Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 4
4
MORC.UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976
LOFTLEIDIR
z: 2 n 90 2 n 88
Fa
jl HÍ I. A \V
íi Fin,
^BILALEIGAN'
felEYSIR
CAR
RENTAL
LAUGAVEGI 66
24460
28810
P
I
O
iv
CE
(E
R
Útvarpog stereo,.kasettutæki
BILALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660— 42902
Ég þakka öllum
ættingjum og vinum,
sem glöddu mig á 80
ára afmæli mínu 2.
ágúst s.f. Lifið öll heil.
Guðmundur
Sigurðsson,
Baldursgötu 13
m
Arsrit
Sögufélags
Ísfirðinga
Komið er út ársrit SöKufélajjs Is-
firðinga 1975—76. I’etta er 19.
áríjangur ritsins, sem að þessu
sinni hefst á minninf>arf>rein um
Kristján Jónsson frá Garðsstöð-
um. Kristján var einn _ af for-
göngumönnum um stofnun Sögu-
félags ísfirðinga og í ritsjórn árs-
ritsins frá byrjun og skrifaði þar
um margvíslegt efni. Meðal ann-
ars efnis í þessu riti er grein
Hjartar Hjálmarssonar um Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga 25 ára.
Gísli Vagnsson skrifar um ábú-
endur á Mýrum í Dýrafirði.
Jóhannes Davíðsson ritar sögu-
brot af Finni Kiríkssyni og
Guðnýju Guðnadóttur í Dal og
Hrauni á Ingjaldssandi. Hin
gamla og merka grein Friðriks
Svendsen á Flateyri um saltfisk-
verkun er endurprentuð í þessu
hefti. Greín þessi birtist fyrir 140
árum og verkunaraðferð og
vinnutílhögun, sem þar er kennd
hélzt lítið breytt í beila öld, með-
an þurrkaður saltfiskur var helzta
útflutningsvara landsmanna.
Margar fleiri greinar og þættir
úr vestfirzkri sögu eru í þessu
hefti sem er all fjölbreytt að efni.
Útvarp Reyklavtk
SUNNUD4GUR
15. ágúst
MORGUNNINN_________________
8.00 Morgunandakt
Séra Sigurður Pálsson vfgslu-
biskup flvtur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir.
Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Utdráttur úr for-
ustugreinum dagbiaðanna.
9.15
Morguntónleikar. (10.10 Veð-
urfregnir).
a. Þættir úr Jóhannesarpassf-
unni eftir Johann Sebastian
Bach. Evelyn Lear, Hertha
Töpper, Ernst Haefliger,
Kieth Engen, Bachkórinn og
Bachhljómsveitin f Miinchen
flytja; Karl Richter stjórnar.
b. Fiðlukonsert nr. 1 f D-dúr
eftir Niccolo Paganini.
Shmuel Ashkenasi leikur
með Sinfóníuhljómsveitinni
í Vín; Herbert Esser stjórn-
ar.
11.00 Messa f Kópavogskirkju
Prestur: Séra Arni Pálsson.
Organleikari: Guðmundur
Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
SÍDDEGIÐ___________________
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Mfnir dagar og annarra
Einar Kristjánsson rithöf-
undur frá Hermundarfelli
rabbar við hlustendur.
13.40 Miðdegistónleikar: Frá
ungverska útvarpinu
Nikita Magaloff leikur á
pfanó Fjögur Impromptu op.
142 eftir Franz Schubert.
14.15 Hringborðsumræður um
Kröfluvirkjun
Hljóðritun gerð við Kröflu
23. f.m. með þátttöku allra
Kröflunefndarmanna, sér-
fræðinga hennar og fulltrú-
um Orkustofnunar.
Páll Heiðar Jónsson stjórnar
umræðum.
16.00 Islenzk einsöngslög
Þurfður Pálsdóttir syngur
lög eftir Pál tsólfsson; Guð-
rún Kristinsdóttir leikur á
pfanó.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.10 Barnatfmi: Ágústa
Björnsdóttir stjórnar
Kaupstaðir á Islandi: Siglu-
fjörður.
Efni þáttarins er samið af
Herdfsi Guðmundsdóttur.
Lesarar eru Knútur R. Magn-
ússon og Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir. Ingibjörg Þorbergs
syngur vfsur eftir Herdfsi
Guðmundsdóttur við undir-
leik Guðmundar Jónssonar.
18.00 Stundarkorn með
ftalska sellóleikaranum
Enrico Mainardi
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Orðabelgur
SUNNUDAGUR
15. ágúst
17.00 Frá Olympfuleikunum
Blak kvenna: Suður Kórea:
Ungverjaland, keppt um 3.
verðlaun, og Japan: Sovét-
ríkin, úrslit.
Körfubolti karla: Banda-
rfkin: Sovétrfkin.
Kynnir Bjarni Felixson.
18.00 Bleiki pardusinn
Bandarfsk teiknimynda-
syrpa.
18.10 Sagan af Hróa hetti
Breskur myndaflokkur um
ævintýri útlagans Hróa
Hattar.
3. þáttur.
Efni annars þáttar:
Þegar Hrói kemur til hallar
sinnar ásamt Vilhjálmi
skarlati, sér hann að ábótinn
hefur falið alla innanstokks-
muni úr henni, en með að-
stoð Tóka munks tekst
honum að cndurhcimta þá.
Ríkarður Ijónshjarta býst til
krossferðar og býður Hróa
að koma með sér. Hrói
þiggur boðið. Hann kemst að
ráðabruggi um að myrða
konung, en fellur í hendur
svartmunka. Fógetinn færir
kongungi hring Hróa og
segir, að hann hafi hætt við
krossfcrðina. Kongungur
reiðist, lýsir Ilróa útlægan
og setur Gisborne yfir jörð
hans.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
19.00 Frá Olympíuleikunum
Sleggjukast, grindahlaup
karla og kvenna.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Létt lög frá Italíu
llreínn Lfndal syngur við
undirleik Olafs Vignis
Albertssonar.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
20.50 Rfki fílanna
Bresk heimildamynd frá
Taflandi um fflinn, lífshætti
hans og hlutverk hans við
trjáflutninga f frumskógin-
um.
Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
21.40 Jane Flyre
Bresk framhaldsmynd gerð
eftir sögu Uharlotte Bronté.
2. þáttur.
Efni fyrsta þáttar: Janc
Eyre er munaðarlaus telpa,
sem á illa ævi hjá fjarskyld-
um ættingjum sínum. Hún
er send f skóla, en þar tekur
ekki betra við. Jane eignast
þar góða vinkonu, en hún
dcyr úr tæringu. Arin líða.
Jane er orðin átján ára og
hefur verið kennari tvö ár
við þrnnan sama skóla, en
hana langar að breyta til. Þá
býðst henni starf sem
kennari á óðali Rochester-
ættarinnar, og hún tckur
þvf.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
22.30 Aðkvöldidags
Séra Sigurður Ilaukur
Guðjónsson, prestur í Lang-
holtsprestakalli f Reykjavfk,
flytur hugvekju.
22.40 Dagskrárlok.
MANUDAGUR
16. ágúst 1976
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
Meða) efnis: Fimleikar
karla á Olympíuleikunum.
21.10 Gráttu ekki Sam,
mamma er hérna
Finnskt sjónvarpsleikrit eft-
ir Harriet Sjöstedt.
Lenda litla dvelst hjá móð-
ursystur sinni, meðan móðir
hennar er á sjúkrahúsi, en
faðir hennar býr með ann-
arri konu. Móðursystirin
hefur ekki mikið álit á for-
eldrum Lenu og lætur hana
gjalda þess. I.eikritið fjallar
um barniðog hugsanir þess.
Þýðandi Jón O. Edwald.
(Nordvision-Finnska sjón-
varpið)
21.50 Efling verkalýðssam-
taka f F.vrópu
Frönsk hcimildamynd gerð f
samvinnu við sænska sjón-
varpið um sögu verkalýðs-
baráttu f fimm löndum Vest-
ur-Evrópu, Frakklandi,
Italfu, Vestur-Þýskalandí,
Bretlandi og Svíþjóð.
Brugðið er upp svipmyndum
úr gömlum kvikmyndum og
rælt við verkalýðsleiðtoga.
Þýðandi og þulur Ragna
Ragnars.
22.45 Dagskrárlok.
Kermingar Fried-
richs von Hayeks
i kvöld klukkan 19.35 er á dagskrá
þáttur i umsjá Hannesar Gissurarson
a/, þar sem fjallað verður um austur-
þýzka hagfræðmgmn og heimspeking-
mn Friedrich von Hayek Auk kynning
ar á von Hayek og kenningum hans
verður lesið upp úr verkum hans, og
þá verður einnig rætt við tvo þjóð-
kunna hagfræðmga, þá Gylfa Þ Gisla
son alþingismann og Ófaf Björnsson
prófessor, um ágæti kenninga von
Hayeks
Friedrich von Hayek fékk Nóbels-
verðlaun í hagfræði á árinu 1974, og
eftir hann hefur komið út á íslenzku
bókin ..Leiðin til ánauðar' , en það var á
Ólafur Björnsson
árinu 1946 Er þar um að ræða stytt-
ingu á bók hans ..The road to sult
dom"
Eins og áður segir munu þeir Gylfi
Þ Gislason og Ólafur Björnsson koma
fram í þættinum Ólafur hefur mikið
ritað og rætt i anda von Hayeks, en
Gylfi Þ er andstæður kenningum hans
eins og skiljanlegt er Mun Gylfi hafa í
frammi athyglisverðar fullyrðingar í
þættinum um þjóðnýtingu og áætlun
arbúskap að sögn Hannesar Upples-
ari í þættinum er Tryggvi Agnarsson
Hannes Gissurarson (t.v ), Gylfi Þ. Glslsson og Tryggvi Agnarsson í stúdiói er
upptaka á þætti Hannesar fór fram.
Sjónvarp í dag
og á morgun:
Af mörgu
að taka
eins og
venjulega
DAGSKRÁ sjónvarps er afar
fjölbreytileg i dag og kvöld Þar
kennir margra grasa, svo sem
iþrótta, hlátursmynda, ævin-
týramynda, létts söngs,
heimildarmyndar úr frumskóg-
um Thailands o.fl. Það má þvi
svo sannarlega segja að á boð-
stólum verði eitthvað fyrir alla
sjónvarpsáhugamenn. Senni-
lega munu flestir bíða eftir að
geta fylgst með frekari ævintýr-
um Hróa Hattar en hann og
félagar hans eru á skjánum kl.
18.10, að lokinni syrpu um
þann ágæta náunga sem
nefndur er Bleiki Pardusinn.
Ríki fílanna heitír bresk
fræðslumynd um fíla i Thai-
landi, en sú mynd verður sýnd
klukkan 20.50 Verða hér rakt-
ir lífshættir thailenska fílsins og
brugðið upp myndum af
hvernig hann er notaður við
trjáflutninga í frumskógum
landsins
Mánudagur
Þetta kvöld verður auk
almennra frétta og iþrótta boð-
ið upp á tvö merkileg atriði
Annars vegar finnskt sjón-
varpsleikrit eftir Harriet
Sjöstedt. Fjallar leikrit þetta um
stúlku er nefnist Lena, en
vegna sjúkleika móður hennar