Morgunblaðið - 21.07.1976, Page 17
MORC.UNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAC.UR 21. JULI 1976
17
Oskar Pétursson
—Minningarorð
F. 21. september 1900.
D. 12. júlí 1976.
I dag er gerð frá Fossvogs-
kirkju útför Oskars Péturssonar
að Hátúni 10 I) hér í borg, en hann
andaðist snögglega 12. júli stadd-
ur á ferðalagi norður i landi. Er
mér skylt að kveðja hann nokkr-
uni orðum að leiðarlokum.
Óskar Pétursson var Snæfell-
ingur að ætt og fæddist i Hross-
holti í Eyjahreppi 21. september
aldamótaárið. Ólst hann þar upp í
stórum systkinahópi og tók við
húi í Hrossholti eftir föður sinn.
Bjó Óskar þar til 1960. er hann
fluttist til Reykjavíkur. Vann
hann eftir það við byggingar-
vinnu í höfuðstaðnum og hjá
skipafélaginu Jöklum um hríð.
I.agði hann meðal annars hönd að
byggingu hússins að Norðurbrún
1 og hafði þar lyklavörzlu, meöan
á smíði þess stóð. Heima í sveit
sinni hafði Oskar verið oddviti og
haft ýmsa aðra forustu á hendi.
Hann var hagur vel og snyrti-
menni. Léku því flest störf í hönd-
unt hans.
Oskar kvæntist aldrei og eign-
aðist ekki börn, en honunt veittist
sú hamingja að kynnast ágætri
konu, Sesselju Björnsdóttur úr
Reykjavík. Bjuggu þau santan
hálfan annan áratug, og var sam-
búð þeirra eins og bezt verður á
kosið, enda Sesselja bæði traust
og góð. Voru þau Óskar og Sess-
elja sambýlisfólk mitt að Austur-
brún 2 i mörg ár. Get ég því unt
það borið hversu frábært var til
þoirra að leita og með þeim að
vera. Glöggt sannaðist og góðvild
þeirra og hjálpsemi á atlæti við
gamla einstæða konu, Margréti
Halldórsdóttur fyrrum hjúkrun-
arkonu. sem nú er háöldruð. Önn-
uðust þau hana lengi af mikilli og
fagurri umhyggju. Sjálf á ég Ösk-
ari og Sesselju ógleymanlegar
samverustundir að þakka.
Óskar Pétursspn var maður
glaður og hress í bragði, gjarnan
var hann með gamanyrði á vör-
um. Sá hann alltaf bjartari hliðar
tilverunnar og hafði næmst auga
fyrir öllu skemmtilegu og bros-
legu. Er sannkiilluð unun að hafa
verið samferða á lífsleiðinni sliku
fólki sem Óskari og Sesselju.
Þau Óskar og Sesselja ferðuð-
ust rnikið innanlands og utan og
voru einmitt stödd í skemmtiför
norðanlands, er hann veiktist.
Var Óskar fluttur á sjúkrahús á
Hvammstanga og andaðist þar á
björtum júlímorgni. Ðannig hélt
hann áfrarn í ferð, sem enginn á
afturkvæmt úr.
Eg bið Öskari Péturssyni guðs-
blessunar í nýrri tilverU, og þér,
Sesselja mín, votta ég samúð, svo
og ættingjum.
Ólöf Jönsdóttir.
Þegar okkur berst sú fregn að
vinir okkar.hafi kvatt þennan
heim skyndilega, verður okkur
svarafátt í bili. Svo var með ntig
er ég frétti að góður vinur niinn,
Óskar Pétursson frá Hrossholti.
hefði látizt á sjúkrahúsi á
Hvammstanga. Hann veiktist
snögglega er hann var á ferðalagi,
svokallaðri hringferð, ásamt vin-
konu sinni er hann bjó með hér í
Reykjavík. Eftir ósk hans vildi
hann að hún héldi ferðinni áfram.
þar sem hann taldi sér rnundi
batna fljótlega. Síðan var ferðinni
haldið áfrant. þar til að morgni 12.
júlí. Hringdi hún strax á sjúkra-
húsið að vita um líöan hans, enda
búin að gera það oftar i ferðinni.
Henni var sagt að honuni liði vel
og væri farinn að ganga um og
hann gæti komiö sjálfur og talað
við hana. Síðan beið hún nokkra
stund þá kentur læknir i símann
og segir henni þau sorgártíðindi.
að hann sé dáinn. hafi hnigið nið-
ur á leiðinni í sírnann. Var þetta
ntikið áfall fyrir vinkonu hans. er
taldi hann úr allri hættu. —
Öskar var með kransæðastíflu og
búinn að hafa þennan sjúkdóm
nokkurn tirna.
Við Óskar vorum búnir að vera
nágrannar frá þvi við vorum ung-
ir drengir. Skammt var á milli
heimila okkar, Stórahrauns og
Hrossholts, og rnikill samgangur á
milli bæjanna Þar ólumst við
upp, umkringdir hinurn fagra
snæfellska fjaliahring. er blasir
við til allra átta.
Öskar var prúömenni og atorku-
maður með afbrigöum. enda har
Hrossholtsheimilið vitni um það.
Eftir að hann tók við jörðinni
eftir foreldra sína hyggði hann
íbúðarhús og öll önnur hús, ásamt
mikilli ræktun. öskar var ágætur
smiður þó ekki hefði hann tekið
próf í þeirri iðn. Var hann oft við
smíðar, eftir því sem tími gafst til
frá heimilisstörfum.
Foreldrar hans. Rósa Markús-
dóttir og Pétur Þormóðsson.
hjuggu í Hrossholti mestan sinn
búskap með barnahóp sinn. tvo
syni og sex dætur. Nú eru fjögur
dáinn af þessum efnilega syst-
kinahópi. — Ef þrátt fyrir stóran
barnahóp var alltaf sama snyrti-
ntennskan er einkenndi Hross-
holtsheimilið. hvort heldur var
úti eða inni. Ég minnist þess frá
bernsku ntinni og alla tíð, hvað
allt var fágað og prýtt i gantla
bænurn hjá Rósu í Hrossholti.
börnin hrein og svo vel upp færð,
að það var til fyrirmyndar þrátt
fyrir lítil efni. Það gefur auga
leið, að þaö þurfti sparnað og uni-
hyggju aö konia þessum barnahóp
upp, því þá var nú ekki um neina
hjálp aö tala. hvorki barnanteðlög
eða aðra fyrirgreiöslu, og iill urðu
þessi börn, er aldur færðist yfir
þau, góðir þjóðfélagsþegnar. Eftir
að faöir Óskars dó. tók hann við
búforráöum með móður sinni og
systrum, og eftir að hún dó bjó
hann nteð systrum sfnum.
En jafnmikill hæfileikamaður
og Öskar var á flestum sviðurn
kommst hann ekki hjá því að vera
framámaöur í sinni sveit. Hann
var i ýmsum nefndum. og oddviti
Eyjahrepps var hann þar til hann
hætti búskap og fluttist til
Reykjavíkur 1960. Systur hans
voru þá á förunt. og giftar suntar;
vildi hann því ekki halda áfram
búskap og seldi því jiirðina og
bústofninn og keypti sér íbúð í
Reykjavfk. — Stuttu eftir að hann
kom til Reykjavíkur fór til hans
ekkja. Sesselja B-jörnsdóttir, og
hjuggu þau saman þar til hann
féll frá. Hann taldi það mikla
hamingju fyrir sig að hal'a kynnzt
þessari konu. þó hann væri kom-
inn nokktlð til aldurs, enda hel'ur
hún einnig sagt mér það. að hún
hafi vart kynnzt hetri manni en
Öskari. Var því samhúð þeirra hin
áhægjulegasta.
Oskar kom til okkar hjóna þrent
vikum áður en hann dó. og sagði
okkur frá hinu fyrirhugaöa ferða-
lagi. Eg taldi hann heldur af því
að fara; ég vissi að hann gekk
ekki heill til skógar. En Oskar
vikli litið tala um sjúkleika sinn
og svaraöi því til að eitt sinn
skyldi hver deyja. Svo var ekki
samtalið lengra um þetta efni. —
Eg veit að Oskar er syrgður af
miirgum og ekki sízt af eldri kyn-
slöðinni. og erum við hjón í þeim
hópi.
Oskar verður iillunt minnis-
stæður. er þekktu hann — þessi
ntikli áhugi. bæði gagnvart vinnu-
afköstum. þjóömálum og iillu er
máli skipti. gagnvart lífinu sjálfu.
Hann var með afbrigöum bóngóð-
ur. vjldi allt fyrir alla gera. þótti
sjálfsiigð skylda að hjálpa náung-
anum. Ef reiknaðar væru allar
þær vinnustundir. er hann vann
l'yrir aðra, væru það margar og í
krónutali stör upphæð. En nú fer
hann að taka við rentunum al’
góðgerðarsemi sinni handan við
móðuna miklu.
Eg ætla ekki að skrifa langt ntál
eftir Óskar. ég býst við hann
kærði sig ekkert um það, var ekki
þannig maður. Eg og fjiilskylda
mín iill munum minnast hins góða
nágranna í Hrossholti. og þiikkum
allar ánægjustundir er við áttum
með honum. Systkinum og öðrum
aðstandendum hans vottum við
innilegustu samúð okkar. Blessuð
sé minning hans.
Þórarinn Arnason
frá Stórahraum.
t
Utför eigmmanns mins
BERGÞÓRS GUÐMUNDSSONAR,
Eystra Súlunesi,
fer fram frá Leirárkirkju, laugardaginn 24 júli kl 14
Blóm og kransar vinsanilega afþökkuð
Vilborg Helgadóttir.
+
Þokkum mmlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
konu mmnar og systur okkar
ODDBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR
Ingunn Sæmundsdóttir
v Steinunn Sæmundsdóttir
+
Þökkum auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og jarðarför,
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR,
garðyrkjumanns.
frá Blonduósi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Elliheimilanna i Hveragerði og Grund
Börnin og aðrir aðstandendur.
+
Hjartans þakkir fynr samúð og hlutteknmgu viðfráfall og útfor
GUÐJÓNS ATLAARNASONAR
Sólveig Ólafsdóttir
Arsól M Árnadóttir Bjorn Sigurðsson
Drífa H. Arnadóttir Roy Seiwell
og börn þeirra
+
Þokkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útfor
MARGRÉTAR ÖLVERSDÓTTUR
Sólvallagotu 29
Keflavík.
Vandamenn.
+
V.ð þokkum mnilega auðsýnda samúð og vináttu við útfór
ÁSLAUGAR MÖRTU SIGURÐARDÓTTUR
hjúkrunarkonu
frá Merkisteini,
Vestmannaeyjum
Kristín Sigurðardóttir Rósa Sigurðardóttir,
Ingi Sigurðsson, Agnes Sigurðsson,
Valgeir Guðmundsson, Bryndís Jónsdóttir
og systkinabörn.
+
Innilegt þakklæti færuni við ullum sem auðsýndu okkur samúð við
fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömniu
JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR
GuSmundur Magnússon,
Kristin Magnúsdóttir,
Sigriður Magnúsdóttir.
Margrét Magnúsdóttir, Þorsteinn Jónsson.
Pálina Pálsdóttir. Jón Þorsteinsson,
Haraldur Magnússon, Guðrún Lárusdóttir.
+ Inmlegt þakklæti færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð
við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður. fósturmóður og ömmu
LILJU HALLDÓRSDOTTUR MELSTED, Nesveg 67.
Fyrir fiönd barnabarna og annara ættmgja.
Þórný Axelsdóttir, Konráð Ragnarsson,
Birna Axelsdóttir, Guðmundur Gíslason •
+ Þokkum auðsýnda samúð vegna + +
andláts og útfarar Maðunnn niinn, faðir okkar. tengdafaðir og afi Þokkum inmlega auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og útför
GUÐNYJAR EINAR Norðfjörð. eigmmanns mins. foður. fósturföður. tengdaföður, afa og langafa
BERGÞÓRSDÓTTIR byggingameistari. DANÍELS ÓLAFSSONAR
Sérstakar þakkir tii deildar 3 c á Háaleitisbraut 1 7, frá Tröllatungu.
Landspitalanum og kvenfélags verður jarðsunginn frá Keflavikufkirkju fimmtudaginn 22 júli, kl. 2
Eyrarbakka e.h. Ragnheiður J. Árnadóttir
Aðalsteinn Sigurjónsson, Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim. er vilja minnast hins látna, er Jón Guðni Daníelsson Svanhildur Kjartans
ísak ísaksson. bent á liknarstofnanir Þórir Danielsson María Jóhannesdóttir
Sunneva Jónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir Árni Daníelsson Helga Rósmundsdóttir
Guðmundur Lárusson, Einar G. Norðfjörð Kristín Þórðardóttir Stefán Danielsson Hulda Þorvaldsdóttir
Hrefna Pétursdóttir. Guðrún Norðfjörð Steinar Árnason Kristrún Danielsdóttir Ingimundur Guðmundsson
Ástdís Bergþórsdóttir, Sigurbjörg Norðfjörð Þorgeir Valdimarsson Sigurbjörn H. Ólafsson Fjóla Guðmundsdóttir
Sigurbjörg Bergþórsdóttir. og barnabörn barnaborn og barnabarnaborn.