Morgunblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
Guðmundur H.
Garðarssun, alþm.:
4.
grein
Utanríkismál —
utanríkisviðskipti
Viðskipti Islands við
Bandarikin byggjast á
gagnkvæmu viðskipta-
frelsi. Engar hömlur né
kvaðir eru lagðar á þessi
viðskipti umfram það sem
eðlilegt má teljást f sam-
skiptum þjóða. Þegnar
beggja landa geta boðið
fram vörur sfnar eða þjón-
ustu án afskipta rfkisvalds-
ins að fullnægðum þeim
kröfum sem lög og reglur
ríkjanna gera til viðkom-
andi starfsemi.
EFTIRSÓTTUR
MARKAÐUR
Islendingar og fleiri þjðir hafa
notfært sér þessa möguleika í
Bandarfkjunum út í yztu æsar
m.a. með uppbyggingu eigin sölu-
og markaðskerfa, stofnun fyrir-
tækja, umboðsskrifstofa o.s.frv.
Viðskiptamöguleikar eru miklir á
flestum sviðum þar 1 landi. Um er
að ræða víðáttumikið land og ríki,
sem telur um 214 millj. íbúa, er
búa við mikla velmegun og há
lífskjör. Verð á eftirsóttum vör-
um er þvf að jafnaði hátt á banda-
ríska markaðnum samanborið við
aðra markaði. Það er flestum
þjóðum keppikefli að selja út-
flutningsvörur sínar á þessum
markaði, enda eru þar miklir
sölumöguleikar og góð arðvon.
11
Bandaríkin — þýðingar-
mesti markaðurinn fyrir
íslenzkar útflutningsvörur
UPPHAF
SKIPULAGÐS
SÖLUSTARFS
Framsýnir Islendingar gerðu
sér snemma grein fyrir þvf, að
Bandarfki Norður-Amerfku væri
land framtíðarinnar f fisksölu-
málum, sérstaklega í sölu hrað-
frystra sjávarafurða. Það var árið
1943 sem stjórn sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna ákvað að nota
heimild samkvæmt viðskipta-
samningi við Bandarfkin um sölu
fisks er gilti frá 1. júlí 1942 til
jafnlengdar 1943. Var ákveðið að
selja 200 tonn af frystum fiski f
tilraunaskyni. Hinn 18. júní 1944,
daginn eftir stofnun lýðveldisins
Islands, réð S.H. Jón Gunnarsson
verkfræðing til starfa í þágu fyr-
irtækisins f Bandarfkjunum til að
vinna markað fyrir frystar sjávar-
afurðir þar f landi. Þetta tvennt
og þó sérstaklega ráðning Jóns
Gunnarssonar réð úrslitum um
markvissa þróun þessara mála.
Þar með hófst það brautryðjenda-
starf í sölumálum islenzks hrað-
frystiiðnaðar er tryggði íslend-
ingum örugga og góða hlutdeild f
mikilvægasta fiskmarkaði heims-
ins. Markaði, sem flest-allar fisk-
veiðiþjóðir heimsins sækjast nú
eftir að selja afurðir sfnar á. Fá-
um þjóðum hefur þó tekizt jafn-
giftusamlega og Islendingum að
koma sér þar fyrir. Segja má að í
fisksölumálum f Bandarfkjunum
gegni þeir ákveðnu forustuhlut-
verki. Þeir eiga þar tvö myndar-
leg fyrirtæki er starfrækja tvær
fullkomnar fiskiðnaðarverksmiðj-
ur. Hin þriðja er nú f byggingu.
Umboðsmannakerfi þessara fyrir-
tækja ná um öll Bandarfkin og
munu vera hin beztu og fullkomn-
ustu sem erlendir aðilar hafa við
að styðjast.
Jón Gunnarsson verkfr.
ÞÁTTUR jóns
GUNNARSSONAR
VERKFRÆÐINGS
Þegar Jón Gunnarsson hóf störf
f Bandarfkjunum á árunum
1944/45 virtust möguleikar þar
ekki miklir. Sjávarútvegur
Bandarfkjanna stóð þá nokkuð
traustum fótum. Af þeim fiskteg-
undum er Islendingar höfðu upp
á að bjóða, þ.e. þorskfisktegundir
eins og þorskur, ýsa, ufsi, karfi,
keila, langa og steinbitur, var eft-
irspurn árið 1948 fullnægt þannig
að bandarfskur sjávarútvegur og
fiskiðnaður lagði til 72% og inn-
flutningur var 28%. Þegar í upp-
hafi var Jón þeirrar skoðunar, að
Islendingar ættu að geta tryggt
sér ákveðna hlutdeild f innflutn-
ingnum og hann spáði þvf að f
framtíðinni myndu miklir og svo
til óþrjótandi sölumöguleikar
vera þar fyrir hendi, ef rétt væri
staðið að framleiðslunni á Islandi
og gæði vörunnar væru tryggð.
Háði hann harða baráttu
heima fyrir og í Bandarfkjunum
til að tryggja framgang þessara
mála. Mætti Jón Gunnarsson oft
mikilli andstöðu og sætti ómak-
legum árásum vegna skoðana
sinna og baráttu fyrir sterkri
framleiðslu- og markaðsuppbygg-
ingu f Bandarfkjunum. Nú sjá
flestir að stefna hans í þessum
málum var rétt. Reyna nú ýmsar
aðrar þjóðir að feta f fótspor Is-
lendinga f skipulagningu og fram-
kvæmd þessara mála. Árið 1962
lét Jón Gunnarsson af störfum
fyrir S.H. en við tók Þorsteinn
Gfslason verkfræðingur, er hefur
rekið Coldwater Seafood Corp.
síðan með frábærum árangri, svo
sem sfðar verður komið að.
ÞVÐINGARMESTI
MARKAÐURINN
1 25 ÁR
Sfðastliðin 25 ár hafa Bandarik-
in verið langsamlega stærsti og
þýðingarmesti markaður Islands
fyrir sjávarafurðir, þó með þvf
fráviki að tímabilið 1961—65
skipaði Bretland fyrsta sætið.
Þangað hafa árlega farið að með-
altali um 25% útflutningsins,
miðað við verðmæti, en einstaka
ár hefur útflutningurinn farið
upp í allt að 35—40%.
Síðastliðin 5 ár hefur heildarút-
fiutningurinn til Bandaríkjanna
verið sem hér segir:
Millj. kr. % hlutdeild 1
Fob. heildarútflutningi
1975 13.885 29,3
1974 7.264 22,1
1973 6.918 26,6
1972 5.116 30,6
1971 4.830 36,7
Meginhluti útflutnings islands
til Bandaríkjanna eru frystar
sjávarafurðir, sem sjá má af eftir-
farandi yfirliti yfir útflutning
þangað s.l. 5 ár:
Þar af frystar
sjávarafurðir
Samtals millj. kr. millj. kr. hlutd. %
1975 13.885 13.331 96,0
1974 7.264 6.861 94,5
1973 6.918 6.595 95,3
1972 5.116 4.812 94,1
1971 4.830 4.594 95,1
Sem fyrr hefur verið frá greint
hafa frystar sjávarafurðir verið
að meðaltali um V4 hluti árlegs
útflutnings frá Islandi. Hversu
stór skyldi hlutur Bandarikjanna
hafa verið i þessum útflutningi.
Ef litið er yfir útflutninginn s.l. 5
ár miðað við verðmæti, hefur ár-
leg hlutdeild Bandarikjanna ver-
Framhald á bls. 27
HVAÐHÆOT ERAÐ GERA
Föt m/vesti
frá kr. 12.000.—
Kjólar frá kr. 2.500.—
Peysur frá kr. 1.200 —
Herraskyrtur frá kr. 1.290
Kápur frá kr. 6.500.—
Pilsdragtir frá kr. 6.500.—
Buxna fínflauelspils
frá kr. 1.900.— Skór frá kr. 2.500.—
Allt mjög góðar og nýlegar vörur
Látið ekki happ úr hendi sleppa
TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
Stakar terylene-
buxur, bæöi dömu
og herra frá kr. 3.000
Rifflaðar flauelsbuxur
frá kr. 2.500,—
Herra- og dömubolir
í ofsalegu úrvali
frá kr. 600 —
Utsölumarkaðurinn,
Laugavegi 66> sími 28155