Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 31

Morgunblaðið - 24.07.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULl 1976 31 Liija setti nýtt íslandsmet - en það dugði skammt LILJA Guðmundsdóttir setti nýtt Islandsmet f 800 metra hlaupi f undankeppni Olympfuleikanna í þeirri grein, sem fram fór f Mon- treal í gærkvöldi. Hljóp Lilja á 2:07,26 mín. Sjálf átti hún eldra metið og var það 2:08,50 mfn. Þessi ágæti tími Lilju nægði henni þó ekki til þess að komast neitt áfram f hlaupinu. Hún varð sfðust í sfnum riðli, nokkrum metrum á eftir Carmen Valero frá Spáni. — Þetta var miklu betra hjá Lilju heldur en ég átti von á, sagði Guðmundur Þórarinsson þjálfari i viðtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. — Hún hljóp ágæt- lega og skorti aðeins herzlumun- inn á að skjóta helztu keppinaut- um sinum aftur fyrir sig. Lilja hélt í við stúlkurnar fyrstu 300 metrana, en gaf þá nokkuð eftir og dróst nokkra metra aftur úr. Henni tókst síðan að halda bilinu í þá næstu og heldur að vinna á undir lokin. Sigurvegari í riðlinum sem Lilja hljóp i var Svetlana Styrkina frá Sovétrikjunum sem hljóp á 2:00,12 mín. í öóru sæti varð Judith Pollock frá Ástralíu á 2:00,66 mín. Þriðja varð Doris Gluth frá Austur-Þýzkalandi sem hljóp á 2:00,70 mín. fjórða Rita Thijs frá Belgiu á 2:04,39 min., fimmta Abby Hoffman frá Kanada á 2:05,32 mín., sjötta Car- men Valero frá Spáni á 2:06,14 mín. og Lilja varð i sjöunda sæti á 2:07,26 mín. Nútíma fimmtarþraut EINSTAKLINGSKEPPNI: stig Janusz Pyciak Peciak, Póllandi 5.520 Pavel Lednev, Sovétr. 5.485 Jan Bartu, Tékkóslóvakíu 5.466 Daniele Masala, ftalíu 5.433 Adrian Parker, Bretlandi 5.298 John Fitzgerald, Bandar. 5.286 Jörn Steffensen, Danmörku 5.281 Boris Moslov, Sovétr. 5.200 Tamas Kancsal, Ungverjal. 5.195 Robert Nightingale, Bretl. 5.187 HÐAKEPPNI Bretland 15.559 Tékkóslóvakía 15.451 Ungverjaland 15.395 Pólland 15.343 Bandaríkin 15.285 fta>ía 15.031 Finnland 15.000 Svfþjóó 14.946 Frakkland 14.834 Sovézka stúlkan Kim, brosleit að unnum sigrum f fimleikakeppninni f Montreal. Islenzku fþróttaáhugafólki gefst væntanlega færi að sjá hana fljótlega í keppni hérlendis. Búlgaría 14.824 100 METRA FLUGSUND KVENNA: Kornelia Ender, A-Þýzkal. 1:00,13 Andrea Pollack, A-Þýzkal. 1:00,98 Wendy Bogiloli, Bandar. 1:01,17 Camille Wright, Bandar. 1:01,41 Rosemarie Gabriel, A-Þýskal. 1:01,56 Wendy Quirk, Kanada 1:01,75 Lelei Fonoimoana, Bandar. 1:01,95 Tamara Shelofastova, Sovétr. 1:02,74 400 METRA FLUGSUND KARLA: Brian Goodell, Bandar. 3:51,93 Tim Shaw, Bandar. 3:52,54 Vladimir Raskatov, Sovétr. 3:55,76 Djan G. Madruga, Brasflíu 3:57,18 Stephen Holland, Ástral. 3:57,59 Sandor Nagy, Ungverjal. 3:57,81 Vladimir Mikheev, Sovétr. 4:00,79 Stephen Badger, Kanada 4:02,83 200 METRA SKRIÐSUND KVENNA: Kornelia Ender, A-Þýzkal. 1:59,26 Shirley Babashoff, Bandar. 2:01,22 Enith Brigitha, Hollandi 2:01,40 Annelies Maas, Hollandi 2:02,56 Gail Amundrud, Kanada 2:03,32 Jennifer Hooker, Bandar. 2:04,20 Claudia Hempel, A-Þýzkal. 2:04,61 Irina Vlasova, Sovétr. 2:05,63 4x100 METRA FJÖRSUND KARLA: Bandaríkin 3:42,22 Kanada 3:45,94 Vestur-Þýzkaland 3:47,29 Bretland 3:49,56 Sovéfríkin 3:49.90 Ástralfa 3:51,54 llalfa 3:52,92 Japan 3:54,74 DVFINGAR KARLA: Philip Bogs, Baivdar. 619,85 Franco Cagnotto, ftalíu 570,48 Aleksandr. Kosenkov, Sovétr. 567,24 Falk Hoffmann, A-Þýzkal. 553,53 Robert Crag, Bandar. 548,19 Gregory Louganis, Bandar. 528,96 CarlosGiron, Mexikó 523,59 Klaus Dibiasi, ftalfu 516,18 Lyftingar — millivigt Yordan Mitkov, Búlgaríu (145,0—190,0) 335,0 Vartan Miliosyan, Sovétr. (145,0—185,0) 330.0 Peter Wenzel, V-Þýzkal. (145,0—183,5) 327,5 Wolfgang Hubner, A-Þýzkal. 320,0 Dragomir Ciroroslan, Rúmen. 320.0 Arvo Ala-Pontio, Finnl. 315,0 Andras Stark, Ungverjal 315,0 Ondrej Hekel, Tékkóslov. 312,5 Fimleikar kvenna: /EFINGAR A GÖLFI: Nelli Kim, Sovétr. 19,850 Ludmila Tourischeva, Sovétr. 19.825 Nadia Comaneci, Rúmenfu 19,750 Anna Pohldukova, Tékkóslv. 19,575 Marion Kische, A-Þýzkal. 19,450 Gitta Escher, A-Þýzkal. 19,450 SVIFRA: Nadia Comaneci, Rúmenáu 20,000 Teodora Ungureanu, Rúmenfu 19,800 Marta Egervari, Ungverjal. 19,775 Marion Kische, A-Þýzkal. 19.750 Olga Korbut, Sovétr. 19,300 Nelli Kim, Sovétr. 19,225 JAFNVÆGISSLA: NadiaComaneci, Rúmenfu 19,950 Olga Korbut, Sovétr. 19,725 Teodora Ungureanu, Rúmenfu 19,700 Ludmila Tourischeva, Sovétr. 19,475 Angelíka Hellmann, A-Þýzkal. 19,450 Gitta Escher, A-Þýzkal. 19,275 Framhald á bls. 18 COMANECIOG KIM HLUTU SÍN TVENN GULLVERÐLAUNIN HVOR RÚMENSKA fiðrildið Nadia Comaneci og sovézka stúlkan Nellie Kim skiptu bróðurlega með sér þeim fjórum gullverðlaunum sem keppt var um i fimleika- keppni kvenna á Ólympiuleikun- um í Montreal i fyrrakvöld. Vöktu stúlkur þessar óskipta hrifningu áhorfenda, einkum þó Comaneci, sem gerði æfingar sínar i þeim greinum sem hún hlaut gullverð- laun i svo óaðfinnanlega að dóm- ararnir hikuðu ekki við að gefa henni 10 i annarri greininni, æf- ingum á svifrá, og 9,95 fyrir æf- ingar sínar á jafnvægisslánni. Má segja að áhorfendur hafi staðið á öndinni meðan þeir fylgdust með ótrúlegri hæfni þessarar 14 ára stúlku, sem greinilega hefur tekið við þvi hlutverki sem sovézka stúlkan Olga Korbut hafði á Ól- ympíuleikunum i Múnchen 1972; Þær Korbut og Ludmila Turis- cheva, sem er heimsmeistari í fimleikum kvenna, féllu algjör- lega í skuggan fyrir frammistöðu þeirra Comaneci og Kim. Turis- cheva hlaut þó tvenn silfurverð- laun. Korbut hlaut ein silfurverð- laun í æfingum á jafnvægisslá, en fyrir tiltölulega skömmum tima hefðu fæstir getað imyndað sér að hún hitti fyrir ofjarl sinn f þeirri grein fimleika á næstunni. Korbut var gifurlega vel fagnað þegar hún tók við silfurverðlaun- um sínum, og þá kom loks að þvi að hún sýndi þá hiið sem gerði hana hvað vinsælasta á leikunum i Múnchen, — hún brosti út að eyrum og óskaði Comaneci inni- lega til hamingju. Eftir Ólympiuleikana í Múnch- en áttu fæstir von á þvi að stúlk- urnar myndu taka miklum fram- förum i þessari grein, þar sem tækni þeirra þótti næstum full- komin. En hæfni beztu stúlkn- anna á Ólympiuleikunum i Montreal hefur verið slik, að æv- intýri er líkust. Hreinn Halldórsson f kúluvarpskeppninni á Ólympíuleikunum f Montreal í gær. SÁR VONBRIGÐI - sagði Hreinn Halldórsson, sem komst ekki í úrslitakeppnina — VISSULEGA eru það mikil von- brigði að komast ekki áfram í kúluvarpinu, en þetta var bara ekki dagurinn minn. Ég hitti ekki á stóra kastiðað þessu sinni. Það var óhress Hreinn Halldórs- son sem mælti þessi orð skömmu eftir að forkeppninni í kúluvarpi lauk hér á Ólympíuleikunum í Montreal í gær. Hreinn kastaði lengst 18.93 metra i annarri tilraun, en til að komast áfram þurftu keppendur að kasta 1 9,40 metra Fyrsta kast sitt gerði Hreinn ógilt — Ég missti kúluna upp úr hend- inni og er ég sá að kastið yrði ekki nema um 18 metrar þá labbaði ég strax út úr hreingnum og gerði því ógilt, sagði Hreinn. í öðru kasti flaug kúlan 18.93 metra, en ekki var það nóg og nú átti Strandamað- urinn sterki aðeins eitt kast eftir Hann var því undir miklu álagi er kom að stðasta kastinu Og þó svo að Hreinn vildi ekki viðurkenna að hann hefði ekki þolað spennuna kastaði hann aðeins 1 8,55 metra og ekki var það nærri nógu langt til þess að hann kæmist áfram í keppn- inni — Ég ætla ekkert að afsaka mig, þó að ég hafi ekki náð þvi að komast áfram Meiðslin í handleggnum áttu ekki að koma i veg fyrir að ég kastaði 19,40 metra, sagði Hreinn — Að visu var nokkuð heitt og sólin skein beint i augun, en þrátt fyrir þetta hefði ég átt að geta kastað 19,40 metra, ef ég hefði haft örlitla heppni með mér. Ég hef kannski ætiað mér um of. þvi það er segin saga hjá mér, að þegar ég ætla að gera sem allra bezt þá fer allt i vaskinn, sagði Hreinn að lokum. Hreinn hefur sýnt það oftar en einu sinni að hann á að vera örugg- ur með 19.40 metra og jafnvel vel yfir 20 metra, ef sá gállinn er á honum. Hreinn er mjög sterkur um þessar mundir hefur aldrei verið sterkari, enda hefur hann einbeitt sér að æfingum og keppni siðan i byrjun febrúar Ætlaði Hreinn sér stóra hluti hér í Montreal og þó vonbrigðin séu mikil fyrir islenzka iþrótta unnendur almennt þá hljóta þau að vera langmest fyrir hann sjálfan. Það voru fleiri en Hreinn sem áttu slæman dag í kúluvarpinu í gær Þannig átti Bandarikjamaðurinn George Woods í brösum að komast í úrslitakeppnina — varpaði aðfeins 1 9,35 metra i forkeppninni, en flaut inn sem 12. maður Heimsmethaf- inn Alexander Barisnikov kastaði lengst allra i gær, en hann þeytti kúlunni 21 32 metra þegar i fyrsta kasti og setti nýtt Olympiumet. Virt- ist hann ekkert hafa fyrir þvi og maður hefur það á tilfinningunni að hann geti kastað lengra á sinn sér- stæða hátt. en Barisnikov kastar á svipaðan hátt og kringlukastari Tveir Norðurlandabúar komust í úrslitakeppnina Sviinn Hans Höglund sem kastaði 19,76 metra og Finninn Reijo Stahlberg sem kastaði nákvæmlega 19,40 metra i þriðju tilraun Mikill munur var á getu keppenda í kúluvarpinu Þann- ig kastaði t d Saal al Bishy frá Saudi Arabiu aðeins 11,68 metra, og varð að sjálfsögðu aftastur allra „Verð að gera betur í 400 m hlaupinu" ÞETTA VAR lélegt hlaup hjá mér, og tíminn eftir því, sagði Bjarni Stefáns- son eftir að hann hafði komið í mark í 100 metra hlaupinu á 11,28 sek. hér á Ólympíuleikunum í Montreal i gær. — Ég legg reyndar enga áherzlu á 100 metrana, en hafði þó vonazt eftir betri tíma en þetta. Ég verð að gera þeim mun betur i 400 metra hlaupinu, sagði Bjarni Bjarni Stefánsson varð siðastur Í sínum riðli, en sigurvegari i riðli hans varð Harsely Crawford frá Trinidad á 10,42 sek. Tveir beztu i hverjum riðli komust i milliriðla, en auk þess þeir fimm sem náðu bezt- um tíma á eftir sigurvegurunum. Voru það þvi 32 sem komust i milli- riðla. Þeirra á meðal, að sjálfsögðu kappar eins og Harwey Glance, Don Quarry og Dieter Kurrat, sem allir hlupu á 10,37 sek. i forkeppninni. Þrátt fyrir lélegan tima varð Bjarni þó ekki síðastur af hlaupurunum. Tveir af 63 keppendum komu i mark á lakari tíma en Bjarni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.