Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976 Halldór Snorrason þyki þetta nokkuó strangt, er áóur hafió húið feróir yöar, þá ber oss nauð- syn til slíkra álaga; en betra þætti oss, aó um kvrrt væri aö sitja, og færi hver sem vildi. „Eftir það sleit mótinu. Litlu síóar kom Halldór á konungsfund. Konungur spurði, hvaó þá liói um bún- aðinn, hvort hann fengi nokkra háseta. Halldór svarar: „Helst til marga hef ég nú ráöiö, því aö miklu fleiri koma nú til mín og beióa fars en ég megi öllum veita, og veita menn mér svo mikinn aögang, að drjúgum eru brotin hús til mín, svo aö hvorki nótt né dag hef ég ró fyrir ákalsi manna hér um.“ Kon- ungur mælti: „Haltu nú þessum háset- um, sem þú hefur tekió, og sjáum enn hvaó gerist.“ Næsta dag eftir var blás- iö til móts og sagt, aö konungur vildi enn tala við kaupmenn. Nú var eigi sein aðkoma konungs til mótsins, því aö hann kom í fyrsta lagi. Var hann þá blíðlegur í yfirbragöi. Hann stóð upp og mælti: „Nú eru góö tiðindi aö segja: Þaö er ekki nema uppspuni og lygi, er þér heyróuð sagt um ófriðinn í fyrra dag. Viljum vér nú leyfa hverju skipi úr landi að fara þangað, sem hver vill sínu skipi halda. Komið aftur að hausti og færið oss gersemar; en þér skuluð hafa af oss í móti gæði og vingan.“ Allir kaupmenn, er þar voru urðu þessu fegnir og báðu hann tala konung heilastan. Fór Halldór til íslands um sumarió og var þann vetur með föður sínum. Hann fór utan aftur um sumar- ið og þá enn til hirðar Haralds kon- ungs; og er svo sagt, að Halldór væri þá eigi jafnfylginn konungi sem fyrr, og sat hann eftir um aftna, þá er konungur gekk að sofa. Maður hét Þórir Englandsfari, og hafði verið hinn mesti kaupmaður og lengi í siglingum til ýmissa landa og fært konungi gersemar. Þórir var hirð- maður Haralds konungs og þá mjög gamall. Þórir kom að máli við konung og mæli: „Ég er maður gamall sem þér vitið, og mæðist ég mjög. Þykist ég nú eigi til fær að fylgja hirðsiðum, minni að drekka, eða um aðra hluti, þá sem til heyra. Mun nú annars leita verða, þótt þetta sé best og blíðast, að vera með yður.“ Konungur svarar: „Þar er okkur hægt til úrræöa vinur; ver með COSPER Kæru tónlistar- unnendur. í kvöld flytjum við undir stjórn Her- berts von Karajan 9. sinfóníu Beethov- ens! / Vt£t> MOR&Jlv RAFf/NO Ég verð að hlaupa! Verð að ná til rakarans fyrir lokun. hvað? „Hvað ertu gamall, sonur sæll?“ spurði gamall maður dreng nokkurn. „Sex ára,“ svaraði drengur- inn fljðtt. „Sex ára,“ át gamli maðurinn eftir, „og þú ert ekki einu sinni eins hár og regnhlffin mfn." Drengurinn teygði úr sér eins og hann gat og spurði síð- an: „Hvað er regnhlífin þín gömul?" „Hvað gengur að þér litli drengur?" spurði góðgjarn maður Iftinn dreng, sem var að skæla. „Mamma er búin að drekkja öllum kettlingunum," svaraði drengurinn. „Það var illa gert af henni." „Já, hún var búin að lofa að ég skyldi fá að gera það.“ „Hvað er að, litli drengur?" spurði lögregluþjónn. „Ert týndur?" „Nei, nei,“ svaraði drengur- inn, „ég er ekki týndur, ég er hérna, en mig iangar til þess að fá að vita, hvar pahbi og mamma eiga heima." „Sverrir, sagði fóstra þfn þér ekki að þú mættir ekki gera þetta?“ „Jú, en þú sagðir mér f gær að ég skyldi ekki trúa öllu, sem ég heyrði.“ Gamall maður: Veiztu hvað kemur fyrir litla drengi, sem reykja? Lftill drengur: Þeir eru alltaf ónáðaðir af gömlum körlum. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 35 — Biddu Ahlgren og Isander að koma hingað. Ahlgren kom á undan og hann tilkvnnti að ekki væri vafi á þvf að strykninleifar hefðu fundist f rúbfnrauðu skáiinni. — Hvernig veiztu það? — Ég bragðaði á þvf, sagði læknirinn rólega og lét sig falla niður f mjúkan stól. — Vertu ekki hræddur, ég drepst ekki af þvf. Sá skammtur sem dugar til að drepa þarf að vera að minnsta kosti þrjátfu milligrömm. En mér þætti annars fróðlegt að vita hvaðan eitrið er komuð. Það er ekki á allra færi að labba inn f búð og biðja um slatta af strykn- in. Hann þagnaði þegar Gregor Isander gekk táplega og beinn f baki inn f herbergið. — Gerið svo vel að fáyður sæti, læknir. Christer leit áhugasamur á svipmikinn lækninn og veitti þvf athygli að augnaráðið var sfhvik- ult eins og hann ætti í einhverj- um erfiðleikum með að horfa beint framan f annan. — Þér voru viðstaddur þegar Andreas lézt, sagði hann formála- laust. — Hver er orsökin að yðar dómi? — Viljið þér, herra lögreglufor- ingi, að ég útbúi dánarvottorð? Kaldhæðnislegur raddblærinn fór ekki framhjá neínum. — Cg hef nú fram að þessu helzt komist á þá skoðun að þér hafið ekki ýkja mikla trú á hæfni minni f þeim sökum. En látum það kyrrt liggja. Ég sá andlit Andreasar stirðna upp og sá að hann átti erfitt með að hreyfa kjálkaheinin. Ég sá að krampa- kast hans minnti á stffkrampa og ég sá líkama hans spennast eins og hoga. Ef ég þar að auki bæti við einkennum um þrútnar æðar og fulla meðvitund allan tfmann get ég ekki gefið annan úrskurð en að um eitrun hafi verið að ræða. Og enda þótt ég hafi ekki af eigin reynslu mikla þekkingu á slfku, leyfi ég mér að draga þá álvktun af þvf sem ég hef lesið I ýmsum bókum að það eitur sem framkallar slfk einkenni hljóti að hafa verið STBYKNIN. Hann kveikti sér f sfgarettu en tilhurðir hans við þá athöfn voru svo klunnalegir að það eitt sýndi betur en annað hversu óstyrkur hann var. Þrátt fyrir allt. — Ahlgren læknir hefur sagt mér að það sé injög sjaidnotað eitur. Getið þér einnig ályktað hvernig það hafi komist inn f húsið? — Þvf miður — sagði læknirinn þyngslalega og var auðheyrt að hann átti erfitt um mál — er það hægðarleikur fyrir mig. Ég get sagt yður það með fullri og ábyrgri vissu að eitrið er komið úr flösku f læknistöskunni minni. Enni hans var þakiö svitadrop- um. En honum átti eftir að hitna meira. Þegar hér var komið sögu stökk Ahlgren nefnilega á fætur pataði höndum f allar áttir og æpti: — Hvern fjandann þykistu eig- inlega vera að reyna að segja okk- ur? Gengur þú um með stryknin- skammta f læknistöskunni þinni hversdags. Flestir læknar láta sér nú nægja að eiga eina eða tvær töflur og kannski ekki einu sinni það... — Já, ég ... —Hvað í fjáranum vakir eigin- lega fyrir þér. NOTAR þú það? — Já, sagði Isander, sem æstist upp við orð starfsbróður sfns — með þfnu leyfi. Ég hef meðal ann- ars einn sjúkling sem er ófor- betranlegur sjálfsmorðssjúkling- ur. É> stöðugt að taka svefntöfl- ur ... og stryknin er frábært með- al gegn meðvitundarleysi... Löngu úrelt aðferð, sagði Ahl- gren hæðnislega. — Og ekki bara úrelt heldur er einnig stórlega dregið f efa að hún hafi nokkurn tfma átt rétt á sér. Á sjúkrahús- um í Stokkhólmi dettur engum heilvita manni I hug að grípa til slfkra ráða. — Ég hef ekki sömu hjálpar- meðul og finnast a stórum sjúkra- húsum. Nú var það héraðslæknir- inn sem öskraði upp. — En þú ert sjálfsagt meiri sérfræðingur f að spretta upp Ifk- um en að kalla látnar manneskj- ur til lífsins, svo að ég verð að frábiðja mér ... — Hvar geymiö þér töskuna yðar? Christer talaði af fullum vilja bæði rólega og dró seiminn. Mennirnir tveir sefuðust og litu eins og hálfskömmustulegir hvor á annan. Ahlgren lét aftur fallast niður í sófann og Isander beindi athygli sinni samstundis að þeim sem hafði borið fram spurning- una. — I dag skildi ég hana til dæm- is eftir frammi f forstofu frá þvf klukkan rétt fyrir fimm að ég réðst hingað inn til að skamma Andreas. Ég hafði farið f allmarg- ar sjúkravitjanir f nágrennið og ég skil töskuna mfna aldrei eftir í bílnum mfnum. Þetta er alveg ósjálfráð hreyfing og Björg hefur gert grfn að mér fyrir vikið. Hún hefur meðal annars dregið f efa að nokkrir þjófar gætu komist að hflnum mfnum, þegar hann er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.