Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976 llm GILAG-EYJAKLASA Rússneska Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn og kona hans. eftir rússneska sagnfræðinginn Ritdómur Roy Meíveíev Solzhenitsyfls SÍÐAST LIÐINN ÞRIÐJUDAG BIRTI Þjóðviljinn, án tilvitnana meinta gagnrýni rússneska sagnfræðingsins Roy Medvedev á niðurstöðum og skoðunum Nóbelsskáldsins Alexanders Solzhenitsyns Af frásögnum Þjóðviljans má draga þær álykt- anir að Roy Medvedev sé í öllum meginatriðum á öndverðum meiði við Solzhenitsyn Hér er hallað réttu máli eða um vísvitandi rangtúlkun að ræða Hér á eftir verður birtur orðréttur ritdómur sagnfræðingsins Roy Medvedev um Gulag- eyjaklasa Solzenitsyns, svo lesendur Morgunblaðsins geti séð, hver voru viðbrögð og skoðanir hans um þessa umræddu bók og höfund hennar. í þessum ritdómi Medvedev er tekin mjög jákvæð afstaða til bókar Solzhenitsyns, þrátt fyrir nokkra hnökra, sem hann telur vera á henni Ritdómurinn er jafnframt svar við margháttuðum rógi sovézkra blaða um bókina, sem Þjóðviljinn hefur verið að endursegja með lævislegum hætti lengi undanfarið. Af lestri þessa rítdóms má öllum Ijóst vera, hve lágt málgagn Alþýðubandalagsins getur lagzt í þjónslund sinni við sovézkan áróður, sbr. svokallaða þriðjudagsgrein í Þjóðviljanum 21 júlí sl Rússneski sagnfræðingurinn Roy Medvedev. í GREIN þessari hef ég einfaldlega reynt að láta í Ijós í stuttu máli fyrstu viðbrögð og skoðanir mfnar á bók Alexanders Solzhenitsyns. Þennan fyrirvara geri ég ekki einvörðungu með það f huga, að höfundurinn hefur einung- is gefið út fyrsta bindi af þremur eða fjórum, heldur einnig vegna þess að það sem þegar hefur birzt er of viðamikið til að henda það á lofti, vega og meta f einni svipan. Bók Solzhenitsyns er þrungin óhugnanlegum staðreyndum, sem erfitt er að tileinka sér jafnvel þótt I smærri skömmt- um væru. Hún hefur að geyma lifandi lýsingar á örlögum hundruða einstaklinga, óvenjulegum og hörmulegum ör- lögum, sem þó eru svo dæmigerð fyrir sfðastliðna áratugi. Það er bók full af vangaveltum og athugasemdum, sumar eru djuphugsaðar og raunsannar, aðrar e.t.v. ekki alltaf nákvæmar, en allar eiga þær rætur sfnar að rekja til hinna gffurlegu þjáninga, sem tugir milljóna urðu að þola og sem eiga sér enga hliðstæðu f margra alda sögu þjóðarinnar. Enginn er samur maður er hann sleppur út úr hinum hræðilega ..eyjaklasa". þrælkunar og fangabúðum Stal- fns, og áður en hann lenti þar inni, ekki aðeins hvað aldur og heilsu varðar, viðhorf til lífsins og náungans hafa einnig breytzt. Ég er þeirrar skoðunar, að enginn verði samur maður, er hann rfs úr sæti sfnu eftir að hafa lesið bókina, og hann var, þegar hann settist niður og opnaði hana á fyrstu sfðu. Að þessu leyti er einfaldlega ekkert að finna, hvorki f rússneskum bókmenntum né f heimsbókmenntun um, sem ég get jafnað við bók Solzhenitsyns. STAÐREYNDIRNAR, SEM SOLZHENITSYN BYGGIR FRÁSÖGN SÍNAÁ. I. Soloviev nokkur ritaSi grein i „Pravda" (14. janúar 1974) og segir þar, að atburSirnir. sem segi frá i bók Solzhenitsyns séu ósannir, ávöxtur sjúklegs ímyndunarafls eða raetnar sógufalsanir höfundarins . . . Petta eru að sjálfsogðu ósannindi. Ég get að visu ekki fallizt á sumar sogutúlkanir og ályktanir Solzhenitsyns. En rétt er að leggja á það rika áherzlu. að öll grundvallaratburðarás, sem hann rekur i bókinni, og einkum öll hin nákvæmari frásögn hans af lifi fanga og kvalræði fanga allt frá handtöku til dauða (eða i fágætum tilvikum unz þeir eru látnir lausir) er sannleikanum samkvæm. Auðvitað er óhjákvæmilegt. að f svo yfirgripsmiklu listrænu rannsóknarverki, sem byggir á eigin reynslu höfundar svo og á vitnisburði og frásögnum (frá fyrstu hendi eða hermdum eftir öðrum) meira en tvóhundruð fyrrverandi fanga, leynist nokkur ónákvæm atriði. Pað ber að hafa I huga, að Solzhenitsyn var nauðugur einn kostur að rita þessa bók með fyllstu leynd, hann átti þess ekki einu sinni kost að ræða efni bókarinnar viðhína fjölmörgu nánu vini sína áður en hún var gefin út. En f svo umfangsmiklu verki, sem hér um ræðir, eru þessi óna kvæmu atriði svo fá, að þau skipta engu máli. Ég tel t.d. að nauðungarflutningarnir frá Leningrad (Kirovlotan") 1934—5 hafi verið smærri f sniðum en Solzhenitsyn gefur til kynna Tugir þúsunda voru fluttir á brott en ekki fjórðungur borgarbúa, en borgin var þá þegar orðin stór- borg og taldi meira en tvær milljónir fbúa. Ég hef ekki heldur neina nákvæma tölu á takteinum; ég byggi einungis á upplýsingabrotm og eigin ágfzkun (ég bjó f Leningrad f fimmtán ár) Pað er sömuleiðis erfit að treysta orðum hins nafnlausa sogumanns, sem sagði Solzhenitsyn frá þeim ávana Ordzhonikidzes að láta tvær skammbyssur liggja á borði sfnu aðra til hægri hina til vinstri, þegar hann ræddi við hina gómlu verkfræðinga. Til að þefa uppi menn, sem höfðu verið embættismenn I skrifstofubákni keisaraveldis- ins (reyndar ekki alla, heldur fyrst og fremst þá sem höfðu starfað að löggæzlu og dómsmálum. svo sem f herlögreglu og skyldum greinum) þurfti G.P.U. (öryggislögreglan) ekki að beita fyrir sig tilviljanakenndum ábendingum hinna og þessara. Nafnalista yfir alla slfka einstaklinga gat aðfinna f skjalasögnum sveitarstjórna og opinberum handbókum. Ég tel að Solzhenitsyn geri of mikið úr fjölda þeirra bænda, sem fluttir voru nauðugir frá býlum sfnum. meðan verið var að koma samyrkjubúskap á (fimmtán milljónir). Ef við teljum saman fórnarlömb þessara nauðungarflutninga og þá sem urðu hungurmorða á árunum 1932—3 (I Úkrafnu einni saman ekki færri en þrjár til fjórar milljónir) gætum við þa fengið út tölu, sem er nokkru stærri en sú sem Solzhenitsyn nefnir. Eftir dauða Stalfns voru um hundrað en ekki einungis tfu yfirmenn M.B.G. — M.V.D. (öryggis- og leyniþjónustunnar) hnepptir f fangelsi eða skotnir (f nokkrum tilvikum án þess að fram færu opinber réttar- höld). En einnig sú tala er óveruleg f samanburði við hinn mikla fjölda glæpamanna úr öryggislögreglu og leyniþjón- ustu, sem haldið hafa fullu frelsi og jafnvel verið falin margs konar ábyrgðarstörf sfðar. Árin 1936—7 var Buk- harin ekki f stjómmálanefndinni. eins og Solzhenitsyn ritar, heldur var hann kjörfulltrúi i miðstjórn flokksins. En öll þessi ónákvæmu atriði — og reyndar nokkur fleiri — skipta gjörsamlega engu máli f hinu listræna rannsókn- arverki. sem Solzhenitsyn hefur hugkvæmst að vinna svo feikna stórt f sniðum. Hins vegar eru einnig fleiri „hnökr- ur" á verknu, sem Solzhenistsyn sjálfur tfundar f tileinkun- arforspjalli bókarinnar: Hann hefur ekki „séð allt" sjálfur. hann „man ekki allt" og hann hefur ekki „skynjað allt". Hann segir t.d. frá handtöku kósakkanna á þriðja áratugn- um, en þeim höfðu þá áður verið gefnar upp sakir og þeir endurheimt borgararéttindi sfn. En herferðin sem var farin til að flæma burt kósakkana og ógnin sem þeir sættu við Don í Úralhéruðum veturinn og vorið 1919 höfðu jafnvel miklu hræðilegri afleiðingar en hann gefur f skyn. Sú herferð stóð vissulega einungis rétt tvo mánuði, en hún hafði þau áhrif að borgarastyrjöldin með öllum sfnum öfgum dróst a.m.k. ekki minna en heilt ár á langinn og leiddi til þess að hersveitum hvftliða barst liðsauki fleiri tylfta riddaraliðssveita. Þegar fimm hundruð gfslar voru skotnír f Leningrad, en þeim atburði voru gerð skil f tveimur Ifnum f vikuriti leyniþjónustunnar, þá . . . Til að lýsa öllu þessu þarf að rita miklu fleir bækur. Ég vænti þess að þær verði skrifaðar. Á sama tfma og „Pravda" reynir að halda þvf fram að atburðalýsing Solzhenitsyns sé ósönn, velur „ Literaturnaia gazeta" (16. janúar 1974) sér það hlutskipti, að reyna að sannfæra lesendur sina um að bók Solzhenitsyns hafi engan nýjan boðskap að flytja. Það er einnig rangt. Pótt ég sé búinn að rannsaka Stalfntfmabilið f meira en tfu ár, rakst ég á mjög margt f bók Solzhenitsyns. sem ég ekki vissi áður. Burt séð frá gamalreyndum fyrrverandi föngum úr þrælabúðunum efast ég um að nokkur sovétborgari, jafnvel ekki þeir, sem muna vel tuttugasta og tuttugasta og annað flokksþing kommúnistaflokks Sovétrfkjanna. geri sér grein fyrir tfunda hluta þeirra staðreynda. sem Solzhen- itsyn rekur. Ungt fólk hefur jafnvel ekki hugmynd um hundraðasta hluta þessarar sögu. FRÁSÖGN SOLZHENITSYNS UM VLASÓVÍTA. Margir greinarhöfundar, sem rita í sovézk málgögn, halda þvi f ram, að Solzhenitsyn afsaki, hvftþvoi eða jafnvel upphefji Vlasóvíta. Slfkt eru visvitandi og illgjarnar rang- færslur. Solzhenitsyn skrifar f Gulag-eyjaklasanum. að Vlasóvftar hafi orðið ógæfusamir málaliðar Hitlerssinna. að „það hefði mátt ákæra þá fyrir landráð", að þeir hafi i gengið I lið með óvinahernum og barizt f fremstu vfglfnu þeirra f örvflnun hinna dauðadæmdu. Solzhenitsyn og herdeild hans slapp naumlega við gjöreyðingu f Austur- Prússlandi, þar sem Vlasóvftar veittu þeim aðför. En Solzhenitsyn dregur alls ekki upp of einfalda mynd af sérstöðu Vlasóvfta og annarra áþekkra hersveita f herliði fasista. Margir okkar rekja upphaf einstæðrar persónulegrar harmsögu til mismunandi lota f hinum fjölmörgu ofsóknar- lotum Stalfnista. Mér er kunnugt um. að fyrir Ijóðskáldið Alexander Tvardovskf var „brottflutningur sjálfseignar- bændanna" einmitt slfk ofsóknarlota. þá var faðir hans fluttur nauðugur á brott. Faðir hans var starfsamur ósér- hlffinn bóndi af fátæku bergi brotinn, sem skömmu áður hafði barizt sem hermaður f rauða hernum og stutt ráð- stjóm til valda. Hann var fluttur nauðugur ásamt altra fjölskyldu sinni austur fyir Úralfjöll. Aðeins miðsonur hans slapp af hreinni tilviljun við þessi sömu örlög; hann hafði þá þegar flutzt að heiman til að stunda nám f borginni. Þá lá fyrir honum að verða stórskáld þjóðarinnar. Hinn ungi Tvardovskf var nauðbeygður til að afneita föður sfnum. Hann lýsir öllu þessu f sfðasta Ijóði sfnu „Réttur minning- anna". Fyrir fjölskyldu mína voru það ofsóknirnar 1937—8, sem urðu upphaf hinnar persónulegu harmsögu, einkum hreinsanirnar meðal foringja og embættismanna rauða hersins. í þeim hreinsunum var faðir minn handtekinn og lét llfið. Hann var foringi og fyrirlesari f her- og stjórnmála skóla hins rauða hers verkamanna og bænda. Allir þessir menn voru einlægir stuðningsmenn ráðstjórnar og meiri- hlutaflokksins bolsévika); þeir höfðu barizt f borgara- styrjöldinni. og þess vegna hef ég ávallt litið á þá sem rómantfskar hetjur, og ég mun aldrei trúa þvf, að þeir hafi verið „óvinir fólksins". Fyrir Solzhenitsyn er það ekki handtaka hans sjálfs, sem verður honum þungamiðja persónulegrar harmsögu, heldur hin grimmilegu og hræðilegu örlög, sem urðu hlutskipti milljóna sovézkra stríðsfanga, jafnaldra hans. sona bylting- arinnar. mannanna, sem voru kjarninn f her okkar f júnf 1941. Pessi her var gjörsigraður og umkringdur þegar á fyrstu dögum og vikum styrjaldarínnar vegna glæpsam- legra mistaka Stalfns. sem hafði látið undir höfuð leggjast að búa herinn og landið undir styrjöld; vegna hinna fráleitu og kjánalegu skipana. sem Stalín gaf á allra fyrstu dögum strfðsins; vegna þess að hann brást f stöðu sinni f fyrstu viku átakanna; og vegna skorts á reyndum herforingjum og herráðsmönnum, en þeim hafði Stalfn þá nýverið látið farga. Prjár milljónir hermanna voru teknir til fanga á þessum dögum og um ein milljón nokkru síðar f „suðukötl- unum": Viazma, Kharkov, Kerchskaga og Volkhov. En stjóm Stalfns sveik einnig hermenn sfna I fangavistinni með þvf að neita að viðurkenna undirskrift (keisaradæmis- ins) Rússlands undir hinni alþjóðlegu samþykkt um með- ferð strfðsfanga, en af þvi leiddi, að sovézkir fangar hlutu enga aðstoð alþjóðlega rauðakrossins og voru ofurseldir hungurdauða f þýzkum einangrunarbúðum. Pá fanganna, sem lifðu fangavistina af, sveik Stalfn einu sinni enn þá eftir að sigur var unninn, þá voru þessir menn nær allir handteknir að nýju og sendir til að fylla tölu fbúanna f Gulag-eyjaklasanum. . . Þessi þreföldu svik við eigin her- menn álftur Solzhenitsyn alvarlegasta og fyrirlitlegasta glæpinn, sem stjóm Stalfns framdi; sá glæpur á sér enga hliðstæðu f þau þúsund ár, sem rússneskt rfki hefur verið til. Solzhenitsyn segir sjálfur: „Mér fannst þessi saga um milljónir rússneskra strfðsfanga nfsta mig og njörva f eitt skipti fyrir öll eins og kakkalakka sem er negldur með prjóni." Einungis tfundi hver strfðsfangi gekk f lið með Vlasóv, f þýzkar löggæzlusveitir, f sveitir verkamanna eða gerðust Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.