Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
15
hann var eftirsóttur til starfa að
félagsmálum.
Ásgeir ákvað að láta af störfum
i samvinnuhreyfingunni vorið
1974. Sá sem þessar línur ritar
hefði kosið, að örlagagyðjurnar
hefðu á annan veg tvinnað þessa
þræði sina. En þessi örlög virtust
ráðin. „Mennirnir vilja, en guð
ræður." Ásgeirs var saknað af
mörgum samvinnumönnum, þeg-
ar hann lét af störfum í Sam-
vinnutryggingafélögunum, — og
þá ekki sizt nánustu samstarfs-
mönnum og þeim í vinahópnum,
sem áður er getið.
Hinn 15. maí 1974 réðst Ásgeir
sem framkvæmdastjóri til Bæjar-
útgerðar Reykjavikur og þvi
starfi gegndi hann um eins árs
skeið. Hann réðst síðan sem fram-
kvæmdastjóri íslenzka Málm-
blendifélagsins þegar það fyrir-
tæki var sett á stofn árið 1975.
Aður hefur verið minnzt á hæfi-
leika Ásgeirs til félagsstarfa.
Hann tók þátt i félagsstarfi stú-
denta, meðan hann stundaði nám
í Háskólanum, var m.a. formaður
Orators, félags laganema 1949-
1950. Þá gegndi hann ýmsum fé-
lagsstörfum, er tengdust þeim
fyrirtækjum, sem hann starfaði
fyrir. Hann var í stjórn Verðjöfn-
unarsjóðs fyrir bensín og olíur
1953-1957 og í stjórn Fasteigna-
lánafélags samvinnumanna frá 1.
janúar 1955 til 1974. Þá átti hann
sæti I stjórn Sambands Isl. trygg-
ingarfélaga, i stjórnarnefnd norr-
ænna samvinnutryggingarfélaga
og hann sótti marga fundi Sam-
bands samvinnutryggingarfélaga
innan Alþjóða samvinnusam-
bandsins. Ásgeir var félagi I
Rotary hreyfingunni og hafði
gegnt starfi umdæmisstjóra
Rotary hér á landi.
Trúmál voru Ásgeiri hugleikin.
Hann tók virkan þátt I safnaðar-
starfi I Garðasókn og vann ötul-
lega að byggingu Garðakirkju. Þá
sat hann nokkur kjrkjuþing.
Sá félagsskapur, sem átti sterk-
ust Itök í Ásgeiri Magnússyni, var
Frimúrarareglan. Árið 1973 var
hann kjörinn æðsti maður regl-
unnar hér á landi.
Hér að framan hefur verið stikl-
að á stóru hvað varðar uppruna,
menntun og störf Ásgeirs Magn-
ússonar. Ekki hefur verið mikið
rætt um manninn sjálfan og fjöl-
skyldu hans, en ekki mun ofsagt,
að hann hafi verið mikill ham-
ingjumaður I einkallfi.
Ásgeir var glæsimenni að vall-
arsýn, hár, fríður sýnum og fram-
koman óþvinguð. Hann bar sterk-
an svip úr móðurætt, en „Heiðar“-
ættmót bar hann einnig frá föður
sínum.
Hinn 29. júnl 1951 kvæntist Ás-
geir eftirlifandi konu sinni, Guð-
finnu Ingvarsdóttur, yfirvélstjóra
I Reykjavík Einarssonar. Þau
eignuðust 3 börn: Dóru (f. 1953),
sem starfar við Islenzka sendiráð-
ið I Washington, Ingvar (f. 1955)
við nám I Háskólanum og Páiínu
Asu (f. 1959).
Þegar Ásgeir kom heim frá
Kaupmannahöfn með fjölskyldu
slna árið 1958, fluttu þau I nýtt
hús, er hann hafði látið byggja I
hrauninu við Álftanesveg I Garða-
hreppi. Húsinu gáfu þau nafnið
Hrauntún. Bæjarstæðið var sér-
staklega fallegt, — útsýni mikið
og fagurt til allra átta og það rikti
ævintýrablær yfir hrauninu fram-
an við húsið.
Þau Ásgeir og Guðfinna eignuð-
ust fagurt heimili I Hrauntúni,
innan sem utan dyra. Ásgeir naut
frlstunda við að rækta og fegra
umhverfið I kringum húsið
þeirra. Hefur árangur af þvl
starfi orðið mikill og góður. Ekki
mun ofsagt, að fjölskyldan hafi
eignast sælureit I Hrauntúni.
Asgeir var gæfumaður að eign-
ast góða og einlæga konu. Hefur
hún eflaust átt rlkan þátt i því að
fjölskyldan I Hrauntúni er sér-
staklega samhent og samstæð og
ekki er ofsagt, að Asgeir hafi ver-
ið framúrskarandi góður heimilis-
faðir.
Nú hefur sorg knúið dyra I
Hrauntúni. Heimilisfaðirinn á
bezta aldri I blóma Iffsins hefur
svo óvænt verið kallaður burtu.
Þetta eru þung örlög að bera fyrir
konu og börn. Missirinn er nlst-
andi sár. Á slíkri sorgarstund er
ómetanlegt að eiga góðar endur-
minningar og samstöðu móður og
barna. Minningin um góðan eigin-
mann, föður og son, léttir þá
þungu byrði, sem eiginkona, börn
og móðir þurfa nú að bera. Og svo
er það trúin, sem veitir llkn I
þraut. Það ber bjarma af þvl ei-
lifðarljósi, sem brautina þungu
greiðir.
Ég vil fyrir hönd samvinnu-
hreyfingarinnar færa Asgeiri
Magnússyni þakkir fyrir störfin,
sem hann innti af höndum fyrir
samvinnufélögin I næstum aldar-
fjórðung. Ég'og konamln þökkum
gömul kynni og vináttu I gegnum
mörg ár. Við eigum góðar endur-
minningar um samverustundir á
liðnum árum. I þeim er margan
ljósgeislann að finna.
Finnu, börnunum og Dóru, svo
og öðrum ástvinum, sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Erlendur Einarsson.
Það var kátur hópur ungra
drengja, sem léku sér saman á
túnunum við Briemsfjós neðan
við Laufásveg á árunum kringum
1930 og síðar. I þessum hópi var
einstaklega geðþekkur piltur,
sem hafði flutzt I bæinn með for-
eldrum sínum austan úr Vík I
Mýrdal, og setzt að I einu hinna
snotru húsa neðarlega á Njarðar-
götu. Þetta var Addi, Asgeir
Magnússon, sonur hjónanna
Magnúsar Jónssonar húsameist-
ara og konu hans Halldóru Ás-
mundsdóttur.
Ekki man ég hvenær fundum
okkar Ásgeirs bar fyrst saman, en
áður en varði hafði skapazt milli
okkar trygg vinátta sem átti eftir
að endast æ slðar.
t leik æskumannsins komu
strax fram eiginleikar hans, hin
prúðmannlega framkoma og við-
mótsþýða lund. Hann var ætíð
léttur I skapi en þó fastur fyrir, ef
hann þurfti að verja sanngjarnan
málstað. Samvizkusemi og traust
skapgerð voru þau aðalsmerki,
sem mótuðu allt lif hans. Ekki var
að undra þótt Ásgeir væri fljótt
mikils metinn af félögum sínum.
Ég minnist hans sem harðsnú-
ins fyrirliða I boltaleik og eltinga-
leik eða foringja vlgreifra skylm-
ingamanna, keppnishörðum en
heiðarlegum mótherja eða samfé-
laga I grúski og ævintýraleiðöngr-
um. Við áttum ekki ófáar stundir
saman niðri I Vatnsmýri á vorin
eða á skautum á frosnum pollum
og lækjum á vetrum. Mun seinna
hættum við okkur út á hina stóru
Reykjavlkurtjörn.
Ég man hvað mér þótti fyrir þvi
eitt haustið þegar leiðir okkar
skildu við skólagöngu. Njarðar-
götubörn áttu að setjast I Austur-
bæjarbarnaskóla, sem þá var ný-
tekinn til starfa, en börn á Lauf-
ásvegi áttu að vera i Miðbæjar-
skóla. Samt hittumst við Ásgeir
oft I frlstundum, og fundum okk-
ar bar enn oftar saman þegar Ás-
geir réð sig I sumarvinnu I verzl-
un á horni Bragagötu og Berg-
staðastrætis, og ef til vill var það
einmitt I búðinni, sem Ásgeir
fékk slna fyrstu tilsögn I rekstri
fyrirtækja og þar mótaðist rit-
hönd Asgeirs, sem var sérstaklega
stllhrein og speglaði reyndar
snyrtimennsku og heilsteyptan
persónuleika hans, en handbragð-
ið hafði hann hlotið I vöggugjöf.
Við vorum saman ylfingar og
skátar. Þar bundust enn saman
bönd okkar og hnýttust hnútar
tryggrar vináttu, og auðvitað upp-
fyllti Ásgeir á allan hátt þau
ákvæði skáta að vera góður lags-
maður. Þar kynntist hann senni-
lega fyrst stjórnarstörfum sem
flokksforingi og reyndi þá á hæfi-
leika hans að hafa mannaforráð.
Árið 1935 settumst við báðir 11.
bekk Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga og urðum við samferða á
skólagöngu fram I háskólanám.
Ásgeir varð gagnfræðingur 1938
og stúdent frá Menntaskólanum I
Reykjavlk 1941. Er eðlilega margs
að minnast frá þessum árum um
samvistir nemenda og kennara.
Þá beindist hugur Ásgeirs eink-
um inn á svið raungreina, enda
hafði hann dálæti á stærðfræði og
lausn tölfræðilegra verkefna. Ás-
geir var skarpgreindur, athugull
og víðsýnn.
Það var hægt um vjk fyrir okk-
ur að ganga stuttan kpöl um Lauf-
ásveginn út og I skóla I fylgd
kunnuglegs hóps nemenda og ým-
issa starfsmanna, sem stikuðu
þennan sama veg oft á dag. Að
kvöldi dags var farið yfir lexiur
og stundum leikið á léttari strengi
— setzt að tafli eða spilað. Var
Ásgeir á timabili mjög leikinn i
bridge og vatt sér I þá Iþrótt af
atorku. Þá var hann ekki siður
liðtækur I lomber, sem var
óalgengara spil ungra manna á
þeim tlmum. Ásgeir hafði einnig
gaman af útillfi og áttum við
margar ánægjustundir I útilegum
og ferðalögum. Kunningsskapur
okkar Ásgeirs var mjög náinn,
einkum á síðari hluta þessara
námsára. Ég var sessunautur
hans og aðnjótandi þess að eiga
þar tryggan vin og staðfastan
samferðamann, sem ekki lét
glepjast af hvers kyns dægurflug-
um.
I hópi bekkjarsystkina var Ás-
geir prúður og óáreitinn. Á þess-
um árum var lærdómsdeild
Menntaskólans i Reykjavík aðeins
tvlskipt, I máladeild og stærð-
fræðideild. Nemendahópurinn
var ekki stór, er útskrifaðist sem
stúdentar árið 1941. Nokkrir eru
þegar fallnir úr þeim hópi. Og nú
35 árum slðar sjáum við á eftir
einum mætasta bekkjarbróður
okkar, en við bekkjarsystkinin
geymum minningu um glaðværan
og traustan vin.
Að stúdentsprófi loknu innrit-
aðist Ásgeir I læknadeild háskól-
ans, og lukum við saman heim-
spekiprófi vorið 1942, en þá skild-
ust leiðir okkar um sinn. Ásgeir
lauk aldrei læknanámi, en fór
þess I stað I lögfræðideild og lauk
embættisprófi I lögfræði 1951.
Þessum árum fygldi oft
áhyggjulaus glaðværð og þátttaka
I kátu og athafnasömu félagsllfi,
formennska I Orator, félagi laga-
nema, og seta I stjórn Stúdentafé-
lags Reykjavlkur. Asgeir varð far-
sæll stjórnandi ýmissa stofnana,
ræðismaður Ira og atkvæðamikill
I félagsmálum, þar sem hann naut
verðskuldaðs álits.
Hann var vandur að virðingu
sinni, orðheldinn og orðvar I um-
tali um menn og málefni og sér-
staklega nærgætinn. Honum tókst
ævinlega heldur að sjá hina
björtu hlið á hverju máli er vanda
bar að höndum og var jafnan
reiðubúinn að leysa erfiðleika
annarra. Ásgeir var að eðlisfari
mjög hjálpsamur, og honum tókst
með aðstöðu sinni að veita mörg-
um meðbræðrum slnum kær-
komna aðstoð.
Ásgeir var nokkuð seinþroska,
en þegar hann tók út vöxt, varð
hann með hærri mönnum, þrek-
vaxinn, karlmannlegur og frlður
sýnum eins og hann átti kyn til.
Svipurinn var einbeittur, hreinn
og gæfulegur, andlitsdrættir
sterkir, skarð I höku, hárið dökkt
og mikið og orðið grásprengt á
síðari árum, handbragðið inni-
legt, og augun hýr. Hann var
frjálsmannlegur i fasi og alla tlð
rausnarlegur. Ásgeir var mikið
snyrtimenni I allri umgengni og
smekkmaður góður. Enda bar
skrifstofa jafnt og heimili hans
vott um fágun, og reglu og hrein-
læti. Það var honum samboðin
umgjörð. Jafnvel úfið hraun
Garðahrepps breytti um ásjónu
og fylltist lífi I návist hans. Garð-
urinn I Hrauntúni var sem spegil-
mynd af hans innra manni, hlý-
legur lundur, þar sem fegursti
gróður dafnar I skjóli við hið
trausta berg.
Ásgeir var gæfumaður I einka-
lífi sinu. Árið 1951 kvæntist hann
Guðfinnu Ingvarsdóttur, dóttur
Ingvars yfirvélstjóra Einarssonar
og konu hans Pállnu Jónsdóttur,
Hjónaband þeirra var mjög far-
sælt. Helgaði Guðfinna sig um-
hyggju heimilis og barna þeirra
af sérstakri alúð, og ber heimilið
vott um sameiginlegan áhuga f jöl-
skyldunnar fyrir að skapa fagurt
umhverfi Var mikils virði fyrir
mann, sem var sistarfandi i at-
vinnulifi og að félagsmálum, að
njóta hvíldar og hamingju á frið-
sælu og fögru heimili.
Börn þeirra eru þrjú: Dóra,
fædd 1953, ritari við islenzka
sendiráðið I Washington, Ingvar,
fæddur 1955, við nám I Háskóla
Islands, og Pálina Ása, fædd 1959,
nemandi I menntaskóla. Missir
þeirra er mikill við fráfall Ás-
geirs, en leiðsögn hans, umhyggja
og fagurt fordæmi munu fylgja
þeim umófarinn veg.
Ég og fjölskylda min vottum
eiginkonu og börnum Ásgeirs,
móður hans, bræðrum og öðru
venzlafólki dýpstu samúð.
Sturla Friðriksson
Ég mun leitast við að rekja hér
fáeinar minningar mínar um Ás-
geir Magnússon, þar eð ég veit að
aðrir munu gera ævi- og starfs-
sögu hans skil hér i blaðinu.
Það eru nú tæplega 40 ár síðan
við hittumst fyrst og með okkur
tókst strax sú vinátta sem aldrei
bar á nokkurn skugga.
Árið 1938 hittumst við I 4. bekk
Menntaskólans I Reykjavlk og slð-
an má segja að við höfum verið
aldavinir, enda var Ásgeir mikill
vinur vina sinna, eins og margir
munu geta staðfest með mér.
Ég hef verið svo lánsamur um
dagana að eignast nokkra góða
vini, en þvi miður fer þeim nú ört
fækkandi hérna megin grafar. Sú
mun og vera reynsla margra
þeirra er lifa það að komast á
miðjan aldur, sem svo er nefnt. 1
fyrra reyndi ég að setja saman
nokkrar setningar um sameigin-
legan vin okkar Ásgeirs, Eggert
Kristjánsson hrl., og nú er komið
að því að minnast Ásgeirs
Magnússonar.
Ég læt þess ógetið hvort er erf-
íðara fyrir mig, en hvorugt er
auðvelt, þvi: „hvað er auður og afl
og hús, ef engin jurt vex I þinni
krús“.
Þegar ég nú minnist Ásgeirs
Magnússonar er hugur minn full-
ur saknaðar. En jafnframt, svo
ólíklegt sem það kann að virðast,
er hann einnig á vissan hátt full-
ur gleði. Gleði yfir því að hafa átt
hann að vini, gleði yfir okkar
óteljandi samverustundum, gleði
og jafnframt nokkru stolti yfir
því að hafa mátt hvenær sem var
leita til hans með minar raunir og
erfiðleika, jafnan mætt þar vel-
vild og skilningi og hjálp, þegar I
nauðir rak.
Það var með ólíkindum hvað
Ásgeir komst yfir að framkvæma
á ekki lengri ævi, en það var eins
og hann hefði ávallt nægan tima
fyrir alla, sem til hans leituðu, og
hvers manns vandræði vildi hann
leysa, enda greiddi hann úr fleiri
manna vanda en ég hygg að nokk-
Ur maður viti.
Reglusemi og snyrtimennska
einkenndu öll hans störf, vinnu-
dagur hans hlýtur því oft að hafa
verið langur og kannski gjöldum
við þess nú við fráfall hans að
hafa aukið verkefni hans og þar
með flýtt fyrir því, sem nú er
orðið.
Svo sem að likum lætur hlaut
Ásgeir að vera gæfumaður I
einkalifi sinu, slíkur sem hann
var.
Ungur að árum kvæntist hann
glæsilegri konu, Guðfinnu
Ingvarsdóttur, og eignuðust þau
þrjú elskuleg börn, Dóru, Ingvar
og Pálinu Ásu, sem öll hafa erft
bestu kosti foreldranna.
Heimili þeirra að Hrauntúni,
Garðabæ, er bæði smekklegt og
fagurt og þar situr gestrisnin
ávallt i fyrirrúmi.
Ævinlega voru það hátiðisdagar
þegar við Þórunn komum þangað
og þá ekki slður fyrir okkur að fá
þau I heimsókn.
Börnin okkar sakna Asgeirs
sem nákomins ættingja, þvl að
framkoma hans við þau var þann-
ig að þau elskuðu hann öll.
Ég gæti haldið áfram hartnær
endalaust að rifja upp þessar
minningar, en staðreynd er hið
fornkveðna, að eigi verður Baldur
úr Helju grátinn.
Því skal nú staðar numið með
innilegustu samúðarkveðju frá
Þórunni og mér og börnum okkar
til Finnu og barnanna, aldraðrar
móður, bræðra og annarra þeirra
fjölmörgu, sem um sárt eiga að
binda við fráfall þess öðlings, sem
hér er minnst.
Megi góður guð gæta Asgeirs
um alla framtfð.
Einar Ágústsson
Fyrstu kynni mln af Ásgeiri
Magnússyni hófust er hann tók
við framkvæmdastjórn Sam-
vinnutrygginga g.t. og Llftrygg-
ingafélagsins Andvöku árið 1958,
en þeim veitti hann forstöðu þar
til I mal 1974.
Auk sinna miklu starfa I þágu
tryggingafélaga Samvinnumanna
á þessum árum, tók Ásgeir þátt I
mótun og uppbyggingu Islenzkrar
vátryggingastarfsemi, átti sæti I
stjórn Sambands Islenzkra trygg-
ingafélaga og formaður þess I
nokkur ár, I stjórn Björgunarfé-
lagsins h.f. og með ýmiss konar
nefndarstörfum.
Ásgeir var málafylgjumaður
mikill og ávallt hreinskiptinn, en
fyrir það naut hann bæði trausts
og virðingar annarra vátrygginga-
manna.
Islenzk vátryggingastarfsemi á
Asgeiri Magnússyni mikið að
þakka fyrir giftudrjúg störf hans
I hennar þágu.
Ég sendi eiginkonu hans Guð-
finnu Ingvarsdóttur, börnum
þeirra hjóna og öðrum ættingjum
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs
drengs. Glsli Ölafsson.
Þegar andlát Asgeirs Magnús-
sonar fréttist að morgni 10. sept-
ember, kom það ekki á óvart þeim
sem höfðu fylgzt með örstuttri
lokabaráttu hans fyrir að lifa. Það
var miklu frekar að um lausn
væri að ræða, svo voru aðstæður
hans erfiðar að loknum uppskurði
þann 8. þ.m.
Ekki bar Ásgeir með sér hve
alvarlegum sjúkdómi hann þjáð-
ist af, og komu því þær fréttir
vinum hans og vandamönnum úr
jafnvægi, þvl fyrirvarinn virtist
svo lítill
Þegar ég hugsa til baka um
kynni okkar Ásgeirs, þá hugsa ég
til vinar, nágranna og Rotary-
félaga.
Er fjölskyldan fluttist I hraunið
1960, þá var Ásgeir fyrstur til að
bjóða okkur velkomin I hóp
Hraunbúanna og einnig hófst góð
vinátta milli barnanna, sem hefur
haldizt alla tlð.
Ekki gerði ég mér grein fyrir
því I vor, þegar við Ásgeir, ásamt
nokkrum kunningjum, fórum i út-
reiðatúr út á Álftanes, og ég tók
kvikmynd af honum á hvitum
gæðingi, að það yrði slðasta lif-
andi myndin af honum, önnur en
sú sem ættingjar og vinir bera i
hugskotum sinum.
Asgeir hafði sterkan persónu-
leika, jafnvægi til orðs og at-
hafna, var jákvæður til umhverfis
slns, hjálpsamur og úrræðagóður,
greindur vel og lærður, og mjög
frambærilegur sem fulltrúi þjóð-
ar sinnar á mikilvægum vett-
vangi.
Ofangreindir kostir Ásgeirs
komu honum vel að notum i starfi
hans og þvl mikla félagsstarfi sem
hann vann — fyrir Rotaryklúbb
Austurbæjar, sem forseti, fyrir
Rotary-umdæmið á Islandi sem
umdæmisstjóri, Frímúrararegl-
una sem æðsti maður hennar,
Bræðrafélag Garðasóknar, sem
driffjöður i endurbyggingu
Garðakirkju o.fl.
Ásgeir var nýlega að taka við
starfi sem forstjóri íslenzka járn-
blendifélagsins og var félagið I
mótun og uppbyggingu. Starfið
var mikilvægt og krefjandi og
hefur e.t.v. gengið of nærri heilsu
hans. Ytri aóstæður eru þó ekki
alltaf næg skýring, þvi ég tel það
einkamál hverrar sálar hvers
vegna hún lýkur sinni jarðvist.
Það er erfitt fyrir hvern og einn
að kveðja svo skyndilega, ekki slzt
þegar menn standa I umfangs-
miklum athöfnum sem þeirra
hugur stendur til, og þeir eiga
ólokið.
Ásgeir fékk engan aðlögunar-
tima til brottfarar, en samt ör-
stutt augnablik til að kveðja konu
sina og segja henni hug sinn.
Ég sendi Guðfinnu samúðar-
kveðjur mínar og óskir um styrk
til að mæta breyttum aðstæðum,
og Dóru, Ingvari og Pálinu sendi
ég óskir um styrk og leiðbeiningu
til að mæta framtlðinni. Einnig
bið ég aldraðri móður hans bless-
unar á ævikvöldinu.
Að lokum sendi ég Ásgeiri bæn-
ir mlnar um að umskiptin verði
honum auðveld og hann njóti far-
arheillar.
Guðmundur Einarsson.
Framhald á bls. 26