Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976
37
— Steindir
Framhald af bls. 3
frá steindum gluggum í skólabygg-
ingu eftir teikningu þýzka lista-
mannsins Wilhelms Buschulte Og
eins hafði nýlega verið gengið frá
steindum glugga í Vatikaninu í Róm
eftir listakonuna Mariu Katzgrau,
sem m a hefur teiknað gluggana
fyrir kirkjurnar í Höfn í Hornafirði og
á Siglufirði og kirkjuna í Kulusuk á
Grænlandi Margvisleg fleiri verk
eru i gangi hjá okkur, sagði Fritz
Oidtman T d liggur nú fyrir að gera
kopíur af öllum kirkjugluggunum af
hinni 1000 ára gömlu Augsburgar-
dómkirkju, en vegna hættu af að
þeir eyðileggist af mengun, á að
varðveita þá á safni, en setja eftirlik-
ingar í kirkjuna Unnu Oidtmans
samkeppni um gerð þeirra glugga
Þeir eru einnig að gera eftirlikingar
af gömlu gluggunum í Konstanz en
fyrr á öldum voru gluggarnir þar
fluttir i Freiburgardómkirkju Fjölda-
mörg önnur verk eru i gangi hjá
Oidtmans, bæði nýir steindir glugg-
ar eftir þýzka listamenn og viðgerðir
á gömlum kirkjugluggum Og einnig
mosaikverk fyrir skóla, lögreglu-
stöðvar og elliheímili 1 Þýzkalandi
M a er verið að gera 3 mósaik
myndir eftir franska leikarann Jean
Marais, sem nú á tvo myndlistarsali
I Parfs, svo og 4 nýja steinda glugga
eftir teikningum listmálarans Jeans
Cockteaus, sem setja á upp I París
— Kvikmyndir
Framhald af bls.46
kveöja. Þetta er gert aðeins
áhrifanna vegna, líkt og hið
snögglega glamur stálhurða
fangelsisins. Og tvö önnur at-
riði eru sérstaklega vel útfærð!
Nicholson og Young leggja
lykkju á leið sina svo að dreng-
urinn fái tækifæri til þess að
kveðja móður sína sem býr þar
ein. Hún er ekki heima, — aðr-
ar umbætur á bókinni, sem
lýsti heimkomu þeirra á marg-
þvældan hátt. Eftir kuldabrölt,
sem og blástra fyrir utan heim-
ili piltsins opnar Nicholson
dyrnar. í sjónhending sjáum
við inn í sóðalega vistarveru
drykkjukonu. Pilturinn stigur
jafnve! ekki inn fyrir dyrnar.
Það sem við sáum þegar gægst
var inn og viðbrögð drengsins
við því, segir okkur allt sem við
þurfum að vita um fortíð hans,
sem komið hefur honum i þann
vanda sem hann nú er í.
Seinna á meðan yfir stendur
þvermóðskuleg og barnaleg úti-
grill-veisla í snæviþöktum garði
í Boston, gerir drengurinn til-
raun til þess að flýja. Verðirnir
elta hann uppi og yfirbuga.
Ashby heldur myndavélinni
fjarri í löngu skoti. Þetta er
gert af frábærri smekkvisi,
Ashby vill ekki hrjá okkur með
óvæntu og óþörfu ofbeldi; hann
vill að við sjáum þessa þrjá
menn áður vini, að brjótast um
á miðju opnu sviði, þrjár and-
lega og likamlega samtvinnaðar
greinar mannlegs eðlis.
— N-Irland
Framhald af bls. 20
málahreyfingar Provisional-armsins
Hún hótaði þvi i ræðu í Belfast að
Belfast yrði rifin til grunna stein fyrir
stein ef forréttindi pólitískra fanga
yrðu afnumin og þeim yrði stungið i
fangaklefa eins og venjulegum föng-
um
Ræða hennar leiddi til óeirðanna
sem hafa áftur gert Belfast að vig-
velli Daginn eftir handtók lögreglan
hana og i athugun er að stefna
henni samkvæmt lögum sem banna
að æsa fólk til haturs
Brezkir embættismenn sem lengi
hafa reynt að finna lausn á deilumál-
unum á Norður-írlandi hafa fylgzt
með siðustu óeirðunum, sem hafa
blossað upp, með hálförvæntingar-
fullu jafnaðargeði ..Við gerum ráð
fyrir að ofbeldið haldist á þvi stigi
sem þaðer," sagði einn þeirra
Lundúnablaðið Evening Standard
hefur eftir öðrum embættismönnum
að óeirðirnar muni halda áfram í tiu
ár Max Hastings segir í grein í
Standard:
..Það sem þeir segja þýðir að fjórir
eða fimm verða drepnir í hverri viku
á næstu tíu árum og að það sé
skömminni skárra pólitfskt séðen að
nokkur hundruð verði drepnir sem
er liklegt að gæti gerzt innan nokk-
urra mánaða ef brezka stjórnin
reyndi að knýja fram róttæka lausn í
Úlster "
— Bókmenntir
Framhald af bls. 25
lífslýsing og heita kaflar sam-
kvæmt því, t.d.: „Baðstofa", „Hey-
annir". „Sjósókn“, „Garðrækt",
„Ylrækt", og svo framvegis (fyr-
irsagnir aðeins i efnisyfirliti).
Myndskreyting er í samræmi við
efni. Til dæmis éru á einni síð-
unni sýndar myndir af kerti fyrst,
síðan lýsiskolu, þá olíulampa og
loks raflampa. Á öðrum stað er
saga fiskiskipa rakin i myndum:
fyrst árabáturinn, síðan skútan,
svo mótorbáturinn, lpks skuttog-
arinn. Inn á milli er svo skotið
mynd af gamla Gullfossi sem að
vísu sker sig litið frá togurunum
elstu, að minnsta kosti við fyrstu 1
sýn! Mikið er þarna um frásagnir
af gömlum vinnuaðferðum og
myndir af gömlum verkfærum,
þar með talin heyvinnuáhöld.
Löngum þótti varða heiður skóla-
nemenda að þekkja þau með
nöfnum. Kannski var það nú full-
langt gengið. Eigi að síður koma
heitin á gömlu verkfærunum svo
víða fyrir í bókmenntunum að
þær verða ekki auðveldlega skild-
ar nema kannast sé við þá hluti.
Mikið er undir þvi komið að bók
af þessu tagi skýri satt og rétt frá
hverju einu. Villur eru hvimleið-
ar. Og komist þær inn i höfuð
ungra getur reynst erfitt að toga
þær þaðan út. Hvorki hef ég leit-
að þarna að skekkjum né heldur
rekist á margar slíkar. Fulldjúpt
þykir mér þó tekið I árinni þegar
sagt er um langeldinn forna:
„Stundum náði eldurinn eftir
endilöngum salnum og hét þá
langeldur." Mig rámar í að hafa
lesið að iangeldurinn hafi tæpast
verið svona langur eða hvað?
Það var vel til fundið, þar sem
bókin er ætluð bæði til fróðleiks
og skemmtunar, að geta um skák-
einvígu Fischers og Spasskys hér.
„Arið 1972 var einvígi um heims-
meistaratign í skák háð í Reykja-
vík. Þar keppti rússneskur maður
(Spassky) við mann frá Banda-
víkjum Norður-Amerlku
(Fischer). Þessi keppni vakti
mikla athygli og var mikið um
hana skrifað i blöðum um allan
heim svo að tsland var vlða á
vörum manna þá dagana. Bækur
hafa líka verið samdar um keppn-
ina.“ Þetta segir þar. En hvor
vann, hvor fór héðan sem heims-
meistari? Hefðu börnin ekki gam-
an af að vita það líka?
En þetta eru smámunir. Bókin
er greinagóð og ásjáleg. Nám get-
ur ekki verið eintóm skemmtun.
En ekki sakar að það hafi
skemmtun i för með sér. Bók þarf
að laða að, vekja forvitni, freista
til kynna með hressilegu útliti og
liflegum texta.
Fyrstu bækur, sem börn fá i
hendur, geta markað hugmyndir
þeirra þaðan i frá, ekki aðeins um
námsgrein, heldur og um bókina
sem þátt i daglegu lífi, yfirhöfuð.
Með slikt i huga tel ég þetta vera
góða bók.
MIKE OLDFIELD/TUBULAR BELLS
DAVID BOWIE/STATION TO STATION
SURPREMES/AT THE COPA
NEIL SEDAKA/ BREAKIN UP IS HARD
AL GREEN/ EXPLORES YOUR MIND
BACHMAN TURNER OVERDRIVE/NOT FRAG
PLATTERS/SUPER HITS
LABELLE PHOENIX
KINGS ROAD/BEATLES 1962—1970
BILL HAYLIE & THE COMETS/ROCKIN'
CHUCK BERRY/JOHNNY B. GOOD
20 GIANT HITS/BEATLES? JANIS JOPLI
NEW SEEKERS/ BEAUTIFUL PEOPLE
HARRY NILSSON/SANDMAN
LOBO/OF A SIMPLE MAN
MILLION OR MORE 1976/
LOU REED/CONEY ISLAND BABY
MAR Y SOL/ FRÁBÆR ROKK KONSERT
JETHRO TULL/WAR CHILD
JIMMY RUFFIN/THE GROOVE GOVERNOR
SUNDAY AFTER CHURCH/JOHNNY CASH
JAMES BROWN/EVERYBODY'S DOING THE
THE IMPRESSIONS/CHART BUSTERS
HELEN REDDY/FREE AND EASY
15 HITS OFTHE 50's
MOTOWN MONSTER HITS/FRÁBÆR SOUL
RUFUS/RUFUSISED
ROCK ORIGINALS/FRÁBÆRIR ROKKARAR
PAUL ANKA/PAULANKA
OG ÞETTA ER AÐEINS
SMÁHLUTI AF ÞEIM
PLÖTUM SEM ERU Á
ÚTSÖLUNNI
c
H
(0
>
Laugavegí 17 27667
FRÁBÆR PLÖTUÚTSALA
STÓRAR PLÖTUR FRÁ KR. 500!!!
AUK ÞESS VEITUM VIÐ 10%
AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM
VERZLUNARINNAR
ÚTSALAN STENDUR
MÁNUDAG, ÞRIÐJUDAG
OG MIÐVIKUDAG