Morgunblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 26
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976 þeirra og Björgvin kom inn á flöt á 18. braut, sem sigurvegari i meistaraflokki, Ragnar í öðru sæti og Sigurður Thorarensen í þriðja sæti, en hann lék mjög vel síðustu 9 holurnar eins og áður sagði. Byrjunin á þessum vel- gengiskafla Sigurðar var það að hann setti niður langt ,,pútt“ á 9. holu, eftir að allt hafði gengið á móti honum fram að því. Talsverður fjöldi áhorfenda fylgdist með köppunum allar 18 holurnar á laugardaginn og lét fólkið leiðinlegt veður ekki aftra sér. Sumir veigruðu sér þó við að fara út á vatnsveðrið og sátu upp í skála þeirra GR-manna. Þar var líka auðvelt að fylgjast með, því í gegnum labb-rabb-kerfi bárust upplýsingar fljótlega í skálann. Reyndar bárust upplýsingar það- an og einn kylfingur sem einnig er áhugasamur um knattspyrnu spurðist fyrir um það hvernig leik Vals og lA í 1. deild hefði lyktað. Fékk hann greið svör við spurningunni, en sá sem varð fyrir svörum í skálanum hnýtti því aftan við að engin hesta- mannamót hefðu farið fram um helgina og fannst honum greini- lega Iítið til 1<nattspyrnuáhuga- mannsins koma. Svo aftur sé vikið að keppninni í meistaraflokki þá voru hvorki meira né minna en 12 högg í þá sem urðu jafnir í 4.—5. sæti. Þeir voru unglingameistarinn Sigurð- ur Pétursson og Óskar Sæmunds- son, báðir á 318 höggum. Sýnir þetta vel í hve miklum sérflokki Björgvin, Ragnar og Sigurður Th. eru meðal íslenzkra kylfinga. Hvað um það, árangur Sigurðar og Óskars er athyglisverður, Sigurður mjög efnilegur kylfing- ur og árangur Óskars stórgóður miðað við það að hann hefur lítið æft golf síðastliðið ár. Sjötti i keppninni í meistara- flokki varð Þorbjörn Kjærbo á 319 höggum, en Þorbjörn lék mjög vel siðasta dag keppninnar. 1 næstu sætum urðu þeir síðan jafnir Einar Guðnason, Sigurður Hafsteinsson og og Magnús Halldórsson, allir á 321 höggi. Síð- an komu þeir Gunnar Þórðarson frá Akureyri, Ágúst Svavarsson handknattleiksmaður úr ÍR og Haraldur Júlíusson fyrrum knatt- spyrnumaður með ÍBV, allir á 327 höggum. Einvígi blaðamanns og læknis Keppnin um efsta sætið í 1. flokki var æsispennandí og háðu þeir Kjartan L. Pálsson blaðamað- ur og Knútur Björnsson læknir mjög „taugastrekkjandi" einvígi. Hafði Kjartan eins höggs forskot þegar keppnin hófst síðasta dag- inn. Jók Kjartan þá forystu og var Kjartan Pálsson og Knútur Björnsson að lokinni spennandi keppni 11 flokki. Óánægður með spila- mennskuna, ánægður með sigurinn, sagði Björgvin Þorsteins- son að landsmótinu loknu á laugardaginn — ÉG ER ekki sérlega ánægður með spilamennskuna f þessi. móti, sagði Björgvin Þorsteins- son er við ræddum við hann á laugardaginn. — Það er vissu- lega ánægjulegt að hafa unnið enn einu sinni, en ég hefði bara viljað leika miklu betur. En það verður ekki við öllu gert og ég fann mig einhvern veginn ekki þessa daga, nema kannski þriðja daginn þegar ég lék á 71 höggi, sagði Björgvín. Björgvin kvartaði ýfir veðr- inu og sagði að ekki væri hægt að ætlast til að góður árangur næðist nema veðrið væri skap- legra en verið hefði keppnis- daga landsmótsins að þessu sinni. Þá sagði Björgvin að sér hefðu fundizt flatirnar slæmar á fyrstu 9 holunum á vellinum í Grafarholti, en hins vegar ágætar seinni helming vallar- ins. — Nei, nei ég var alls ekk- ert slæmur á taugum síðustu brautirnar. þó að Ragnar væri kominn fskyggilega nærri mér, sagði Björgvin á lokum. Um næstu helgi verður Jað- arsmótið á Akureyri og verður Björgvin þá á sfnum heima- velli. Hvort hann nær þá eins frábærum árangri og á dögun- um er hann )ék völlinn á 65 höggum f meistarakeppni GA skai ósagt látið, en hann sagðist hafa mikinn hug á að leika bet- ur f þeirri keppni heldur en f landsmótanu. Kristfnu Pálsdóttur óskað til hamingju með sigurinn f meistaraflokki kvenna, Jakobfna Guðlaugsdóttir stendur álengdar. „ BJÖRGVIN Þorsteinsson varð Is- landsmeistari í golfi f fimmta sinn er landsmótinu lauk f Grafarholti á laugardaginn og er þetta f fjórða skiptið í röð sem Björgvin verður meistari f íþrótt- inni. Keppnin var mjög spenn- andi á laugardaginn og saxaði Ragnar Ólafsson mjög á sex högga forskot Björgvins strax á fyrstu holunum. Var munurinn ekki orðinn nema eitt högg þegar hann var minnstur, en Björgvin hristi þá af sér slyðruorðið og kom inn á 79 höggum á laugar- daginn eða á samtals 300 höggum sléttum. Ragnar lék á 75 höggum á laugardaginn og samanlagt á 302 höggum. t þriðja sæti varð sfðan Sigurður Thorarensen á 306 höggum og var það ekki fyrr en á seinni 9 holunum á laugardaginn að Sigurður sýndi hvers hann er megnugur. Ragnar Ólafsson óskar Björgvini Þorsteinssyni til hamingju með fimmta Islandsmeistaratitilinn og þakkar skemmtilega keppni. Landsmótið í Grafarholti er sterkasta golfmót sem farið hefur fram hérlendis þar sem aðeins Islendingar hafa verið þátttak- endur. Gaf mótið samanlagt 250 stig til landsliðs og af þeim fékk Björgvin 47.50 stig. Fór mótið mjög vel fram þrátt fyrir leiðinda- veður aila keppnisdaga og þá sér- staklega sfðasta daginn, en þá rigndi stanzlaust frá hádegi og þar til keppninni var lokið. Háði það keppendum mjög og voru flestir langt frá sínu bezta. Hlýtur rigningin sérstaklega að hafa komið niður á leikmönnum eins og Björgvini og Ragnari, en báðir nota þeir gleraugu. Konráð Bjarnason var mótstjóri og tjáði hann Morgunblaðinu að keppendur hefðu verið vel á þriðja hundrað og starfsmenn við mótið hefðu verið á annan tug þegar mest hefði verið. Golf var leikið I Grafarholti frá því snemma á morgnana og fram I myrkur á kvöldin, alls I um 65 klukkustundir. Sagðist Konráð Bjarnason vera ánægður með hvernig til hefði tekizt við fram- kvæmd mótsins og væri miklu auðveldara að halda svona mót á 18 holuvelli heldur en á minni völlunum. Ekki sagði Konráð að ákveðið væri hvar næsta lands- mót yrði haldið og yrði sjálfsagt erfitt að finna þvi stað. Annað hvort yrði að leika á tveimur 9 holu völlum eða þá aftur í Grafar- holti, sem væri eini 18 holuvöllur- inn á landinu. Ragnar saxar á forskot Björgvins Þegar keppnin hófst á laugar- daginn hafði Björgvin Þorsteins- son sex högga forystu á Ragnar Ólafsson, én strax á fyrstu holun- um náði Ragnar fjórum höggum af Björgvini. Hélzt sá munur nokkurn veginn þangað til kom að 13. holu. Þar missti Björgvin aftur eitt högg, en náði því síðan á 14. braut. Á 15. holu varð munur- inn aftur eitt högg, en Björgvin gaf sig ekki og náði aftur tveggja högga forystu á 16. braut. Eftir það breyttist bilið ekki á milli Björgvin komst í hann krappan en sigraði þó með 2 höggum og meistari í fimmta skipti er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.