningarsjóðsgjalds,
sagði Ellert Schram lögfræðingur
Þórskaffis í gær. — Þeir telja að
þeir hafi um árabil greitt skatt af
skatti því ef aðgöngumiði hefur
kostað t.d. 500 krónur þá hafi þeir
greitt bæði skemmtana- og sölu-
skatt af upphæðinni óskiptri.
— Það má segja að þetta mál sé
prófmál og telji dómsvaldið að
álagningin hafi verið röng mun
það eflaust hafa víðtækar af-
leiðingar því ólíklegt er annað en
að fleiri skemmtistaðir fylgji á
eftir. Við höfum fyrst og fremst
óskað eftir úrskurði um réttmæti
þessarar álagningar og sú upp-
hæð, sem Þórskaffi krefst, 3,9
milljónir, er varla rétt lengur, því
inni í dæminu er ekki álagning
ríkisins tæplega ár aftur í tímann,
sagði Ellert Schram að lokum.
— Falli Tal . . .
Framhald af bls. 1
Um 1500 hermenn úr friðar-
gæzlusveitum S-Arabíu og
Súdan komu í dag í útjaðar
Beirút, en þeir munu ekkert
hafast að fyrr en vopnahléi
hefur verið komið á. 800
manna friðargæzlusveitir frá
Sýrlandi og Lýbíu voru fyrir í
borginni.
I’arouk Kaddoumi talsmaður
PLO sagði í dag að Palestínu-
menn hefðu margboðið upp á
vopnahlé, en kristnir hefðu
alltaf hafnað því. Kaddoumi
sagði að ef Tal Zaatar félli
væri endanleg úti um alla von
um vopnahlé, þvi að slíkt yrði
hrein uppgjöf eftir að kristnir
menn hefðu framið fjöldamorð
á Palestínu-aröbum.
vina hópi, bjó y.'ir skemmtilegri
kímnigáfu sem hún beitti af mildi
og hógværð.
Hún hafði ágæta söngrödd og
söng ætíð í Auðkúlukirkju þegar
þar var messað. Mér fannst til-
komumikið að koma í Auðkúlu-
kirkju þegar ég var lítill drengur,
sjá sr. Björn í fullum skrúða fyrir
altarinu, Jóhann í Holti spila á
orgelið og stjórna söngnum og
Eirík I Ljótshólum vinna með-
hjálparastörfin.
Kirkjan fannst mér undraheim-
ur og húsið á hólnum háreist höll.
Í mörg ár Ieit út fyrir að dagar
kirkjunnar væru taldir, en nú
hefur hún verið færð um set
endurbyggð í óbreyttu formi og
söfnuðinum til mesta sóma.
11% rafmagns-
hækkun
HEIMILUÐ HEFÚR VERIÐ 11%
hækkun rafmagns hjá Rafmagns-
veitu Re.vkjavíkur. Fylgir þessi
hækkun í kjölfar hækkunar sem
varð á rafmagnsverði frá Lands-
virkjun.
— Pólland
Framhald af bls. 1
8 lögreglumenn eru sagðir
þungt haldnir vegna meiðsla, sem
þeir hlutu, er grjóti var kastað að
þeim, er þeir reyndu að dreifa
mannfjöldanum. Sem kunnugt er
féll stjórnin frá verðhækkunun-
um er verkföll breiddust út um
landið. I blaðinu segir að aðeins
hafi komið til óeirða i Radom og
Ursus, sem er úthverfi Varsjár,
en þar rifu verkamenn m.a. upp
járnbrautarteina og stöðvuðu
hraðlestina frá París til Varsjár.
Ríkisstjórnin hefur nú hafizt
handa um að skipuleggja fjölda-
fundi um landið, þar sem lýst er
trausti og stuðningi við stefnu
kommúnistaflokksins. Hins vegar
sagði verkamaður einn í ræðu á
slíkum fundi, að það væri eitt að
styðja kommúnistaflokkinn en
annað að taka með þögninni svo
miklum verðhækkunum. Finna
yrði aðra lausn, sem almenningur
gæti sætt sig við.
— Bretar . . .
Framhald af bls. 1
hækkaði í verði á gjaldeyris-
mörkuðum og er nú um 1,79 doll-
arar fyrir 1 sterlingspund. Healey
sagði i ræðu sinni, að sig pundsins
á undanförnum mánuðum og
hækkanir á neyzluvörum í heim-
inum hefðu sett baráttuna gegn
verðbólgunni nokkuð úr skorðum
og hann sagði að miðað við núver-
andi aðstæður mætti búast við að
verðbólgan í árslok yrði um 12%
og 7M% i árslok 1977. Verðbólg-
an, sem fór um tíma yfir 30%,
lækkaði nýlega undír 20% og
heldur áfram að lækka hröðum
skrefum. Pundið hefur fallið í
verði um 38,8% gagnvart helztu
gjaldmiðlum frá þvi í desember
1971. 5,3 milljarða dollara trygg-
ingarlán helztu iðnríkja á Vestur-
löndum fyrir 3 vikum urðu til að
stöðva hrap pundsins, en það var
komið niður í 1,70 dollara fyrir
pundið.
— Nú bíða . . .
Framhald af bls. 2
skipin komi inn með loðnuna.
Eru þeir bjartsýnir á að svo verði
fljótlega því nokkuð af loðnu
hefur fundizt og sömuleiðis hafa
handfærabátar á Skagagrunni
fengið talsvert af fiski undan-
farið fullan af loðnu. Handfæra-
veiðarnar hafa mjög glæðzt að
undanförnu og þorskur verið
meiri hluti I aflanum en áður.
Nú er unnið að borun við 5.
holuna eftir vatni i Skútudal og
er borinn kominn niður á um 800
metra dýpi. Hefur borunin gengið
mjög vel og gera menn sér jafnvel
vonir um vatn á 900—1000 metra
dýpi.
Gott veður hefur verið í
Siglufirði að undanförnu, sól og
blíða upp á hvern einasta dag.
— m.j.
Ekki orkar það tvímælis að
Ingiríður var mjög ánægð með
endurbyggingu kirkjunnar, og frá
þessari kirkju hefur hún fylgt til
grafar nánustu ættingjum og vin-
um, sem fallið hafa i valinn á
hennar löngu ævi, og nú er hún
kvödd hér hinstu kveðju og jarð-
sett við hlið eiginmanns síns, eftir
að hafa verið ekkja I 44 ár.
Ég kveð hana svo með þakklát-
um huga með von um endurfund
þó seinna verði. Nú er hún flutt
þangað sem „eilífðin sjálf hún er
alein til“ og ástvinir hennar taka
á móti henni og bjóða hana vel-
komna heim.
Jakob Þorsteinsson
frá Geithömrum.