Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 FBI rannsakar morð Rosellis Washington, 14. ágúst. AP. EDWARD H. I,evi, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur skip- að alrlkisiögreglunni FBI að rannsaka hvort glæpamaðurinn John Roselli var myrtur vegna uppljóstrana um samsæri um að myrða Fidel Castro forsætisráð- herra Kúbu. FBI á að rannsaka hvort morðið á rætur að rekja til framburðar hans um þessi samsæri í vitna- leiðslum fyrir leyniþjónustu- nefnd öldungadeildarinnar eða hvort hann var myrtur til að koma í veg fyrir að hann veitti nefndinni meiri upplýsingar. Lik Rosellis fannst í tunnu sem var á floti á Biscayne-flóa undan strönd Florida um síðustu helgi. Roselli hafði skýrt þingnefnd- inni frá hlutverki sínu i fyrirætl- unum CIA um að nota glæpasam- tök til að myrða Castro. Fyrirætl- unum var aldrei hrundið i fram- kvæmd. fW\mm \ i* * 1 opuðu tyrir Bandaríkjunum tSLENZKA skáksveitin tapaði fyrir þeirri handarlsku f fjórðu umferð alþjóðaháskólaskákmóts- ins f Caracas með ‘A vinningi gegn 3'A. íslendingar hafa fengið 4 vinn- inga í sínum riðli, en Bandaríkja- menn eru efstir með 11 vinninga. ísraelsmenn eru með 11 vinninga, Mexíkanar 6 og Nicaraguamenn með 1 vinning. Riðlarnir eru fjórir og tvær efstu sveitir í hverjum riðli kom- ast í úrslit. Rússar og Svisslend- ingar eru efstir i fyrsta riðli. Kúbumenn og Brasilíumenn í þriðja riðli og Venezuelamenn og Pólverjar í fjórða riðli. OAS-maður skotinn París, 14. ágúst. Reuter. HRYÐJUVERKAMAÐUR sem var viðriðinn frægustu tilraunina sem var gerð til að ráða Charles de Gaulle Frakklandsforseta af dögum beið bana 1 misheppnaðri tilraun til að ræna pósthús f Par- fs. Maðurinn var Laslo Varga, 33 ára gamall ungverskur liðhlaupi úr (Jtlendingahersveitinni, sem mannaði vélbyssu þegar Leyni- samtök hersins (OAS) veittu bif- reið de Gaulles hershöfðingja fyr- irsát skammt frá Parfs 1962. Starfsmaður pósthússins skaut Varga til bana þegar hann reyndi að fremja ránið. Maður, sem var i vitorði með honum og mun einnig hafa verið fyrrverandi félagi úr OAS, lézt af sárum sínum í sjúkrahúsi. De Gaulle hershöfðingja sakaði ekki í árásinni 1962, og OAS- mennirnir, sem skipulögðu hana og vonuðu að þeir gætu kollvarp- að frönsku stjórninni, voru hand- teknir skömmu síðar. Varga var dæmdur i ævilangt fangelsi en látinn laus 1967 þegar fangar fengu uppgjöf saka. For- ingi samsærisins, Jean-Marie Bastien-Thiery, var dæmdur til dauða og leiddur fyrir aftöku- sveit. Bretar hætta að virða kvóta London, 14. ágúst AP BRETAR ákváðu f dag að hætta að virða kvótakerfi sem á að vernda sfldarstofninn f Norður- sjó. Landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytið sagði að brezkir fiski- menn þyrftu ekki að virða kvót- ann, sem er 9.700 lestir á þessu ári, þar sem aðrar þjóðir virtu ekki þá kvóta sem Norðaustur- atlantshafsfiskveiðinefndin ákvað á fundi sfnum f aprfl. Visindamenn skýrðu frá því á fundinum að síldarstofninn væri í Framhald á bls. 47 — Strandríki Framhald af bls. 1 armiðum, ekki síður en aðrir, og gefum ekkert eftir þar sem við teljum Iífshagsmuni ís- lenzku þjóðarinnar vera í húfi. Hingað til hefur fullt tillit verið tekið til okkar hagsmuna, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ekki verði breyt- ing á því, en þolinmæði verðum við að hafa. Það er áberandi hér, að þeir, sem sjá fram á það að þeir fá ekki framgengt þvf sem þeir vilja, eyða tíma til að tala og tefja þannig fundarstörfin, en þetta þokast í áttina. Störfin hér fara fram á svip- aðan hátt og á fyrri fundum. T.d. heldur strandríkjahópur- inn stöðugt fundi til að sam- ræma afstöðu sína, og innan hans hefur verið komið á undir- nefndum. Umræður um fjórða kafla frumvarpsins eru hafnar, en hann fjallar um lausn deilu- mála. Þessi kafli er ræddur á sérstökum allsherjar fundum.“ 1 lok viðtalsins sagði Hans G. Andersen, að ýmislegt benti til þess, að halda yrði einn fund til viðbótar áður en hægt yrði að stefna fulltrúum saman í Cara- cas til að undirrita nýjan haf- réttarsáttmála. — Handtökur Framhald af bfs. 1 Samson Ndou og dr. Natho úr foreldrasamtökum blökkumanna. í Port Elizabeth hefur aðalrit- ari suður-afríska stúdentafélags- ins, Barney Pityana, verið hand- tekinn. Studentaleiðtogi í Höfða- fylki, L. Appies, hefur einnig ver- ið handtekinn svo og einn helzti leiðtogi blökkumannasamtakanna BPC, Nxolisi Movov, og einn af leiðtogun suður-afrfska stúdenta- félagsins, Silumko Sokupa. Vill f á fleiri íslendinga til Berlínar NYLEGA var staddur hér á landi yfirmaður söludeildar ferðaskrifstofu Vestur- Berlfnar, Bernd-Giinter Schön, f þeim tilgangi að kynna sér möguleika á auknum ferðum Islendinga til borgarinnar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Schön að máli og rabbaði við hann um Vestur-Berlín og tilveruna þar. „Vestur-Berlfn er miklu stærri en fólk virðist almennt gera sér grein fyrir,“ sagði Schön. „Þar b'úa núna um 2 milljónir manna, en allt borgarsvæðið er um 500 ferkm. Það er svipað og allt Ruhrhér- aðið t.d. Um 30% borgarsvæðis- ins eru græn belti og útivistar- svæði.“ „Sjálfur finn ég aldrei til innilokunarkenndar heima og ég held það eigi við um flesta Berlínarbúa nú orðið. Eftir samningana sem gerðir voru við Austur-Þjóðverja 1972 og '73 erum við svo miklu frjálsari ferða okkar en áður var, getum brugðið okkur til Vestur- Þyzkalands hvenær sem er og nú getum við eytt 30 dögum á hverju ári fyrir austan. Auðvit- að erum við þess ævinlega með- vitandi, að við búum á n.k. eyju en maður venst þvi eins og öðru. Berlín var um skeið afar hægri sinnuð borg þar skapaðist eðlilega mótstaða gegn sósialisma, en þetta á ekki við þar lengur og ungt fólk i Vestur-Berlin er vinstri sinnað rétt eins og gengur og gerist annars staðar." „Ferðamenn eru fimmta hæsta tekjulind borgarinnar. Og við erum að reyna um þess- ar mundir að auka ferðamanna- strauminn þangað. Borgin hefur upp á margt að bjóða, hún er mikil menningarmíðstöð í Þýzkalandi. Ég hafði heyrt að íslendingar væru afar menningarlega sinnað fólk og einmitt þess vegna held ég þeir hefðu bæði gaman og gagn ai að koma til Berlinar. Þar eru ótal listasöfn, leikhús og tón- listarlíf er mjög fjölbreytt í Berlín. Þar er líka hægt að skemmta sér allan sólarhring- inn ef maður vill, og það er hægt að fara þar út að borða fyrir minni pening en i mörg- um öðrum borgum. Svo held ég það hljóti að vera forvitnilegt fyrir ferðafólk að fara yfir til Austur-Berlínar og skoða sig þar um,“ sagði Schön að lokum. — Hægri menn Framhald af bls. 1 Bashir Gemayel, sonur Pierre Gemayel, var að því spurður í gær, hvort fjöldamorð hefðu átt sér stað eftir að hægri menn náðu búðunum á sitt vald. Vildi hann ekkert fullyrða um það, en sagði hugsanlegt, að slíkt hefði átt sér stað. Yfirmaður Alþjóða Rauða krossins í Beirút lýsti því yfir I dag, að um 6 þúsund manns hefðu fengið leyfi til að yfirgefa búðirn- ar og svæði hægri manna í Beirút, og væri þetta fólk nú á því svæði borgarinnar sem er á valdi vinstri manna. Herma fregnir, að þegar íbúar flðttamannabúðanna yfir- gáfu búðirnar, hafi flestir karl- menn, sem þar voru, verið að- skildir frá hinum, og hafi sumir þeirra verið skildir eftir hjá frið- argæzluliði Arababandalagsins, en aðrir hafi verið handteknir. Óvíst er um örlög einhverra þess- ara manna. — Ford Framhald af bls. 1 ingar á flokksþinginu Jafnvel er rætt um upplausn flokksins. Þó hefur tekizt að tryggja samkomu- lag um ýmis atriði utanríkismála í stefnuskránni sem verður lögð fyrir flokksþingið. Þannig varð samkomulag um að flokkurinn lýsti sig andvígan ein- hliða brottflutningi bandarísks herliðs frá Evrópu. Stuðnings- menn Reagans segjast vera ánægðir með stefnuskrána en þó tókst þeim ekki að fá þvl fram- gengt að flokkurinn lýsti sig and- vígan samningum sem skertu eða gerðu að engu réttindi Banda- ríkjamanna við Panamaskurð. Gert er ráð fyrir því að stuðningsmenn Reagans haldi áfram tilraunum sinum til að neyða Ford til að tilnefna varafor- setaefni sitt áður en atkvæða- greiðslan hefst á miðvikudag. Einn af um tólf mönnum sem Sérkenni- Ie^»t umferðar- óhapp í Eyjum SÉRKENNILEGT umferðar- óhapp varð í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Stór vörubifreið var að aka niður Brimhólabraut, þegar annað afturhjólið datt skyndilega undan bílnum. Fór hjólið framúr bilnum, yfir Hásteinsveg, þar skoppaði hjólið yfir 30—40 sentimetra vegg, hélt áfram ferð sinni meðfram endi- langri ibúðablokk, fór yfir Faxa- stig, framhjá viðlagasjóðshúsi sem þarna er og stoppaði loks á nýlegum fólksbil, eftir 150 metra langt ferðalag. Ferðin var orðin svo mikil á hjólinu, að það skemmdi bilinn töluvert mikið. í vandræðum í Veiðileysufirði BÖRGUNARSVEITIN Hjálp i Bolungarvík fór í gærmorgun til að aðstoða tvo menn, sem voru í vandræðum í Veiðileysufirði í Jökulfjörðum. Höfðu þeir farið þangað til berja og voru á báti. Skildu þeir bátinn eftir í fjör- unni. Veður fór versnandi og losnaði báturinn og rak hann upp. Ekki bætti það úr skák, að menn- irnir urðu viðskila og varð annar þeirra að baksa við bátinn. Gat hann komizt út í bátinn i fyrrinótt og kallað á hjálp í gegnum talstöð. Fór björgunarsveitin á staðinn. Fann hún hinn berjatínslumann- inn og gat aðstoðað við að koma bátnum á flot. Er ekki gott að vita hvernig farið hefði, ef bátinn hefði rekið frá landi og maðurinn ekki komizt í talstöðina, því leið- indaveður gerði I Veiðileysufirði um nóttina. Líður eftir atvikum FÓLKINU, sem slasaðist í bif- reiðaslysinu á Draghálsi i fyrra- dag, leið eftir atvikum þegar Mbl. kannaði málin í gær. Ungi maður- inn, sem fluttur var með þyrlu til Reykjavikur liggur nú á gjör- gæzludeld Borgarspítalans. Hann lærbrotnaði og skarst mjög illa á fótum, en aðgerð á fótum hans mun hafa heppnazt vel. Tvennt liggur á sjúkrahúsinu á Akranesi, en er minna slasað. Ökumaður gefi sig fram SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir ökumanni, sem ók á konu á reiðhjóli á mótum Mikiu- brautar og Lönguhlíðar um klukkan 17.20 s.l. fimmtudag. ökumaðurinn stoppaði og ræddi við konuna, en hélt síðan ferð sinni áfram þar sem hún taldi sig ómeidda. Annað kom síðar á dag- inn og þarf slysarannsóknadeild- in að ná tali af ökumanninum. Konan telur að hann hafi verið á stórum amerskum bil. koma til greina er John Connally frá Texas, fyrrverandi fjármála- ráðherra Nixons forseta. Ýmsir repúblikanar leggjast gegn til- nefningu Connallys vegna meintra tengsla hans við vafa- sama fjársöfnun I kosningasjóði Nixons. Bandarísk skúta í Siglufirði Siglufjörður 14. ágúst HINGAÐ kom í dag stór banda- risk seglskúta á leið sinni vestur um haf. Skútan ber nafnið Rein- der og er að koma frá Svalbarða en heimahöfn hennar er Phila- delphia. Sex manna áhöfn er á Reinder og er hún mjög vel búin öllum tækjum m.a. er ratsjá um borð og ennfremur lítil hjálpar- vél, sem notuð er þegar byr er óhagstæður. mj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.