Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 18
18 MORGL’NBLAÐIÐ, SLNNLDAGUR 15. AGLST 1976 Medvedev um Gulag-eyjaklasa Solzhenytsyns: Kommúnistabyltingin skref út í óvissuna LAUGARDAGINN 24. júli sl. birti Morgunblaðið fyrsta hluta ritdóms rússneska sagn- fræðingsins Roy Medvedevs um ritverk Solzhenistsyns, rússneska Nóbelsskáldsins og útlagans: GULAGEYJA- KLASANN. Þar kom skýrt fram jákvæð afstaða Roy Medvedevs til ritverksins. Hann svarar þar rætnum áróðri og rógi um bókina, sem birtist I sovézkum fjölmiðlum. 1 þess- um og þriðja hluta riidómsins kemur skoðanamunur þeirra Solzhenistsyns og Medvedevs betur fram. Roy Medvedev er sannfærður marxisti og kommúnisti. Að þvf leyti til á hann ekki samleið með ýmsum frægustu leiðtogum andófs- manna f Sovétrfkjunum, eins og t.d. Andrei Sakharov, sem neitar þvf afdráttarlaust að hann sé kommúnisti. En Roy Medvedev ber lof á bókina, ekki aðeins sem bókmennta- verk, heldur ekki sfður sökum þess, hve sönn lýsing hún er — og mikilvægur fengur fyrir sagnfræðirannsóknir. Afstaða Medvedevs á greinilega ekkert skylt við þann róg, sem rússneska leyniþjónustan K.G.B. og áróðursstofnun hennar NOVOSTI, svo og aðrar stofnanir, sem lúta Stalfnist- um, hafa reynt að breiða út. Hér á landi hefur aðeins eitt blað, Þjóðviljinn, bergmálað þennan rætna róg, eins og dæmin sanna. Tilraun Þjóð- viljans til að bendla Medvedev við þann óhróður, sem runninn er undan rógsvél K.G.B. er au- virðileg — en ekki óvænt úr þeirri átt. Athugull lesandi þessa rit- dóms mun taka eftir því, hversu langsóttar afsakanir eru, sem Roy Medvedev grípur til, f þeirri viðleitni að and- mæla ábendingu Solzhenitsyns, þess efnis, að hryðjuverka- og ógnarstjórn er eins og lögmáls- bundinn þáttur alls staðar þar sem kommúnistar ná völdum, hvort heldur sem litið er til Rússlands, Júgóslavfu, Norður- Kóreu, Norður-Vfetnams, Kfna, Kúbu og nú sfðast Kambódfu. Alls staðar hefur ógn og hryðjuverk gegnt mikilvægu hlutverki f valdaráni og vald- stjórn kommúnista. Þar ber enginn einn Stalfn alla sök. Skilgetin afkvæmi kommúnfskrar byltingar hafa alls staðar verið þau sömu — ógnarstjórn og pólitfsk myrkra- verk. Roy Medvedev hefur mann- dóm til að viðurkenna stað- reyndir og bera virðingu fyrir skoðunum annarra, þótt þær séu andstæðar kommúnisma. Sú staðreynd gerir það nokkurs virði að lesa það, sem honum liggur á hjarta. Frásögn Solzhenitsyn af Stalín. A við og dreif um bók Solzhenitsyns er að finna ígrundaðar og nákvæmar um- sagnir um og athuganir á hlut- verki Stalfns, en yfirleitt eru það innskot. Höfundurinn er þeirrar skoðunar að hlutur Stalíns í orsök ógæfunnar, sem reið yfir landið, og jafnvel hlut- ur hans í sköpun Eyjaklasans, — sem rannsókn Solzhenitsyrís beinist að, — sé svo óverulegur, að hann greinir athugasemd- irnar um Stalín fram megin- máli bókarinnar og kemur þeim að í stuttum viðaukum og neðanmálsgreinum. Þannig rit- ar Solzhenitsyn t.d. i neðan- málsskýringum á einni af siðustu blaðsiðum bókarinnar: „Lengi vel bæði áður en ég var hnepptur í fangelsi og eins á meðan ég dvaldi í fangabúð- um var ég einnig þeirrar skoð- unar, að það væri Stalín, sem hefði stýrt sovétskútunni á ör- lagasvið. En þá bar dauða Stalíns að dyrum — og breytti þá skútan um stefnu svo nokkru nam? Hvaða persónu- leg áhrif hafði einstaklingurinn Stalin á atburðarásina nema þau, sem fólust í ógnvekjandi drumbshætti, eigingirni og sjálfsánægju? Að öðru leyti þræddi hann nákvæmlega troðnar slóðir.“ I öðrum kafla bókarinnar fjallar Solzhe,nitsyn í stuttu máli um ofsóknarlotuna 1937 —8 (hvers vegna að fjalla í smáatriðum um það „sem hefur verið itarlega lýst og mun oft verða endurtekið“?) þegar meginþorri forystumanna flokksins, menntamanna flokksins, liðsforingja og póli- tírkra starfsmanna rauða hersins, svo og helztu fram- kvæmdastjórar i iðnaði og efna- hagsstofnunum og leiðtogar æskulýðsfylkingarinnar voru teknir af lifi í pyntingaklefum N.K.V.D. (öryggis- og leyni- þjónustunnar). í þessum of- sóknum voru jafnvel æðstu menn sovétstjórnarinnar og N.K.V.D. hraktir með harðri hendi úr embættum sinum. Um þetta ritar Solzhenitsyn (einnig í neðanmálsgrein): „Nú þegar við skoðum kínversku menningarbylt- inguna (sem einnig átti sér stað sautján árum eftir endanlegan Annar kafli ritdóms Medvedev, þar sem fjallað er m.a. um frásagnir Solzhenitsyns af Lenín og Stalín sigur) uppgötvum við vissulega nokkurs konar _ sögulegt mynstur. I því ljósi virðist Stalín einungis blint en áberandi verkfæri." Ég á erfitt með að fallast á þessa skoðun á hlut Stalíns og mikilvægi hans fyrir harmleik áranna 1930—40. Þá væri að vfsu rangt að greina ógnir Stalintímabilsins algjörga frá byltingarárunum, sem voru að- dragandi þess. Það eru engin glögg skil milli þessara tveggja timabila, hvorki markar árið 1937 tímamót, eins og margir vilja álita, né heldur árið 1934, eins og Krusjeff fyllyrðir, né heldur árið 1929, eins og Solzhenitysn taldi sjálfur áður fyrr, né heldur 1924, þegar Lenin dó og andspyrna Trotský- sinna var barin niður né heldur 1922, þegar Stalín var út- nefndur aðalritari meirihluta- flokks kommúnista (bolshevika ). Samt urðu straumhvörf i þróun stjórnmála á sérhverju þessara ára — og reyndar einnig á öðrum árum, — sem krefjast sérstakrar athygli. Það er auðvitað samfellt sam- hengi í sögu þess flokks, sem brauzt til valda 1917 og flokks- ins sem enn fór með völd í Sovétríkjunum 1937, 1947, 1957 og 1967, árið sem Solzhenitsyn lýkur við að rita Gulag- eyjaklasann. En þessi þráður þýðir ekki það að flokkurinn hafi ávallt verið samur og óbreyttur. Stalín fór ekki „troðnar slóðir". Jafnvel þegar á fyrstu árum byltingarinnar fetaði hann ekki ávallt í fótspor Leníns og siðar leiddi hann flokkinn inn á nýjar og aðrar brautir með hverju skrefi, sem hann sté. Þótt flokkurinn virðist enn þá bera sama ytri svip, skýlir sá ytri svipur innri breytingu, sem að sumu leyti virðist andstæða hins uppruna- lega, og þessi umbreyting, var á engan hátt eðlileg, fyrirfram ákveðin og óumflýjanleg. Itar- legri visindaleg rannsókn, sem ég efast ekki um að eigi eftir að beinast að þeim atvikum, — sem eru viðfangsefni hinnar listrænu rannsóknar Solzhenitsyns, — mun ótvírætt leiða f ljós, að jafnvel með því að notfæra sér og athafna sig innan ramma þess kerfisflokks, rfkisstjórnar og þjóðskipulags, sem til varð í Rússlandi á valda- dögum Leníns, hafi Stalfn tekizt með röð aðgerða að um- breyta aðstæðum svo gjörsam- lega, að eftir varð einungis yfir- bragð forskriftar Leníns, aðeins hugtakanotkunin. Stalfnismi fól ekki einungís i sér andstæðu við stefnu meiri- hlutaflokks kommúnista (bolshevika) heldur einnig grimmilega gjöreyðingu hennar og allra byltingarafla, og er þannig á vissan hátt dæmigerð gagnbylting. Við eig- um að sjálfsögðu ekki við það, að ekki sé ástæða til að beina nákvæmri og gagnrýninni rannsókn að heilindum Lenfns og að Leníntímabili byltingar- innar. Solzhenitsyn hefur ekki sett sér það markmið að rannsaka Stalínisma sem sérstætt fyrir- brigði hvorki eðli hans, ein- kenni og sögu né þróun hans og forsendur. Fyrir Solzhenitsyn er hugtakið Stalínismi senni- lega ekki til, þar sem hann telur Stalfn hafa farið „troðnar slóðir“. í bók Solzhenitsyns er nánast ekkert að finna, sem kalla mætti tilraun til að lýsa sögulegu baksviði. Bókin hefst á kafla, sem ber fyrirsögnina „Handtaka", og þar með undir- strikar höfundurinn þá stað- reynd, að hann hefur einsett sér að rannsaka og lýsa „heimi hinna dæmdu, heimi hinna út- skúfuðu", „hinu dularfulla og óttalega landi GULAQ", landa- fræði þess skipulagi, samfélagi, skráðum og óskráðum lögum, fbúum, venjum, valdsmönnum og undirgefnum. Reyndar þarf Solzhenitsyn ekki á þvi að halda að lýsa sögulegu baksviði því Gulag-eyjaklasi hans birtist á sjónarsviðinu þegar árið 1918 og hefur síðan þróazt sam- kvæmt eigin innri lögmálum. Þessari þröngsýnu efnismeð- ferð er haldið út alla bókina, á stöku stað er þó skotió inn sagn- fræðilegum athugasemdum — oft af mikilli skarpskyggni. Það er að sjálfsögðu réttur höfundarins að nálgast efni sitt með þessum hætti. Þótt Solzhenitsyn nefni Stalínisma ekki á nafn og neiti algjörlega þýðingu þess að nota það hugtak, þá er hin listræna rannsókn hans á einum aðal- þættinum i kerfi Stalínista mikilvægur fengur fyrir heildar rannsóknir á hinu glæp- samlega og ómannúðlega kerfi Stalinisma. Það er rangt hjá Solzhenitsyn að gera ráð fyrir þvf að grundvallareigindum kerfisins sé haldið óbreyttum enn þann dag í dag, en það er rétt að margir þessara eigin- leika hafa enn þá ekki horfið með öllu og grúfa enn yfir félagslífi, stjórnmálum og and- legum iðkunum okkar. Bók Solzhenitsyns greiðir Stalfn- isma og nú-Stalfnisma gífurlega þung högg. Að því leyti hefur Solzhenitsyn tekizt betur en nokkrum okkar hinna. Frásögn Solzhenitsyn af Lenín Jafnvel þegar á æskuárum sinum í æskulýðsfylkingunni hafði Solzhenitsyn efazt um gáfur og heilindi Stalíns. Þessar efasemdir hafði Solzhenitsyn látið f ljósi í bréfi frá vígstöðvunum, og varð það tilefni til handtöku hans og sak- fellingar. En á þessum árum var hann ekki f nokkrum vafa um „að októberbyltingin hefði verið dásamlegur og réttlátur viðburður, og að mennirnir sem leiddu hana til sigurs hafi verið fullir háleitra markmiða og hafi barizt f óeigingjörnum Framhald á bls. 19 olivtó' *£' Á Rússneski sagnfra'ðingurinn Itoy Medvedev, höf- Rússneska Nóbelsskáldið Solzhenitsvn, höfundur undur ritdómsins. Gulag-eyjaklasans, sem rússneskar áróðursstofnan- ir og bergmálsblöð þeirra um víða veröld heyja hatrama rögsherferð gegn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.