Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 22

Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 22
22 MOK<;UNBLAÐIÐ, SUNNUDAC.UK 15. AGUST 1976 Áfengissjúklingur- inn verður að skynja sitt eigið ástand komu í minn hlut, fjölluðu um ráðgjafastarf í þágu áfengis- sjúkra og skipulag á meðferð áfengissjúklinga innan hins opin- bera heilbrigðiskerfis. Ég var nokkuð heppinn að fá i minn hlut námskeið sem fjölluðu einmitt um þá hluti, er hvað mest eru i deiglunni hér heima um þessar mundir. — Rutgers-háskólinn er rikis- skóli og þessi námskeið um áfeng- ismál voru fyrst eingöngu ætluð Bandaríkjamönnum, en síðar hafa aðrar þjóðir fengið að senda nemendur á námskeiðin, enda er þetta einn þekktasti skóli sinnar tegundar í heiminum. 1 starfsliði skólans eru mjög frægir prófess- orar á sviði áfengismála og skól- inn beitir sér fyrir rannsóknum á þessu vandamáli um allan heim. Rætt við Stefán Jóhannsson, sem sótti námskeið í meðferð áfengissjúkra í Bandaríkjunum VÍÐA um heim eru til sérstakir skólar, sem veita fræðslu um meðferð áfengissjúklinga og þau vandamál, sem fylgja áfengis- neyzlu. Flestir byggjast þessir skólar á námskeiðum um ólfkustu efni. Kinn slfkur skóli er starf- ræktur á hverju sumri við Rut- gers-háskólann í New Yersey f Bandarfkjunum, og var nú að Ijúka 34. starfsári hans, en f fyrstu var hann við Yale- háskólann en var fluttur til Rut- gers-háskólans 1962 Alls hafa um 9000 nemendur sótt fræðslu f þessum sumarháskóla óg hafa þeir komið frá öllum rfkjum Bandarfkjanna, auk þess frá 37 öðrum löndum. 1 ár sótti einn Islendingur, Stefán Jóhannsson, námskeið skólans, en Stefán starfar nú við hið nýja endurhæf- ingarheimili fyrir áfengissjúka á Vífilsstöðum. Við ræddum f vik- unni við Stefán m.a. um skólann, aðbúnað áfengissjúkra hér á landi og lækningar. — Hér á landi er það ekki skort- ur á upplýsingum um áhrif áfeng- is og áfengisv&ndamálið, sem set- ur okkur skorður, heldur hitt að okkur vantar fræðslu um hvernig við eigum að rtiatreiða fróðleik- inn, ef ég má nota það orð, þannig að þeir, sem eiga við áfengis- vanda að stríða sjái sitt eigið vandamál í réttu ljósi — í ljósi staðreynda. Við íslendingar erum nú að reyna nýjar aðferðir við meðferð ókkar á áfengissjúkling- um og því er mjög mikilvægt að við fáum tækifæri til að kynna okkur slíka starfsemi hjá öðrum þjóðum, sagði Stefán Jóhannsson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í vikunni. Námskeiðið, sem Stefán tók þátt í við Rutgers- háskólann stóð i þrjár vikur en auk þess dvaldist hann eina viku í Washington og kynnti sér með- ferðarstofnanir áfengissjúklinga þar. Við báðum Stefán fyrst að segja okkur litillega frá skólanum og námsefninu. — Tilgangurinn með för minni vestur um haf var að fræðast um meðferð til hjálpar áfengissjúk- um. En með meðferð á ég við þær aðferðir, sem beitt er til að hjálpa áfengissjúklingum til að ná yfir- höndinni í baráttu þeirra við áfengið. Við segjum til að mynda að á Vífilsstöðum fari fram end- urhæfingarmeðferð og þátttaka í starfi A.A.-samtakanna sé eftir- meðferð. Skólinn, sem ég var í byggist upp á 27 mismunandi námskeiðum um margvíslegar hliðar áfengismálanna. Hver nemandi fær að velja fjögur þess- ara námskeiða en er úthlutað tveimur þeirra. Námskeiðin, sem SKÓI.l ÞAR SEM MENN LÆRA AÐ LIFA LlFINU AN AFENGIS — Ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í að byggja upp þá starf- semi, sem verið er að koma á fót á Vífilsstöðum ásamt öðru starfsliði stofnunarinnar. Það var heil- brigðisráðuneytið, sem styrkti þessa ferð mína, en hún er einn liður í þeirri viðleitni stjórnvalda að mennta starfslið, sem að þess- um málum vinnur. Eins og ég nefndi áðan þurfum við að leggja á það áherzlu að afla okkur fróð- leiks um hvernig við eigum að matreiða þær ypplýsingar sem við höfum þegar til staðar. — Vissulega getum við mikið lært af erlendum þjóðum á þessu sviði sem mörgum öðrum. En það er mjög mikilvægt að fara ekki of geyst í hlutina. Við þurfum að tengja saman það sem fyrir er og það seuj koma skal — stór stökk i þessum málum eru ekki farsæl, heldur aðlögun og lagfæringar. Ég get þó ekki neitað því að til- koma heimilisins á Vífilsstöðum er stórt stökk fram á við. Við sem störfum á stofnun til hjálpar áfengissjúkum erum stöðugt að ‘7’m tired of béing a model prisoner!’ læra, bæði í formi erinda lækna og erinda þeirra, sem þekkja vandamálið af eigin reynslu: Mik- ilvægast er þó að sjúklingarnir beri saman bækur sínar og ræði sín eigín vandamál. — Stofnun eins og nýja heimil- ið á Vífilsstöðum er í raun lítið annað en skóli, þar sem menn læra að lifa án áfengis. Þeir, sem þangað koma eru búnir að lifa með áfenginu og hafa fengið nóg af samskiptum sínum við það. MÖGULEIKAR TIL LÆKNINGA ÁFENGISSJÚKRA HAFA GJÖRBREYTZT A ÞESSU ARI — Hér á Islandi höfum við nú fyllilega jafngóðar stofnanir fyrir áfengissjúka og þær gerast beztar erlendis hvað snertir húsnæðið. Þegar starfsliðið hefur fengið sina þjálfun ættum við að geta náð sama árangri og næst erlend- is. Möguleikar til að ná árangri í lækningum á áfengissjúkum hér á landi hafa gjörbreytzt á þessu ári. Við höfum fengið Vistheimil- ið' á Vífilsstöðum, sem tekur við sjúklingum til endurhæfingar. Á Kleppi hefur Deild 10 verið tekin eingöngu undir afvötnunarmeð- ferð og þá hefur verið keypt hús- næði að Ránargötu 6 í Reykjavík, þar sem ætlunin er að verði heim- ili fyrir húsnæðislausa menn og konur fyrst eftir endurhæfingar- meðferð. Þessu til viðbótar höfum við gistiskýli í Þingholtsstræti fyrir karlmenn og í Grjótagötu fyrir konur. Þarfnist menn lengri dvalar á stofnun höfum við vist- heimilin í Gunnarsholti og Víðnesi. Verkefnið, sem nú er unnið að, er að byggja upp með- ferð, sem tekur við áfengissjúkl- ingum og skilar þeim hæfum til að takast að við eðlilegt líf í sam- félaginu, lifa lífinu án áfengis. 20 ÞtJSUND ÍSLENDINRAR EIGA VIÐ VERULEGT AfengisvandamAl AÐ STRlÐA — Það hefur ekki verið gerð á því nákvæm könnun hér á landi svo ég viti tii, hve margir eiga við vandamál að striða vegna ofnotk- unar á áfengi. Þó er ekki ólíklegt að u.þ.b. 10% landsmanna eigi við veruleg áfengisvandamál að stríða. Ef við fengjum þá niður- stöðu að um 20 þúsund íslending- ar eigi við vandamál að striða vegna ofneyslu áfengis, þá eru þeir miklu fleiri, sem verða fyrir barðinu á þessu vandamáli og þar á ég við fjölskyldu og vinnufélaga áfengissjúklingsins. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég hef heim- sótt skóla og rætt við nemendur um áfengismál, hef ég lagt fyrir krakka, sem eru á fermingaraldri þá spurningu, hvort þau þekki áfengið sem vandamál frá~heimili sínu eða ættingjum og skyld- mennum. Niðurstaða verður sú að um 60% nemendanna rétta upp hönd. Mér þykir ekki ósennilegt að þetta gefi nokkuð rétta mynd af útbreiðslu áfengisvandamáls- ins meðal landsmanna. DÆMDIR TIL MEÐFERÐAR A ENDLJRHÆFINGAR- HEIMILI I STAÐ FANGELSISVISTAR — Bandaríkjamenn gera mikið til að koma í veg fyrir áfengis- vandamál og má fyrst nefna að mikil fræðsla er höfð í frammi i formi bæklinga. Fólk getur nálg- Stefán Jóhannsson ast þá á ýmsum stöðum t.d. i kjör- búðum þar sem mögulegt er að taka þá án þess að því sé veitt eftirtekt og víst er að þeir hverfa. Þeir gera lfka ýmislegt, sem Is- lendingar hafa ekki tekið upp enn. Við getum nefnt, að þeir Vilmundur Jónsson og Helgi Tómasson gerðu það að tillögu sinni á sinum tíma að færa alla þá, sem teknir væru fyrir ölvun á almannafæri til fræðslumeðferð- ar, þar sem þeim yrði kynnt hver áhrif ofnotkun áfengis hefði. Á þessa tillögu vildu menn ekki fall- ast og hefur senniléga þótt gengið um of á mannréttindi, en f Banda- rfkjunum beita þeir hiklaust slík- um aðferðum í baráttunni við of- drykkjuvandamálið. — Þeir sem teknir eru fyrir ölvun við akstur í Bandaríkjunum eru dæmdir f endurhæfingarmeð- ferð I vissan tfma f stað fangelsun- ar. Þá er mönnum oft boðið að velja á milli hárra sekta og með- ferðar á endurhæfingarheimili en þetta er misjafnt eftir fylkjum í Bandarfkjunum. Þessi aðferð hef- ur gefið góða raun og henni er beitt á fleiri sviðum, því þeir sem fremja afbrot undir áhrifum áfengis, sem varða við lög, eru í mörgum tilvikum dæmdir til slíkrar meðferðar á endurhæfing- ar heimili f stað fangelsunar. Þetta fer þó að sjálfsögðu eftir því hvað brotið er alvarlegt. Þekktur bandarískur prófessor,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.