Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 Norður-írland í logum á ng Frá sfðustu óeirðunum á Norður-írtandi. Særður unglingur eftir grjótkast á hermenn og lögreglumenn f Springfield Road f Belfast skömmu eftir árásina á heimili þingmannsins Garry Fitt. SÍÐUSTU óeirðirnar f kaþólsku hverfunum í Belfast virðast hafa fært ástandið á Norður írlandi á sama stig og fyrir sjö árum þegar brezkir hermenn skárust f fyrsta skipti í leikinn til að stfa f sundur kaþólskum mönnum og mótmæl- endum. Síðan hafa um 1 600 manns ver- ið myrtir og allar tilraunir til að finna pólitfska lausn á deilumálun um hafa farið út um þúfur. Brezk yfirvöld eru svartsýn og viður- kenna að þau eygi enga raunveru lega lausn ,,Eins og stendur er engm pólitísk lausn í uppsiglingu," segir brezkur embættismaður „Stefna okkar er bein stjórn frá London og henni verður haldið áfram Kannski verð- Frú Maire Drumm um við að blða þangað til öfgafyllstu leiðtogarnir hverla og sanngjarnari menn koma til skjalanna " Síðasta tilraunin af mörgum sem gerð hefur verið til að finna pólitíska lausn rann út í sandinn í ársbyrjun þegar fulltrúar mótmælenda neituðu ennþá einu sinni að taka þátt I stjórn þar sem völdunum væri skipt milli þeirra og kaþólska minnihlutans Ef mótmælendur hefðu ekki gert þessa tilraun að engu hefði hinn svokallaði Provisional-armur írska lýðveldishersins (IRA) áreiðanlega lagzt gegn henni Provisional- armurinn hefur alltaf sagt að hann muni ekki hætta hryðjuverkabaráttu sinni fyrr en Bretar lýsi því yfir að þeir muni afsala sér öllum völdum á Norður-írlandi Á undaförnum 1 8 mánuðum hef- ur Provisional-armurinn haft í heiðri nokkurs konar vopnahlé Brezku hermennirnir hafa slakað á varð- gæzlu sinni á kaþólskum svæðum og í staðinn hefur Provisional- armurinn stillt sig um að ráðast á þá eða svo á að heita Samt hefur mannfall verið mikið, því hryðju- verkin hafa haldiðáfram Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 200 fallíð á Norður-írlandi Yfirleitt hafa fórnarlömbin verið val- in af handahófi, venjulega á grund- velli trúarskoðana þeirra Sprengj- um hefur veri fleygt inn í vínstofur kaþólskra manna, skotið hefur verið úr vélbyssum í hverfum mótmæl- enda, skotið hefur verið inn um glugga í eldhúsum eða stofum, og þar fram eftir götunum Stundum er fólki rænt á götum úti og fórnarlömbin pyntuð eða barin til óbóta Margir aðrir hafa verið myrtir eða fengið örkuml vegna svokall- aðra ögrunaraðgerða annars hvors deiluaðilans Stundum eru fórnar- lömbin skotin í fótinn eða olnbog- ann og fá aldrei bót meina sinna Stundum er klútur settur yfir höfuð- ið og kúlum dælt í heilann Helzta umkvörtunarefni mótmæl- enda er að brezku stjórnmni hefur ekki tekizt að uppræta Provisional- arminn Stjórnmálaflokkar mótmælenda hafa yfirleitt eitt sameiginlegt mark mið: að aftur verði horfið til fyrrver- andi heimastjórnar sem var i hönd- um mótmælenda sem vottuðu brezku krúnunni hollustu en tóku yfirleitt ekki við skipunum frá Lond- on og fengu að ráða þvi sem þeir vildu Vopnaðar sveitir mótmælenda viðurkenna að þær hafi átt drjúgan þátt i morðunum og kaþólskir menn hafa svarað i sömu mynt Glænýtt baráttumál kom siðustu óeirðum kaþólskra manna af stað Þangað ti i fyrra þjónuðu helztu mótmælaaðgerðir kaþólskra þeim tilgangi að tryggja að hætt yrði að halda mönnum í haldi án réttarhalda þar sem sú ráðstöfun beindist aðal lega gegn baráttumönnum IRA Þetta baráttumál þeirra náði fram að ganga i fyrra og nú hefur Provisional-armurinn einbeitt sér að því að berjast gegn þeirri ákvörðun brezku stjórnarinnar að binda enda á sérstök forréttindi fanga sem hafa veri dæmdir fyrir pólitískt ofbeldi Með því er átt við fanga sem hafa skotið lögreglumenn eða hermenn og komið fyrir sprengjum Hingað til hafa þessir fangar feng- ið svipaða meðferð og striðsfangar í stað þess að vera lokaðir inni i fangaklefum og klæddir fangabúo- ingum hafa þeir fengið að klæðast borgaralegum fötum og hreyfa sig nokkurn veginn að vild innan fang- elsismúranna Öfgafullir mótmæl- endur og einnig öfgafullir menn i röðum kaþólskra hafa beitt sér af alefli gegn þessari breytingu. Brezki herinn hefur litið látið fara fyrir sér síðan Provisional-armurinn samþykkti vopnahlé Síðan síðustu óeirðirnar blossuðu upp hefur verið gagnrýnt að óeirðaseggir hafi verið teknir alltof vægum tökum Óþægilegasta og harðasta gagn- rýnin kom frá Gerry Fitt, hófsömum kaþólskum stjórnmálamanni Of- beldisseggir, sem töldu baráttu hans fyrir friðsamlegum aðgerðum svik við málstað lýðveldissinna, réðust inn á heimili hans Fitt mætti þeim í stiganum og hélt þeim í skefjum með skammbyssu Hann varð að bíða í 25 mínútur eftir því að öryggisverðir kæmu á vettvang Fitt er leiðtogi Sósialdemókrata- og Verkamannaflokksins (SDLP) og helzti forystumaður þeirra kaþólskra sem vona að einhver friðsamleg lausn finnist á deilumálunum á Norður-írlandi SDLP telur samein- ingu við írska lýðveldið framtíðar- markmið, sem stefna eigi að, en sameiginlega stjórn kaþólskra manna og mótmælenda með brezkri yfirumsjón brýnasta verkefnið sem við blasi Önnur aðalpersóna siðustu óeirð- anna er 56 ára gömul kona, frú Maire Drumm sem lengi hefur barizt harðri baráttu í þágu málstaðar lýð- veldissinna Frú Drumm er varaforseti stjórn- Framhald á bls. 37 Engin aðstoð til þeirra, sem grunaðir eru um græsku Berlinguer. Andreotti kann að hafa óskað þess, að Schmidt kanzlari hefði ekki svo hátt um mótstöðuna gegn ítölskum kommúnistum, en hún hentar honum þó mætavel Velþjálfuðum raddböndum Helmuts Schmidt var að þarf- lausu beitt, þegar hann gerði það opinskátt á dögunum, að vinaþjððir Itala væru því mót- fallnar að veita ítalskri rfkis- stjórn með þátttöku kommún- ista efnahagshjálp, af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert útlit er nú fyrir slíka ríkisstjórn. Giulio Andreotti starfar nú að myndun ríkisstjórnar kristi- legra demókrata án þátttöku kommúnista, (sú stjórn hefur þegar verið mynduð), en til þess þarf hann samþykki sósíal- ista. Nú hafa orðið leiðtoga- skipti í herbúðum sósíalista, og hinn nýi forystumaður þeirra mun að líkindum fallast á stjórnarmyndun kristilegra demókrata. Kommúnistar virð- ast hafa sætt sig við að verða utan stjórnar þetta árið og hugsanlega út kjörtímabilið, sem hið nýkjörna þing mun sítja. Aðalspurningin, sem enn er ósvarað, er með hvaða skil- málum kristilegir demókratar og bandamenn þeirra geta tryggt sér, að kommúnistar sýni tiltölulega ábyrgð í stjórnar- andstöðunni og að verkalýðsfé- lög þeirra stilli launakröfum sínum i hóf. Aðeins fáar þjóðir geta nú á tfmum komizt af án nokkurra utanaðkomandi áhrifa á mál- efni sín. Með aðild að Efnahags- bandalaginu eða NATO — ell- egar Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, þegar þörf er á erlendum lánum — er verið að viður- kenna þau takmörk, sem heim- ur raunveruleikans setur fræði- kenningunni um algert full- veldi ríkja. Bræði sumra Vest- urevrópumanna vegna yfirlýs- ingar Schmidts var þess vegna sýndarmennska. Ríkisstjórnir helztu vinaþjóða ítala hafa — af tveimur mjög praktfskum ástæðum — tekið af skarið um, að þær séu þess lítt fýsandi, að Kommúnistaflokkur ítalíu komist í ríkisstjórn að sinni. í fyrsta lagi var sú stefna, sem kommúnistar boðuðu í kosningunum í júní, svo ein- staklega hófsöm, að það veður erfitt fyrir Berlinguer að hóta kristilegum demókrötum alls- herjarandstöðu. Ef kritilegir demókratar hafa upp á eitthvað áþreifanlegt að bjóða gegn launatakmörkunum af hálfu verkalýðssambandanna — ein hugmyndin er frysting þeira launa, sem ná yfir 8 milljónum líra árlega (um 1760.000 kr.), sem felur f sér verulega upp- stokkun launakerfisins — þá má telja ólfklegt, að kommún- istar fari út f mótmælaaðgerðir. öll stjórnlist kommúnista að undanförnu hefur verið fólgin í því að sannfæra varkára miðju- menn í itölskum stjórnmálum um að ekkert sé að óttast frá þeirra hálfu. Þeir myndu eyði- leggja sína eigin stjórnlist, ef þeir kúventu nú yfir í skefja- lausa mótstöðu, þ.á m. verkföll, sem brjóta niður efnahag lands- ins. ÞEIR VERÐA AÐ STlGA SKREFIÐ TIL FULLS I öðru lagi er markmiðið með útilokun kommúnista frá næstu rfkisstjórn ítalíu það að gefa sósíaldemókrötunum á meðal þeirra betri tfma til að skerða áhrif lenínistanna í flokknum. Einhvern tíma hlýtur að koma að því, að uppræta verður þetta iílgresi innan flokksins. Próf- steinn lýðræðisins er hæfnin til að flytja valdið frá einum stór- um flokki til annars, og Italfa hefur ekki gengið í gegnum þá prófraun meðan stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn er ekki talinn koma til greina við myndun rfkisstjórnar. En þrátt fyrir allar yfirlýsingar Ber- linguers um trú hans á lýðræð- ið, eru félagar hans ennþá tví- skiptur hópur í einum flokki, — þ.e. þykkt ytra byrði þess fólks, sem er i rauninni lýðræð- isjafnaðarmenn (sósíaldemó- kratar), samansafnað kringum harðan kjarna stjórnræðissinn- aðra lenínista, sem ekki hafa snúið frá sinni fyrri stefnu. Flokkur þeirra verður hættu- minni fyrir lýðræðið, þegar hann hefur þrengt enn meir að þessum harða kjarna eða losað sig við hann. Italskir kommúnistar segjast hafa varpað fyrir róða hug- myndinni um alræði öreiganna, grundvallarkenningu eins- flokkskerfisins f rétttrúnaðar- rfkjum kommúnista. En þeir trúa enn á „forystuhlutverk verkalýðsstéttarinnar", og sú stefna gæti orðið bakdyraleiðin að einhverju ekki svo mjög frá- brugðnu alræði öreiganna. Ennþá viðhafa þeir lýðræðis- lega miðstýringu (demókratísk- an centralisma), þ.e. kerfi byggt á ströngum flokksaga, sem f flestum öðrum kommún- istaflokkum hefur farið saman við afneitun margra flokka skipunar, þar sem fjölhyggja (plúralismi) rikir. Þeir við- halda margvfslegum tengslum við Sovétveldið, og kemur það undarlega heim við þá fullyrð- ingu, að I hjarta sínu tilheyri þeir hinum plúraliska heimi. Enn eitt kjörtímabil, helgað gagnrýnni stjórnarandstöðu, en ekki niðurrifsstarfi, kæmi sér vel fyrir þróun ítalskra komm- únista. Þá kynnu þeir að vera orðnir sá traustsverði þátttak- andi lýðræðisskipulagsins, sem Berlinguer fullyrðir að þeir séu nú þegar. (The Economist 24/7, þýtt og endursagt: JVJ)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.