Morgunblaðið - 10.08.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 10.08.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976 13 12—13 ára. Þátttakendur ( mót- inu skiptu hundruðum og þurftu Framararnir að leggja marga andstæðinga að velli áður en þeir náðu úrslitunum. Fyrirliði Fram- strákanna heitir Hermann Þórð- arson og var hann kosinn bezti sóknarleikmaðurinn í slnum ald- ursflokki. Þjálfari flokksins er bróðir hans, Gústaf Björnsson meistaraflokksmaður úr Fram og unglingalandsliðsmaður. Fleiri áslenzk lið tóku þátt ( þessu móti. 3. flokkur stúlkna úr Fram komst i 8 liða úrslit, þriðji flokkur karla úr KR varð ( 3. sæti í stnum aldursflokki' og auk flokka frá þessum félögum áttu Haukar þarna s(na fulltrúa. Framstrákar áttu bezta liðið og sterkasta sóknar manninn í Oslo YNGSTU handknattleiksmenn- irnir úr Fram gerðu góða ferð til Noregs ( sfðustu viku. Þeir tóku þar þátt ( miklu móti, sem nefnist „Oslo Cup“ og sigruðu ( flokki MEÐ SIGURBROS A VÖR — Norska drengjalandsliðið bar sigur úr býtum á Norðurlandamóti drengja sem lauk á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið. Sá sigur vannst ekki átakalaust og þurfti vftaspyrnukeppni til að fá úrslit I leik Norðmanna við Svfa. Frá Norðurlandamóti drengja I knattspyrnu er skýrt á blaðsfðum 18 og 19. Eyjapeyjarnir meistarar á Akureyri EKFIÐLEIKAR — Vilhjálm- ur Árnason hefur lent utan brautar og það er sins gott að vanda sig við að koma boltan- um inn á brautina aftur. Myndin er tekin ( öldunga- keppni landsmótsins f golfi, en frá þv( er skýrt á blaðsfðum 14 og 15. tJRSLITAKEPPNIN í Is- landsmóti 5. flokks í knattspyrnu fór* fram á Akureyri fyrir og um helgina. Það voru Sex fé- lög sem áttu fulltrúa í úrslitakeppninni og var þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli léku Vestmanney- ingar, |R og Valur, Reyð- arfirði, en í B-riðli Fram, KA og Þróttur, Neskaup- stað. Vestmanneyingarnir byrj- uðu á því að leggja Val að velli, sigruðu með 10 mörkum gegn engu. ÍR-ingar urðu Vestmann- eyingum heldur engin hindrun á leiðinni í úrslitaleikinn, sigr- uðu ÍR með 7 mörkum gegn 2. Viðureign Vals og IR lyktaði siðan með sigri IR með 2 mörk- um gegn engu. Það kom því i hlut ÍR-inga að leika við lið no. 2 í B-riðli um 3.—4. sætið. I A-riðli var baráttan öllu harðari og mátti vart á milli sjá hvert liðanna væri sterkast. Framarar byrjuðu á því að leggja Þrótt að velli með einu marki gegn engu. Sömuleiðis sigraði Fram KA með einu marki gegn engu og var það mark skorað þegar um ein mín. var til leiksloka, svo tæpara mátti það vart standa. Loks sigraði KA Þrótt með einu marki gegn engu og hlaut þar mað annað sætið í riðlinum. Urslitaleikirnir fóru siðan fram á grasvellinúm á Akur- eyri á sunnudag og léku KA og IR fyrst um 3. sætið. Skemmst er frá því að segja að Akureyr- ingarnir voru greinilega mun sterkari og sigruðu með 5 mörk- um gegn einu, eftir að hafa haft yfir i leikhléi tvö gegn engu. Bergþór Ásgrímsson og Ómar Pétursson skoruðu hvor um sig tvö mörk fyrir KA og Bjarni Jónsson eitt. Mark IR skoraði Bóas Árnason. Þá var komið að úrslitaleikn- um og þar voru það að sjálf- sögðu Fram og IBV sem mætt- ust. Piltarnir voru svolítið óöruggir til að byrja með og bar mikið á löngum spyrnum fram og aftur. Smám saman fóru þeir þá að átta sig betur á hlutunum og náðu Vestmanneyingacnir þá undirtökunum. Ekki leið á löngu þar til Eyjamenn náðu forystu með marki Lúðvíks Bergvinssonar. Skömmu siðar var Lúðviðk aftur á ferðinni og jók forskotið með marki af stuttu færi. Næsta orðið áttu Framarar. Agnar Sigurðsson skaut miklu skoti af um 40 metra færi sem hafnaði í neti Eyjamanna, mikið skot það. Þannig var staðan i leikhléi og Eyjamenn höfðu vindinn í bak- ið i þeim síðari. Eftir því sem á leið sóttu þó Eyjamenn í sig veðrið og Hlyn- ur Stefánsson skoraði fallegt mark um miðbik hálfleiksins. Síðasta orðið i leiknum átti sið- an Lúðvík Bergvinsson skömmu fyrir leikslok þegar hann skoraði fjórða mark Eyja- manna og kórónaði þrennu sina. Urslitin urðu þvi fjörur mörk gegn einu og Vestmann- eyingar Islandsmeistarar í 5. flokki. Sanngjarn sigur, því IBV hafði greinilega sterkasta liðinu á að skipa í 5. flokki að þessu sinni. Hermann Gunnarsson skorar annað mark Valsmanna ( leiknum við Akranes á laugardaginn. Ingi Björn Albertsson átti mestan heiður- inn af því marki og er hann lengst til vinstri á myndinni. Sjá bls. 20. „TAKMARKIÐ EKKIAÐ VERÐA MARKA- KÓNGUR HELDUR AÐ TAKA VIÐ ÍS- LANDSBIKARNUM FYRIR HÖND VALS" INGI Björn Albertsson hefur skotizt eins og spútnik upp markaskoraralistann og eftir leikinn á laugardaginn trónar hann í efsta sæti með 11 mörk og ( þremur sfðustu leikjum Vals hefur Ingi skorað 9 mörk. „Það er ekki takmarkið hjá mér að verða markakóngur mótsins heldur að taka við íslandsbikarnum fyrir hönd Vals I mótslok,“ sagði Ingi Björn eftir leikinn við Akranes, en hann er sem kunnugt er fyrirliði Vals. „Ég held að ekkert geti stöðvað okkur fyrst við unnum uppi á Skaga og við ætlum okkur að vinna bæði deild og bikar. Valsfuglinn er kominn á flug aftur.“ Ingi Björn byrjaði að leika með meistaraflokki Vals 1970 og hann hefur síðan verið fasta- maður í liðinu að undanskildu einu ári þegar hann var við nám og störf í Frakklandi. Ingi hefur skorað 45 mörk í 1. deild- inni frá því hann hóf að leika þar og einu sinni áður hefur hann náð 11 mörkum á einu keppnistlmabili en hann hefur aldrei orðið markakóngur. „Það væri vissulega gaman að verða markakóngur I ár, en það er ekki takmarkið eins og ég sagði áðan og það yrði ekki á kostnað Vals. Ég ætla mér ekki að verða með neina græðgi fyrir framan markið.“ I sumar hefur Ingi Björn leikið f nýrri stöðu, sem fremsti tengiliður á miðjunni. „Þetta er mín rétta staða. Áður fyrr lék ég sem fremsti maður og í fyrra á kantinum, en í þessari stöðu kann ég bezt við mig,“ sagði hann. Og það eru vist flestir á sama máli, að Ingi hafi aldrei verið betri en í sumar. Þetta er kannski merkilegast fyrir þá» sök, að hann hefur átt við slæman sjúkdóm að stríða i sumar, sjúkdóm í liðamótum. Veikin gerði vart við sig í sumar og missti Ingi af fyrstu leikjum Vals fyrir bragðið. „Ég tek pillur við þessu og held þannig sjúkdómnum i skefjum, en ég hef miklar þrautir eftir hvern leik.“ Ingi Björn hefur leikið nokkra landsleiki, en hann hefur samt ekki klæðzt lands- liðspeysunni síðan 1971. Hann hefur mjög verið orðaður við landsliðið eftir góða frammi- stöðu i sumar. „Ég mundi auðvitað segja strax já, ef ég yrði beðinn að leika með lands- liðinu í haust. Það er draumur allra knattspyrnumanna að leika með landsliði“, sagði Ingi Björn að lokum. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.