Morgunblaðið - 17.09.1976, Page 3

Morgunblaðið - 17.09.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 3 Friðrik og Guð- mundur saman á mót í Júgóslavíu Tveir seldu í Danmörku TVEIR islenzkir bátar seldu sfld í Danmörku í gær og fengu gott verð fyrir aflann sem fyrr. Kap 2. frá Vestmannaeyjum seldi 47 lestir fyrir 3.4 millj. kr. og var meðalverð pr. kíló kr. 72.58. Harpa frá Reykjavik seldi 46.8 lestir fyrir 3.3 millj. kr. og var meðalverð pr. kiló kr. 70.96. Dálítið af afia beggja bátanna fór i bræðslu. Sæmileg sala Jóns á Hofi í Þýzkalandi JÓN á Hofi frá Þorlákshöfn seldi 88 lestir af netafiski i Bremerhav- en f gærmorgun fyrir 112.900 mörk eða 8.4 millj. króna. Meðal- verð pr. kiló var kr. 95. 12.1 lest af afla bátsins, aðallega karfi, var dæmd ónýt. 1 söluskeytinu frá Bremerhav- en segir að fiskurinn, sem Jón á Hofi var með, hafi ekki verið góð- ur, en hann var orðinn nokkuð gamall. Vitað er að tveir bátar eiga að selja í V-Þýzkalandi i næstu viku, og eru það Ársæll Sigurðsson 2. og Sæbjörg VE. Þá er skuttogar- inn Dagný frá Siglufirði á leið f söluferð til Englands. Ljóðabók eftir KristíánKarlsson islenzku ljóðin eru mjög nýleg.“ Ljóðabók Kristjáns skiptist i þrjá kafla. Flest ljóðin eru ort af tilefni og yrkja á ensku og is- lenzku. Hann sagðist hafa lesið og talað mest ensku á tímabili. Þá varð enska honum nokkuð töm, „en ég efast nú um að erlend tunga verði manni nokkurn tíma eins töm og manns eigin.“ Ljóðabókin er 62 blað- síður prentuð í Víkings- prenti. Guðmundur á 1. borði Olympíusveitarinnar HELGAFELL hefur sent frá sér Ijóðabók, Kvæði, eftir Kristján Karlsson. Bókin er fyrsta ljóðabók Kristjáns, sem annars er löngu landsþekktur bókmenntafræðingur. „Ég hef alltaf eitthvað fengizt við að yrkja,“ sagói Kristján, er Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. „Ég átti lengi heima vestan hafs og orti þá svolitið á ensku og eru einhver sýnishorn af því með í bókinni. Þvi, sem ég orti áður, hef ég bara fleygt. Síðan hætti ég og í sumum tilfellum eru þau tilbúin. Fyrsti kafl- inn er ortur af ýmsum tilefnum, annar kaflinn er um fólk og síðasti kafli bókarinnar er ýmis ensk kvæði. Alls eru 25 kvæði í bókinni, þar af 9 á ensku. Kristján Karlsson var spurður að þvi, hvort honum væri eins tamt að Kristján Karlsson. Stórmeistararnir okkar, Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson, fá litla hvfld eftir Reykjavfkurskákmótið, þvf 29. september hefja þeir báðir þátt- töku f sterku skákmóti f Júgóslavfu. Er þetta annað mótið f sumar, þar sem þeir eru báðir meðal þátttakenda, hitt mótið var IBM-mótið f Hollandi. Friðrik Ólafsson veitti Mbl. þær upplýsingar i gær að mót þetta væri allsterkt, af styrkleikagráðu 11, en Reykjavíkurmótið var af styrkleikagráðu 10. Þetta verður 16 manna mót og verður teflt i borginni Novisado, sem er 80 kílómetra frá Belgrad. Ekki hafði Friðrik fengið nákvæmar upplýs- ingar um keppendur, aðeins er vitað um Ljubojevic, Velemirovic, Matanovic og Ivkov. Þá er vitað að þarna tefla tveir sterkir rússneskir skákmenn. Þegar mótinu í Júgóslavíu lýkur fær Guðmundur ekki nema viku hvíld því hann hefur fallizt á það að tefla á 1. borði íslenzku skáksveitarinnar, sem keppir á Ólympfuskákmótinu í Israel, en það mót hefst 24. október. Skeiðará: Rennslið yfir 1200 rúmmetrar á sekúndu SKEIÐARÁ— Þessi mynd var tekin i Skeiðarárhlaupinu 1972, á þeim stað þar sem áin kemur beljandi undan jöklinum. Þegar þessi mynd var tekin var rennslið í ánni ca 5000 rúmmetrar á sekundu. Nefnd skipuð til þess að semja frumvarp um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að semja laga- frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnvalda. 1 nefndinni eiga sæti Einar Karl Haraldsson, frétta- stjóri, formaður Blaðamanna- félags Islands, Sigurður Líndal, prófessor, og Baldur Möller, ráðu- meytisstjóri, og er hann formaður nefndarinnar. Við störf sín ber nefndinni að hafa hliðsjón af þingsályktun frá 19. maí 1972, lagafrumvarpi um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, sem lagt var fyrir Alþingi 1973 og 1974, og þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í þvi sambandi, á Alþingi og utan þess. I)óms- og kirkjumálaráðunevtið. 16. september 1976. SKEIÐARÁ heldur áfram að vaxa og sfðdegis 1 gær mældist rennsli I ánni 1250 rúmmetrar á sekúndu, og hafði þvi vaxið um 300 rúmmetra á sek. frá þvf f fyrra- dag. Áin á samt eftir að vaxa mikið til að ná vatnsrennslinu eins og það mældist mest f sfðasta hlaupi, eða um 5700 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn Jóns Valmundssonar vegaverkstjóra við Skeiðarárbrú rennur áin nú á samtals um 400 metra kafla undir brúnni og er aðeins farin að renna út fyrir venjulegan sumarfarveg. Þá sagði Jón, að áin rynni nú með nokkr- um krafti meðfram varnargarðin- um að austanverðu við brúna. Tveir mælingamenn frá Vega- gerð rikisins komu austur í gær og i gærkvöldi var von á verk- fræðingi. Þá eru um 20 manns í vinnu við að mála brúna yfir Skeiðará, og er það verk nú langt komið. Fleiri verkfræðingar og mælingamenn frá Vegagerðinni munu vera vætanlegir þegar hlaupið i Skeiðará nálgast hámark, sem verður líklega eftir helgi. Jón Valmundsson sagði að jökulfýlan i ánni hefði minnkað nokkuð eftir því sem rennsli í ánni hefði aukizt. Bridge: Akureyring- ar unnu Sigl- firðingana Siglufirði 16. september. DAGANA 11. og 12. september fór fram bæjarkeppni i bridge milli Siglufjarðar og Akureyrar. Fimm sveitir frá hvoru bridgefélagi kepptu og spilaðar voru tvær um- ferðir. Úrslit urðu þau að Akur- eyringar sigruðu með 129 stigum gegn 61. Eftir fyrri dag keppninn- ar var staðan 51 gegn 46 Siglfirð- ingum I vil. Spilað var á Hóli, iþróttamiðstöð okkar Siglfirðinga. m). 3. milljónasta fernan ÞRIÐJA milljónasta fern- an af Tropicana er komin fram. Hana keyptu hjónin Birgir Lárusson, Arnar- tanga 47, Mosfellssveit, og Agnes Geirsdóttir og hlutu þar með 100 þúsund krónur í verðlaun. Á myndinni tekur Agnes við verðlaununum úr hendi Hauks Gröndal fram- kvæmdastjóra Sólar h.f., Birgir heldur á syni þeirra hjóna, Geir Rúnari, 4ra ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.