Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976 10 Fót- bolta- menn sáu um lögog reglu „ÞJÓÐHÁTlÐIN var velheppn- uð,“ sagði Sigurgeir Ólafsson formaður Þ6rs f Vestmanna- eyjum sem f ár sá um fram- kvæmd hátfðarinnar. „Veðrið var að vísu afar leiðinlegt, en það lét enginn það á sig fá, fólk bara klæddi sig þeim mun betur.“ „Allir. sem vettlingi gátu valdið fluttust búferlum inn á Breiðabakka yfir helgina, enda yrði það ekki raunveruleg þjóð- hátíð ef það legðist af.“ „Nei, það verður nú aldrei alveg rétti bragurinn á þessu fyrr en við fáum Herjólfsdalinn aftur, en ætli það verði fyrr en eftir 2 ár í fyrsta lagi. En samt skemmtu sér allir stórvel, ekkert síður en áður. Hér var töluvert af fólki úr landi, lik- lega þriðjungurinn." Við höfðum heyrt að þið hafið hætt við að fá auka- lögreglulið úr landi til að halda friðinn? ,Já, að þessu sinni tóku knattspyrnumenn úr IBV að sér aukagæzlu. Meistara- flokkurinn bauð okkur þetta og greiðsluna leggja þeir í ferða- sjóðinn sinn. — Nei, þeir fengu nú ekki lögregluskrúða heldur aðeins hvítt band til aðgrein- ingar frá öðrum.“ Eru meiri brögð að því en áður var, að Eyjafólk fari upp á land yfir hátíðina? „Ég er nú ekki frá því að svo sé. Það eru margir sem vilja nota fríið sitt til að fara að heiman. Kannski eru svo ein- hverjir að bíða eftir að hátiðin verði aftur uppi í dal.“ sagði Sigurgeir að lokum. Séð yfir hluta hátíða- svæðisins á Breiðabakka. Risasleikjó, stráhattur og þjóðhátíðarbros. Eitt atriðanna, Scheving Þetta eru og Viktor, skemmtu með og tali. skemmti- The Brothers. þeir Páll sem söng Ekki vitum við hvað krakkarnir á mynd- inni eru að horfa á, en greinilegt er, að sitt er hvert sinnið sem skinnið í Eyjum eins og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.