Morgunblaðið - 17.09.1976, Síða 17
MOKGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
17
Kínverskir embættis-
menn standa við líkbörur
Mao Tse-tungs í Höll
þjóðarinnar i Peking.
Jarðarför hans fer fram
á laugardaginn. Stjórn-
völd hafa fyrirskipað að
allir Kínverjar, sem eru
um 800 milljónir, skuli
leggja niður vinnu þann
dag og standa þögulir í
þrjár mfnútur og votta
Mao á þann hátt sína
hinztu virðingu.
Sósíalistum vex
ásmegin í Svíþjóð
Carlos:
Bandaríkin
mótmæla
við Júgó-
slavíu
Washington 16. september
— Reuter.
BANDARÍKIN hafa mót-
mælt því við stjórn
Júgóslavíu að hún hafi
ekki sinnt bandarískum
ábendingum um að alþjóða
skæruliðinn, sem gengið
hefur undir nafninu
Carlos, hafi verið í Belgrad
nýlega. Talsmaður banda-
riska utanríkisráðuneytis-
ins sagði að mótmælin
hefðu verið afhent 8.
september.
Sagði hann að Banda-
ríkjastjórn hefði bent
stjórn Júgóslavíu á, að
C:rlos hefði verið í Bel-
grad, en ábendingunni
hefði ekki verið sinnt og nú
væri ekki vitað hvar mað-
urinn væri niður kominn.
Carlos, sem álitinn er
heita réttu nafni Ilich
Ramirez Sanchez og vera
frá Venuzuela, er grunað-
ur um að hafa myrt tvo
lögregluþjóna í París og
samstarfsmann þeirra.
Hann er einnig eftirlýstur
í Austurríki fyrir að hafa
tekið þátt í ráninu á olíu-
ráðherrum Arabalanda í
aðalstöðvum Opec í Vín.
Vestur-Þýzkaland mun
hafa sent svipuð mótmæli
til Júgóslavíustjórnar.
Talsmaður stjórnarinnar
í Belgrad sagði í dag að
svipazt hefði verið um eftir
Carlos en engin spor hefðu
verið finnanleg eftir hann í
Júgóslavíu.
— (Sjá grein á bls. 13) —
Stokkhólmi 16. september.
— Reuter.
SVO virðist sem stjórn jafnaóar-
manna í Svfþjóð ætli að iifa af
kosningarnar, sem fram fara á
sunnudag. Samkvæmt spá sem
byggð er á skoðanakönnun, sem
stofnunin Sifo hefur gert, munu
jafnaðarmenn undir forystu
Olofs Palme forsætisráðherra og
hinn óopinberi bandalagsflokkur
þeirra á þingi, Vinstriflokkurinn-
Kommúnistarnir, fá 48.9%
greiddra atkvæða. Borgaraflokk-
arnir þrfr, sem eru f stjórnarand-
stöðu, munu samkvæmt spánni fá
48.5%.
Minni flokkar, sem ekki eiga
fulltrúa á þingi, munu fá 2.6%
greiddra atkvæða. Samkvæmt
skoðanakönnuninni verður mun-
urinn á milli sósialisku flokkanna
og borgaraflokkanna mjög lftill
eða um 20.000 atkvæði en heildar-
atkvæðafjöldinn er 5.9 milljónir.
Skoðanakannanir Sifo eru álitnar
vera mjög nákvæmar og í kosn-
ingunum 1973 urðu úrslit i sam-
ræmi við könnun, sem stofnunin
gerði vikuna fyrir kjördag.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
munu jafnaðarmenn og
kommúnistar fá 175 þingsæti en
borgaraflokkarnir 174. Nú er
hlutur þessara tveggja afla á
þingi jafn, bæði hafa 175 þing-
sæti, en til að koma í veg fyrir að
afgreiða verði öll meiriháttar mál
með hlutkesti, eins og verið hefur
undanfarin þrjú ár, hefur þing-
sætum verið fækkað um eitt.
Skoðanakönnunin hefur valdið
miklum vonbrigðum í herbúðum
Miðflokksins, en formaður hans,
Thorbjörn Fálldin, hefur verið
álitinn líklegastur til að verða for-
sætisráðherra í stjórn borgara-
flokkanna. Samkvæmt henni mun
London 16. september — AP
ENGLANDSBANKI hefur gert
brezku viðskiptabönkunum að
auka innstæður sínar I bankanum
í þvf skyni að treysta pundið er-
lendis. Þetta ásamt líkum á sam-
komulagi í sjómannadeilunni
varð til þess að pundið hækkaði á
flokkurinn missa ellefu þingsæti.
Hægfara einingarflokkurinn mun
hins vegar bæta við sig fjórum,
Þjóðarflokkurinn sex, jafnaðar-
menn einu en kommúnistar munu
missa eitt.
Stjórnmálafréttamenn í Sviþjóð
vara við því að of mikið mark sé
tekið á skoðanakönnuninni og
benda á að þriggja klukkustunda
kappræðufundur flokksleiðtog-
anna i sjónvarpi á laugardags-
kvöldið geti haft mikil áhrif á
úrslit kosninganna.
erlendum gjaldeyrismörkuðum
uppí 1.7425 Bandaríkjadali um
hádegi á míðvikudag, en hafði i
gærkvöldi farið niður 1 1.7350.
Fyrir einni viku stóð pundið i
1.77 Bandaríkjadölum, en fyrir 18
mánuðum jafngilti eitt sterlings-
pund 2.40 dölum. Fall pundsins
hefur átt rikan þátt í óhagstæðum
greiðslujöfnuði, því Bretar flytja
inn helming allrar matvöru sem
neytt er í landinu.
Aðferðir Englandsbanka mun
draga úr peningamagninu og lán-
tökum heima fyrir, en það tvennt
hefur mikil áhirf á erlenda lánar-
drottna þar á meðal alþjóða gjald-
eyrisvarasjóðinn.
Geimfar-
ar taka
myndir
Moskvu 16. september —
Reuter
TVEIR sovézkir geimfarar
komust á braut umhverfis
jörðu í dag í Soyuz-
geimfari. Er ferð þeirra
gerð að einhverju leyti i
samvinnu við Austur-
Þjóðverja, en þetta er í
fyrsta skipti sem einhver
af bandalagsþjóðum Sovét-
ríkjanna tekur þátt i geim-
ferðum þeirra.
Ferðin er talin munu taka eina
til tvær vikur og eiga geim-
fararnir tveir, Valery Bykovsky,
sem er 42 ára, og Vladimir Aksy-
onov, sem er 41 árs að tak myndir
af Sovétrikjunum og Austur-
Þýzkalandi til að afla jarðfræði-
legrar og landfræðilegrar
vitneskju um löndin.
Allsherjarþingið að hefjast:
Amerasinghe hefur auga-
stað á embætti W aldheims
HAMILTON Shirley Amera-
singhe verður næsti forseti alls-
herjarþings Sameinuðu þjóð-
anna. sem hefst á sunnudag, en
hann hefur verið fulltrúi Sri
Lanka hjá samtökunum siðan
1967. Hann hefur verið forseti
hafréttarráðstefnunnar, sem
lýkur þriðja fundi sfnum í New
York 1 dag, eftir sjö vikna setu.
Hann er einnig formaður
nefndar S.Þ. sem á að kanna
Waldheim — gefur lfklega kost
á sér.
fullyrðingar Araba um að Isra-
elsmenn virði ekki mannrétt-
indi Araba, sem búa á her-
numdum svæðum. Sagt er að
Amerasinghe hafi augastað á
embætti aðalframkvæmda-
stjóra, sem er æðsta embætti
samtakanna.
Þegar U Thant ákvað að gefa
ekki kost á sér til þess embættis
1971, varð Amerasinghe fyrstur
til að gefa til kynna að honum
léki hugur á embættinu. Hon-
um gekk hins vegar illa í at-
kvæðagreiðslunni I öryggisráð-
inu og fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Austurríkis, Kurt
Waldheim, var kjörinn.
Kjörtímabili Waldheims lýk-
ur i lok þessa árs og allsherjar-
þingið, undir forsæti Amera-
singhes, þarf að taka afstöðu til
hvort eigi að endurkjósa hann
eða kjósa eftirmann. Alitið er
að Waldheim muni gefa kost á
sér og hljóta kosningu. En
Amerasinghe er einnig reiðu-
búinn og hann hefur gengið úr
skugga um að starf hans sem
forseti allsherjarþingsins hefur
engin áhrif á kjörg^ngi hans til
aðaiframkvæmdastjóra. Að
vera i forsæti á allsherjarþing-
inu er aðeins 13 vikna starf en
aðalframkvæmdastjórinn er
skipaður til 5 ára.
Sri Lanka hefur gott sam-
band við Kína og Kínverjar,
sem ekki hafa talizt með helztu
aðdáendum W aldheims, eru
fylgjandi því að diplómat úr
þriðja heiminum sitji í embætt-
inu. Stjórn Sri Lanka hefur
einnig verið gagnrýnin og
ómyrk í máli gagnvart Banda-
ríkjunum og „vestrænum
heimsvaldasinnum", og er
Amerasinghe þvl ekki eins vin-
sæll á Vesturlöndum. Þá er tal-
ið að formennska hans í nefnd-
inni, sem fjallar um mannrétt-
indaskort i Israel, verði honum
þrándur I götu. Þegar hann var
í framboði 1971 létu Israéls-
menn það orð berast að næði
hann kosningu væri þátttöku
S.Þ. i friðarumleitunum í Mið-
Austurlöndum lokið.
Amerasinghe, sem er einn
reyndasti fulltrúinn hjá S.Þ., er
að örðu leyti i mjög góðu áliti
og honum hefur verið hælt mik-
ið fyrir hvað hann á auðvelt
með að halda aga i stórum hóp-
um og sætta andstæð sjónar-
mið. Hann stundaði háskóla-
■ám í London og er þrátt fyrir
afstöðu stjórnar sinnar mjög
undir brezkum áhrifum og
Bandaríkjasinnaður.
Stærstu málin á allsherjar-
þinginu verða væntanlega
vandamál suðurhluta Afriku.
Búizt er við þvi að fordæming
zionismans verði ofarlega á
blaði eins og I fyrra og að mikl-
um tima verði varið til að fjalla
um vaxandi bil á milli rikra
þjóða og fátækra.
Amerasinghe — vili komast að.
Englandsbanki eyk-
ur innlánsbindingu