Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 22

Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Rafvirki óskast Sementsverksmiðja Ríkisins Akranesi Skrifstofumaður Stórt fyrirtæki óskar eftir ungum, röskum manni til almennra skrifstofustarfa. Góðir framtiðarmöguleikar. Verzlunarskóli eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á Mbl. fyrir 29. júlí, merkt. ..Framtíð: 6134". Tónlistarskóii Borgarfjarðar óskar að ráða tónlistarkennara. Aðalverk- \ efni píanókennsla, en söngkennsla æski- leg sem aukagrein. Umsóknir skulu send- ar skólastjóra Leirárskóla eða Ólafi Guð- mundssyni í síma 93-7021 fyrir 1. ágúst og gefa þeir nánari upplýsingar. Sölumaður Stórt verzlunarfyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann sem fyrst. Upplýsingar um ald- ur menntun og fyrri störf sendist afgr, Morgunbl merkt: ..Sölumaður — 6292” fyrir nk. miðvikudag. Kennara vantar að Barna- og gagnfræðaskóla Reyðar- fjarðar við bæði stigin. Tungumála- kennsla, stærðfræði og eðlisfræði æski- leg, annars almennar greinar. Upplýsing- ar gefa skólastjóri I síma 97-4140 eða formaður skólanefndar í síma 97-41 79. Skólanefnd Dugleg samvizkusöm stúlka óskast til almennra skrifstofustarfa við heildverzl- un í miðborginni. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um fyrri störf óskast. Tilboð auðkennt „Framtíð — 6293" sendist afgreiðslu blaðsins. Málarasveinar — Grænland Málarar óskast í vellaunaða ákvæðisvinnu í Grænlandi. Frítt far og til baka eftir 8 mánuði, ásamt fríu fæði og húsnæði. Vinsamlegast skrifið eða sendið skeyti með upplýsingum til: Malermester Jörn Frydensberg Box 4 1, Nanortalik Grön/and Ráðskona óskast Einhleyp reglusöm kona á aldrinum 25—45 ára óskast til ráðskonustarfa á 5 manna heimili, þarf að geta unnið sjálf- stætt. Aðeins rösk og myndarleg stúlka kemur til greina. Tilboð merkt „Ráðskona 6378" sendist blaðinu fyrir 27. júlí. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins um næstu helgi: Á Hellu og Flúðum. | húsnæöi i boöi Til leigu 1. ágúst nýtísku 4 herb, endaíbúð í Breiðholti I, fallegt útsýni. Leigist til eins árs með fyrirframgreiðslu. Lysthafendur sendi blaðinu tilboð með uppl. um starf, fjöl- skyldustærð, heimilisfang og síma fyrir 27. júlí merkt „Góð umgengni — 6290". Bátur til sölu svo til nýr 3ja tonna trillubátur með 29 ha. Lister vél, Kelvin Ffughes dýptarmæli og kraftblökk. Mjög lítil útborgun og sanngjarnt verð. Lögmannsskrifstofa Stefáns Sigurðssonar Vesturgötu 23, Akranesi sími 1622. Hellu laugardaginn 24. júlí kl. 21. Ávörp flytjc Birgir ísl. Gunnarsson. borgarstjóri og Ing ólfur Jónsson. alþtngismaður Flúðum sunnudaginn 25 júlí kl. 21 Ávr*rp ‘'vtja alþingismennirmr Ingólfur Jónsson og Stemþór Gestsson Mjög fjolbreytt skemmtiatriði á héraðs- mótunum annast hljómsveitm :• ásamt óperusognvurunum Kristni Hai'ssyni og Magnúsi Jónssyni. Jorundi og A u* >ti Atlasyni. Ókeypis happdrætti og *ru v:nn- mgar tvær sólarlandaferðir til Kanarieý|á með Flugleiðum Dregið að héraðsmótun- um loknum, 18. ágúst n.k Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hin vinsæla hljómsveit Næturgalar syngur og leil^ur fyrir dansi. Birgir Steinþór Akranes Fföfum á söluskrá nokkur einbýlishús bæði nýleg og eldri. Góðir greiðsluskil- málar. h Einnig íbúðarhæðir af ýmsum stærð- um. Verslunar og iðnaðarhúsnæði til sölu við Vesturgötu og Skagabraut. L ögmannsskrifs to fa Stefáns Sigurðssonar Vesturgötu 23, Akranesi sími 1622. Til sölu notaðir munir Skjalaskápar ýmsar stærðlr, skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvélar, húsgögn ýmisskonar. Til sýnis hjá Sendiráði Bandaríkjanna. Laufásvegi 12 mánudag 26. júli milli kl. 9 — 12 og 2 — 5. Tilboð óskast send fyrir kl. 5 til skrifstofu Sendiráðsins Laufásvegi 21. Styrkur til náms í tungu Grænlendinga. I fjárlögum fyrir árið 1976 eru veittar kr. 120.000 —•- sem styrkur til íslendings til að læra tungu Grænlendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upplýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófsklrteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenskunámsins, skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. ágúst n.k — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. júlí 1976. Gunnlaugur Karlsson — Kveðja Fæddur 2. júní 1955. Dáinn 17. júlí 1976. Mip lunjjar að kveðja vin minn, fara um hann nokkrum fátækum orðum. Hver hann var, hvað hann var. Nafn hans var Gunnlaufíur Karlsson Ofí hann var ættaður frá Gunnlaujísstöðum á Völlum. Við kynntumst fyrst á Norðfirði þar sem við unnum saman. Við urðum fljótt vinir og vinátta okkar hélst þar til hann lést nú um daginn. Þessi vinátta átti sér langa lífdaga fyrir höndum vegna þess sem hann var, vegna þess manns sem hann hafði að geyma. Hann var trúaður maður, trúði á lífið, að það hefði tilgang, trúði á verka- fólkið og baráttu þess, sem var hans barátta, okkar barátta. Það er sagt að hvergi kynnist fólk hvert öðru eins vel og á ferðalagi, ég held það sé satt og rétt. Síðastliðið sumar lögðum við lönd undir fót, sú ferð var hvorki ævintýra- né erfiðleikalaus, en erfiðleikana leystum við og ævin- týrunum deildum við en hvoru- tveggja varð til að treysta vinátju okkar. Gunnlaugur var maður einn af allt of fáum, sem hægt var að treysta, um það vitna þeir er hann þekktu. Við vissum báðir að allir menn eiga stefnumót við dauðann, að dauðinn er endapunkturinn við lífið, en dauðinn kallaði hann til sín of fljótt, allt of fljótt. Ég gat meö engu móti skilið þvílíkt rétt- læti, svo grimma guði. En hann gekk á vit örlaga sinna, mætti dauðanum með reisn og göfugu hjarta. Það er ekki í hans anda að vera bitur. Mig langar til að þakka vini mínum, hann gaf mér í dauða- stríðinu trú á lífið, trú á manninn. Eitt af því sfðasta sem hann bað mig um var að syngja fyrir verka- lýðinn, og láta ekki deigan síga í baráttunni. Ég mun' reyna að halda merkinu á loft og þar sem barátta stendur þar mun hann vera í anda. Það er skarð fyrir skildi, mest hafa þó foreldrar hans og systkini misst. Þeim votta ég samúð mína og virðingu á þessum erfiðu stundum. Birgir Svan Símonarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.