Morgunblaðið - 17.09.1976, Page 10

Morgunblaðið - 17.09.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 „Mikil og jöfn uppbygging á Patreksfirði” Það hefur gefið illa fyrir smábðtana í sumar og þeir þvl gjarnan verið settir á land til að dytta að þeim. Fyrir ofan bátana sér I glæsilegt einbýlishúsahverfi. (Ljðsm. — áij). sjá mun um að leggja olíumölina og er áætlaður kostnaður við gatnagerðarframkvæmdir á Pat- reksfirði i ár 27 milljónir króna. Er það tæpur helmingur af tekj- um hreppsins f ár að sögn Ulfars Thoroddsen. önnur helztu verkefni Patreks- hrepps í ár eru vatnsveitufram- kvæmdir, en Olafar sagði að væri eilífðarvandamál Patreksfirðinga eins og margra annarra. Við vatnsveituna var áætlað að vinna fyrir 4 milljónir króna í sumar. Þá hefur verið unnið mikið í sum- ar í jarðvinnu við væntanlega heilsugæzlustöð á Patreksfirði. Taka þátt í þeirri byggingu öll hreppsfélög í V- Barðastrandarsýslu, en reyndar er þegar kominn vísir að heilzu- Landað úr Gylfa BA, en nlu stærri bátar eru nú gerðir út frá Patreksfirði. Harðsnúið strákalið í fótbolta á Bíldudal STRÁKAR i Vestur Barða- strandarsýslu hafa i sumar háð með sér marga hildi á knatt- spyrnuveilinum og ekkert gef- ið eftir frekar en um landsleik I knattspyrnu væri að ræða. Þátt í mótinu tóku 13 ára og yngri og fóru leikar svo að Bilddælingar fengu 9 stig, Patreksfirðingar 7, Barð- strendingar 5 og Tálknfirðing- ar 3 stig. Urslit einstakra leikja urðu sem hér segir: Barðaströnd — Bíldudalur 2:4 og 2:1 Patreksfjörður — Tálknaf jörð- ur 3:0 og 3:3 Bildudalur — Tálknafjörður 3.2 og 4:3 Patreksfjörður — Bíldudalur 0:12 og 2:2 Patreksfjörður — Barðaströnd 4:0 og 1:1 Tálknafjörður — Barðaströnd 1:1 og 3:3 Þeir skildu litið I kallinum með myndavélina þessir ungu Pat- reksfirðingar, en höfðu þó litlu minni áhuga á honum heidur en djásnunum i búðarglugganum. — ÞAÐ hefur verið mikil og jöfn uppbygging hér á Patreksfirði siðustu árin, en þvi miður háir húsnæðisleysi okkur talsvert þó svo að mikið hafi verið byggt, sagði Ulfar Thoroddsen sveitar- stjóri á Patreksfirði er Morgun- blaðið ræddi við hann á dögun- um. — Vegna húsnæðisskortsins höfum við ekki getað tekið á móti öllu þvi fólki, sem óskað hefur eftir að setjast hér að, en það er talsvert stór hópur. Patreksfirðingar hefðu nokkuð orðið eftir hvað malbikun og lagn- ingu olíumalar snerti, en nú væri verið að bæta úr þvi. I ár hefði verið unnið við að skipta um jarð- veg og í þessari viku verður byrj- að að leggja oliumöl á um 2 km vegakafla. Eru þeir á Vatneyri við helztu athafnasvæðin í plássinu og einnig i fjölmennum íbúðar- hverfum við Mýrar og Urðir yzt í þorpinu og við Brunna og Hjalla í nánd við sjúkrahúsið. Það er fyrirtækið Miðfell, sem Unnið við að skipta um jarðveg á Vatnseyrinni og næstu daga verður byrjað að leggja oliumöl á götur á staðnum. gæzlustöð á Patreksfirði, þar sem er sjúkrahúsið á staðnum, sem er með 19 rúm. Verður riýja heilsu- gæzlustöðin viðbygging við sjúkrahúsið, mun stærri og ný- tfzkulegri. Af framkvæmdum einstaklinga á Patreksfirði í ár er fyrst að nefna að einstaklingar á Patreks- firði eru að byggja 16 íbúðarhús á staðnum og er þar ýmist um ein- býlishús eða raðhús að ræða. Hús- næðisskorturinn er mikill eins og áður sagði og sá varla högg á vatni þegar bærinn lauk við byggingu fjölbýlishúss i lok siðasta mánað- ar. Leiguíbúðirnar þar voru pant- aðar löngu áður en þær voru til- búnar og komust færri að en vildu. Hraðfrystihús Patreksfjarðar er að bæta við sig og byggja ný- byggingu á Vatneyri. Fyrirtækið Oddi er að byggja fiskhús og Fiskiver hf. er að bæta við sig, þannig að ljóst má vera að fram- kvæmdahugur er f fólki á Pat- reksfirði. Aðspurður um félagslíf og skólamál á Patreksfirði sagði Ulf- ar Thoroddsen eftirfarandi: — Nú er á döfinni hér að hefja bygg- ingu nýs skólahúss og er þá mein- ingin að þar færi framhaldsskóla- kennsla fram. Yngri nemendurn- ir yrðu hins vegar til húsa I gamla skólanum fyrir ofan kirkjuna. Um félagslífið er það að segja að það er mjög blómlegt frá þvf í október fram f maf, en liggur frekar niðri á sumrin. Það er fé- lagslif af ýmsu tagi sem fer hér fram að vetrinum til og sá sem ætlar að vera með f öllu starfinu er tæplega heima hjá sér eitt ein- asta kvöld, sagði Ulfar Thorodd- sen að lokum. — áij. Á Patreksfirði búa núna 1026 fbúar og að sjálfsögðu er sjávarút- vegurinn aðafatvinna fólks þar um slóðir. Frá Patreksfirði eru nú gerðir út 9 stórir bátar, auk fjölda smábáta. Gæftir hafa verið slæm- ar frá Patreksfirði í sumar og þá sérstaklega fyrir litlu bátana, en stöðug suðvestanátt hefur gert mönnum gramt f geði. Fyrirtækin Skjöldur hf. og Hraðfrystihús Patreksfjarðar hafa nú f athugun kaup á skuttogara til staðarins, en það mál hefur enn ekki verið end- anlega afgreitt. Að sögn Ulfars Thoroddsen er um þessar mundir verið að ljúka við að setja þekju á hafskipa- bryggjuna á staðnum og er það verk unnið f sameiningu af Pat- rekshreppi og Hafnarmálastjórn. Byrjað var á þessu verki í fyrra- sumar og var þá byrjað á kanti á bryggjunni, en við þekjuna var lokið á þriðjudaginn. Áætlaður kostnaður við þetta mannvirki var 17 milljónir króna. Gatnagerðarframkvæmdir á Patreksfirði hafa verið með mesta móti í sumar og sagði Ulafar að Nú er lokið við að steypa þekju á hafskipabryggjuna, en er þessi mynt var tekin var aðeins beðið eftir steypubilnum. Staldrað við á Patreksfirði og rœtt við Úlf- ar Thoroddsen sveitarstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.