Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976
7
HUGVEKJUR og prédikanir,
sálmar og bænir fjalla eðli-
lega mikið um Jesú Krist,
smiðinn frá Nasaret. Þaðer
miklu sjaldnar minnst á fjöl-
skyldu hans. Þó átti hann
fjölskyldu. Við vitum að visu
lítið um hana, en eitthvað
þó, og hvað er það þá? Þvi
ætla ég að reyna að svara i
þeim fáu línum sem ég skrifa
til þin i dag, lesandi minn.
Jósef faðir hans er talinn
af ætt Davíðs konungs, en
María trúlega af ætt Levis.
Jósef er talinn smiður, að
líkindum húsasmiður. Jesús
var þeirra elsti sonur og hefur
lært handverk föður síns.
Hann er nefndur „smiður-
inn", og hann tekur líkingar
úr starfi smiðsins, þegar
hann fer að kenna. Fórnin
sem sagt er, að þau hjón hafi
borið fram, er þa'u færðu
drottni son sinn í musterinu,
hún er talin benda til, að þau
hafi veriðfátæk. Systkini
Jesú hafa verið a m.k sex
talsins. Fjórir bræður eru
nafngreindir, Jakob, Jóse,
Símon og Júdas, og svo
nefna guðspjöllin systur hans
í fleirtölu, svo að þær hafa
veriða.m.k. tvær. Kaþólska
kirkjan telur, að þessi börn
hafi aðeins verið hálfsystkini
Jesú, börn Jósefs frá fyrra
Fjölskylda
Jesú
Krists
hjónabandi hans. Þetta er
gert til að reyna að varðveita
flekkleysi Marlumeyjar, en
fyrir þessu eru alls engar
heimildir. Systkinin eru
nefnd I sambandi við Mariu
og því miklu líklegra að þau
séu hennar börn og þá yngri
en Jesús, sem var hennar
„frumgetinn" sonur.
Jósef hverfur snemma af
sviði sögunnar, og flestir telja
að hann hafi látist og þá hafi
Jesús, sem elsti sonur, orðið
að taka að sér forsjá heimilis-
ins og hjálpa móður sinni að
koma systkinum sinum til
manns.
Af frásögnum guðspjall-
anna má ráða, að bræður
Jesú og jafnvel móðir hans
hafi verið andsnúin boðskap
hans frekar en hitt, a.m.k
framan af starfstíma hans.
Um Jakob er talið, að hann
hafi ekki snúist fullkomlega
til fylgdar við Jesú, fyrr en
hann sá hann upprisinn. En
þá munaði líka um Jakob i
starfinu. Hann verður strax
einn af máttarstólpum safn-
aðarins. Þegar Pétur fer svo
til Rómar síðar meir og tekur
við forystu safnaðarins þar,
og Jakob Zebedeusson post-
uli var svo hálshöggvinn árið
44, þá tók Jakob „bróðir
Drottins" eins og hann var
kallaður, við forystunni
heima fyrir. Hann fékk
reyndar lika viðurnefnið
„hinn réttláti". Sumirtelja,
að hann hafi skrifað Jakobs-
bréfiðí Nýja testamentinu,
en líklega er það ekki rétt.
Um hina bræðurna er litið
vitað með vissu annað en, að
þeir tóku þátt i starfinu í
Jerúsalem. Lengi var talíð,
að Júdas væri höfundur
Júdasarbréfsins, en nú er
það talið óliklegt.
Systurnar hverfa líka í hinn
ónafngreinda fjölda læri-
sveinanna, sen enginn veit
deili á. En við sjáum, að
fjölskylda Jesú setur mikinn
svip á hinn innsta hring fylg-
ismanna hans. Bræðurnir
Jakob og Jóhannes
Zebedeussynir áttu móður,
sem hét Salóme. Hún er talin
systir Mariu og þeir bræður
og Jesús þvi systrasynir. Og
býsna lengi eru meðlimir fjöl-
skyldunnar í stjórn safnaðar-
ins í Jerúsalem og nefndir
„Drottinsfrændur". Þeir
munu ýmsir hafa borið með
sér ættartölu sína til að geta
sannað skyldleika sinn við
Jesú. Símon Klópason er sá
nefndur, sem við þekkjum
þar síðastan. Hann var safn-
aðarformaður og lést árið
106
Þar með er flest upp talið,
sem vitað er um fjölskyldu
Jesú, það er að segja fyrr á
tíð. Hinu megum viðekki
gleyma, sem við syngjum á
hverjum jólum: „Vér erum
systkin orðin hans." í dag
erum við hluti af hinni stóru
fjölskyldu Krists, kirkju hans,
sem nú starfar æ viðar um
heim. Gleymum ekki skyld-
um okkar í þeim hópi og við
þann, sem hópurinn kennir
sig við
Ég veit, að við finnum van-
mátt okkar. En gleymum því
þá ekki heldur, að bæði við
og líf okkar allt er i hendi
Guðs og frá honum, fyrir
hann og til hans eru allir
hlutir.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Kaupgengi pr. kr. 100 -
1965 2 flokkur 1513 84
1966 2 flokkur 1290 22
1970 1 flokkur 685 41
1970 2 flokkur 506 43
VEÐSKULDABRÉF:
3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu voxtum
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100.-
1967 1 flokkur 1205 04
1 967 2 flokkiir 1206.41
1969 1 flokkur 744 44
1972 2 flokkur 381 69
1973 2 flokkur 268 90
1975 1 flokkur 152 00
1976 1 flokkur 108 86
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
VEÐSKULDABRÉF:
Sölugengi pr. kr. 100 -
1973 B
1974 D
1974 E
1975 G
1976 H
333 30
244 14
1 72 76
120 33
1 16 53
6 ára fastergnatryggð veðskuldabréf með 1 0% vöxtum
FJÁRPESTMGRRFÉIAG ÍSUMDS
Verðbréfamarkaður
Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 20580
Opið frá kl. 13.00— 16.00 alla virka daga