Morgunblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 Tryggingarfélag TWA borgar steinolíuna SKÍJLI Jón Sigurðsson fulltrúi hjá flugmálastjóra kom að máli við Morgunblaðið f gær vegna fréttar um, hver borgaði eidsneyt- ið, sem TWA þoturnar tóku á Keflavíkurflugvelli og birtist I blaðinu I gærmorgun. Þar var haft eftir fulltrúa flugvallar- stjóra á Keflavfkurflugvelli, að Rjúpna- veiði söm og í fyrra? „RJUPNAVEIÐI í haust verður að öllum likindum ekki minni en 1 fyrra og kannski heldur meiri, enda þótt erfitt sé að spá um það á þessu stigi,“ sagði dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur f samtali við Mbl. f gær. Að sögn Finns var búizt við þvf að rjúpnastofninn yrði í hámarki nú í haust en svo virðis t ekki ætla að verða af ástæðum, sem ekki liggja Ijósar fyrir að sögn Finns. Svo sem kunnugt er hafa verið miklar sveiflur f rjúpnastofnin- um hér á landi. Hann hefur náð hámarki eínu sinni á áratug, venjulega á árinu sem endar á 6, en þó getur skakkað þar einu ári til eða frá. Þegar stofninn hefur náð hámarki hrynur hann aftur og er venjulega kominn í lágmark á öðru ári eftir að hann hefur náð hámarki. Síðan fer stofninn stækkandi árlega unz hámarkinu er náð. Að þessu sinni hefur fjölgunin verið miklu hægari en áður hefur þekkzt í þau 50 ár, sem örugg vitneskja er til um sveiflur i rjúpnastofninum. Sagði Dr. Finn- ur Guðmundsson að næsta ár mundi skera úr um það hvort stofninn tekur stökk upp á við eða hvort að þessu sinni verður yf- irleitt ekki um eðlilegt hámark að ræða. Krafla: 120 kippir síð- asta sólarhring 120 jarðskjálftakippir mældust við Kröflu s.l. sólarhring, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Halldór Halldórsson á jarð- skjálftavaktinni f Reynihlíð veitti Mbl. í gærkvöldi. Þetta er með því mesta sem mælzt hefur, aðeins einu sinni áður hafa svo margir kippir mælzt á einum sólarhring. Varð það 10. september. TWA myndi þurfa að borga fyrir eldsneytið og matinn. Að sögn Skúla eru öll flugfélög í veröldinni tryggð fyrir flugrán- um og öðrum líkum óhöppum, og þótt TWA verði f fyrstu sendur reikningurinn fyrir steinolíunni, sem vélarnar tóku, þá þarf trygg- ingarfélag þess að borga að lok- um.' — Rannsókn Framhald af bls. 36 haldsnámi erlendis. Gunnlaugur Briem sagði að rannsókn málsins væri á byrjunarstigi og því ekkert hægt að segja um hana utan það, að málið snerist um smygl á lit- sjónvarpstækjum. Morgunblaðið hefur hins vegar fregnað, að þarna sé um að ræða all umfangs- mikið mál, sem e.t.v. nái til nokk- urra lögsagnarumdæma. — Hvalvertíð Framhald af bls. 36 tegund, og var búið að fylla töl- una 23. ágúst s.l. Sfðan hefur ver- ið veitt mest af búrhval. Þá sagði hann, að mjög væri misjafnt hve mikið veiddist’. af hverri tegund frá ári til árs, þar sem hvalirnir kæmu misjafnlega nálægt landinu, og væri margt sem ylli því. Ókyrrð í Elliðarárvogi í SUÐ-AUSTANROKINU f gær- kvöldi horfði illa fyrir skemmti- bátum sem félagar I bátaklúbbn- um Snarfara eiga í Elliðaárvogi og voru menn úr Slysavarnafélag- inu fengnir til aðstoðar. Þá losn- aði trilla í Skerjafirði en félagar úr bjögunarsveitinni Albert á Seltjarnarnesi voru snarir í snúningum og náðu trillunni áður en hana rak upp. Loks var SVFl byrjað að undirbúa leit að tveimur trillum í gærkvöldi en þær komu fram heilar á húfi. 25 danslög Guð- jóns Matthíassonar „Eg hafði gffurlegan ðhuga á harmoníku þegar ég var ungur piltur en engu að sfður var ég orðinn þrftugur þegar ég byrjaði að leika á harmonfku — nú og sfðan hef ég vart stoppað," sagði Guðjón Matthfasson harmonfku- leikari f samtali við Morgunblað- ið, en um þessar mundir er að koma á markaðinn bók sem inni- heldur 25 danslög eftir Guðjón, en bókina gefur Leiftur hf. út. Að sögn Guðjóns er elzta lagið frá 1950, en það nýjasta frá því f vor. „Ég hef ekki samið mikið uþp á síðkastið, enda verið veikur. Sum þessara laga hafa fengið verðlaun og viðurkenningu f danslagakeppnum. T.d. fékk lagið Sonarkveðja 1. veTðlaun í dans- lagakeppni 1956.“ Guðjón hóf upphaflega nám f harmonfkuleik hjá Gretti Björns- syni og samdi fljótlega mikið af lögum, en þar sem Guðjón lærði þá ekki að skrifa nótur fór hann síðar að læra tónfræði í einkatím- um, og setti út lög fyrir hljóm- sveit. Textarnir við lögin i 25 danslög eru eftir marga höfunda, en Guð- jón á sjálfur marga textana. Guöjón Matthfaöson: 25 DANSLÖG — íþróttir Framhald af bls. 34 nefndir, ekki heldur, nema þá helzt Björgvin. Hreyfingar Björg- vins á línunni og barátta hans og útsjónarsemi f vörninni gera hann að framúrskarandi hand- knattleiksmanni, og það hefði ekki verið á nema fárra færi að taka við þeim sendingum, sem hann skilaði rétta boðleið í mark Svisslendinganna í þessum leik. Geir var mikið með f spili liðsins og Olafur Einarsson skoraði falleg mörk — átti reyndar nokkr- ar misheppnaðar tilraunir, en þær verða að fyrirgefast fyrir mörkin sem hann gerði. Auðvitað er erfitt að meta islenzka liðið eftir þennan leik bæði með skírskotun til þess sem að framan segir, að leikmennirnir eru að hefja keppnistímabilið, og eins vegna þess að svissneska liðið er hreinlega mun slakara en okkar. Það lék af miklum hraða og krafti f leiknum, en það var líka nær það eina sem prýddi það. I liðinu eru þó nokkrir góðir handknattleiksmenn og ber fyrst og fremst að nefna leikmann nr. 2, Ziillig, sem er geysilega kröft- ugur og duglegur leikmaður og leikmann nr. 5, Schár, sem aldrei mátti líta af. Leikinn dæmdu dómarar frá Svíþjóð. Þeir höfðu lengst af mjög góð tök á honum og dæmdu þvf vel. Gerðu þó nokkrar skyssur, eins og dómarar gera ævinlega. — stjl. Garðar Cortes og Halldór Kristinsson syngja í New York I MORGUN fóru til New York f „smásöngferðalag" þeir Garðar Cortes og Halldór Kristinsson. Syngja þeir á vegum Scandinavi- an — American Festival ’76. Tón- listarhátfð á vegum þessara sam- taka hefur farið fram nú um ára- bil, en er þetta f fyrsta sinn sem lslendingar koma þar fram. Forsaga þessa boðs er sú, að fyrir tveim árum fóru þeir Garðar og Halldór til New York og Chi- cago með Ferðaleikhúsinu og sungu fslenzk þjóðlög og kváðu rfmur. í framhaldi af þeirri ferð var þeim svo boðin þátttaka f þessari tónlistarhátfð. Á efnisskrá þeirra verða íslenzk þjóðlög, kvintsöngvar og rfmur. Samkvæmt beiðni forráðamanna tónleikanna koma þeir fram f ís- lenzkum lopapeysum sem Rammagerðin hefur lagt þeim til fararinnar. Tónleikarnir fara fram f New Jersey Garden State Arts Centre, laugardaginn 18. sept. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Ingibjörg Sigfúsdóttir og Aldfs Lárusdóttir, eigendur hinnar nýju nuddstofu. Heilsuræktin — ný nuddstofa á Akureyri HEILSURÆKTIN heitir ný nuddstofa, sem tekin er til starfa f verzlunarmiðstöðinnf Kaupangi við Mýrarveg. Eigendur eru Aldfs Lárusdóttir og Ingibjörg Sigfús- dótti.r sem hafa lokið námi f hressingarnuddi f Danmörku og Reykjavfk. i Heilsuræktinni geta við- skiptamenn notið margs konar þjónustu, og má þar nefna nudd og megrunarnudd, leikfimi, þrek- æfingar, saunabað ljósböð og ilja- nudd (zonetherapi) sem mun hvergi vera stundað annars staðar á Islandi. Margs konar íþróttatæki eru f Heilsuræktinni, svo sem róðrar- vél og þrekhjól. Starfsemin fer fram daglega kl. 8—10.30 og 13—19 mánudaga til föstudaga. Aðeins verður um einstaklings- tfma að ræða og verða konur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en karlar á þriðju- dögum og fimmtudögum. Sv.P. — Viðræður Framhald af bls. 36 svipaðan fjölda flugtfma nú svip- að og beggja Tri-Star þotnanna eða sem næst 7500 milljónir króna. Tri-Star-þotan tekur 350 farþega en Boeing 747(jumbo) tekur um 480 farþega. Svo sem fram hefur komið f fréttum, hefur athugun leitt í ljós, að Tri-Star-breiðþoturnar geta flogið fullhlaðnar f einum áfanga milli New York og Luxem- borgar. Ef stjórn Flugleiða ákveður að ráðast í þessi flugvélakaup þarf væntanlega að koma til rfkis- ábyrgð og þurfa kaupin því að hljóta samþykki fslenzkra stjórn- valda. — Tjónabætur Framhald áf bls. 18 kvæmdir og það er gott hljóð i fólkinu Þessar framkvæmdir hafa þó enn einu sinni ýtt illyrmislega við þeirri staðreynd að Skipaútgerð ríkisins fæst ekki til að láta Esju eða Heklu koma við hér með vö/ur Bæði eiga skipin þó að vera sérstak- lega hönnuð til að lesta á höfnum eins og á Kópaskeri. Meðan þessu heldur áfram verðum við að flytja allt á bilum að sunnan eða taka vörurnar í land á Húsavik og Raufar- höfn. Fyrir hvert kiló, sem flutt er frá Reykjavík með bilum, verðum við að greiða 1 6 krónur i flutningskostnað Þess eru líka dæmi að fara hefur orðið með lyftara héðan og til Raufarhafnar til að skipa upp vör- um, sem fara áttu hingað Þetta er óþolandi ástand fyrir íbúa Kópa- skers og nágrannabyggðanna. sagði Friðrik að lokum — Líbanon Framhald af bls. 1 manna frá vfgstöðvum f landinu og tfmasetja gildistöku Kafrósam- komulagsins frá 1969 milli Llbanonmanna og Palestfnu- araba. Samkomulag þetta kveður á um að Palestínumenn megi hafa her f Libanon, en takmarkar ferðir þeirra við ákveðnar herr búðir og nokkra staði við landa- mæri ísraels. Sagði Kholi að stefnt væri að því að samkomulag um öll þessi atriði næðist fyrir 23. þessa mánaðar, er Sarkis tekur við embætti. Pierre Gemayel, leiðtogi hægri- sinnaðra falangista, sagði í dag er hann kom frá Kaíró eftir við- ræður við Sadat, Egyptalands- forseta, að hann væri bjartsýnn á friðarhorfur. Helzta breytingin, sem Franjieh gerði í gær, var að veita Camille Chamoun heimild til að kalla saman rfkisstjórnarfund, er Karami er í burtu og gerði hann einnig að utanríkisráðherra til viðbótar varnar- og innanrfkis- ráðuneytinu, sem hann heldur. Chamoun, sem er formaður Þjóðlega frjálslynda flokksins f Lfbanon, er hataður af vinstri- mönnum, Karami , sem er múhameðstrúarmaður, hefur ekki haldið ríkisstjórnarfundi frá því í vor, er Lfbanon var skipt og Franjieh forseti flutti embættis- skrifstofu sfna til yfirráðasvæðis kristinna. Karami var f Kaíró er Franjieh tilkynnti breytingarnar. — Kissinger Framhald af bls. 1 vegar áfram þriðja daginn f röð og gerði lögreglan f borginni miklar öryggisráðstafanir til þess að vernda þá, sem virtu verkfalls- boðunina að vettugi. Leiðtogum blökkumanna, lit- aðra og hvftra hefur verið boðið að hitta Kissinger einhvern tfma á þeim tveimur dögum, sem hann verður f S-Afríku, en ekki er vitað hverjir það verða, sem ráeða við utanrfkisráðherrann til að kynna honum afstöðu hinna ýmsu hópa og skýringu á kynþáttaóeirðum undanfarinna vikna f landinu. — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1 seinagang f sambandi við aðstoð við uppbygginguna og vfða f þorp- um eða rústum þeirra eru skilti, sem á stendur: „Við þurfum ekki á stjórnmálamönnum að halda hér heldur húsum og atvinnu." Er fólkið biturt vegna alls þess fjölda stjórnmála- og embættis- manna, sem hafa ferðazt um héraðið, en lftið aðhafzt til hjáíp- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.