Morgunblaðið - 21.07.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR21. JULÍ 1976
21
félk í
fréttum
Vildi ekki
aftur í
fangelsið...
+ NOKKRUM srkúndum eftir
aú þessi mynd var tekin lá þessi
ungi hlokkumaúur f valnum,
eftir ad liafa hleypt af skamm-
hyssunni sem hann miúaði að
höfði sér. Maúurinn, sem hét
Gregory Moore. hafði gert mik-
ið uppistand á bar einum í St.
Louis, haldið fólki þar föngnu í
þrjár klukkustundir. Lögregl-
an hafði umkringt staðinn, en
Gregory hótaði að drepa alla á
barnum ef þeir freistuðu inn-
göngu. Barþjónninn sagði sfðar
svo frá, að hlökkumaðurinn
ungi hefði sagt sér, að hann
vildi lieldur deyja en fara f
fangelsi og því hafi hann
ákveðið að fyrirfara sér er
hann sá að fokið var í flest
skjól.
Nóttin sem hún
gleymir aldrei
+ KARLA Petersen, seiri’
nú er 83 ára, var eini
Daninn sem Jkomst lífs af
þegar Titanic sökk 15.
apríl 1912. Hún var á leið
til Ameríku þar sem hún
ætlaði aö setjast að og
hefja nýtt líf, ásamt unn-
usta sínum og tveimur
ættingjum. En örlögin
tóku þá hastarlega í
taumana og í sjóslysinu
fórust unnustinh og ætt-
ingjarnir. Þótt langt sé
nú um liðið hefur Karla
ekki gleymt dauðahróp-
umhinna 1500 farþega
sem fórust með skipinu,
og í 64 ár hefur hún
vaknað upp nóttina fyrir
umræddan mánaðardag
þegar slysið varð. Þá tek-
ur hún fram gamla nátt-
kjólinn sinn, sem hún
stóð í þegar hún fór í
björgunarbátinn, og hug-
urinn reikar til baka . ..
Á miðri þessari mynd má sjá hve vel grasið hefur sprottið þótt mjög stutt
hafi verið síðan þvi var sáð. Hér gefur einnig að lita hið nýja garðasvæði,
sem er langt uppi á nýja hrauninu, en einmitt þarna er a11 góður varmi og
víða of mikill fyrir ræktun, a.m.k. fyrir kartöfluræktun, þvi i fyrstu tilraun
hálfsoðnuðu þær og má segja að útsæðið hafi komið upp sem ..franskar"
kartöflur. Hins vegar koma radisur, rófur og fleiri jurtir mjög vel upp og
útlit er fyrir jafnvel nokkrar uppskerur á ári af fljótsprottnum jurtum.
Úr Eyjum:
Nytjajurtir
og skraut-
blóm á gló-
andi hrauni
Rauð- og gulrófa spretta upp úr
nýju landi.
Hlöðver skoðar hádegisblómin sem hann hefur ræktað f hrjúfu hrauninu
yfir gömlu byggðinni.
ÞAÐ HEFUR verið tómstunda-
gaman hjá áhugasömu fólki í
Vestmannaeyjum að rækta upp
spildur i nýja hrauninu og gera
sér þar matjurtareinar Hlöðver
Johnsen, sem unnið hefur að
tilraunum og uppbyggingu
hraunhitaveitunnar reið á vaðið
og ræktar nú 8 tegundir mat-
jurta i nágrenni hraunhitaveitu-
hússins, auk skrautblóma svo
sem lúpinu, hádegisblóma og
fleira, en siðan hafa nokkrir
aðrir Eyjaskeggjar tekið upp
þráðmn og rækta eitt og annað
i moldarsalla sem þeir hafa
borið i hraumð Fyrstu upp
skeruna fengu Eyjaskeggjar i
júnibyrjun. en jurtirnar vaxa
mjög fljótt og vel i hrauninu.
enda ylurinn nægur. Upp hafa
komið hugmyndir um að reisa
gróðurhús i stórum stil á
hrauninu. því viða er ekki
nema nokkurra tuga sentimetra
dýpt niður á mörgfiundruð
stiga hita — á.j.
Tvær Eyjakonur, Sigga f Skuld og
Sigrún, að reyta arfann hjá kart-
of lugrösunum, ræktunarskilyrðin
eru góð og þá lætur arfinn ekki
lengi bfða eftir sér.
Ljósmyndir Mbl.
Sigurgeir í Eyjum.