Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JULÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000.00 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. r Itíð tveggja vinstri stjórna var tíörætt um jafnrétti kvenna og karla og nauðsyn löggjafar i því efni. Þá var þó látið sitja við orðin tóm. Það var ekki fyrr en í ágústmánuði 1975 aó Gunnar Thoroddsen fé- lagsmálaráðherra fól þeim Hallgrími Dalberg ráðu- neytisstjóra og Guðrúnu Erlendsdóttur hæstarrétt- arlögmanni að semja frum- varp til laga um þetta efni. Það frumvarp var lagt fyr- ir síðasta þing og afgreitt, lítið breytt, sem lög frá Al- þingi, 18. maí 1976. Þessi lagasetning var sögulegur atburóur í réttindabaráttu kvenna, sem oft á eftir að veröa vitnað til, þótt jafn- rétti í reynd vinnist ekki að fullu og öllu fyrr en með breyttu viðhorfi og ríkari réttlætiskennd alls al- mennings í landinu, ekki sízt stjórnenda í atvinnulífi og opinberum stofnunum og forystu launþegasam- taka. Það tekur áreiðan- lega sinn tíma að þróa viö- horf og breytni samfélags- afla að því marki, sem um- rædd löggjöf stefnir að, en það má flýta þeirri þróun með eðlilegum umræðum i fjölmiðlum. Samkvæmt hinum nýju lögum skulu konur og karl- ar hafa jafna möguleika til atvinnu og menntunar og fá greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. At- vinnurekendum skal óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði, og gildir þaö m.a. um ráðn- ingu og skipun, i starf, stöðuhækkun, stöðuheiti, uppsögn úr starfi, veitingu hvers konar hlunninda og almenn vinnuskilyrði, sem og til stafsþjálfunar eða til að sækja námskeið, sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undir- búnings annarra starfa. Sérstakt jafnréttisráð skal annast framkvæmd þessara jafnréttislaga og hefur það þegar verið skip- að. Hæstiréttur skipar for- mann ráðsins en aðrir ráðs- menn eru skipaðir af eftir- töldum aðilum: Alþýðu- sambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi Islands, Bandalagi starfsmanna rík- is og bæja og félagsmála- ráðuneyti. Auk þess að sjá um að ákvæðum jafnréttis- laga sé framfylgt skal það vera ráðgefandi stjórn- völdum, stofnunum og fé- lögum í málefnum, er varða jafnrétti með konum og körlum í kjaramálum og við ráðningu eða skipun til starfs; fylgjast með þjóðfé- lagsþróun, sem varðar þetta lagaefni, og gera til- lögur til breytinga til sam- ræmis við tilgang laganna. Ennfremur að stuðla að góðri samvinnu við samtök atvinnurekenda og laun- þega um þetta efni; taka til rannsóknar af sjálfsdáð- um, hver brögð kunni að vera að misrétti í jafnrétt- ismálum, að þvi er lög þessi varóar. Og síðast en ekki sízt að taka við ábending- um um brot á ákvæðum laganna og rannsaka slík mál. í því sambandi getur ráðið, ef aðfinnslum þess er ekki sinnt, hafið mál i umboði aðila, sem það telur að réttur hafi verið brotinn á, til að ná fram leiðrétt- ingu í hans þágu. Ýms ákvæði þessara laga kunna að orka tvimælis, eins og oft vill verða um löggjöf á nýjum vettvangi þar sem tiltæk reynsla er ekki fyrir hendi. Það kann því að þurfa að taka þessa löggjöf til endurskoðunar að liðnum hæfilegum reynslutíma og í ljósi þá tiltæks lærdóms af fram- kvæmdinni. Það sem skipt- ir þó mestu máli er, að með þessari löggjöf er ísinn brotinn að jafnrétti í reynd, sem svo lengi hefur verið talað um, en nú loks- ins gert eitthvað raunhæft í. Morgunblaðið birti sunnudaginn 10. júlí at- hyglisverð viðtöl við fólk á ýmsum vinnustöðum í borginni. Flest af þessu fólki staóhæfði, að þótt konur og karlar ættu að lögum að búa við sama rétt til menntunar, atvinnu og launa, vityist skorta nokk- uö á, að þann veg væri það í raun. Kæmi þetta m.a. fram í umframgreiðslum til viðbótar umsömdum launum í kjarasamningum við stéttarfélög, sem og mismunandi starfsheitum, þó að um sömu eða lík störf væri að ræða. Að hluta til væri þó orsökin meiri hlé- drægni kvenna en karla, bæði að því er varðar menntunar- og starfs- frama, þegar á heildina er litið. í þessu efni þarf, eins og fyrr segir, almennings- viðhorf að breytast, svo markmið jafnréttislaganna náist fyrr og betur. Hver er t.d. hlutur kvenna í for- ystu launþegasamtaka, bæði einstakra félaga og heildarsamtaka, hvort heldur sem er innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eða Alþýðu- sambands íslands? Rikir máske fastheldni á forna karlhefð í sjálfum laun- þegasamtökunum? Og ef svo er, þarf þá ekki að stíga þar fyrstu skrefin? Ef litið er til stjórnmála- flokka, sveitarstjórna, eða Alþingis, blasir við svipuð mynd. Konur eru þar örfá- ar i forystusveit miðað við karla. Hér má einnig stíga nokkur skref í átt að settu marki. En athyglisvert er það, og máske lærdómsríkt, að i Sjálfstæðisflokknum, sem sumir kenna þó vió íhald, hafa mun fleiri kon- ur skipað sæti fulltrúa i sveitarstjórnum og á Al- þingi á undanförnum árum og áratugum en nokkrum öðrum íslenzkum stjórn- málaflokki. Einn af forset- um Alþingis er kona úr röðum sjálfstæðisþing- manna. Og það segir og sína sögu að það var ráð- herra Sjálfstæðisflokksins sem lét semja frumvarp að lögum um jafnrétti kvenna og karla og fékk það sam- þykkt á löggjafarþingi þjóðarinnar. Jafnrétti kvenna og karla Rockefeller spá- ir sigri Fords Washington, 20. júlí. NTB. NELSON Rockefeller varaforseti Bandaríkj- anna hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta afskiptum af stjórnmál- um á næsta ári. Rockefeller hélt blaða- mannafund i borginni Wilmington í Delware í gær, og sagði þar meðal annars að eftir að næsti forseti Bandaríkjanna sver embættiseið í janú- ar næsta ár, ætlaði hann að setjast í helgan stein, hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp og lesa. „En ég læt frá mér heyra þegar ég tel ástæðu til,“ bætti hann við. Rockefeller taldi að Gerald Ford forseti yrði tilnefndur forsetaefni republikana á flokks- þinginu i Kansas City í ágúst, og að hann sigraði Jimmy Carter frambjóð- anda demókrata i kosn- ingunum í nóvember. Ford veróur sterkur frambjóðandi, sagði Rockefeller, meðal ann- ars vegna þess að hann getur sýnt fram á góðan árangur efnahagsstefnu sinnar. Bandaríkin og Vestur-Þýzkaland hafa hægt en örugglega krafl- að sig upp úr bylgjudal efnahagsmálanna, þótt fáir hafi gert sér vonir um að það yrði unnt. Mega Bandaríkjamenn vera hreyknir af því, sagði varaforsetinn. Viðbúnað- ur í S- Afríku Jóhannesarborfí, 20. júlí — Reuter. KENNSLA hófst á ný i dag, i barnaskólum Suður-Afriku, og hafði lögreglan mikinn viðbún- að af ótta við ný uppþot á borð við óeirðirnar í bænum Soweto í fyrra mánuði, þar sem 176 manns biðu bana. Víðast hvar var allt með kyrr- um kjörum, en þó kom til óeirða i blökkumannabænum Mhluzi, um 100 kílómetrum fyr- ir vestan Jóhannesarborg eftir að skólabörn fóru í hópgöngu og grýttu bifreiðar. Var sex skólum bæjarins þegar lokað, og lögreglan lokaði einnig öll- um umferðaræðum til bæjar- ins. Þótt kyrrt væri i flestum öðr- um byggðarlögum blökku- manna, var lögreglan vel vopn- um búin og á verði, sérstaklega i Soweto þar sem rikisstjórnin hefur neitað að opna skólana á ný. ísraelskt eldflaugaskip á siglingu nálægt Haifa. Nýlega var því lýst yfir í ísrael, að sex önnur eldflaugaskip væru nú í smíðum í landinu. Manntjón og eyðilegging vegna flóða í Mexíkó Mexíkóborg, 20. júlí. AP. MESTA úrkoma í manna minnum hefur valdið mannskæðum flóðum í Mexíkó og gífurlegum skemmdum. Að minnsta kosti 120 manns hafa far- izt i flóðunum, og 50 er saknað, en um 200 þús- und manns hafa misst heimili sín. Þúsundir bú- penings hafa drukknað, og vegum, brúm, járn- brautum og uppskeru hefur skolað burt. Flóðin eru nú í rénun, og björgunarstarf hafið. Yfirvöld segja að vatnsborð Panuco ár- innar, sem er mesta fljót norð- austurhéraða landsins, hafi lækkað verulega eftir að það náði hámarki á mánudag, en þá var vatnsborðið 8,3 metrum hærra en eðlilegt er. Verst úti urðu miðhéruð landsins, og sérstaklega lág- lendið á austurströndinni, þar sem ræktuð eru jarðarber til útflutnings. Segja landbúnað- aryfirvöld að þar hafi um 5,7 milljón hektara ræktunarlands' skemmst eða eyðilagzt. Orkoman stóð í tæpan hálfan mánuð, og stytti upp nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.