Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR Í5. ÁGUST 1976
MEÐ lokaprófinu nær háskólastúdentinn
langþráðu takmarki enda er það uppskera
áralangrar vinnu og setu á skólabekk sem
hefst raunar strax í barnaskóla. Hér áður
fyrr þótti háskólamenntun örugg trygging
fyrir góðri afkomu í lífinu og í mörgum
tilfellum er svo enn þótt nokkur breyting
hafi þar orðið á með vaxandi fjölda
háskólamenntaðra manna. I vor luku 202
stúdentar prófum frá Háskóla íslands og
Mbl. ræddi við nokkra þeirra um námið og
viðhorfin að prófum loknum.
„náminu lýkur
ALDREI“
Slcfán Karlsson lauk stúdcnts-
prófi frá Menntaskólanum i
Reykjavik voriö 1970 og
cmba-ttisprófi í læknisfræði frá
Háskóla Islands nú í vor. Stcfán
er kvæntur Sigurborgu Ragnars-
dóttur sjónvarpsþul op ciga þau
eitt barn. Við hittum Stcfán að
máli á Vífilsstöðlum cn hann tók
við starfi aðstoðarlæknis þar að
loknum prófum nu i vor.
— „Upphaflega a-tlaði ég að
verða verkfræðingur" sagði
Stefán þegar við spurðum hann
hvers vegna læknisfræðin hefði
orðíð fyrir valinu. — „En það
breyttist rétt áður en ég inn-
ritaðist í háskólann. Ég var á við-
kvæmum aldri og var í uppreisn
gegn umhverfi mínu — pabbi er
verkfræðingur og þá gat ég ekki
orðið verkfra>ðingur lika. Auk
þess datt mér í hug að það ga-ti
verið skemmtilegra að fást við
lifandi verur fremur en dauða
hluti svo la'knisfra'ðin varð fyrir
valinu."
Að margra dómi er la’knis-
fræðin ein erfiðasta grein
háskólans og við spurðum Stefán
um námiö sjálft og námsálag i
læknadeild:
— „Það er eflaust mismunandi
námsálag i deildum háskólans og
vissulega er álagið töluvert í
iæknadeildinni. Ég held þó að það
sé ekki erfiðara en í sumum öðr-
um deildum s.s. verkfræði. Hváð
vinnuálag snertir er síðasti
áfanginn erfiðastur. Hins vegar
má segja, að andlega pressan sé
mest á fyrsta ári sem rekja má til
hárrar fallprósentu. Menn vita jú,
að margir eru dæmdir til að falla
og slíkt hefur ekki heppileg áhrif
á taugarnar."
Stafar þessi háa fallprósenta
e.t.v. af aðstöðulevsi í lækna-
deild?
— „Það er staðreynd, að mjög
erfitt er að koma fleiri en 50
stúdentum með góðu móti á
spítala til að þeir geti stundað
klínískt nám. Þrengslin verða það
mikil að erfitt er að koma við
kennslu, Hitt er svo annað mál
hvort þessi próf á fyrsta ári t.a.m.
í efnafræði, sem hefur reynzt
mörgum erfiður Ijár i þúfu, geti
dæmt um hæfileika mannsins til
að verða læknir. Þá á ég við, hvort
hæfni til að leysa efnafræðida>mi
geti skorið úr um hvort menn
verði góðir læknar eða ekki. Ég
efast stórlega um, að efnafræði sé
rétta fagið til að nota sdm síu. Og
þá vaknar önnur spurning, — þ.e.
hvort beztu námsmennirnir verði
yfirleitt nokkuð betri þegar öllu
er á botninn hvolft. Ég er alls
ekki viss um það. Það má sjálfsagt
endalaust deila um réttmæti
þessara takmarkana eða hvort
eigi að hleypa öllum að sem
komast. Svarið er fyrst og fremst
fjárhagslegs eðlis og min skoðun
er sú, að það eigi ekki að vera
læknadeildar að takmarka
inngöngu heldur miklu fremur
st jórnvalda."
Ertu að öðru leyti ánægður með
námsfyrirkomulagið í lækna-
deildinni eins og það er nú?
— „Nei, ekki get ég sagt það.
Að vísu breyttist þetta nokkuð til
batnaðar með reglugerðarbreyt-
ingunni 1970, en sú breyting
hefði þurft að koma miklu fyrr.
Auk þess er ekki nóg að breyta
reglugerð heldur þarf líka að
koma til breyting á daglegum
vinnubrögðum nemenda og
kennara sem ekki eru reglu-
gerðarbundin. Munurinn á
kennslu læknanema hérlendis og
í ýmsum nágrannalöndum okkar
er fyrst og fremst sá að hér erum
við látnir þjösnast i gegnum
stærðar doðranta en þeir aftur á
móti lesa minni bækur en styðjast
meira við fyrirlestra. Hjá okkur
er þetta arfur frá fyrri tíð þegar
einn kennari þurfti að kenna
heilu bækurnar og stunda jafn-
framt starf sitt sem héraðslæknir
og spitalalæknir. Þá fólst námið i
því að læra þessar bækur utan að
og því miður hefur þessi aðferð
haldist fram á þennan dag þótt
kennarar séu nú orðnir mun
fleiri. Þetta hefur þó aðeins verið
að breytast á síðustu 2—3 árum
en fer þó afar hægt.“
Talið barst nú að atvinnumögu-
leikum læknakandidata hér á
landi:
— „I ár útskrifuðust tveir ár-
gangar vegna reglugerðarbreyt-
ingarínnar 1970, — þ.e. um 65
læknar sem er tvöfalt meira en
áður hefur verið Allir höfum við
fengið vinnu en segja má að við
höfum ekki fengið eins skemmti-
leg störf eins og læknar sem hafa
útskrífazt á undan okkur, og ég er
ekki viss um að við hefðum mátt
vera öllu fleiri til að allir fengju
eitthvað að gera.
Svo virðist sem áhugi fyrir
heimilisla-kningum hafi farið
minnkandi að undanförnu og
menn hafa flykkzt í sérfræðinám
— er þetta e.t.v. eitthvað að breyt-
ast nú?
— „Já, áhugi læknakandídata á
heimilislækningum fer vaxandi
og kemur þar einkum tvennt til:
Aukinn áhugi stúdenta á þjóð-
félagsmálum, og um leið áhugi til
að baúa þjóðfélagið, og svo hins
vegar vaxandi þörf fyrir heimilis-
lækna, sem er raunar mjög brýn
núna ekki hvað sízt í Reykjavík
þar sem skortur á heimilis-
læknum er orðinn tilfinnanlegur.
Það er mikill misskilningur ef
menn halda að læknar líti á
heimilislækningar sem annars
flokks læknastarf. Hins vegar
býður sérgrein oft upp á betri
aðstöðu og fullkomnari vinnu-
brögð og það er líklega megin-
ástæðan fyrir því að menn hafa
gjarnan farið í sérnám.
Hvað með læknaflóttann svo-
kallaða t.d. til Bandaríkjanna og
Svfþjóðar?
r— „Skýringin á honum er á
engan hátt einföld en þessi flótti
er staðreynd engu að síður. Hluti
lækna sem fer utan til sérnáms
Signý Una Sen var ( hópi þeirra
er útskrifuðust úr lögfræðideild-
inni nú ( vor.
kemur ekki aftur og það er
skiljanlegt að menn séu reiðir
yfir þvi að við séum að mennta
lækna fyrir Bandaríkjamenn og
Svía. Þetta horfði öðruvísi við ef
þessir menn færu til þriðja heims-
ins þar sem þörfin er brýn. En
skýringin á þessu er helzt sú að
mönnum býðst góð staða erlendis,
t.d. yfirlæknisstaða eða kennara-
staða við háskóla o.þ.h. Ég trúi
því ekki að fégræðgi spili þarna
inn í. A.m.k. vona ég að menn séu
ekki slíkar aurasálir. Við þetta
má bæta að aðstöðumunurinn er-
lendis freistar margra."
Við spurðum Stefán um tildrög-
in að því að hann réðst að Vífils-
stöðum:
— „Læknakandidatar hafa
ráðningarstjóra sem sér um
ráðningar i lausar stöður. Venjan
er að um 40 manns sækja um
vinsælustu stöðurnar og síðan er
dregið úr. Ég Ienti hér vegna þess
að þegar ég sótti um höfðu nokkr-
ar stöður losnað eftir að byrjað
var að draga og ég hafði vit á að
sækja um þriðju vinsælustu
stöðuna og var því einn um hit-
una. Það má gjarnan koma fram,
að ég kann mjög vel við mig
hérna. Þetta er svolitið sérstakt
þjóðfélag hérna á Vífilsstöðum,
— eins konar þorp út af fyrir sig.
Auk þess er hér góð vinnuað
staða, t.d. höfum við minni
spámennirnir skrifstofu út af
fyrir okkur. Ðó reikna ég ekki
með að vera hér mjög lengi því að
i þessu starfi verður maður að sjá
sem mest a.m.k. fyrstu mánuðina
því ýmislegt er eftir ólært."
Þýðir það að náminu sé ekki
lokið þótt prófið sé að baki?
— „Já, það má segja það. í
þessu starfi lýkur náminu aldrei.“
„hAskólanAm er
EKKI FYRIR
FJÖLSKYLDUFÓLK“
Hjónin Jónas Snæbjörnsson og
Þórdís Magnúsdóttir luku bæði
prófum frá Háskóla Islands nú í
vor, — hann úr verkfræðideild en
hún BA prófi úr heimspekideild
með almenna bókmenntasögu
sem aðalfag. En þar með er ekki
öll sagan sögð, því að á meðan
náminu stóð eignuðust þau tvö
börn, Snæbjörn, sem nú er á
fjórða ári, og Kristjönu, sem varð
tveggja ára nú nýlega. Þau Jónas
og Þórdis kynntust í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð en bæði
luku þau stúdentsprófi þaðan vor-
ið 1971. Þegar Mbl. bar að garði
voru þau önnum kafin við að
pakka rnður því þau eru á förum
til Kaupmannahafnar þar sem
Jónas hyggur á framhaldsnám við
Tækniháskólann í Kaupmanna-
höfn.
— „Ég ætla að taka mér frí“
sagði Þórdís, — „vera bara hús-
móðir og passa börnin. Þetta kann
að hljóma illa i eyrum sumra hús-
mæðranna, en mér finnst það
vera frí eftir að vera búin að
stunda nám með tvo börn."
Var ekki erfitt að stunda námið
og gegna jafnframt foreldrahlut-
verkinu?
— „Jú, það má segja að það hafi
ekki verið neinn dans á rósum,"
sagði Jónas, — „ en við höfum átt
góða að, öðruvísi hefði þetta ekki
verið hægt. Það er víst óhætt að
fuilyrða að háskólanám er ekki
fyrir fjölskyldufólk“ — „Svo höf-
um við einnig átt Sumargjöf að“,
bætti Þórdís við, — „börnin hafa
bæði verið á dagheimili frá því
þau voru ársgömul.
Hvað með fjárhagshliðina?
—„ Það hefur líka bitnað á fjöl-
skyldunum," sagði Jónas. —
„Lánasjóðurinn stóð sig nokkuð
vel svona framan af. En svo fór að
halla undan fæti og i haust var
það svartasta sem við höfum lent í
fjárhagslega. Á tímabili var það
hreinlega spurning um að annað
okkar hætti námi. En einhvern
veginn tókst okkur þó að klóra
okkur fram úr þvi. Ég er allavega
feginn að þetta er búið sérstak-
lega eftir veturinn í vetur þegar
vinnuálagið var hvað mest. Það
má segja að maöur hafi verið að
öll kvöld og allar helgar í vetur.“
— „Krakkarnir fundu fyrir
þessu og fannst pabbi þeirra
aldrei vera heima," sagði Þórdís.
— „Ég man sérstáklega eftir þvi
einu sinni í vetur þegar
krakkarnir fóru í svona hlut-
Að loknu
lokaprófi
Mbl. ræðir við nýútskrifaða kandidata