Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 28
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976 ENN EINU SINNI SETTU VEÐUR- GUÐIRNIR STRIK í REIKNINGINN - Erlendur vann bezta afrek meistara- mótsins er hann kastaði kringlu 59,30 m ENN einu sinni eyðilögrtu veður- guðirnir frjálsíþróttamót hér- lendis. Að þessu sinni var það meistaramót Islands, sem varð fyrir barðinu á þeim, en það fór fram á Laugardalsvellinum á laugardag og sunnudag. Báða dag- ana var veður mjög óhagstætt til keppni, rigning og kuldagjóstur, þannig að ekki var unnt að búast við miklum afrekum hjá frjáls- íþróttafólkinu. Var'það raunar karlmennskuverk hjá því að hoppa eða hlaupa um í slagviðr- inu. Þrátt fyrir þessu óblíðu skilyrði leit eitt íslandsmet dagsins ljós á mótinu. Sveit ÍR bætti verulega íslandsmetið í 4x100 metra boð- hlaupi kvenna, hljóp á 48,9 sek. Gamla metið átti sveit Ármanns og var það 50,2 sek., sett árið 1974. Þá voru á mótinu sett þrjú ný aldursflokkamet. Thelma Björns- dóttir UBK setti stelpnamet í 800 og 1500 metra hlaupi og Eggert Guðmundsson, bráðefnilegur stangarstökkvari úr HSK, setti nýtt drengjamet í stangarstökki, stökk 3,70 metra. Var það vel af sér vikið hjá honum, ekki sfzt þegar tekið er tillit til aðstæðna. Má vera að þarna sé á ferðinni íþróttamaður sem loks hrífur stangarstökkið úr þeim öldudal, eða jafnvel niðurlægingu, sem verið hefur undanfarin ár. Þrátt fyrir allt verður ekki ann- að sagt en þátttaka í mótínu hafi verið allgóð, og utanbæjarfólk mætti nú betur til keppni en oft áður. Hins vegar var um veruleg frávik að ræða frá keppnisskrá, og óneitanlega var sumra af beztu frjálsíþróttamönnum landsins saknað á mótinu. Sigurður Sig- urðsson, Ármenningur, keppti ekki vegna meiðsla og Stefán Hallgrímsson keppti aðeins í einni grein, spjótkastinu, en Stef- án á stöðugt við meiðsli að stríða og Olympíufarinn Bjarni Stefáns- son mætti ekki til keppni — þurfti að vera að vinna. Þá var Jón Diðriksson einnig fjarver- andi. Köstin: Það leikur ekki á tveimur tung- um að það var Erlendur Valdi- marsson, KR, sem vann bezta af- rekið á þessu meistaramóti, en hann kastaði kringlunni 59,35 metra og er það bezti árangur Erlends í.5r, og rösklega 4 metr- um betra en hann kastaði á meist- aramótinu í fyrra. Samt sem áður virtist þetta ágæta kast Erlends ekki vera fullkomlega heppnað, og varla er vafi á því að hann á eftir að þeyta kringlunni vel yfir sextíu metra í sumar. Má vel vera að metið hans 64,32 metrar, fatli. Víst er að Erlendur er greinilega mjög sterkur um þessar mundir, og mikill kraftur í köstum hans, sem ekki virðist þó nýtast sem skyldi — sennilega vegna þess að Erlendur hefur orðið fyrir tölu- veróum frátöfum við æfingar sín- ar í sumar vegna meiðsla. Annar í kringlukastinu varð Öskar Jak- obsson og kastaði 53,26 metra. Má segja hið sama um hann og Er- lend. Krafturinn er fyrir hendi, en eitthvað skortir á til þess að kringlan fljúgi mun lengra. Ólympíufarinn Hreinn Hall- dórsson hafði yfirburði í kúlu- varpinu, svo sem vænta mátti, varpaði 19,20 metra, en Guðni Halldórsson náði sínum bezta ár- angri er hann varpaði 17,83 metra. Er greinilega tímaspurs- mál hvenær Guðni nær 18 metra kastinu. Árangur í spjótkastinu var heldur iélegur, og sennilega mest vegna þess að veðrið var ákaflega óhagstætt til keppni í þeirri grein. Öskar sigraði með 64,82 metra kasti — kastaði meira en sjö metrum lengra en næsti mað- ur, Elías Sveinsson. Spretthlaupin: Vilmundur Vilhjálmsson sigr- aði örugglega í ölium spretthlaup- unum þremur, 100 metra hlaupi, 300 metra hlaupi og 400 metra hlaupi, en árangurinn var fremur slakur, sérstaklega í 100 og 200 metra hlaupi þar sem vindurinn var beint í fangið. Þá skorti Vil- mund einnig keppni, en hann er harður keppnismaður og nær jafnan mun betri árangri við slík- ar aðstæður. 400 metra hlaupið hljóp Vilmundur með miklum ágætum og verður það að teljast gott að vera undir 51 sek. við aðstæður eins og voru á sunnu- daginn, en þá var brautin einnig orðin mjög lin, eftir stórrigningu laugardagsins. Millivegalengdahlaup: Sem betur fer virðast miilivega- lengdahlaupin eiga miklum vin- sældum að fagna meðal íslenzkra frjálsíþróttamanna um þessar mundir og á engum greinum meistaramótsins var eins góð þátt- taka og í 800 metra og 1500 metra hlaupi. Er ólíkt skemmtilegra að sjá 10—15 hlaupara á brautinni en 2—3 eins og var fyrir nokkrum árum, jafnvel þótt árangurinn sé ekkert sérstakur. 800 metra hlaupið var þó nokk- uð gott, og átti þar sovétmaðurinn V. Podoliako hlut að máli, en hann sigraði nokkuð örugglega og virtist ekki gera eins og hann gat. Ágúst fylgdi honum allt hlaupið og munaði aðeins 4/10 úr sek. á þeim í lokín. Var Ágúst ekki langt frá meistaramótsmetinu sem Svavar Markússon setti árið 1955, 1:54,3 mín. 1 800 metra hlaupinu vakti 17 ára EH-ingur, Gunnar Þ. Sigurðsson, athygli, en hann hreppti þar þriðja sætið. á eftir Ágústi og Sovétmanninum, hljóp á 1:58,4 mín. Þar er á ferðinni piltur sem vafalaust á eftir að heyrast frá á næstu árum. í 1500 metra hlaupinu hafði Ág- úst mikla yfirburði. Hljóp hann vel fyrri hluta hlaupsins, en slak- aði síðan á undir lokin, enda að engu að keppa nema meistaratitl- inum sem hann varöruggur með. Meiri barátta var hins vegar um annað sætið og þar hafði Haf- steinn Óskarsson, ÍR-ingur, bezt, en þriðji varð Akureyringurinn Jónas Clausen. Var verulega ánægjulegt að sjá Akureyringa mæta til leiks á meistaramótinu, en undanfarin ár hefur ekki verið mikil reisn yfir frjálsum íþróttum á Akureyri. Er vonandi að það unga fólk sem keppti á meistara- mótinu rífi frjálsar upp á Akur- eyri — það hefur í það minnsta alla burði til þess að gera það. Langhlaup: Aðeins -var keppt í einu lang- hlaupi um helgina, 5000 metra hlaupinu. í því sigraði Sigfús Jónsson með yfirburðum, og má segja hið sama um hann og Ágúst í 1500 metra hlaupinu. Hann hafði að engu að keppa nema meistaratitlinum, og því var ekki að búast við ýkja góðum árangri. Grindahlaupin: Valbjörn Þorláksson varð enn einu sinni meistari í 110 metra grindahlaupi, en að þessu sinni þurfti hann að hafa meira fyrir titli sínum en oftast áður þar sem ír-ingurinn Jón Sævar Þórðarson fylgdi honum vel allt hlaupið. Vegna mótvindar var ekki að vænta góðs árangurs, enda reynd- ist tíminn ekki vera betri en 16,6 sek. hjá Valbirni og 16,7 sek. hjá Jóni. I 400 metra grindahlaupinu sigraði hinn ungi Skagfirðingur Þorvaldur Þórsson á 57,0 sek., sem er ágætur árangur miðað við aðstæður. Hefur Þorvaldur náð allgóðri tækni yfir grindunum og á vafalaust eftir að bæta sig veru- lega við betri skilyrði. Stökkin: Keppni í stökkgreinunum fjórum var næsta tilþrifalítil á meistara- mótinu. Friðrik Þór sigraði örugg- lega í langstökki og stökk 6,97 metra með vindinn í bakið. Um annað sætið var síðan mikið senti- metrastríð og í því hafði Snæfell- ingurinn Sigurður Hjörleifsson bezt. Vegna-'iTfeiðsla treysti Frið- rik Þór sér ekki í þristökkskeppn- ina og vann Skagfirðingurinn Jó- hann Pétursson meistaratitilinn í fjarveru hans. Valbjörn Þorláksson varð meistari í stangarstökki, stökk 4,10 metra, og reyndi síðan við 4,30 metra sem hann var alllangt frá að fara. í hástökkinu gerði Elías sér 1,90 metra að góðu, og þá hæð stökk einnig Jón Sævar Þórð- arson. Sögulegt boðhlaup: 4x100 metra boðhlaup meistara- mótsins var í senn sögulegt og broslegt. Aðeins ein sveit mætti til leiks — sveit KR, — og er það út af fyrir sig furðulegt að ekki skuli koma nema ein sveit til keppni í boðhlaupi á meistara- móti íslands. Valbjörn Þorláks- son átti að hlaupa fyrsta sprettinn fyrir KR-sveitina, og var hann ræstur samkvæmt kúnstarinnar reglum. Þegar Valbjörn hafði hlaupið 50—60 metra kom í ljós að hann hafði gleymt að hafa kefl- ið með sér og þar með var hlaupið búið. Greindi menn á um rétt- mæti þess að endurtaka það, en svo fór að lokum að úrskurðað var að það skyldi fara fram að nýju og átti að hlaupa það í gærkvöldi. í 4x400 metra boðhlaupi varð sveit KR meistari, eftir að sveit FH hafði náð góðri forystu um tíma. Munaði mestu um góða spretti Elíasar Sveinssonar og Vilmund- ar Vilhjálmssonar í KR-sveitinni. Kvennakeppnin: Ekki fer á milli mála að Ingunn Einarsdóttir var ókrýnd drottning frjálsíþróttakvennanna á þessu móti, og vann hún hin ágætustu afrek, eins og t.d. að hlaupa 100 metra á 12,6 sek. á móti strekk- ingnum, og 100 metra grinda- hlaup á 14,6 sek. Þessi afrek sanna að Ingunn er i mjög góðu formi um þessar mundir og líkleg til góðra afreka þegar skilyrði bjóða upp á slíkt. Alls hlaut Ing- unn fjóra meistaratitla á mótinu um helgina, auk þeirra tveggja sem hér hafa verið nefndir var hún í sigursveit ÍR í 4x400 metra boðhlaupinu og hún sigraði í 400 metra hlaupinu, auk þess sem hún varð svo þriðja í hástökkinu. Annars var keppni í kvenna- greinunum yfirleitt nokkuð skemmtileg og vel mætt til leiks nema í einni grein, 1500 metra hlaupinu, en það hlupu aðeins þrjár stúlkur. Sigurvegari varð Thelma Björnsdóttir, 12 ára stúlka úr Kópavogi, og má mikið vera ef hún er ekki yngsti Is- landsmeistari frá upphafi. Lilja Guðmundsdóttir tók þátt í 800 metra hlaupinu — fór hún sér að engu óðslega, en varð samt sem áður langfyrst að marki á 2:14,4 mín. Ölympíufarinn Þórdís Gísla- dóttir sigraði örugglega í sinni grein, hástökkinu og stökk 1,68 metra. í langstökki bar hins vegar Hafdís Ingimarsdóttir, fyrrver- andi íslandsmethafi, sigur úr být- um, eftir harða keppni við núver- andi Islandsmethafa, Láru Sveinsdóttur. Stökk Hafdís 5,45 metra en Lára 5,39 metra. Í köstunum vann Mari'a Guðna- dóttir bezta afrekið með því að kasta spjótinu 37,59 metra. Ur þessu ætti það aðeins að vera tímaspursmál hvenær María nær lslandsmeti Arndísar Björnsdótt- ur, UBK, en það er 39,60 metrar, sett árið 1972. Hlaupararnir að leggja af stað f 800 metr; Gunnar Páll Jóakimsson, Sigurður P. Sig Bjarnason. (Ljósm. Br.H.). Marfa Guðnadóttir, HSH, stóð sig vel bæði af henni f sfðarnefndu greininni. FriðrilrÞór Óskafsson í langstökkinu. — stjl. Stúlkurnar gera sig „klárar“ fyrir 800 metr;

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.