Morgunblaðið - 10.08.1976, Side 31

Morgunblaðið - 10.08.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976 19 ðurlandamótinu ir í neðsta sæti BLIKARNIR halda áfram að hala inn stigin f seinni umferðinni og hafa aðeins tapað einu stigi, gert jafntefli við Val, en unnið aðra andstæðinga sfna. A sunnudaginn lögðu þeir Keflvfkinga að velli, úrslitin urðu 3:1 og var sá munur sfzt of stór miðað við gang leiks- ins og tækifæri liðanna. Breiðabliksliðið hefur sýnt mjög miklar framfarir upp á §ið- kastið og vex reyndar með hverj- um leik. Leikmenn liðsins hafa öðlazt sjálfstraust og þora að framkvæma hluti, sem þear gerðu ekki fyrri hluta mótsins. Enda voru þeir þá við botninn í deild- inni og þar að auki nýir f 1. deild. I liðinu eru leikmenn með gott auga fyrir spili og hafa yfir mik- og var staðan 2—0, þeim í vil, í hálfleik. Þjóðverjar bættu síðan 3. mark- inu við, en Islendingum tókst að minnka muninn í 3—1 með ágætu marki Arnórs Guðjohnsens, sem þó áður hafði fengið gott tækifæri til að skora úr vitaspyrnu en hann hitti ekki markið. En Þjóðverjar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð, því þeir bættu enn við einu marki og urðu það lokatölur leiksins. Sigur Þjóðverja, var sanngjarn, en markmunurinn hefði átt að vera minni, því ís- lendingum tókst ekki að nýta góð marktækifæri. Danir,.sem unnu þessa keppni í fyrra keppni í fyrra í Finnlandi, léku við Finna í Keflavík um 3.—4. sætið. Að áliti flestra, sem með keppninni fylgdust, voru Danir með bezta liðið að þessu sinni, en þeir höfðu ekki heppn- ina með sér. Þeir sigruðu Finna með 3—2 og segja þau úrslit lítið um gang leiksins, því yfirburðir Dana voru miklir. Staðan var 3—0 Dönum í vil í hálfleik, en um miðjan hálfleikinn tókst Finnum að skora og bæta síðan öðru marki við á siðustu minútunni. Urslitaleikurinn fór síðan fram á Laugardalsvellinum á sunnu- dagskvöldið. Þegar á heildina er litið var leikurinn slakur, en tals- verðrar taugaspennu gætti hjá leikmönnum beggja liða. Norð- menn sóttu heldur meira i fyrri hálfleik og áttu nokkur skot, sem flest höfnuðu fram hjá markinu. Svíar sóttu sig er liða tók á hálf- leikinn og þeir voru sterkari aðil- inn í síðari hálfleik. Nokkurrar hörku gætti í leiknum og var hvergi gefið eftir. Þegar leiktima lauk hafði hvorugu liðinu tekizt að skora mark og jöfðu Svíar þó átt nokkur dauðafæri í síðari hálf- leik og m.a. skot i stöng. Leikurinn var því framlengdur um 2x5 mín. og þrátt fyrir það tókst liðunum ekki að skora. Var nú vítaspyrnukeppni og var hún mjög spennandi og skemmti- leg. Svíar byrjuðu og skoruðu úr sinni fyrstu spyrnu og það sama gerðu Norðmenn. Eftir fjórar vítaspyrnur var staðan enn jöfn, en í þeirri fimmtu brást Svíum bogalistin, því norski markvörð- urinn varði. Var nú ein spyrna eftir hjá Norðmönnum, en sænski illi tækni að ráða margir hverjir. Engir eru þó sterkari en bræðurn- ir Hinrik og Einar Þórhallssynir og áttu þeir báðir skínandi leik á móti IBK. Þeir Bjarni Bjarnason, Gfsli Sigurðsson og Heiðar Breið- fjörð stóðu þeim þó ekki langt að baki I þessum leik. Keflavíkurliðið er mikið „papp- irslið" — myndað af köppum, sem flestir hverjir mega muna sinn fífil fegri I knattspyrnunni, menn eins og Guðni Kjartansson, Jón Ólafur, Karl Hermannsson og fleiri. Ungu mennirnir í Keflavik- urliðinu eru efnilegir, en enn ekki nógu sterkir til að taka við merkinu af gömlu jöxlunum. I Kópavogi á sunnudaginn átti Keflavíkurliðið aldrei möguleika. Aðstæður voru erfiðar til knatt- spyrnuiðkana á sunnudaginn, rok eftir vellinum endilöngum, kalt og rigningaskúrir annað slagið. Var þó mesta furða hvað Breiða- bliksliðið náði að sýna við þessar aðstæður og sérstaklega í fyrri hálfleik þegar liðið lék á móti vindinum. I fyrri hálfleiknum var þó ekkert mark skorað, en strax á annarri mínútu seinni hálfleiks náðu Blikarnir fallegri sóknar- lotu, sem lauk með því að Hinrik Þórhallsson renndi knettinum inn í vítateiginn til Þórs Hreiðars- sonar sem Var í dauðafæri og átti ekki i erfiðleikum með að skora framhjá Þorsteini Ólafssyni. Þetta var aðeins forsmekkurinn að þvi sem átti eftir að koma og 20 minútum siðar juku Blikarnir for- ystu sína í 2:0. Aftur náðu Blik- arnir mjög fallegri sókn og nú var það Vignir Baldursson sem gaf á Hinrik í dauðafæri og þessi markakóngur þeirra Blika og bezti maður vallarins f þessum leik skoraði með þrumuskoti á milli fóta Þorsteins Ólafssonar. Sfðasta mark Blikanna í leiknum skoraði Heiðar Breiðfjörð á 39. minútu hálfleiksins eftir að varn- armönnum Keflavíkur hafði orðið á í messunni og Ólafur Friðriks- son var skyndilega einn með knöttinn við endamörk og átti ekki í erfiðleikum með að gefa fyrir markið á Heiðar, sem skor- aði örugglega. Keflvikingar áttu svo síðasta orðið í leiknum, á 43. mínútu náði Einar Gunnarsson að skalla knött- inn laglega yfir Ölaf Hákonarson, eftir að knötturinn hafði borizt á milli manna i vitateigi Breiðbliks. Um Keflavíkurliðið í þessum leik er það að segja að þar var meðalmennskan allsráðandi og varla nokkur leikmaður, sem lék eins og hann bezt getur. Kópa- vogsliðið hins vegar lék með al- bezta möti og haldi Blikastrákarn- ir áfram að leika sem í þessum leik ættu þeir að ná þriðja sæti i 1. deildinni. Þeir eru nú með 14 stig eins og Akranes og eru liðið i 3.—4. sæti, Islandsmeistararnir frá í fyrra og nýliðarnir í deild- inni. Bezti maður liðsins i þessum leik var Hinrik Þórhallsson og hlýtur hann að vera undir smá- sjánni hjá landsliðsnefnd, útsjón- arsamur leikmaður, sem á góðar sendingar og er sjálfur stórhættu- legur. 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Kópavogs- völlur 8. ágúst. Breiðablik — IBK 3:1 (0:0) Mörk Breiðabliks: Þór Hreið- arsson á 47. mínútu, Hinrik Þór- hallsson á 67. minútu, Heiðar Breiðf jörð á 84. mínútu. Mark lBK: Einar Gunnarsson á 88. minútu. Helgi Ragnarsson og Viðar Halldórsson sækja að honum. % markvörðurinn varði og var stað- an því enn jöfn 4—4. Aftur skor- uðu bæði liðin, 5—5, en sjöundu vítaspyrnu Svía varði norski markvörðurinn. Það var þvi mik- ill spenningur þegar Stig Stening, leikmaður nr. 4. hjá Norðmönn- um, undirbjó sig að taka sjöundu vítaspyrnuna. Hann brást ekki og skoraði örugglega við gífurlegan fögnuð félaga sinna og færði þar með liði sínu sigur í keppninni. Lokatölur leiksins urðu því 6—5 fyrir Noreg. Urslit einstakra leikja í keppn- inni urðu, sem hér segir: 1. riðill: Danmörk — V-Þýzkaland 2—0 Svíþjóð — V.-Þýzkaland 4—1 Danmörk — Svíþjóð 2—2 2. riðill: Island — Finnland 1—1 Noregur — Finnland 1—1 Noregur — ísland 4—1 Urslitaleikir: 1:—2. sætið: Noregur — Sviþjóð 6—5 (eftir framlengingu og víta- spyrnukeppni). 3. —4. sætið: Danmörk — Finn- land 3—2. 5.—6. sætið: V.-Þýzkaland — Is- land 4—1. BLIKARNIR HALDA ÁFRAM SIGURGÖNGU SINNI - UNNU ÍBK 3:1 Hinrik Þórhallsson brýst framhjá Astráði Gunnarssyni og skömmu sfðar hafði hann skorað. Texti: Agúst Jónsson. M.vndir: Friðþjófur Helgason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.