Morgunblaðið - 17.09.1976, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
' 8
Húseignin Garður („Húsið")
á Eyrarbakka er til sölu, ásamt leigulandi og
útihúsum. Mikil viðgerð og endurnýjun hefur
farið fram nýlega á bæði aðal „húsinu" (byggt
1765) og assistentahúsinu. Skoðun eftir sam-
komulagi og aðeins fyrir þá, sem hafa mikinn
áhuga.
Fyrirspurnir sendist Mbl. fyrir 25. sept. merkt
„Húsið-6458".
Sólvallagata Smáíbúðahverfi
4ra herb. íb. á 2. hæð. 4ra herb ib. með bílskúr.
í smíöum í Kóp. Barmahlíð
3ja og 4ra herb. ibúðir með bilskúr. Fast verð. 3ja herb. jarðhæð. Góð ibúð.
Flókagata Suðurvangur
4ra herb. risíbúð. Svalir. Ib. Stór 3ja herb. á 3. hæð.
HIBYU & SKIP
Garðastraeti 38 Simi 26277
L sölustj. Gisli Ólafsson 20178 lögm. Jón Olafsson. .
Hafnarfjörður
til sölu 3ja—4ra herb glæsileg íbúð, 96 ferm.
um 4ra ára gömul, á 2. hæð í fjölbýlishúsi við
Miðvang í Norðurbænum. Fallegt útsýni.
íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð 8 millj.
Ámi Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, Hafnarfirði,
sími 50764.
Sérhæð
Til sölu mjög vönduð ca. 160 fm. SÉRHÆÐ í
tvíbýlishúsi, ásamt bílskúr á mjög eftirsóttum
stað í borginni Skipti koma til greina á vand-
aðri blokkaríbúð eða séreign í smíðum. Teikn-
ing og nánari uppl. aðeins á skrifstofunni.
EINBÝLISHÚS — KEILUFELL
Til sölu ca. 133 fm. EINBÝLISHÚS á tveim
hæðum ásamt bílskýli við KEILUFELL í Breið-
holti. Laust fljótt.
Fasteignamiðstöðin Austurstræti 7
simar 20424 14120 heima 42822 30008
Sölustj. Sverrir Kristjánsson
viðskfr. Kristj. Þorsteinsson.
SÍMAR 21150 - 21370
Nýtt úrvals endaraðhús
Við Vesturberg á tveim hæðum næstum fullgert. Bíiskúr.
Mjög stórar suðursvalir. Verð aSeins kr. 14 millj.
Við Laugarnesveg
5 herb. góð íbúð á 3. hæð 1 1.8 fm meS útsýni. ,
Ennfremur góð 3ja herb. íbúð á 4. hæð um 80 fm.
Kjallaraherb. fylgir.
4ra herb. nýlegar íbúðir
Vesturberg 2. hæð um 1 00 fm. Mjög góð, mikið útsýni.
Ásbraut 2. hæð 110 fm. Úrvals íbúð Bílskúr.
Kársnesbraut efri hæð 1 05 fm. Sér þvottahús. Bílskúr.
3ja herb. íbúðir við:
Gautland 2. hæð 80 fm. Glæsileg, útsýni.
Háaleitisbraut um 80 fm. Samþykkt kjallaraíbúð.
Þurfum að útvega
Einbýlishús í Smáíbúðarhverfi. Skipti á sérhæð í
Heirnunum koma til greina.
Sérhæð í Hlíðum, eða Norðurmýri.
4ra—5 herb. íbúð við Safamýri — Stóragerði —
nágrenni.
2ja herb. íbúð í Háaleitishverfi eða nágrenni.
NÝ SÖLUSKRÁ
HEIMSEND.
LAUGAVEGI 49 SIMAR 21150-21370
L.Þ.V. SOLUV JOHANN Þ0RÐARS0N HDL.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
Fóstbræðrum vel fagnað í
Sovétríkjunum og Finnlandi
Sangerhilsen sungin f Helsingfors...
DAGANA 17,—29. júlf fór Karla-
kórinn Fóstbræður f söngför tif
Sovétrfkjanna f boði menningar-
málaráðuneytisins þar. Kom kór-
inn víð I Finnlandi þar sem hald-
in var ein söngskemmtun. 1 Sovét-
rfkjunum hélt kórinn 2 söng-
skemmtanir f Leningrad, eina f
Vilnius f Litháen og eina i Drus-
kienki ( Litháen. Að ferðinni lok-
inni var staldrað við f Kaup-
mannahöfn þar sem Fðstbræður
sungu hálftfma dagskrá fyrir
danska útvarpið og einnig var
sungið inn á hljðmplötu.
Söngstjóri f þessari ferð var
Jónas Ingimundarson, einsöngv-
arar Erlingur Vigfússon og Há-
kon Oddgeirsson, en undirleik
annaðist Lára Rafnsdóttir. Nær
eingöngu var flutt íslenzk tónlist,
þjóðlög, lög eftir látin tónskáld og
fslenzk nútímatónlist.
Hvar sem Fóstbræður komu f
þessu ferðalagi var þeim sérstak-
lega vel tekið og á flestum stað-
anna komust færri að en vildu.
I Leningrad þurfti kórinn t.d.
að syngja átta aukalög fyrir þétt
setnu húsi. I Vilnius í Litháen
voru hlustendur ekki ánægðir er
sjálfri söngskemmtuninni var lok-
ið og talsverður fjöldi beið kórfé-
laga fyrir utan gamla kirkju þar
sem sungið hafði verið og urðu
Fóstbræður að syngja þar nokkur
lög.
Undanfarin ár hafa Fóstbræður
efnt til haustskemmtana fyrir
styrktarfélaga kórsins. Á sfðasta
ári varð að fella þessar skemmt-
anir niður sökum anna vegna 60
ára afmælisárs og ferðarinnar til
Sovétrfkjanna. Olli það mörgum
styrktarfélögum vonbrigðum.
Verður nú bætt úr þessu og þráð-
urinn tekinn upp að nýju og efnt
til fjölbreyttra kvöldskemmtana í
haust. Verður styrktarfélögum
skýrt frá þeim bréflega á næst-
unni.
gleymast. Hundurinn og köttur-
inn gegna enn sínu hlutverki þó
húshald landsmanna hafi breyst.
Þvf meira sem maðurinn fjarlæg-
ist náttúruna og kemur sér fyrir í
lífvana steinkumböldum, þvi
nauðsynlegri eru tengsl hans við
smádýrin.
En það eru fleiri dýr á íslandi
en húsdýrin. Villtu dýrin okkar
eru ekki alltaf meðhöndluð af
íkynsemi. Tökum svartbakinn og
veiðibjölluna sem dæmi. Þessir
fuglar eru fóðraðir við allar fisk-
vinnslustöðvar og á öskuhaugum,
þannig að þeim hefur fjölgað allt
of mikið. Þá á að eitra fyrir þá, þó
vitað sé að eitur er ætíð til skaða í
náttúrunni og í mörgum tilfellum
til stórtjóns, — eins og t.d. með
örninn okkar sem við erum á
góðri leið með að útrýma.
Dýravernd byggist að miklu
leyti á þvf að dýrin séu rétt með-
höndluð. I útvarpinu á sunnudag-
inn verður dagskrá og í henni
verður fjallað um meðferð ýmissa
heimilisdýra, svo og hesta. En
eins og kunnugt er hefur hesta-
eign manna í þéttbýli aukist stór-
lega, og er það ein tilraun manns-
ins til að halda tengslum sfnum
við náttúruna.
Dagur dýranna verður einnig
notaður til fjáröflunar fyrir Sam-
band dýraverndunarfélaga Is-
lands, sem stendur mjög höllum
fæti fjárhagslega. Merkjasala
verður á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og á mörg-
um stöðum úti á landi. Er það von
stjórnar sambandsins að sem
flestir sjái sér fært að kaupa
merki.“
Dagur
dýranna á
sunnudag
DAGUR dýranna er á sunnudag,
19. september. 1 fréttatilkynn-
ingu frá stjórn Sambands dýra-
verndunarfélags fslands segir að
eins og áður verði dagurinn not-
aður til að minna á skyldur mann-
anna við dýrin og aukna verndun
þeirra. f fréttatilkynningunni
segir orðrétt:
„Við eigum dýrunum svo miklu
meira að þakka heldur en við
gerum okkur grein fyrir. Lífsvon
mannsins er engin án dýranna.
Því ber okkur líka skylda til að
auka verndun dýranna í sama
hlutfalli og gæði mannsins fyrir
sjálfan sig aukast og margfaldast.
Hér áður fyrr var þjóðin fátæk,
fólkið svalt og dýrin féllu úr hor.
Við getum lesið átakanlegar lýs-
ingar á vorharðindum f mörgum
bókum t.d. „Hetjur hversdagslífs-
ins“ eftir Hannes J. Magnússon.
En nú sveltur þjóðin ekki. Lífs-
gæðakapphlaupið er í algleym-
ingi. Því er það bæði glæpur og
þjóðarskömm að dýr falli úr hor á
þessum tímum. Við getum ekki
boðið skepnum upp á það lengur
að ganga sjálfala allan veturinn
eftirlitslausar. Eða að vera þann-
ig meðhöndlaðar, þó í húsum sé
að ekki sé til fóður til næsta máls.
Nú er haustið gengið í garð,
eftir mikið rigningarsumar á Suð-
urlandi. Við höfum heyrt yfirlýs-
ingar frá bændasamtökunum um
léleg hey. Þvf minnum við forða-
gæslumenn og ráðunauta á skyld-
ur sínar, að ekki verði sett meira
á en magn og gæði heyjanna
leyfa.
Litlu dýrin mega heldur ekki
445 nemendur í
Fjölbrautaskól-
anum 1 Breiðholti
Fjölbrautaskólinn 1 Breiðholti
tók til starfa dagana 1. og 2. sept-
ember, en það voru valdagar nem-
endanna. Skólasetning fór hins
vegar fram mánudaginn 13. sept-
ember kl. 8.30.
Skólasetning hófst með einleik
Pálmars Ólasonar kennara á
píanó. Þá flutti Guðmundur
Sveinsson, skólameistari setingar-
ræðu og bauð nemendur og starfs-
fólk skólans velkomið til starfa.
Skólameistari gat þess að nem-
endur skólans yróu 445 á skólaár-
inu 1976—1977. Af þeim voru 195
nemendur á sex bóknámsbraut-
um menntaskóla- og viðskipta-
sviða, en 240 nemendur á sex
verknámsbrautum iðnfræðslu-
sviðs og samfélags- og uppeldis-
sviðs. Fjölmennasta braut skólans
er heilsugæzlubraut, en á henni
stundar 91 nemandi nám í vetur.
Kennarar skólans eru rúmlega
þrjátíu að tölu, auk stundakenn-
ara. Að lokinni skólasetningu var
nemendum dreift um húsakynni
skólastofnunarinnar, þar sem
kennarar afhentu bókalista og
skýrðu stundatöflu og nýja *“
kennslutilhögun.