Morgunblaðið - 24.07.1976, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1976 5 Mikil umsvif hjá Skóg- ræktarfélagi íslands A SUNNUDAGINN koma til landsins um 30 norrænir skóg- ræktarmenn sem munu dveljast hér f viku á vegum Skógræktarfé- lags Islands. Þá mun Skógræktar- félag tslands einnig gangast fyrir Arangur af gróðursetningu Norð- manna f Skorradal frá 1952. gagnkvæmum skiptum Norð- manna og Islendinga f ágúst en þá koma hingað um 60 ungir Norðmenn til skógplöntunar og samtfmis fer álfka stór hópur héð- an til skógplöntunar f Noregi. Þetta er tfunda skiptiferðin sem Skógræktarfélag tslands og norska skógræktarfélagið hafa gengist fyrir þriðja hvert ár sfðan 1949. Skógræktarfélag íslands gerð- ist meðlimur Norræna Skógrækt- arsambandsins (Nordisk Skog- union) í fyrra en það er samband skógræktarfélaga á Norðurlönd- um. Þetta samband gengst fyrir kynnum milli norrænna skóg- ræktarmanna með fundahöldum á fárra ára fresti, svo og kynnis- ferðum einstakra meðlima á hverju ári. Koma þá venjulega sex skógræktarmenn frá hverju landi saman til fundar í löndun- um á vixl. ErU þá viss málefni tekin á dagskrá og rædd auk þess sem menn sækja fræðslu til starfsbræðra sinna. Fyrr hafa aldrei svo margir norrænir skóg- ræktarmenn komið hingað til lands samtímis en hér er ætlunin að ræða um skógrækt við erfið náttúruskilyrði. Hinn 4. ágúst koma svo 60 ungir Norðmenn til skógplöntunar á vegum skógræktarfélags Islands og munu þeir dveljast hér til 18. ágúst. Samtímis fara 60 tslending- ar til skógplöntunar í Noregi en þetta er f tíunda skipti sem slík ferð er farin síðan árið 1949. Upp- haflega komust þessar skiptiferð- ir á að frumkvæði T. Anderssen- Rysst sem var sendiherra Noregs hér á þessum árum. Norski hópur- inn sem hingað kemur mun dvelj- ast að Laugarvatni og Hvanneyri en þeir sem dveljast á Hvanneyri munu planta í Skorradal. :«(WW|15Í* i M s 2 r • " '' fm. í fccvíMií* iift I Ragnheiður Jónsdóttir vinnur aðgrafikmynd í vinnuStofu sinni. Ragnheiður hlýtur þýzk grafikverðlaun Ragnheiður Jónsdóttir fékk ný- lega tilkynningu frá formanni 4. alþjóðlegu grafiksýningarinnar 1976, þar sem segir að samkvæmt úrskurði dómnefndar hafi hún hlotið 6. verðlaun á 4. Inter- nationale Grafik Biennale Frech- en 1976. Muni verðlaunin, skjal og 500 marka peningaupphæð af- hent á sýningunni f haust. 1 fyrstu yfirferð voru 740 grafikverk lögð fyrir dómnefnd- ina, sem lagði til hliðar í sex umferðum þau verk, sem ekki komu til greina og valdi síðan til verðlauna. Ragnheiður hefur hugsað sér að þiggja þetta boð og fara sjálf utan til að taka við verðlaununum. Sýningin verður opnuð 24. október og hefur hún þess vegna fært fram sýningu á grafikverkum sínum í Norræna húsinu og verður hún því opnuð snemma i október. Ragnheiður er þekkt hér á landi fyrir grafikverk sín. Hún stundaði nám í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og París. Hefur tekið þátt i fjölmörgum alþjóðlegum grafiksýningum víðs vegar í Evrópu og Ameríku frá 1971, auk fjölmargra smærri sýninga hér heima ogannarsstaðaraNorður- löndum. A þessu ári á Ragnheiður m.a. verk á sýningum í Austur- Beriín, Madrid, Frechen, Krakow, Moss, Fredrikstad, San Fransisco og ætlar að efna til sýningar í Norræna húsinu hér í október, sem fyrr er sagt. Dómnefnd alþjóðlegu grafik- sýningarinnar í Frechen skipa: 1. Herman Hebler, grafiker og list- rænn forstöðumaður Norska alþjóðagrafik-biennalsins í Fred- rikstad.2, Dr. Boris Kelemen, for- stjóri Grada Galleri í Zagrei* 3. Emile Marzé, aðalritari Biennale Int. d’Art de Mentor* 4. Heinrich Mtlller-Wittgendorf, málari og listrænn forstöðumaður Grafik Biennal Frechen* 5. Dr. Horst Richter, listgagnrýnandi og vara- ritari hinnar þýzku UNESCO nefndar. En verðlaunin hlutu: 1. Kunihiro Amano frá Japan, Sutej Miroslav frá Júgóslaviu, 3. Peter Redeker frá Þýzkalandi, 4. Tetsuya Noda frá Japan, Oldrich Kulhanek frá Tékkóslóavakíu. 6. Ragnheiður Jónsdóttir frá tslandi, 7. Ove Stokstad frá Noregi, 8. Andras Mengyan frá Ungverja- landi, 9. Maurice ^lasternak frá Belgíu og Haage' Sixten frá Svíþjóð. Þá hlutu 10 aðrir lista- menn minnispening. (Ljósm Br.H.) Ungar norskar stúlkur og strákar planta I Haukadal f ágúst 1973. Hvanneyri: Efnum blandað í hey til að draga úr skemmdum af hita og myglu I SUMAR verða gerðar tilraunir á vegum bútæknideildar Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri með blöndun á efn- um í hey til að reyna að draga úr skemmdum af völdum hita I heyi og myglu. Að sögn Bjarna Guð- I mundssonar á Hvanneyri hafa ýmis efni verið reynd í þessu : sambandi erlendis á undanförn- um árum en nú hafa menn helzt augastað á efninu próplon, amonfaki og ýmis konar blöndum þar sem própfonsýra er uppistað- an. Bjarni tók fram að gera mætti ráð fyrir að hey hér á landi rýrn- uðu milli 20—50% ef verulega hitnaði í þeim, ekki er þá bara um það að ræða að heyið brenni og rýrni að fóðurgildi heldur verður slíkt hey til muna verra fóður. Eriendis hefur blöndun á þessum efnum í korn og hálm verið tíðkuð um nokkurt skeið. í Skandinavíu hefur meðal annars verið reynt að blanda amóníaki i hálm og þá1 ekki einungis í þeim tilgangi að 1 forðast skemmdir af völdum hita heldur til að auka fóðurgildi hálmsins. —Ég veit ekki hvort þetta hent- ar hér en tiiraunir erlendis s.s. í Bandaríkjunum benda til þess að þetta geti komið að gagni en það er eftir að sjá hvort þetta hentar við þær aðstæður sem við búum við og að því er ætlunin að komast með þessum tilraunum, sagði Bjarni, og bætti við að þessi efni væru frekar dýr. Ætlunin er að gera tilraun með að úða própíon i hey um leið og það er véibundið en nokkuð hefur borið á því að það myglaði i böggunum, ef það er bundið rakt. Við megum ekki gleyma þvi að með þessum tilraunum erum við þó aðeins að ráðast að afleiðing- unum, en ekki að glima við orsak- irnar. Það er vissulega brýnast að komast fyrir orsakirnar og það verður ekki gert nema með auk- inni votheysverkun og góðri súg- þurrkun, sagði Bjarni að lokum. Verzlunarmannahelgin Athygli skal vakin á því aö áfengisbann er á neðangreindum hátíöum: Þeir sem hafa í hyggju að sækja neðangreindar hátíðar um. n.k. verzlunarmannahelgi mega búast við því að áfengisleit verði gerð í farangri þeirra. Sumarhátíð í Húsafelli Bindindismótið í Galtalæk ^Rauðhetta '76 BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, svo og alla þjónustu. ^TÍÐMI? Einholti 2 Reykjavík Sími 23220

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.