Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 11

Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLI 1976 11 Air France-vélin, sem rænt var. Ugandískir hermenn *** skjóta á ísraelska hermenn Israelskir hermenn skj niður hryðjuverkamen úgandíska hermenn. ísraelskir hermenn vfsa gfslunum veginn'P að C-130 flutningavélunum, sem biða reiðubúnar til flugtaks YEMEN TANZANIA Boeing 707 vélin, sem sá um að koma boðum á milli björgunarsveitanna. ? ÞANNIG FORU E>EIR AÐ ÞVÍ. Úgandískur flugumferðarstjóri ísraelsmennirnir ráðast inn f gömlí drepur fyrirlioa ísraelsku flugstöðvarbygginguna og ráða "** björgunar iniðurlögum hryðjuverkamanna. - sveitinna. Gislarnir leita skjóls fyrir skothríðinni. aaSL T*mmm —• ij-z; > , Israelsmenn J*'-afí* sprengja MIG-þotur^ Ugandamanna f loft upp. * »•***■*■ ■ • • • ...~*ii ~ ■ Sveit ísraelsmanna legguraf staðtil . árásar á nýju flugstöðina. | \ 0 100 ’L. 500 SinVjORDAN S A U D 1 Vlfcrm el-Sheikh FLUGLEIÐ BJÖRGUN—■■ ■> ARSVEITANNA LEIÐ STOÐARFLUGVÉLA. HEIMLEIOIN umfangsmiklar breytingar hafa farið fram á flugvellinum að und- anförnu og hann hefur verið stækkaður verulega. Bandaríkja- stjórn veit’ti aðstoð við undirbún- inginn, og starfsfólk ísraelska flugfélagsins E1 A1 í Nairobi í Kenya lagði sitt af mörkum, en Nairobi var eini hugsanlegi stað- urinn til millilendingar á leiðinni frá Uganda til ísrael. 30. júni létu flugræningjarnir lausa alla þá gísla, sem ekki voru Gyðingar, trúlega til þess að ísra- elsstjörn yrði fúsari til samninga. Nú voru gislarnir aðeins 108 i stað 256, sem hafði aftur það í för með sér aö björgunin yrði mun auð- veldari viðfangs. Þar að auki þurftu Ísraelsmenn ekki lengui' að óttast að borgarar annarra ríkja létu lífið í átökum á flugvell- inunt. Þegar gíslarnir 148 komu frá Entebbe fengu ísraelsmenn aðgang áð ómetanlegum upplýs- ingum. M.a. kom i ljós, að sprengi- hætta var ekki i salnum þar sem ísraelsku gíslarnir dvöldust enn í, og öryggisráðstafanir flugræn- ingjanna virtust yfirleitt mjög losaralegar. Fimmtudaginn 1. júlí tilkynnti Ísraelsstjórn, aö ákveðið væri að skipta á gíslum og hryðjuverka- mönnum. I tilkynningunni kom þá fram, að ekki kæmi til greina að láta lausa fanga, sem dæmdir hefðu verið fyrir morð. Þá var ljóst, að ágreiningur var enn um stað þar sem skiptin gætu íarið fram. Flugræningjarnir kröfðust þess, að þau færu fram á Entebbe-flugvelli, en Israels- stjórn vildi að skiptin yrðu i Frakklandi. Eitt og annað, sem torveldaði að skiptin færu fram þá þegar var tint til. Sá var ein- mitt tilgangur israelsmanna að tefja tímann — að draga á lang- inn hið óhjákvæmilega. Þeir hiifðu aldrei hugsað sér aö láta undan kröfum flugræningjanna, — trúir þeirri köllun, að við glæpalýð bæri ekki að semja und- ir neinum kringumstæðum. 2. júlí birti Israelsstjórn lista með nöfnum þeirra hryðjuverka- manna, sem hún gæti fallizt á að láta láusa. Nú höfðu israelsmenn fengið upplýsingar um aðstæður á Ent- ebbe-flugvelli frá Bandaríkja- stjórn, þar á meðal myndir frá gervihnetti. Flugumenn höfðu komizt inn á flugvöllinn og komu þaðan með mikilvæga vitneskju. Stjórn Kenya hafði með leynd fallizt á að árásarliðið hefði við- komu í Nairobi á leiðinni heim til israel til að fá eldsneyti og aðstoð við særða. I hernaðarlegu tilliti var málið einfaldara þegar hér var komið sögu en þegar Pales- tinuarabar höfðu gisla í haldi í israel, að því er einn þeirra, sem mestan þátt tók i undirbúningi, skýrði frá síðar. I síöari hlutanum sem birtist í blaðinu á morgun segir frá dvöl gíslanna á Entebbe, björguninni, þætti Amins, heimkomunni til Israels og eftirleiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.