Morgunblaðið - 10.08.1976, Side 22

Morgunblaðið - 10.08.1976, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976 —Áhugi á... Framhald af bls. 11 möguleikum, vinnsluaðferðum og svo markaðskönnun fyrir afurð- irnar. Þær afurðir sem viö erum að vinna núna verða sendar á markað í Bandarikjunum og skreiðin fer til Nigeríu og svo er bara að sjá hvernig menn bregð- ast við.“ — „Það er rétt að taka fram,“ sagði Sveinn ennfremur, — „að núna á þessum tíma virðist vera hægt að veiða kolmunnann í tals- verðum mæli með þeim veiðar- færum sem við höfum notað. En þar sem við höfum ekkert fylgzt með kolmunna á grunnslóðum á þessum árstima er ómögulegt að segja hversu lengi fram eftir hausti hann heldur sig á þessum slóóum eða hversu lengi hann verður veiðanlegur. Það held ég að sé næsta verkefni sem þyrfti að kanna.“ —Hús FEF Framhald af bls. 11 Svo sem kom fram í frétt Mbl. verður þarna rekið neyðarhús- næði fyrir einstæða foreldra með börn, sem standa uppi húsnæðis- lausir um tíma. Námsfólk mun einnig fá aðgang að húsinu. Með þessu telur stjórn FEF sig aðeins vera að leysa nokkurn hluta gífurlegs húsnæðisvanda, en eins og áður hefur verið sagt frá hefur FEF einnig fengið vil- yrði fyrir lóð í 2. áfanga Eiðs- grandaskipulags í Reykjavik. —Yamani Framhald af bls. 1 ganga. Ráðherrar OPEC fjalla um hækkun á olíuverði f desember á næsta ári i Qatar. Ráðherrann sagði að nokkur OPEC-lönd létu sig dreyma um mikla hækkun í líkingu við þá 10% hækkun sem var ákveðin 1973 en sagði að Saudi Arabía mundi berjast gegn svo mikilli hækkun. Hann taldi ótiinabært að ræða hvað hækkunin yrði mikil og sagði að mikil hækk- un yrði ónauðsynleg ef kaup- máttur OPEC-landa rýrnaði ekki. — Óeirðir Framhald af bls. 1 skammt frá Durban og Khaiso í norðvestri. Á þessum stöðum grýttu blökkumenn hvíta menn og kveiktu i byggingum. í Soweto kom aftur til óeirða í dag eftir rólega helgi. Nemendur kveiktu í tveimur skólum og dóm- húsi og grýttu verkamenn sem voru á leið til vinnu sinnar í Jóhannesarborg. Fyrirtæki í Jóhannesarborg segja að flestir starfsmenn sínir frá Soweto hafi mætt til vinnu i dag en nokkrir starfsmenn frá Alexandra hefðu ekki mætt. John Vorster forsætisráðherra sagði í dag i fyrsta viðtalinu sem hefur verið haft við hann siðan síðustu óeirðirnar hófust að stjórn sín léti ekki hræða sig til að grípa til ráðstafana i fáti. Hann kvað stjórn sina ráða við ástandið og sagði að hún yrði að halda uppi lögum og reglu. Hann taldi ekki alvarlegan þann þrýsting sem stjórn hans verður að mæta inn á við og út á við. — Kolmunni Framhald af bls. 3 hann á venjulegan hátt og upp úr eggjum og raspi og einnig ætla ég að marinera hann eins og síld Nei, mér lízt varla á að þetta eigi eftir að verða vinsæll matur ..Við Islendingar erum svo íhaldssamir á ýsuna " „ VILTU EKKI LIFA LENGUR?" í fiskbúðinni á Dunhaga var kona að ná sér í soðið og hún var heppin. því hún náði í síðustu fiskana ..Láttu mig bara fá þá alla," sagði hún. en fiskkaupmannmum leizt ekki á þetta og spurði hana hvort hún vildi ekki lifa lengur ..Já, það verður nóg að gera hjá prestunum á morgun," sagði hann og bætti við ..Þetta þótti nú mesti ódráttur. sem hægt var að fá hérna á síldarárun- um." En konan lét orð hans ekki á sig fá og sagði að hún skyldi koma til hans og færa honum bita. þegar búið væri að matreiða kolmunnann Hún kvaðSt vera hússtjórnarkennari og ætlaði að prófa að steikja kolmunn- ann ..Annars eru ótal möguleikar við að matbúa þennan fisk og ef þetta tekst vel og kolmunni verður á boðstólum þá ætla ég að kenna nemendum mínum að matreiða hann Þetta er sennilega svipað og með síldina á sinum tima Það er undarlegt að við skyldum ekki nota hana meira til matar, eins og t d Norðmenn gerðu, þó þeirra síld væri mun lakari en okkar " TILGANGURINN ..Við erum fyrst og fremst að þessu til að gefa fólki kost á að smakka kolmunna, en.hann þykir herramannsmatur," sagði Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsókna- stofnubar fiskiðnaðarins er við innt- um hann eftir því hvað lægi bak við hugmyndina um að hafa ókeypis kolmunna á boðstólum i nokkrum fiskverzlunum i Reykjavík ..Runólfur kom með 90—100 tonn, sem veiddust á Héraðsdýpi," sagði hann Hann þurfti hvort eð er að sigla hmgað suður, í slipp, en hann á að fara i botnhreinsun " Sjávarútvegsráðuneytið hefur undanfarið haft Runólf á leigu til nýstárlegra veiða og nú hafa leigu- samnmgar verið framlengdir um hálfan mánuð — Bella Framhald af bls. 1 ið kæmist fljótt heim vegna felli- bylsins. Kauphöllum i New York var lokað snemma og útvarpsstöðvar ráðlögðu hlustendum að birgja sig upp af kertum og fylla baðker sín af vatni ef svo færi að raf- magnslaust yrði og vatnslaust. Ríkisstjóri New York-ríkis skipaði þjóðvarðliðinu að vera við öllu búið ef svo færi að það þyrfti að taka þátt í björgunarstarfi. — IRA- foringi hótar Framhald af bls. 1 hefur verið skipað að vera í viðbragðsstöðu. Frú Drumm er 56 ára gömul amma. Rees hefur likt henni við frú Defarge sem sat við fallöxina i frönsku stjórnarbylt- ingunni, taldi höfuðin og prjón- aði. —Bráðabirgðalög Framhald af bls. 32 aldri á skattárinu eða áttu rétt á örorkulifeyri á skattárinu skv. lögum nr. 67/1971 um almanna- tryggingar með áorðnum breyt- ingum, skal lækka álag skv. 1. mgr„ sem hér segir: a. Hjá einstaklingum með tekj- ur til útsvars kr. 320.000 eða lægri og hjá hjónum með tekjur til út- svars kr. 570.000 eða lægri skal álag þetta alveg falla niður. b. Hjá einstaklingom með tekj- ur til útsvars á bilinu kr. 320.100 til kr. 640.000 skal álag þetta lækkað um 1% af þeirri fjárhæð, sem á vantar 640.000 króna tekju- mark. c. Hjá hjónum með tekjur til útsvars á bílinu kr. 570.100 til kr. 1.140.000 skal álag þetta lækkað um 1% af þeirri fjárhæð, sem á vantar 1.140.000 króna tekju- mark. d. Eftirstöðvar álags þessá, sem lækkað hefur verið skv. ákvæðum b. og c. liða, skulu að lokinni lækkun standa á heilum hundruð- um króna, þannig að lægri fjár- hæð en kr. 100 skal sleppt. Gjald þetta er háð sömu reglum og útsvar varðandi innheimtu og viðurlög. Við ákvörðun Tryggingastofn- unar ríkisins um framlag ríkis- sjóðs til sjúkrasamlaga sam- kvæmt 49. gr. skal taka tillit tii þessa framlags til hlutfallslegrar lækkunar á framlagi rikissjóðs. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Líkur aukastá því að líf sé á Mars Pasadt'na — 8. áf'úst — Reuter. VÍSINDAMENN í Pasa- dena segja, aö nú um helg- ina hafi borizt upplýsingar sem sterklega gefi til kynna aö líf geti leynzt á Mars. Rannsóknirnar eru fólgnar í endurteknum tilraunum, og benda nýjustu upplýsingar til þess að örverur sé að finna í jarðvegi reikistjörnunnar. Vísinda- mennirnir segja hins vegar að ekki sé hægt að taka fullkomið mark á upplýsingum frá Mars fyrr en 23. ágúst, þar sem engan veginn sé áreiðanlegt að upplýsingarnar séu réttar fyrr en samhljóða upplýs- ingar hafi borizt a.m.k. tvívegis. Tekizt hefur að gera við það tæki Mars-ferjunnar, sem safnar jarðvegssýnum, en það hafði verið bilað í fjóra daga. Austur--Berlín — 9. ágúst — Reuter. HERBERT Drabant, fyrrverandi foringi í S.S.-sveitum na/.ista, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð á f jörlmörgum Sovétborgur- um í stríðinu og fyrir að hafa tekið þátt f því að taka a.m.k. 4400 manns af Iffi. Þetta eru fyrstu stríðsglæpa- réttarhöldin í Austur-Berlín í mörg ár. Dómarinn vísaði á bug þeim málsbótum Drabants, að hann hefði einungis framkvæmt Mars í grárri morgun- skímunni. Landslagi í námunda vió lendingar- stað Mars-ferjunnar svipar mjög til eyði- marka jaröarinnar. Stöngin, sem sést á miðri myndinni, er hluti af „veöurstofunni" á Mars. fyrirskipanir yfirmanna sinna. Hann var dæmdur fyrir ómannúð- lega glæpi, sem framdir voru á árunum 1941—43. Vestrænir fréttamenn voru við- staddir réttarhöldin, og segja þeir, að þar hafi verið lögð sér- stök áherzla á glæpi gegn sovézk- um föðurlandsvinum, einkum kommúnistum. Drabant var handtekinn á sfðasta ári. Stríðsglæpamaður dæmdur 1 A-Berlín Hver verður varafor- setaefní repúblíkana? Ford sigurviss Washington — 9. ágúst — Reuter — AP GERALD Ford Bandarfkjafor- seti sagði f sjónvarpsviðtali í dag, að þeir repúblfkanar, sem gagnrýndu John Connally opin- berlega sem hugsanlegt vara- forsetaefni, stuðluðu að óein- ingu innan flokksins. 1 viðtal- inu lét forsetinn f Ijós það álit sitt, að Ronald Reagan hefðu orðið á mistök þegar hann til- kynnti val sitt á varaforsetaefni áður en flokksþing repúblfk- ana kemur saman, en það hefst í Kansas-borg f næstu viku. Ford gerði utanríkismál að umræðuefni í viðtalinu. Hann sagði að næði hann kjöri legði hann áherzlu á að ná árangri í afvopnunarviðræðunum við Rússa, lausn mála í Miðaustur- löndum og Afríku sunnan- verðri, auk þess sem hann hefði hug á því að efla Atlantshafs- bandalagið. Hann sagði, að kosningabar- áttan yrði án efa mjg^r hörð og erfitt yrði að sigra Jimmy Cart- er, en þó væri hann þess full- viss, að sjálfur mundi hann sigra f kosningunum. Þegar talið barst að varafor- setaefni, sagði forsetinn að val- ið væri ekki útkljáð, og ýmsir möguleikar væru þar fyrir hendi. Nú þegar væru meira en tólf hugsanleg varaforsetaefni úr leik vegna þess að fyrsta athugun á högum þeirra hefði leitt í ljós eitthvað athugavert. Hann sagðist aðeins geta nefnt einn mann, sem örugglega kæmi ekki til greina við þetta val, og það væri Richard Schweiker, varaforsetaefni Ronalds Reagan, en Schweiker hefur þótt vera helzt til ótraust- ur liðsmaður flokkssystkina sinna á þingi. „Ég mun velja mann, sem hefur sömu hug- sjónir og ég, — og hafa af hon- um stuðning við það, sem ég vil koma til leiðar, og geta treyst því að afstaða hans til hinna ýmsu mála sé í samræmi við Ronald Reagan ásamt Richard Schweiker, varaforsetaefni sínu. það sem hann hefur áður sagt- og greitt atkvæði sitt," sagði forsetinn. Sá sem helzt þykir koma til greina sem varaforsetaefni Fords, er John Connally. Hann var ríkisstjóri í Texas þegar Kennedy forseti var myrtur þar árið 1963, og hlaut hann þá skotsár. Upphaflega var hann demókrati, en gekk í lið með repúblíkönum fyrir nokkrum árum. Hann var fjármálaráð- herra í stjórn Nixons, en lét af embætti þegar grunur féll á hann vegna mútumáls, sem tengdist Watergatemálunum. Hann kom fyrir rétt, en reynd- ist sýkn saka. Nú um helgina lét John Connally svo um mælt, að þótt honum byðist að verða varaforsetaefni repúblíkana í kosningabaráttunni væri mjög vafasamt að hann tæki það að sér. Síðan hann lét af embætti fjármálaráðherra hefur hann verið ráðunautur í Hvíta húsinu, og kveðst hann vera ánægður í því starfi. Hann segist ekkert hafa aðhafzt til að hljóta útnefninguna og muni ekki gera það, — en hins vegar hafi hann dregið úr þeim, sem áhuga hafi á því að hann verði útnefndur. Annar maður, sem mjög hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni Fords, er Elliot Richardson, viðskiptamálaráðherra. Hann sagði f sjónvarpsviðtali um helgina, að aðstoðarmenn for- setans hefðu komið að máli við sig og óskað eftir því að hann legði fram upplýsingar um heilsufar sitt og fjármál, þannig aö hægt væri að kanna þær. Kvaðst Richardson vel geta hugsað sér að koma til greina sem varaforsetaefni. Richardson var um tíma dóms- málaráðherra í stjórn Nixons, en sagði af sér þegar forsetinn krafðist þess að hann ræki hinn opinbera ákæranda í Water- gate-málunum, Archibald Cox. Hann lét svo um mælt I viðtal- inu, að útnefnin.L: hans til vara- forsetaframboðsins mundi draga úr þeim áhrifum, sem Watergate mun að líkindum hafa á kosningarnar en Jimmy Carter og Walter Mondale hafa látið að þvf liggja, að þeir muni ræða það mál i kosningabar- áttunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.