Morgunblaðið - 15.08.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1976
Ef vel viðrar...
Runólfur, Jóhann og Bjarni.
EINHVERN góðan veðurdag
ferðu austur á Hellu og athugar
tilveruna þar, sagði ritstjórinn.
En það dugar Iftið að bfða
góðra veðurdaga á Suðurlandi,
helzt að sæta lagi milli skúra til
að skjótast milli bæjanna —
eða þá bara herða upp hugann
og leggja út I þokuna, það er
aldrei að vita nema það sé létt-
ara vfir austan Fjalls. jafnvel
þurrkur.
En nei — það var Ifka þoka
þar. Ekkert að sjá nema holótt-
an veginn fram undan, hrakið
hey f túni og hrossin með rass-
inn upp f vindinn.
„Hér á Hellu er stórkostleg
fjallasýn," sagði mér Sjöfn
Árnadóttir, húsmóðir og starfs-
kona á skattskrifstofunni á
Hellu. „Ég get svarið að við
sjáum Esjuna úr stofugluggan-
um okkar, og Skarðsheiðina
líka. Það eru ekki bara Reyk-
vfkingar, sem hafa Esjuna, skal
ég segja- þér.“ — „Þegar vel
viðrar,“ bætti hún við. „Þegar
vel viðrar“ varð viðkvæði
ferðarinnar. Þegar vel viðrar
eru undursamlega fallegt á
Hellu, fjallahringurinn allt frá
Eyjafjallajökli og út á Reykja-
nesskaga. Þegar vel viðrar er
mannmargt á götunum á Hellu
og þegar vel viðrar léttist skap
bændanna í sveitunum í Kring.
„Þessi ótíð snertir ykkur Reyk-
víkinga síður en sveitafólkið,"
sagði Jón Þorgeirsson, fulltrúi
skattstjóra og fyrrverandi odd-
viti. „Veðrið skiptir svo miklu
meira máli úti á landsbyggð-
inni, hér eiga allir afkomu sína
undir veðrinu. Og ég skal segja
Jón Þorgilsson og Gerður Jónasdóttir.
%'é*’
Garðar Björnsson bakari.
þér, að einn einasti þurrkdagur
gjörbreytir lifsviðhorfi bænd-
anna hér f kring, þeir horfa
framtfðina allt öðrum augum i
sólskini en f þessum fjanda."
Þetta er annað sumarið í röð,
sem tiðin virðist ætla að bregð-
ast — „Já, en sumarið er nú
vonandi ekki alveg búið enn,
örfáir dagar geta breytt öllu.“
„Annars er þetta ekki eins
erfitt nú orðið eins og það var í
gamla daga fyrir tfma tækninn-
ar. Án hennar skil ég varla
hvernig hægt væri að stunda
búskap."
Jón Þorgilsson er frá Ægis-
siðu vestan árinnar, en hefur
búið á Hellu síðan 1952. „Já,
það er gott að eiga hér heima,
ekki vildi ég vera annars stað-
ar.“
Á skattstofu Suðurlandsum-
dæmis hittum við líka skatt-
stjórann og oddvitann, Hálfdán
Guðmundsson. Hann sagðist að-
eins hafa verið á Hellu í tvö ár,
kom þangað frá Vík f Mýrdal.
„En mér líkar ágætlega að vera
hér.“
„Á Hellu er mikil uppbygg-
ing, enda næg atvinna bæði hér
á staðnum og í kring, ekki sizt f
Sigöldu. Ég myndi gizka á að
hér séu í sumar ekki færri en
30 hús í byggingu. Hingað flyt-
ur fólk bæði úr sveitunum f
kring og svo lengra að og það
eru meiri brögð að þvi nú en
áður var, að unga fólkið verði
um kyrrt.“
Framkvæmdir á vegum
bæjarins? „Það er nú helzt hol-
ræsagerð og varanleg gatna-
gerð. Aðalgata bæjarins, Þrúð-
vangur, er olfuborin, en í sumar
hófst vinna við eina götu enn,
Þingskála. Við erum að vonast
til að geta lokið því fyrir haust-
ið — ef vel viðrar.“
„Nú, hér fyrir ofan er verið
að byggja elliheimili á vegum
nærliggjandi hreppa, ég get
ekki sagt hvenær því verður
lokið.“ Hálfdán og reyndar allt
starfsfólk skrifstofunnar var f
óða önn að ganga frá skatt-
skýrslunum. „Eru greiddir háir
skattar á Hellu? „Já, þeir sem
vinna í Sigöldu borga háa
skatta,“ sagði Jón Þorgilsson.
„Annars held ég þetta sé bara
eins og gerist og gengur annars
staðar."
Jón gerðist leiðsögumaður
blaðasnápans um bæinn og
þeirri ferð lauk heima hjá þeim
hjónum. Kona Jóns, Gerður
Jónasdóttir, kom heim úr vinn-
unni og var auðvitað spurð,
hvernig vaeri að eiga heima á
Hellu. „Gott, hvergi vildi ég
vera annars staðar,“ svaraði
hún um hæl.“ Hvað um félags-
líf á staðnum?
„Helztu skemmtanirnar á
vetrum eru t.d. þorrablót og svo
er alltaf haldið hér gott ball um
áramótin í Hellubfói. Svo eru
hér fjölmörg félagssamtök, t.d.
Lions og hestamannafélagið,
sem standa fyrir lokuðum
skemmtunum fyrir sína með-
limi. Nei, við förum ekki á al-
menn böll, þetta eru mest ungl-
ingaskröll." Er unglingavanda-
mál á Hellu? Nei, ekki vildu
þau nú samþykkja það — „og
þó eru brögð að drykkjuskap
unglinga, það eru alltaf ein-
hverjir f Reykjavík, sem ekki
vfla fyrir sér að taka brenni-
vinspantanir af unglingunum
og senda þetta svo með rút-
unni.“
Gerður vinnur f Tjaldborg
h.f. „Við framleiðum beztu
tjöld á landinu," sagði fram-
kvæmdastjóri Tjaldborgar,
Einar Kristjánsson. „Og við
höfám ekki við að búa þau til.“
Einar er einnig framkvæmda-
stjóri Mosfells, hlutafélags, sem
f sumar opnaði fyrstu gistiað-
stöðuna á Hellu. „Hún hefur
varla tekið til starfa enn þá,“
sagði Einar, „ við verjum vetr-
inum til að kynna þetta og aug-
lýsa. Hér geta 15 manns gist í
sex herbergjum, sum tveggja,
önnur þriggja." Hann sýndi
mér herbergin, sem eru hin
vistlegustu og öll með hand-
laug.
Á Hellu eru rekin mörg fyrir-
tæki, flest i einkaeign eða
hlutafélög bæjarbúa. „Hér blív-
ur einkaframtakið,“ sagði
ónefndur maður, „og hér stend-
ur allt i miklum blóma." Þarna
Einar Kristinsson.