Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 47

Morgunblaðið - 15.08.1976, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1976 47 Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Áttunda umferð millisvæða- mótsins í Biel Eftir hinn óvænta sigur Kólumbíumannsins Castró yfir Geller i 7. umferð millisvæða- mótsins í Biel vaknaði sú spurn- ing hjá mörgum, hvort honum tækist einnig að sigra Smyslov í þeirri 8. En Castró ftti aldrei möguleika gegn Smyslov. Heimsmeistarinn fyrrverandi skipti upp i hagstæðara enda- tafl og eftir 18 leiki hafði hann náð afgerandi yfirburðum. Hvftt: Smyslov Svart: Castró Vængtafl 1. Rf3 — Rf6, 2. b3 — g6, 3. Bb2 — Bg7, 4. g3 — b6, 5. Bg2 — Bb7 6. 0-0 — c5, 7. c4 — 0-0, 8. Rc3 — d5, 9. Rxd5 — Rxd5, 10. Bxg7 — Kxg7, 11. cxd5 — Dxd5, 12. d4 — cxd4, 13. Dxd4 — Dxd4, 14. Rxd4 — Bxg2, 15. Kxg2 — Ra6, 16. Hfdl — Hfc8, 17. Hacl — Kf6, 18. Rb5 — Rc5, 19. b4 — Re6, 20. Hxc8 — Hxc8, 21. Rxa7 — Hc2, 22. a4 — Hxe2, 23. Rc8 — b5, 24. axb5 — Hb2, 25. Rb6 — Rc7, 26. Rd7+ — Kg7, 27. b6 — Ra6, 28. Rc5 — Rxb4, 29. b7 — Rc6, 30. Hd7 — Ra5, 31. Hxe7 og svartur gafst upp. Tigran Petrosjan kom rúss- neska Hollendingnum Sosonko í opna skjöldu í byrjuninni. 7. leikur Petrosjans er ekki talinn sérlega góður af sérfræðingum, þeir mæla flestir með 7. Bxc4. Þetta frávik frá teóríunni virð- ist hins vegar hafa ruglað Sosonko í ríminu, hann tefldi áframhaldið veikt og varð að gefast upp eftir 27 leiki: Hvftt: Petrosjan Svart: Sosonko Nimzoindversk vörn 1. c4— Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. d4 — Bb4, 4. e3 — 0-0, 5. Bd3 — d5, 6. a3 — dxc4, 7. Bxh7+ — Kxh7, 8. axb4 — Rc6, 9. Rf3 — ; Rxb4, 10. 0-0 — c5, 11. Re5 — I De7, 12. Rxc4 — Bd7, 13. e4 — cxd4, 14. Dxd4 — e5, 15. Dxe5 — Dxe5, 16. Rxe5 — Be6, 17. Rf3 — Kg8, 18. Rd4 — Bc4, 19. Hdl — Hfc8, 20. Bg5 — Hc5, 21. Rf5 — Bb.3, 22. Bxf6 — Hxf5, 23. Hd4 — Rc2, 24. exf5 — Rxal, 25. Hg4 — He8, 26. Hxg7+ — Kf8, 27. h4 og svartur gafst upp. Og nú komst Mikhail Tal loksins almennilega í gang eftir erfiða byrjun. Hvftt: Hiibner Svart: Tal Enskur leikur 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — Bb4, 4. Dc2 — c5, 5. g3 — Rc6, 6. Bg2 — 0-0, 7. 0-0 — De7, 8. d3 — h6, 9. e4 — d6, 10. Rh4 — Hb8, 11. f4 — Bd7, 12. h3 — Rd4, 13. Df2 — b5, 14. Be3 — bxc4, 15. dxc4 — Bc6, 16. Hael — Db7, 17. Bcl — Da6, 18. e5 — dxe5, 19. fxe5 — Rh7, 20. Bxc6 — Dxc6, 21. He3 — Rg5, 22. Dg2 — Da6, 23. b3 — Rxh3 + , 24. Dxh3 — Bxc3, 25. Dg4 — Dxa2, 26. Hxc3 — h5, 27. Dxh5 — Re2+, 28. Khl — Rxc3, 29. Bh6 — De2, 30. Dg5 — De4+ 31. Hf3 — Dh7, 32. Bxg7 — Dxg7, 33. Dxg7+ — Kxg7, 34. Hxc3 — IIfd8, 35. Rf3 — Hdl+, 36. Kg2 — Hbd8, 37. Hc2 — H8d3, 38. Ha2 — Hxb3, 39. Rg5 — Hld3, 40. Re4 — He3, 41. Rxc5 — Hxg3+ og hvftur gaf. Að öðrum úrslitum í þessari umferð má nefna, að Ungverj- inn Csom sigraði Byrne, Port- isch lagði Smejkal og Larsen og Andersson gerðu jafntefli. — Rækjumið Framhald af bls. 48 væri að góð rækjumið væri að finna, i því sambandi mætti nefna Eldeyjarsvæðið, Kolluál og Djúp- ál. Rannsóknarskipið Dröfn fer til rækjurannsókna á næstunni og er gert ráð fyrir að byrjað verði úti fyrir Öxarfirði að sögn Sólmund- ar. Dröfn hefur legið biluð í nokk- urn tíma, þar sem straumbreyti hefur vantað í bátinn. Kom hann til landsins fyrir nokkru en ekki var hægt að leysa hann út strax vegna fjárhagserfiðleika. Leið- angursstjóri á Dröfn í næstu ferð verður Sólmundur Einarsson. r — Oþurrkar Framhald af bls. 48 er enn mjög mikið af heyjum og eru þau misjafnlega mikið skemmd og ennfremur er mikið af slægju, sem er orðin úr sér sprottin. Þó svo að hún yrði sleg- in, er ljóst að grasið yrði aldrei nema lélegt fóður, jafnvel þótt tækist að þurrka það vel. Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri, kvað heyskaparhorfur hafa verið sérstaklega góðar f vor og byrjun sumars, þar sem spretta var svo mikil um land allt — bæði á ræktaðri jörð og óræktaðri. Á stöku stað var þó kal, en ekki svo að orð væri ágerandi. Ef ekki fer að þorna úr þessu, versnar útlitið dag frá degi. Ef kemur þurrkur myndi ástandið þó lagast og er ég ekki vonlaus um að ekki geti orðið mikil hey, ef siðari hluti sumars verður góður til heyskap- ar. Mikill hluti heyjanna á Suður- og Vesturlandi verður mjög slæm- ur og verður því að gefa kjarn- fóður í ríkara mæli næsta vetur á þessum stöðum. Halldór sagði að misjafnt ástand væri í sömu sveit meðal bænda. Þá fáu þurrkdaga, sem komið hafa, hafa skúrir gert bændum gramt í geði og skúr getur fallið á einn bæ en nær ekki til nágrannans. Því kvað hann mismunandi ástand bænda ekki bara vera vegna þess að þeir eru misduglegir — þeir eru einnig misheppnir. Þá er heldur ekki að spyrja að, ef vélarbilun verður á langþráðum þurrkadegi. Þá sagði búnaðarmálastjóri og að síðustu 10 dagana hefði veðráttan versn- að um allan helming. í sumar hafi ekki verið svo mjög votviðrasamt, þótt ekki hafi verið þurrkur. En síðan um verzlunarmannahelgi hefur verið úrhelli nær hvern ein- asta dag. Hefur úrkoman haft i för með sér stórskemmdir á veg- um og sum tún eru nú vatnsósa og verða sem forað, ef farið er um þau að einhverju ráði. Þótt þurrk- ur kæmi tekur það nokkurn tíma fyrir túnin að þorna svo að unnt verði að fara um þau til þess að slá. Þetta sumar er þriðja óþurrka- sumarið í röð, þótt sumarið 1974 hafi í raun ekki verið neitt sér- lega slæmt — en þreytandi eins og Halldór sagði. Þetta sumar er þó enn ekki orðið eins slæmt hey- skaparsumar og sumurin 1969 og 1955. ítalskar kvenmokkasínur med hrágúmmísóla Litur: Rauðbrúnt og svart Litur: Dökkbrúnn. Verð 4.1 50. Skóver Týsgötu 1, simi 14955 — Eggjaverð Framhald af bls. 48 inn er orðinn svona mikill er varla að reksturinn borgi sig, og þá verða menn að draga saman seglin," sagði Einar. Heildsölu- verð Sambands eggjaframleið- anda er nú 420 krónur kílóið, reiknað út frá verðlagsgrundvell- inum og er afslátturinn veittur af því verði. Einar sagði að á móti kæmi, að eggjasala hefði heldur aukizt þeg- ar verðið lækkaði og hann kvaðst ekki vita til þess að egg hefðu ónýtzt hjá framleiðendum ennþá, þótt markaðurinn væri erfiður. Að lokum sagði Einar, að líklega yrði ekki eggjaskortur í desember i ár, eins og var í fyrra, en af skiljanlegum ástæðum er eggja- notkun landsmanna í algjöru há- marki í jólamánuðinum. — Bretar Framhald af bls. 2 hættu vegna ofveiði og sögðu að banna yrði alla sfldveiði til þess að hann gæti náð sér. Bretar studdu slíkt bann en aðr- ar þjóðir voru á móti þvi og nefndin ákvað að heildaraflinn á þessu ári skyldi vera 160.000 lest- ir. Norðmenn neituðu hins vegar að sætta sig við sinn kvóta, sem var 23.900 lestir og norska stjórn- in tilkynnti að norsk fiskiskip mundu veiða 27.600 lestir. Danir og Irar beittu neitunar- valdi gegn svipaðri tilraun í fyrra til að ná alþjóðlegu samkomulagi um síldveiðar. Brezka sjávarútvegsráðuneytið sagði að vitað væri um mjög mikla sókn erlendra fiskiskipa i sf síldarstofninn utan 12 mflna fisk- veiðilögsögu Breta. Brezki sfldaraflinn er um tveir af hundraði heildarfiskafla þeirra. járnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til að reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleiðslu okkar þýðir ekki, að öll húsin verði eins, heldur það, að allir hlutar framleiðslunnar falla nákvæmlega inn í þá heild, sem þið veljið. Það eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Við framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eða raðhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariðnaði og öðr- um húsbyggjendum. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. Friðrika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.