Morgunblaðið - 24.07.1976, Side 13

Morgunblaðið - 24.07.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULI 1976 13 Söngfélag Þorlákshafnar undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar söng á hátíðinni. þannig hreppsfélaginu kleift að eignast þær. Hún gaf verð- launagrip sem maður hennar hafði eignazt hér i Þorlákshöfn og lét hann fylgja myndunum, en þær eru ómetanleg heimild um liðinn tima i Þorlákshöfn og eru Þorlákshafnarbúar að sjálf- sögðu innilega þakklátir frú Lydiu fyrir velvilja hennar og rausn. Þá bárust kveðjur og árnaðaróskir viða að. Þorláks- hafnarbúar þakka og kunna vel að meta þann hlýja vinarhug sem þeim hefur verið sýndur. Alla daga vikunnar var eitt- hvað til skemmtunar, svo sem kvöldvaka, barnaksemmtun, handbolti, hestamenn staðarins fóru hópreið um þorpið, frjáls- ar iþróttir og knattspyrna. Kon- ur úr kvenfélagi Þorlákshafnar sáu um kaffiveitingar af mikilli prýði. Á Þorláksmessu, 20. júlí, fóru svo aðaihátíðahöldin fram. Þau hófust með því, að formaður hátiðarnefndar, Gunnar Mark- ússon, rakti sögu Þorlákshafn- ar á léttan og skemmtilegan hátt og stjórnaði siðan samkom- unni. Þá söng söngfélag Þor- lákshafnar, söngstjóri Ingi- mundur Guðjónsson, ieikfélag Þorlákshafnar flutti leikþátt eftir Agnar Þórðarson, leik- stjóri Vernharður Linnet. Ragnheiður Óiafsdóttir flutti frumort ljóð, Bergþóra Arna- dóttir söng og lék á gitar lög eftir sjálfa sig. Sigurgrímur Jónsson i Holti, vermaður frá tíma áraskipanrta, vakti endur- minningar frá þeim tima. Sig- urður Þorleifsson, eini ibúi þorpsins, sem er alinn upp á sveitabænum Þorlákshöfn flutti bernskuminningar. Það var bæði fróðlegt og ánægju- legt að hiýða á mál þessara mætu mann. Þá flutti sveitar- stjórinn Svanur Kristjánsson, ávarp, þar sem hann þakkaði öllum fyrir framlag sitt til þess- ara hátiðahalda og sagðist telja að á engan væri hallað, þó að hann þakkaði formanni hátið- arnefndar mest og bezt hans mikla starf til þess að þetta mætti takast og það svo vel sem raun ber vitni. Að endingu söng svo söngfélagið nokkur lög. Þá var sérstaklega ánægjulegt fyr- ir Þorlákshafnarbúa að sjá þarna fólk sem flutt var burtu, en hafði lagt hönd á plóginn fyrstu árin og heldur enn sinni gömlu tryggð við staðinn, svo og marga fleiri góða gesti. Þökk sé þeim fyrir komuna til Þor- lákshafnar. Sýningin verður opin öll kvöld vikunnar frá kl. 20 til 22, nema iaugardag frá 16 til 22 og sunnudag frá ki. 14 til 22. Þann dag fara fram frjálsar íþróttir og knattspyrna. Ragnheiður. Vel heppnuð hátíðahöld á Þorlákshöfn Þorlákshöfn 21. júlf. í TILEFNI af 25 ára afmæli Þorlákshafnar eins og hún er nú, ört vaxandi útgerðarbær, var efnt til vikuhátiðahalda laugardaginn 17. júlí. Voru boðnir hingað nokkrir vinir og velunnarar Þorlákshafnar, menn sem á margan hátt höfðu komið við sögu staðarins á liðn- um árum, og margir hverjir unnið með ráðum og dáð að framkvæmd hafnarmála hér, svo sem þingmenn Suðurlands- kjördæmis fyrr og síðar. For- maður hátiðarnefndar, Gunnar Markússon, flutti ræðu og stjórnaði samkomunni af sinni alkunnu lipurð og röggsemi. Söngfélag Þorlákshafnar söng undir stjórn Ingimundar Guð- jónssonar og konur úr kvenfé- lagi Þorlákshafnar báru fram veitingar. Margar góðar ræður voru fluttar við þetta tækifæri, sem báru órækan vott um góð- hug og velvilja ræðumanna til staðarins. Góðar gjafir voru gefnar. Ketill Kristjánsson af- henti formanni bókasafns- nefndar, Benedikt Thoraren- sen 100 þúsund króna gjöf frá Verkalýðsfélagi staðarins. Odd- viti Selfosshrepps, Óli Þ. Guð- bjartsson, afhenti veggskjal með merki Selfoss. Þingmenn færðu fögur blóm í vasa og einnig barst fögur blómakarfa frá Sambandi islenzkra sveitar- félaga. Sögu- og heimilisiðnað- arsýningin var svo opnuð með þvi að hinir ágætu gestir skoð- uðu hana fyrstir. A sögusýning- unni gefur að lita listaverk, sem eru myndir og teikningar eftir listamanninn Guðmund frá Miðdal, sem ekkja hans seldi mjög vægu verði og gerði Frá hátfðarhöldum Þorlákshafnarbúa f tilefni 25 ára afmælis staðarins. Þingi norrænna endurskoðenda lokið: Éndurskoðun sífellt umfangsmeira starf Á ÞINGI norrænna endurskoð- enda. sem staðið hefur yfir í Reykjavfk undanfarna daga, voru umræðuefnin tvö. Annars vegar var fjallað um góðar endurskoð- undarvenjur f nútfð og framtfð og hins vegar um áritanir endur- skoðenda á reikningsskil og end- urskoðunarskýrslur, hvort tveggja með hliðsjón af ákvæðum nýrra laga um hlutafélög, sem annaðhvort hafa nýlega verið samþykkt eða vænta má að verða samþykkt von bráðar allsstaðar á Norðurlöndum. Það er Norræna endurskoð- endasambandið, samtök félaga löggiltra endúrskoðenda á Norð- urlöndum, sem stendur að þing- haldinu, en um framkvæmd þess hefur séð Félag löggiitra endur- skoðenda. Bo Fridman, frá Svíþjóð, er for- maður Norræna endurskoðenda- sambandsins og Morgunblaðið ræddi suttlega við hann um þing- haldið. Hann var fyrst spurður að þvf í hverju starf endurskoðenda væri einkum fólgið. A,,ðalverkefni endurskoðand- ans er að skapa traust í viðskipt- um milli aðila m.a. með því að láta í ljós álit á reikningum fyrirtækis- ins að undangenginni skoðun þeirra. Annað aðalumræðuefni þingsins var einmitt upplýsinga- skylda endurskóðenda og þær leiðir sem þeir hafa til þess að koma upplýsingunum á framfæri við eigendur fyrirtækja, stjórn- endur og aðra notendur reikn- ingsskilanna. Ástæðan fyrir þess- um umræðum nú er sú, að þeim aðilum fjölgar sífellt, sem áhuga hafa á því að fylgjast með rekstri fyrirtækja. Fleiri aðilar þurfa á upplýsingum að halda, sem end- urskoðendur verða að tryggja að komi fram með þeim hætti sem til er ætlazt." Hann sagði að ekki væri mikill munur á starfi endurskoðenda á Noröurlöndunum, þröunin væri í Framhald á bls. 25 Frá þingi norrænna endurskoðenda. *Ævintýrið um rauðu rósina V u Já, það er staðreynd að nú er rauða rósin ekki lengur grá — hún er eðlilega rauð í PHILIPS litsjónvarpstækjum. Þau sýna þér eðlilegustu litina. Heimilistæki sf. býður þér fullkomna þjónustu og sérþjálfaða viðgerðarmenn. PHILIPS kann tökin á tækninni- heimilistæki sf Sætúni 8 — Hafnarstræti 3 it-.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.